Morgunblaðið - 06.07.2007, Síða 21
mælt með…
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2007 21
Útsölurölt
Nú þegar útsölur eru víða er um
að gera að skella sér í almennilegt
búðaráp.
Ef miðbærinn verður fyrir valinu á
morgun þá er Hamingjumarkaður-
inn í Skólastrætinu opinn frá 12 til
18 og um að gera að kíkja á hann í
leiðinni því framtakið er frábært.
Hann er reyndar opinn líka á sunnu-
dögum og þá er tilvalið að skella sér
fyrst á listasafn í bænum, kíkja
kannski niður að höfn og enda heim-
sóknina með góðum kaffibolla.
Hátíð í Árbæjarsafni
Á sunnudag verður ÍR-dagur á
Árbæjarsafni í tilefni af 100 ára af-
mæli félagsins og opnun gamla ÍR-
hússins. Í húsinu er safn gamalla og
nýrra muna sem segja sögu ÍR í máli
og myndum.
Hátíðin stendur frá eitt til þrjú.
Þar verða deildir ÍR með sýn-
ingar, viðburði og ýmislegt fyrir fólk
sem vill reyna sig. Grillveisla verður í
boði ÍR, smáfólkið fær blöðrur og ís-
bíll verður á svæðinu.
Afmælismót skáta
Skátar verða með hátíðarhöld á
Úlfljótsvatni sem lýkur á sunnudag.
Mótið er liður í hátíðarhöldum skáta-
hreyfingarinnar í tilefni af því að 100
ár eru liðin frá fyrstu skátaútilegunni
á Brownsea-eyju.
Öllum er velkomið að mæta á Úlf-
ljótsvatn og taka þátt í afmælisfagn-
aðinum. Starfræktar verða sér-
stakar búðir fyrir fjölskyldur, eldri
skáta og aðra sem hafa áhuga á að
kynna sér starfsemi skátahreyfing-
arinnar.
Írskir dagar á Akranesi
Nú standa yfir
írskir dagar á
Akranesi og það
er um að gera að
smyrja samlokur,
setja kaffi á
brúsa og skella
sér af stað upp í
Hvalfjörð. Eftir
að hafa borðað
nesti í fallegri laut (eða inni í bíl ef
veðrið leikur ekki við ferðalanga) þá
skal brunað á Akranes. Þar verður
ýmislegt um að vera. Hljómsveitir
leika, víkingastemning verður á
Safnasvæðinu, götugrill, kvöldvök-
ur, Stuðmenn, siglingakeppni, kas-
saklifur og unglingaball. Þá geta
gestir tekið þátt í sandkastalakeppni,
tekið þátt í dorgveiðikeppni eða
heimsótt tívolíið á Jaðarsbökkum svo
dæmi séu tekin. Áfram amma er einn
liðurinn á dagskrá. Í fyrra mættu um
60 ömmur á vítapunktinn – hvaða
amma rústar þessu í ár? Rúsínan í
pylsuendanum er auðvitað hin ár-
vissa keppni þar sem valinn verður
rauðhærðasti Íslendingurinn, en
hún fer fram á Jaðarsbökkum.
Skráning er á staðnum, á www.irsk-
irdagar.is, í síma 431 5566 eða með
tölvupósti: loa@akranes.is.
Með vinum í gönguferð
Hvernig væri
nú að stefna vin-
unum saman í
gönguferð á
morgun? Alla
laugardaga
klukkan eitt eftir
hádegi er farið í
lengri gönguferðir á Þingvöllum þar
sem fjallað er um mannvist og nátt-
úru í Þingvallahrauni. Á leiðinni er til
dæmis komið við á eyðibýlunum
Skógarkoti og Hrauntúni og rifjaðar
upp sögur af íbúum og búskap-
arháttum. Göngugarpar hittast við
þjónustumiðstöðina á Leirum og
þremur tímum síðar er hægt að ljúka
góðri útivist með grillveislu eða laut-
arferð með gamla laginu.
Passið að taka með regnfötin, góða
skó og vatnsbrúsa.
Nudd getur gagnast einstakling-
um, sem þurfa að undirgangast
læknismeðferðir því í nuddinu
handleikur nuddarinn mjúka vefi
líkamans, vöðva, hörund og sinar
með því að nota fingurgóma,
hendur og hnefa. Nudd getur
hjálpað til við að slaka á, en er
kannski ekki líklegt til að „lækna“
allt sem er að angra viðkomandi
einstakling. En ef illa er að verki
staðið, getur nuddið líka meitt.
Nudd hjálpar til við að draga úr
spennu í vöðvum og flestir nota
það sem slökunarmeðal eða til að
minnka vöðvaeymsli. Nuddið getur
líka losað um náttúruleg verkjalyf,
sem líkaminn ræður yfir til að
styrkja ónæmiskerfið. Nuddið er
talið gagnast:
Kvíða
Verkjum
Fæðingarhríðum
Ungbarnaþroska
Börnum með sykursýki
Íþróttameiðslum
Alkóhólmeðferð
Ónæmiskerfinu
Krabbameinssjúklingum
Sjálfsálitinu
Nudd er almennt hættulaust svo
lengi sem viðurkenndir nuddarar
sinna því, að því er segir á netsíðu
bandarísku sjúkrastofnunarinnar
MayoClinic, en það getur í verstu
tilfellum valdið innvortis blæð-
ingum, taugaskemmdum eða tíma-
bundinni lömun. Nudd er hins-
vegar ekki fyrir alla því það getur
verið hættulegt ef viðkomandi er
t.d. með brunasár eða önnur opin
sár á nuddsvæðinu, hefur nýlega
fengið hjartaáfall, blóðtappa eða
er með beingisnun og alvarlegar
gigtarbólgur. Einnig skal forðast
beinan þrýsting á æxli krabba-
meinssjúklinga.
Nuddið linar
streitu og verki
Novator eignarhaldsfélag ehf. vekur athygli á því að
yfirtökutilboð þess í hlutafé Actavis Group hf. rennur
út næstkomandi mánudag, 9. júlí, kl.16.
ÍS
LE
N
SK
A
S
IA
.IS
/L
B
I
3
82
91
0
7/
07
Nánari upplýsingar um yfirtökutilboðið er að fá hjá Landsbanka Íslands hf. og á vefsíðu bankans, www.landsbanki.is.
Ennfremur geta hluthafar haft samband við Verðbréfa- og lífeyrisþjónustu Landsbankans í síma 410 4040 ef óskað er frekari
upplýsinga, auk þess sem hægt er að senda fyrirspurnir á tölvupóstfangið Actavis-tilbod@landsbanki.is.
Yfirtökutilboð
Actavis Group hf.
Þeir hluthafar sem vilja samþykkja yfirtökutilboð Novators þurfa að skila rétt útfylltu
samþykkiseyðublaði. Hægt er að skila eyðublaðinu með þrennum hætti:
• Til Landsbanka Íslands hf., Hafnarstræti 5, 155 Reykjavík,
merkt „ACTAVIS YFIRTÖKUTILBOД
• Á faxnúmerið 410 3002
• Á vefsíðu Landsbankans, www.landsbanki.is
Samþykki hluthafa Actavis verður að hafa borist fyrir kl. 16:00 mánudaginn 9. júlí 2007.
Hluthafar eru hvattir til að skila samþykkiseyðublaðinu rétt útfylltu hið fyrsta.