Morgunblaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „Persónuvernd á að standa vörð um það að per- sónuupplýsingar séu ekki notaðar með þeim hætti að það geti, án sérstakrar ástæðu og heim- ildar, skert frelsi fólks og einkalíf. Mörkin liggja þar sem eðlilegu og lögmætu markmiði sleppir og farið er að nota upplýs- ingarnar í öðrum til gangi, mögulega til að koma höggi á aðra,“ segir Sig- rún Jóhannesdóttir, forstjóri Per- sónuverndar, en stofnunin fagnar því í dag að á þessu ári eru liðin 25 ár síðan fyrsta persónuverndar- löggjöfin tók gildi. Að sögn Sigrúnar er lykilatriði í störfum Persónuverndar að finna einstigið á milli þess að nýta nýja upplýsingatækni og kosti hennar án þess að ganga of langt. Bendir hún á að stundum sé upplýsingum safnað í einum tilgangi, en þær síðar notaðar í öðrum tilgangi. Nefnir hún sem dæmi uppsetningu myndavéla í bún- ingsklefum, miðbæ Reykjavíkur, á heimavistum framhaldsskóla, í verslunum eða á veitingastöðum. „Tilgangurinn er upphaflega kannski aðeins að koma í veg fyrir þjófnað, skemmdarverk eða stuðla að auknu öryggi, en síðan er mynd- efnið notað til að segja fólki upp störfum eða verkstýra með ósann- gjörnum hætti,“ segir Sigrún og tek- ur fram að hlutverk Persónuverndar sé að benda á hættuna sem kunni að fylgja slíku fyrir einkalífið. „Hún á að leitast við að koma því til leiðar að menn gæti hófs og fari einvörðungu að þeirri línu sem nauðsynlega þarf til að ná öryggis- eða eignavörslu- markmiðinu, en ekki lengra. Við megum ekki fara út í slíkar öfgar með notkun eftirlitstækni að við upplifum að Stóri bróðir sé vakn- aður og orðinn virkur með þeim hætti sem löggjöfin beinlínis á að hindra,“ segir Sigrún og tekur fram að mönnum beri einnig að varast það að leggja allt traust sitt á vélar. „Vélar bregðast ekki við. Við leysum ekki öll vandamál með því að skrúfa upp fleiri eftirlitsvélar. Slíkt getur þvert á móti skapað ný og jafnvel óleysanleg vandamál.“ Aðspurð segir Sigrún gríðarlegar breytingar hafa orðið síðan fyrsta persónuverndarlöggjöfin tók gildi á sínum tíma, bæði hvað varðar hug- myndir manna um þörfina fyrir lög- gjöfina og eins hafi veruleikinn sem við búum við breyst allverulega. „Það hefur hefur orðið gríðarleg bylting í vinnslu persónuupplýsinga og tækni til að vinna úr þeim. Kom- inn er til sögunnar ýmiss konar vöktunarbúnaður sem notaður er til persónueftirlits sem ekki þekktist fyrir 25 árum,“ segir Sigrún og nefnir í því samhengi notkun gps- tækninnar til að fylgjast með ferð- um fólks, eftirlit með netnotkun al- mennings, tölvupóstnotkun starfs- manna og merkingu hluta með örmerkjum. „Því er spáð að eftir 10-15 ár verði allar dýrar vörur merktar með ör- merki, t.d. gleraugu fólks, úr, tölvur eða DVD-diskar,“ segir Sigrún og bendir á að örmerki sendi sífellt út bylgjur sem geri það að verkum að afar auðvelt verði að fylgjast með neysluvenjum og ferðum fólks. Tek- ur hún fram að tilgangur merkjanna sé að fylgjast með staðsetningu og framleiðslu vöru t.d. með það að markmiði að koma í veg fyrir að fals- aðar vörur séu í umferð auk þess sem örmerkin auðveldi fólki að end- urheimta stolna merkta muni. „Það er allt gott og gilt. Hins vegar er möguleiki á misnotkun fyrir hendi og því er afar mikilvægt að neyt- endur séu sér meðvitandi um þá hættu og skapi nauðsynlegt aðhald.