Morgunblaðið - 06.07.2007, Síða 26

Morgunblaðið - 06.07.2007, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN STÓRVELDISDRAUMAR eru annað nafn á vanmetakennd og slík- ir draumar hafa lengi einkennt vinstra litrófið á Íslandi. Og úr þeirri átt er sífellt von upphrópana. Nú síðast slær nýbak- aður viðskiptaráðherra því fram í Morg- unblaðinu að Samfylk- ingin geti haldið áfram að sameina stjórn- málaflokka og næst tekið Framsókn- arflokkinn undir sinn verndarvæng. Og þar með komið á tveggja flokka kerfi á Íslandi. Og jæja, getur hún það! Flokkur á hægri leið Í fyrsta lagi þá hefur Samfylkingin ekki sameinað neina flokka á Íslandi. Stofnun hennar var nafnbreyt- ing á gamla Alþýðu- flokknum sem með strandhöggi í gamla Al- þýðubandalagið sveigði sig örlítið til vinstri frá því sem var í tíð hægri krata á borð við Jón Baldvin og Gylfa Þ. Gíslason. Nú sækir aft- ur í það far. Þegar Samfylkingin var stofnuð var Þjóðvaki blessaður dáinn og sömuleiðis hafði Ingibjörg sálgað Kvennalistanum þannig að hvorugum þeim fjaðratætlum getur Samfylkingin skreytt sig. Ingibjörg hefur raunar oft boðað hægri stefnu krataflokksins, skilmerkilegast þeg- ar hún skammaði flokksmenn fyrir að þeim væri ekki treystandi. En sú hægri stefna mun ekki færa Samfylkinguna nær Fram- sóknarflokknum nema síður sé. Armur sem ekki er til Í öðru lagi, skoðum aðeins hvað ráðherrann sjálfur segir um Fram- sóknarflokkinn á heimasíðu sinni, bjorgvin.is. Þar er skrifað um Framsóknarflokkinn í tveimur ný- legum greinum: „Að mínu mati gæti þorri Fram- sóknar runnið saman við Samfylk- ingu ásamt ýmsum frjálslyndum fé- lagshyggjuöflum í öðrum flokkum,“ segir í upphafi greinar sem skrifuð er nú í júlí og þar er í lokaorðum þessi setning: „Þá er ónefnd sú staðreynd að afar lítið ber í milli framsæk- inna framsókn- armanna á mölinni og Samfylkingarfólks al- mennt. Heilt yfir fólk sem aðhyllist frjáls- lyndi í ríkisrekstri en sterka velferð og sanngjarna fé- lagshyggju.“ 11. júní skrifar við- skiptaráðherra í kjöl- far varaformannskjörs í Framsóknarflokkn- um: „Guðni stímir til vinstri. Frá Evrópu og frjálslyndri þéttbýlis- pólitík sem má kenna við Halldór og hægri ásinn. Um leið siglir hann frá möguleikum um fylgisaukningu á mölinni. Stefnan er tekin á sveitina þar sem flokkurinn stend- ur enn bærilega. Keppnin verður við Vinstri græna á næstu árum. Að endurheimta vígið í dreifbýlinu. Taka utan um kjósendur sem að- hyllast þjóðleg og varfærin viðhorf. Þá sem fylgja ríkulegum beinum stuðningi við landbúnað, höft á full- vinnslufrelsi og innflutning mat- væla.“ Ég er ekki að öllu leyti sammála þessari greiningu á Framsókn- arflokknum. Það stenst til dæmis engan veginn að Framsóknarflokk- urinn muni sigla frá þéttbýlinu og um leið keppa við Vinstri græna sem eru aðallega með fylgi á möl- inni fyrir sunnan. Björgvin G. biðlar til hægri arms Framsóknar Bjarni Harðarson skrifar um stjórnmál »En það at-hyglisver- ðasta er, að Björgvin er að bjóða, svo notuð séu hans eigin orð, að hægri ás Framsókn- arflokksins renni inn í Sam- fylkinguna. Bjarni Harðarson NÁTTÚRULÆKNINGAFÉLAG Íslands (NLFÍ) var stofnað 5. júlí 1937 á Sauðárkróki og varð félagið því 70 ára í gær. Þá kom saman 15 manna samstilltur hópur manna og kvenna á hótel Tindastóli undir for- ystu Jónasar Kristjánssonar læknis. Tilgangurinn var að stofna félag sem hefði það að markmiði að efla og útbreiða þekkingu á lögmálum heilbrigðs lífs og heilsusamlegum lifnaðarháttum. Áhersla var lögð á nauðsyn þess og mik- ilvægi að ein- staklingnum bæri að bera ábyrgð á eigin heilsu og velferð. Sér- staklega var höfðað til foreldra í þessum efn- um hvað börnin áhrær- ir. Allt frá stofnun hafa einkunnarorð NLFÍ verið „Berum ábyrgð á eigin heilsu“. Jónas Kristjánsson lét af störfum sem læknir í Skagafirði í árslok 1938 og flutti suður til Reykjavíkur, þá 68 ára gamall. Hann hafði gegnt krefjandi læknisstörfum í 37 ár í víðlendum og erfiðum læknishér- uðum, fyrst á Fljótsdalshéraði (1901- 1911) og síðan í Skagafirði (1911- 1938). Þrátt fyrir þetta voru starfs- kraftar hans óskertir og áhuginn á heilbrigðismálum landsmanna þrot- laus. Kenningar Jónasar, sem af mörgum voru kallaðar „öfgakenn- ingar“ á sínum tíma, fólust ekki síst í því að brýna fyrir fólki að lifa sem mest á náttúrulegri fæðu, stunda lík- amsæfingar og gæta vel að reglu- bundnum svefnvenjum, slökun og hvíld. Helsta áhugamál Jónasar og nátt- úrulækningamanna var að koma upp hvíldar- og hressingarhæli. Þessi stórhuga draumur rættist árið 1955 þegar Heilsuhæli NLFÍ, nú Heilsu- stofnun NLFÍ (HNLFÍ), var opnað í Hveragerði. Þetta varð ekki síst fyr- ir ötula forystu og dugnað Jónasar sem lagði nánast allar sínar eignir til heilsuhælisins en hann var sterkefn- aður maður. Jónas Kristjánsson lést árið 1960 í herbergi sínu í heilsuhæl- inu í Hveragerði, þá 89 ára gamall. Árið 1955 var hægt að taka á móti 25 dvalargestum en sú tala hækkaði fljótlega í 40. Starfsem- in hefur aukist jafnt og þétt í gegnum tíðina en í dag eru dvalargestir að jafnaði u.þ.b. 130 og biðlistar langir. Árlega koma meira en 2.000 manns til dvalar vegna ýmiss konar kvilla. HNLFÍ er heilsu- verndar-, endurhæf- ingar og kennslu- stofnun þar sem áhersla er lögð á mark- vissa hreyfingu, hollt mataræði, fræðslu um heilbrigða lifn- aðarhætti, slökun og hvíld. Heilsuvandi ein- staklingsins er skoð- aður með það í huga að líta þurfi á andlegt, lík- amlegt og félagslegt ástand í samhengi. Meðferðarstefnan felur m.a. í sér þá viðleitni að koma á og viðhalda eðlilegum og heil- brigðum tengslum milli einstaklings- ins og umhverfis hans og efla varnir líkama og sálar gegn hvers konar vanheilsu og sjúkdómum. Stefna NLFÍ hefur ávallt verið sú að auka og efla þátt hugtakanna heil- brigði og heilsuvernd í umræðu og verkum og víkja frá hinni einlitu sjúkdómaumræðu. NLFÍ forðast kennisetningar sem ekki standast vísindalega gagnrýni. Hófsemi í líf- erni og skilningur á heildstæðum lausnum læknisfræðinnar, heilbrigt líferni í víðum skilningi er og verður meginhlutverk félagsins auk um- hverfisverndar. Því er oft haldið fram að heilbrigð- iskerfi okkar sé eitt það besta í ver- öldinni. Stjórnmálamönnum er þetta sérstaklega tamt, ekki síst ef þeir halda um stjórnartaumana. Það er skoðun þess sem þetta ritar að ís- lenskt heilbrigðiskerfi sé ekkert betra eða verra en heilbrigðiskerfi flestra þjóða í Evrópu og Norður- Ameríku. Á meðan megináhersla er lögð á „viðgerðarþjónustu“ og skyndilausnir í stað þess að fjárfesta til framtíðar, m.a. á þann hátt að stór- auka fjárframlög í fyrirbyggjandi að- gerðir, t.a.m. fræðslu í grunnskólum, þá verður lítil breyting til batnaðar. Sívaxandi offita og ótal sjúkdómar henni samfara auk fjölda félagslegra vandamála sem þessir einstaklingar lenda í, verður að óbreyttu stærsta heilsufarsvandamál næstu ára og áratuga með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum. Hér er ekki aðeins við yf- irvöld að sakast hvernig komið er heldur bera foreldrar ekki síður mikla ábyrgð. Kröfur nútímans eru með þeim hætti að það heyrir nánast til undantekninga ef báðir foreldrar þurfa ekki að vinna myrkranna á milli til að endar nái saman. Næring- arsnauður skyndibiti og „ruslfæði“ er því oft sú næring sem látin er duga. Börnin alast upp í þessum vítahring og eru fljót að tileinka sér þá „mat- armenningu“ með tilheyrandi gos- drykkjaþambi sem foreldrar þeirra innleiða, oft með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. Árið 1946 skrifaði Jónas Krist- jánsson læknir m.a. eftirfarandi í fyrsta tölublað Heilsuverndar sem var tímarit náttúrulækningamanna; „Til að skapa heilbrigt og dugandi þjóðfélag, þarf andlega og líkamlega heilbrigða þegna. Undirstaða heil- brigðinnar eru réttir lifnaðarhættir og rétt fræðsla. En heilsurækt og heilsuvernd þarf að byrja, áður en til sjúkdóms kemur, áður en menn verða veikir. Í þessu starfi þurfa allir hugsandi menn að taka þátt, allir góðir synir og dætur fósturjarðar vorrar verða að telja það sína helg- ustu skyldu að vernda heilsu sína ættjörðinni til handa. Og takmark allra þarf að vera það, að deyja frá betri heimi en þeir fæddust í.