Morgunblaðið - 06.07.2007, Side 19

Morgunblaðið - 06.07.2007, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2007 19 AKUREYRI SENDUM Í PÓSTKRÖFU www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Maður Lifandi Hæðarsmára 6, Lyfja, heilsuvörudeild, Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16 og Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Krónan Mosfellsbæ Nóatún Hafnarfirði Spirulina Orkugefandi og brennsluaukandi. AUSTURLAND Skriðuklaustur | Ingiberg Magn- ússon opnaði myndlistarsýningu í galleríi Klaustri á Skriðuklaustri um síðustu helgi. Sýningin stend- ur til 25. júlí. Sýninguna nefnir Ingiberg „Að heiman og heim aftur“. Heitið vísar til þess að verkin tengjast flest bernsku höfundarins á Hér- aði. Myndefnið sækir Ingiberg með- al annars á Héraðssand og í Hall- ormsstaðaskóg en báðir staðirnir hafa höfðað til ímyndunarafls hans frá barnsaldri. Þá sækir hann hugmyndir í handverk og hugvit fyrri kynslóða í húsagerð. „Að heiman og heim aftur“ Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Vopnafjörður | Ágætlega hefur gengið hjá hákarlaveiðimönnum á Vopnafirði í sumar. Þessi vika stendur þó upp úr en sex hákörlum var landað sama daginn. Hreinn Björgvinsson á Eddunni fékk sex væna hákarla í fyrradag. Hann var heppinn að sonur hans, Björgvin, var með í vitjuninni og gat aðstoðað við að koma veiðinni í land. Sama dag fékk Guðjón Guð- jónsson tvo hákarla. „Ég hef verið að reyna mig við þetta í tuttugu ár,“ segir Guðjón og bætir því við að hann stundi há- karlaveiðina vegna þess hvað hún sé skemmtileg. „Það er stór hluti af þessu að draga stóran fisk að landi. Þetta eru 700 til 800 kílóa skepnur, þú færð ekki stærri fisk hér við land,“ segir Guðjón. Hákarlaveiðimennirnir leggja há- karlalínuna út af Vopnafirði og vitja venjulega um einu sinni í viku. Björgvin Hreinsson sem jafnframt er hafnarstjóri á Vopnafirði segir að notaðar séu átta til tíu króka lín- ur og sumir leggi nokkrar línur. Þeir beita því sem tiltækt er hverju sinni. Guðjón segir að því miður sé orðið erfitt að ná í úldið hrossakjöt en það hafi þótt besta beitan hér áður fyrr. Þrír til fjórir bátar stunda há- karlaveiðar frá Vopnafirði, að sögn Björgvins, og telur hann að þeir hafi veitt samtals 15 til 20 hákarla í sumar. Hákarlarnir verða kasaðir í haust og látnir hanga þannig að „sælgætið“ verði tilbúið fyrir þorra- blótin. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Löndun Hreinn Björgvinsson og Björgvin sonur hans landa einum vænum. Lönduðu sex hákörl- um sama daginn Norðfjörður | Jóhann Zoëga brá sér í heldur óvanalegan göngutúr kvöld eitt í vikunni. Ólöf dóttir hans hafði komið að sel sem virtist eitthvað ut- angátta í fjörunni inni á Sandi í Norðfirði. Spáðu menn og spekúleruðu í hvernig hjálpa skyldi selnum, en hann var heldur grimmur og hvæsti á mannfólkið. Það varð úr að selnum skyldi komið í sjóinn á ný til að sjá hvernig hann spjaraði sig. Jóhann brá bandi um háls selsins og saman röltu þeir félagar í mesta bróðerni niður í fjöruborðið þar sem bandið var leyst og selurinn synti út. Höfðu menn á orði að selurinn gengi betur við hæl en margur hundurinn. Með sel í bandi á Sandi Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson hsb@mbl.is UM ÞESSAR mundir eru fimmtán bandarískir nemendur staddir á Akur- eyri á vegum RES-orkuskólans. Þetta er fjölbreyttur hópur nemenda úr ýmsum skólum og ríkjum Bandaríkj- anna sem sóttu um að komast á nám- skeið um endurnýjanlega orku í gegn- um School for International Training í Vermont, en RES-orkuskólinn annast umgerð námsins hér á landi. Betsy Dinan, sem tekur þátt í nám- skeiðinu, lætur vel af umgjörðinni og verunni hér á landi: „Við komum til landsins 10. júní sl. og vorum upphaf- lega í Reykjavík nokkra daga og hlustuðum á fyrirlestra ýmissa aðila í orkugeiranum. Við hlustuðum á ólík- ar skoðanir um endurnýjanlega orku, til dæmis um Kárahnjúkavirkjun.