Morgunblaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 182. TBL. 95. ÁRG. FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
26
79
/
IG
11
Veiðarfæri
til lax-silungs-og sjóveiða
Þú færð IG-veiðivörur
í næstu sportvöruverslun
Á SIGURGÖNGU
BRYNHILDUR ÞÓRARINSDÓTTIR KOM FORN-
HETJUNUM INN Í BARNAHERBERGIN >> 17
LÍFLEGRI MIÐBORG Á
HAMINGJUMARKAÐI
SVALI KÖTTUR
Í GÚRÚTJALDI >> 20
FRÉTTASKÝRING
Eftir Guðmund Hilmarsson
gummih@mbl.is
MARK Skagamannsins Bjarna Guðjónsson-
ar gegn Keflvíkingum í Landsbankadeild-
inni í knattspyrnu í fyrrakvöld hefur vakið
mikla umræðu í þjóðfélaginu. Löglegt en sið-
laust segja margir en eftir að Keflvíkingar
höfðu spyrnt boltanum út af svo hægt væri
að hlúa að meiddum leikmanni ÍA fengu þeir
ekki boltann frá Skagamönnum eins og þeir
flestir reiknuðu með. Og það sem verra er,
og hleypti eðlilega illu blóði í Keflvíkinga,
var að Bjarni spyrnti boltanum yfir mark-
vörð Keflvíkinga og í netið fór hann. Bjarni
hefur beðist afsökunar á að hafa skorað
markið en hann segist hafa ætlað að þruma
boltanum aftur fyrir endamörk.
Engin háttvísisregla til
Kristinn Jakobsson, reyndur og góður
dómari, gat ekki annað en dæmt markið gilt.
„Okkur dómurum er uppálagt að framfylgja
því að menn sýni ekki dónaskap og rudda-
skap en leikmenn túlka sína háttvísi eins og
þeir vilja. Í þessu tilviki fannst mér hún ekki
vera túlkuð rétt. Það er hins vegar engin
háttvísisregla til heldur ákvæðið að menn
beri virðingu fyrir og sýni náunganum kær-
leika eins og í daglegu lífi,“ sagði Kristinn við
Morgunblaðið. „Ég gat ekkert gripið inn í,
innkastið var rétt framkvæmt og mark
Bjarna fullkomlega löglegt. Ég hafði ekkert
agavald til að dæma vitlaust innkast þegar
ég sá að boltinn var á leið inn þótt ég glaður
hefði viljað. Að mínu mati þurfum við að gera
það sama og Bretarnir, þar ber leikmönnum
engin skylda til að sparka boltanum út af
þegar menn liggja meiddir. Sá eini sem má
stöðva leik undir þeim kringumstæðum er
dómarinn.“
Tryggvi Guðmundsson, framherji FH-
inga, hefur oft lent í svipaðri aðstöðu og
Bjarni en hefur ekki dottið í hug að spyrna í
átt að marki andstæðinganna undir svona
kringumstæðum. „Við leikmenn ræðum það
ekkert sérstaklega þegar svona kemur upp.
Oftast sparka menn boltanum beint út af og
láta andstæðinginn fá boltann til baka með
þeim hætti. Ég tók einu sinni rangt innkast
viljandi en fékk að launum gult spjald fyrir
að óvirða leikinn. Mér hefur aldrei dottið í
hug að sparka í átt að markinu og ég átta
mig ekki á því hvers vegna Bjarni gerði það.
Hann bauð hættunni heim. Ég trúi því ekki
að hann hafi ætlað að gera þetta viljandi en
þetta var kjánalegt af honum,“ sagði
Tryggvi við Morgunblaðið. | Íþróttir
Morgunblaðið/RAX
Fögnuður Skagamenn fagna marki í
Landsbankadeildinni í sumar.
Háttvísi í
boltanum
Ákaft deilt um mark
Bjarna Guðjónssonar
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
og Evu Bjarnadóttur
„ÞETTA hlýtur að vera áfellisdómur fyrir
Hæstarétt Íslands og það er spurning hvort
hægt sé að leggjast lægra en að brjóta mannrétt-
indi fjölfatlaðs barns og hafa af því réttmætar
bætur,“ sagði Eggert Ísólfsson, faðir Söru Lind-
ar, níu ára gamallar stúlku sem veiktist strax eft-
ir fæðingu árið 1998, og fékk alvarlegar heila-
skemmdir. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að
þeirri niðurstöðu fjórum árum síðar að 100% ör-
orku hennar mætti rekja til mistaka lækna –
dæmdi henni rúmlega 28 milljónir króna í bætur
– en Hæstiréttur sneri dómnum og sýknaði ríkið.