“ Hvað felst í samþykki? Aðspurð segir Sigrún almenning oft á tíðum ekki vera nógu meðvit- aðan um mikilvægi þess að huga að því hvernig persónuupplýsingar séu notaðar og fara varlega við und- irritun samþykkisyfirlýsinga. „Sam- kvæmt lögum er vinnsla persónu- upplýsinga almennt heimil ef hún byggist á samþykki einstaklings- ins,“ segir Sigrún, en bendir á að enda þótt undirritun liggi fyrir þurfi að uppfylla ýmis skilyrði. „Við getum t.d. ekki sagt að mað- ur hafi samþykkt eitthvað nema hann hafi í raun vitað og skilið hvað hann var að samþykkja. Það eru fjölmörg dæmi um það að fólk hafi í raun ekki átt val heldur staðið frammi fyrir því að verða að segja já til að fá ákveðna þjónustu. Aðrir standa jafnvel frammi fyrir því að fá ekki vinnu ef þeir gera athugasemd- ir við að vinnuveitandi fái upplýs- ingar um viðkomandi frá tilteknum aðilum. Hvers virði er þá sam- þykkið? Hér verður að virða sann- girnissjónarmið og hlutverk Per- sónuverndar er m.a. að minna á þau,“ segir Sigrún og bendir á að forsenda þess að Persónuvernd geti skilað árangri sé að almenningur sé virkur og varkár. „Fólk má ekki samþykkja hvað sem er og treysta á að einhver bjargi málum síðar, jafn- vel eftir að í óefni er komið.“ Gæta þess að staðinn sé vörður um frelsi fólks og einkalíf Í ár eru liðin 25 ár síðan fyrsta persónuvernd- arlöggjöfin tók gildi. Henni var ætlað að vernda einstaklinga vegna skráningar á upplýsingum um einka- málefni þeirra. Morgunblaðið/Júlíus Gæta þarf hófs „Við megum ekki fara út í slíkar öfgar með notkun eftir- litsmyndavéla að við förum að upplifa það að Stóri bróðir sé vaknaður.“ Í HNOTSKURN »Erindum sem Persónu-vernd berast á ári hverju hefur fjölgað margfalt. » Í fyrra bárust Persónu-vernd 764 erindi. Allt stefnir í að þau verði 900 á þessu ári. »Persónuvernd er sjálfstæðstofnun sem heyrir undir dómsmálaráðuneytið. Þannig getur ráðherra ekki haft af- skipti af álitum stofnunar- innar. Álitin er aðeins hægt að kæra til dómstóla. Sigrún Jóhannesdóttir GISTINÆTUR á hótelum í maí síð- astliðnum voru 116.000 en voru 101.500 í sama mánuði árið 2006, sem er fjölgun um 14.500 nætur eða rúm 14%. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Austurlandi þar sem fjöldinn stóð í stað milli ára, 4.300 nætur. Aukningin var hlutfallslega mest á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vest- urlands og Vestfjarða þar sem gisti- nóttum fjölgaði um 2.000, úr 8.100 í 10.100 milli ára (26% aukning). Á Norðurlandi fjölgaði gistinóttum um rúm 17%, úr 7.600 í 8.900. Á Suður- landi fór gistináttafjöldinn úr 9.000 í 10.200 milli ára, sem er 14% aukning. Gistinæturnar á höfuðborgarsvæð- inu í maí síðastliðnum voru 83.400 en voru 72.600 í sama mánuði árið 2006. Gistinóttum fjölgaði í maí GEIR Jón Þóris- son, yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, vill ekki taka und- ir að ástand vegna drykkjuláta og of- beldisverka í miðbæ Reykjavík- ur sé með verra móti þessar vik- urnar. Hann segir nýtilkomið reykingabann þó hafa há- vaða og læti á götum úti í för með sér en ekki sé útséð með þau áhrif til lengri tíma. „Það væri tilbúningur að segja að fangaklefar séu alltaf fullir. Við eigum eina og eina helgi sem það gerist. Það var nokkuð mikið að gera á föstudagskvöldið hjá lögreglunni, enda fullt tungl og stórstreymi, en á laugardaginn var mjög gott ástand,“ segir Geir Jón. Hann hefur ástandið fyrir tíu árum til viðmiðunar, þegar skemmtistöðum var lokað klukkan 3. Miðbærinn oft verið verri Geir Jón Þórisson ♦♦♦ ÚR VERINU ELLEFU sjúklingar greindust með HIV-sýkingu hér á landi á síðasta ári, átta karlar og þrjár konur. Tveir karlar og ein kona greindust með al- næmi og einn karlmaður lést af völd- um sjúkdómsins á árinu. Landlækn- isembættið segir að þessar tölur bendi til þess að HIV-sýking og al- næmi sé enn sjaldgæfur sjúkdómur hér á landi en þó landlægur. Fram kemur í ársskýrslu embætt- isins, að hlutur gagnkynhneigðra fari vaxandi ár frá ári. Hafa verði í huga, að helmingur þeirra sem greinast sé af erlendu bergi brotinn og margir þeirra komi frá svæðum þar sem útbreiðsla HIV-smits sé al- geng meðal gagnkynhneigðra. 