“ Búa hjá fjölskyldum í bænum Eftir dvölina í Reykjavík hefur hópurinn verið á Akureyri og búið hjá fjölskyldum í bænum. Betsy segir það hafa kosti í för með sér: „Til dæmis hafa yngstu dæturnar hjálpað mér að læra íslensku. Á móti reyni ég að kenna þeim ensku en þær eru mun betri í ensku en ég í íslensku. Svo fór ég með fjölskyldunni minni í ferðalag í síðustu viku. Við skoðuðum Detti- foss, Mývatn og Goðafoss.“ Utan frítímans hafa nemendur hins vegar unnið að því að kynna sér orku- mál Norðlendinga og m.a. skoðað Glerárvirkjun og Laugaland í Eyja- fjarðarsveit. Að auki vinna nemendur að verkefnum saman þrír og þrír og munu ljúka vinnslu þeirra á meðan síðasti áfangi námskeiðsins fer fram, en það verður á Vestfjörðum. Þegar innt er svars við hinni ódauð- legu „How-do-you-like-Iceland“- spurningu svarar Betsy: „Ég er ást- fangin af því. Þetta hefur verið ynd- islegur tími og æðislegt að vera á Akureyri. Samfélagið er lítið, lands- lagið frábært og veðrið mjög gott. Fólkið er vinalegt og allir nemendur hafa öðlast ótrúlega lífsreynslu.“ „Hefur verið ótrúleg reynsla“ Ljósmynd/Finnbogi Marinósson Fræðast Nemendurnir skoðuðu meðal annars Glerárvirkjun og Laugaland í Eyjafjarðarsveit á meðan á veru þeirra stóð norðanlands og í Reykjavík hlustuðu þeir á ólíkar skoðanir um Kárahnjúkavirkjun. Ljósmynd/Finnbogi Marinósson Ánægjulegt „Þetta hefur verið yndislegur tími og æðislegt að vera á Akur- eyri,“ segir Betsy Dinan. Á myndinni eru þátttakendur á námskeiðinu.  Bandarískir nemendur dvelja á Íslandi og læra um endurnýjanlega orku  Samstarfsverkefni á milli SIT í Vermont og RES-orkuskólans á Akureyri Í HNOTSKURN »Nemarnir skráðu sig í nám-skeið í endurnýjanlegri orku á vegum SIT í Vermont. »RES-orkuskólinn sér umnámskeiðið á Íslandi. »Nemendurnir búa hjá fjöl-skyldum á meðan þeir dvelja á Akureyri. Einnig koma þeir við í Reykjavík og á Vestfjörðum. Á MORGUN, laugardag, klukkan 14 verður myndlistarsýningin „Prótótýpa“ opnuð á Café Karól- ínu. Það er Elísabet Jónsdóttir sem sýnir að þessu sinni. Elísabet segir að verk sín sam- anstandi af „hráunnum verkum og tilraunum með efni og áferðir. Hugmyndin að þessari sýningu er að sýna „prótótýpur“ af hug- myndum sem á eftir að vinna meira með og gera að fullkláruðum mynd- verkum“. Elísabet lauk BA-prófi í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands ár- ið 2000, en hefur einnig stundað nám í innanhússarkitektúr í Hol- landi. Sýningin á Karólínu er þriðja einkasýningin hennar, en hún hefur einnig tekið þátt í samsýningum hérlendis og erlendis. Sýningin stendur til 3. ágúst nk. „Prótótýpur“ á Kaffi Karólínu HLÖÐVER Sigurðsson tenór og Þórunn Marinósdóttir sópran munu flytja óperuaríur, dúetta og íslensk sönglög á hádegistón- leikum Listasumars í Ketilhúsinu í dag. Tónleikarnir hefjast á slaginu kl. 12. Hlöðver og Þórunn hafa verið þáttakendur á fjölmörgum „master class“ námskeiðum á Íslandi, en einnig í Austurríki og í Frakk- landi. Þau hfa komið fram á tón- leikum heima og erlendis og tekið þátt í óperuuppfærslum. Í lok september á síðasta ári tóku Hlöðver og Þórunn þátt í söngkeppninni „Concorso Int- ernazionale di Canto Lyrico di Brescia“ á Ítalíu. Þáttakendur voru yfir 150 manns, og komust þau bæði í undanúrslit keppninnar. Hádegistón- leikar í dag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.