Dómur Hæstaréttar féll í mars árið 2004 og
segir lögmaður Söru Lindar, Heimir Örn Her-
bertsson, málsmeðferð Hæstaréttar gagnrýnis-
verða. Þremur dögum áður en flytja átti málið
munnlega barst tilkynning frá réttinum þar sem
sagði að hann hygðist afla umsagnar læknaráðs
um hvað í raun orsakaði skaða stúlkunnar. Þar
sem fjórir þeirra sem sátu í læknaráði störfuðu á
Landspítala – háskólasjúkrahúsi þótti Heimi
Erni sem Sara Lind hefði ekki fengið réttláta
málsmeðferð.
Í niðurstöðu Mannréttindadómstólsins segir
að stúlkan hafi með réttu getað óttast að lækna-
ráð hafi ekki með öllu verið hlutlaust í umfjöllun
sinni og var dómstóllinn sammála um að brotið
hefði verið gegn 6. grein mannréttindasáttmála
Evrópu. Stúlkunni voru dæmdar 6,4 milljónir
króna í bætur og rúmlega 1,5 milljónir króna í
málskostnað.
Breyta þarf lögum um læknaráð
Matthías Halldórsson, landlæknir og formað-
ur læknaráðs, segir læknaráð vera úrelt fyrir-
bæri sem starfi samkvæmt lögum frá upphafi 5.
áratugarins þegar önnur viðhorf ríktu í heil-
brigðismálum. Hann vill fá lögunum breytt. „Yf-
irlæknarnir á deildunum eru auðvitað illa í stakk
búnir til að segja hvort spítalinn hafi staðið sig
eða ekki því þeir eru starfsmenn spítalans. En
það er hvorki þeim að kenna, né læknaráði, held-
ur lögunum sem við erum bundin af.“
Heimir er sammála landlækni um að breyta
þurfi lögunum. „Þá ríkti annað viðhorf og þótti
ekki tiltökumál að dómstólar tækju virkan þátt í
gagnaöflun. Það þykir þó ekki gott í dag því það
vekur efasemdir um hlutleysi dómstólsins.“
Brotið á rétti | 8
Hæstiréttur braut gegn
réttindum fatlaðs barns
Í HNOTSKURN
»Sara Lind Eggertsdóttir fæddist ákvennadeild LSH 5. mars 1998. Hún
veiktist strax alvarlega, varð fyrir um-
talsverðum heilaskemmdum og hlaut
100% varanlega örorku.
» Héraðsdómur taldi læknamistökhafa orðið og dæmdi henni 28 millj-
ónir króna í bætur. Hæstiréttur sneri
dóminum við og sýknaði ríkið.
Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði níu ára íslenskri stúlku í hag
MIKIÐ var um dýrðir á Kópavogsvelli í gærkvöldi þegar 25. lands-
mót Ungmennafélags Íslands var sett. Óhætt er að segja að um
„risalandsmót“ sé að ræða því UMFÍ fagnar 100 ára afmæli sínu
og er því ekkert til sparað til að gera hátíðina hina veglegustu.
Fjöldi fólks lagði leið sína í Kópavoginn til að berja augum hin
ýmsu tónlistar- og íþróttaatriði. Auðsjáanlegt var að allir
skemmtu sér vel þó svo að nokkrir regndropar féllu.
Morgunblaðið/Golli
Stærsta landsmót UMFÍ
PILTUR á tvítugsaldri var í gær
sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur
af ákæru um kynferðisbrot sem átti
sér stað á salerni í kjallara á Hótel
Sögu aðfaranótt 17. mars sl. Rétt-
argæslumaður stúlkunnar segir
dóminn hafa litið of mikið til ofbeld-
isþáttar málsins en ekki til þess að
samræðið var ekki með hennar vilja.
Í niðurstöðu dómsins kemur fram
að framburður stúlkunnar sé trú-
verðugur en í kjölfarið kemur þessi
klausa: „Ef byggt er á frásögn
[stúlkunnar] af því sem gerðist eftir
orðaskipti þeirra inni á snyrtingunni
lítur dómurinn svo á að það að
ákærði ýtti [stúlkunni] inn í klefann,
læsti klefanum innan frá, dró niður
um hana, ýtti henni niður á salernið
og síðan niður á gólf, geti, hlutrænt
séð, ekki talist ofbeldi í skilningi 1.
mgr. 194. gr. almennra hegningar-
laga, eins og það hugtak hefur verið
skýrt í refsirétti og í langri dóma-
framkvæmd. Nægir þetta eitt til
þess að ákærði verði sýknaður af
ákærunni.“
Ofbeldi að svipta frelsi
Jafnframt er sýknað á þeirri for-
sendu að stúlkan hafi ekki veitt við-
nám eða kallað eftir hjálp.
Margrét Gunnlaugsdóttir, réttar-
gæslumaður stúlkunnar, segir for-
dæmi fyrir því að nóg hafi þótt að loka
einhvern inni til að það flokkist undir
ofbeldi. Það að stúlkan mótmæli ekki
– vegna hræðslu – ætti ekki að leiða
til sýknu. Hún segist afar ósátt við
dóminn. | 2
Atburðarásin ekki
talin ofbeldisfull