11 greindir með HIV-smit ♦♦♦ Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is SAMTÖK sjávarútvegsins á Norð- urlöndunum hafa ákveðið að stofna norræn fagsamtök. Sett hefur verið á fót undirbún- ingsnefnd undir forystu Péturs Bjarnasonar, framkvæmda- stjóra Fiskifélags Íslands, og stefnt er að boðun form- legs stofnfundar í haust. Lítið samstarf hefur verið í sjáv- arútvegi á norrænum vettvangi á undanförnum árum. Norræna ráð- herranefndin hefur þó fiskimálafull- trúa og nefndir embættismanna og vísindamanna í sjávarútvegi. Pétur Bjarnason segir að þessir aðilar hafi haft áhuga á að fá samstarfsaðila í greininni sjálfri, til að efla sjávarút- veginn á Norðurlöndunum. „Þeir hafa saknað þess að hafa ekki að- gang að samstarfsaðilum til að leita til um ýmis verkefni sem áhugi er á að vinna að,“ segir Pétur. Hefur stofnun norrænna samtaka verið til umræðu síðustu tvö til þrjú árin. Forystumenn heildarsamtaka sjávarútvegsins á Norðurlöndunum hittust í tengslum við ráðherrafund sem haldinn var í Björneborg í Finn- landi fyrir skömmu. Þar var ákveðið að stofna samtökin. Pétur Bjarnason er formaður und- irbúningsnefndar sem vinna mun að málinu og hann reiknar með því að samtökin verði formlega stofnuð í haust. Auk Fiskifélags Íslands eru sambærileg hagsmunasamtök á hin- um Norðurlöndunum aðilar að sam- tökunum. Bæta ímynd útvegsins Pétur segir að hlutverk nýju sam- takanna verði væntanlega fyrst og fremst að vinna að verkefnum með Norrænu ráðherranefndinni og mynda samstarfsvettvang til að ýta norrænum sjávarútvegi fram á veg- inn. Hann telur ekki að skortur verði á verkefnum. Nefnir að vinna þurfi að því að bæta ímynd sjávarútvegs- ins á Norðurlöndunum. „Ég reikna með að hin almenna ímynd sjávarút- vegsins á heiminum sé heldur nei- kvæð. Norðurlandaþjóðirnar standa hins vegar betur, hvað varðar um- gengni við náttúruna og lög og rétt. Samtök sem þessi gætu vakið at- hygli á því hvað við erum að gera vel í sjávarútvegi og það væri hægt að nýta við markaðssetningu afurð- anna,“ segir Pétur. Á ráðherrafund- inum í Finnlandi var haldin nám- stefna sem nefndist Ímynd fiskveiða og þar kom fram að mörg verkefni á þessu sviði biðu nýrra samtaka. Pétur nefnir einnig að Norður- löndin eigi það sameiginlega verk- efni að útrýma sjóræningjaveiðum. Samtök hagsmunaaðila gætu unnið að því máli. Loks segir Pétur að byrjað sé að skoða möguleikana á að koma af stað nýju norrænu eldhúsi með nauðsyn- legri vöruþróun og líst honum afar vel á það verkefni. Það sé liður í því að gera norræn matvæli eftirsótt og sé því mikið hagsmunamál fyrir sjáv- arútveginn. Pétur tekur fram að ekki sé ætl- unin að norræn samtök útvegsins verði sjálf með mikla starfsemi, frek- ar að þau vinni að verkefnum með Norrænu ráðherranefndinni og öðr- um hagsmunaaðilum. Stofna norræn heildarsamtök sjávarútvegsins Morgunblaðið/ÞÖK Afurðir Ný norræn samtök munu vinna að bættri ímynd sjávarútvegsins. Pétur Bjarnason FYRSTI fundur aðila að samráðs- vettvangi um efnahagsmál var hald- inn í gær í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Geir H. Haarde forsætisráðherra stýrði fundinum en auk hans sátu fundinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra, Árni M. Mathie- sen fjármálaráðherra, Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráðherra og fulltrúar frá Samtökum atvinnulífs- ins, Alþýðusambandi Íslands, Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga, BSRB og BHM. Rætt var um tilhögun samráðsins, almennar efnahagshorfur, aflasam- drátt og mótvægisaðgerðir, málefni Íbúðalánasjóðs og komandi kjara- samninga. Samráðs- fundur um efnahagsmál ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.