“ Berum ábyrgð á eigin heilsu Gunnlaugur K. Jónsson skrifar í tilefni af 70 ára afmæli HNLFÍ »Hér er ekkiaðeins við yfirvöld að sak- ast hvernig komið er heldur bera foreldrar ekki síður mikla ábyrgð Gunnlaugur K. Jónsson Höfundur er forseti NLFÍ og stjórnarformaður HNLFÍ. MJÖG er nú rætt um tillögur frá Hafrann- sóknarstofn- uninni um vænt- anlegan afla á næsta „aflaári“, sem byrjar 1. september. Verði það nið- urstaða, að rík- isstjórnin telji að ekki megi veiði meira af þorski en um 135-140 þúsund tonn, er það hrein staðfesting á misheppnaðri fiskveiðistjórnun. Algjör andstæði við fyrri skrif magra „doktora“ við HÍ og víðar. Einnig rothögg á ýmsar greinar í erlendum tímaritum. Höfundar þeirra flestir „mataðir“ úr ráðu- neyti sjávarútvegsráðherra. Rannsóknaraðferðir hjá Hafró með „togararallinu“ hafa oft verið umdeildar. Ekki er svigrúm hér að fjalla um þær nú. Þær gefa örugg- lega góða vísbendingu um fisk á sömu slóð ár eftir ár og eru þannig staðfesting á „hreyfingu“ þorsks- ins. Samsetning á afla er glögg og góð. Hins vegar er það grjóthörð staðreynd, að þorskurinn er „þorskur“ og hefur ekki hingað til „legið við stjóra“, svo ég viti. Geysilegt hafsvæði er utan þess svæðis, sem togið fer fram á. Spurningin er: Hvernig er það rannsakað? Ég veit það ekki. Einföld hugmynd mín er því þessi: Nú verði önnur aðferð tekin upp og gerð þegar í stað. Hún mun sýna vel og glögglega hvort hafið sé svo „tómt“ af þorski að allt sé að fara á annan endann og voði framundan. Hér beitum við önglinum. Haf- inu verði skipt upp í ákveðin veiði- svæði, t.d. þannig: Frá Reykjanesi - Öndverðarnes og út. Öndverð- arnes - Látrabjarg og út. Látra- bjarg - Horn og út. Horn - Gríms- ey og út og svo áfram kringum landið. Fengnir verða 10-20 bátar, sem veiða með línu (á öngulinn) og hver bátur leggi t.d. 10.000 öngla í sjó á sama tíma en dreift sam- kvæmt mati sérfróðra manna, svo vel komi í ljós hvar þorskur kunni að halda sig. Þessi tilraun standi í viku. Einnig komi handfærin með og t.d. 20-30 handfærabátar með öngulinn verði hluti að rannsókn- arkerfinu í viki tíma. Komi í ljós að sáralítill þorskur veiðist víðast hvar er voði á ferð- um. Þá er vissulega tímabært að athuga sinn gang alvarleg með víðtækri umræðu um ástandið í hafinu frá margvíslegu sjónarmiði. Ég á hins vegar von á því að sá „guli“ sé nú miklu meira til djúps en oft áður og sé vel veiðanlegur allt að 200 þúsund tonnum. Grund- vallaratriði er að hver einasti þorskur komi á land. Engin vissa er um afla og samsetningu nema það sé gert. Innihald í maga sé vel kannað og allt fiskifarið. Þá munu fiskifræðingar okkar og reyndir sjómenn koma sér saman um rök- rétt veiðimagn á þorskinum. Þessa tilraun þarf að fram- kvæma nú þegar. Við liggja þjóð- arhagsmunir og líf í byggð um allt land. JÓN ÁRMANN HÉÐINSSON, eldri borgari sem byrjaði á sjó 1942. Hvar hefur þorskurinn legið við stjóra? Frá Jóni Ármanni Héðinssyni Jón Ármann Héðinsson Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is NÆR allir alþingismenn og sveitarstjórnarmenn harma þann niðurskurð sem fyrir dyrum er á aflaheimildum, enda verða öll fá- menn byggðarlög illa úti. En þeim mun furðulegra er að upplifa að enginn þeirra virðist sjá þá möguleika sem felast í auknum heimildum krókaveiða. Veiði stuðlar að lækkandi meðalaldri fiskistofna, jafnvel þó að veitt sé jafnt úr öllum aldursflokkum. Miðað við 15% eðlileg afföll og 25% veiði á ári hefur 3 ára þorsk- ur aðeins rúmar 12% líkur á að verða 7 ára. Ef veitt er 30 % minnkar þetta niður í 9%. Þar með er verða erfðabreytingar eins og Jónas Bjarnason og fleiri vísindamenn hafa lýst, ef slíkt er yfirleitt mögulegt. Hinsvegar eru mögu- leikarnir á öðru kerfi en afla- markskerfi mjög takmarkaðir. Sóknardagakerfi virkar aðallega sem aflatakmarkandi, vernd- unargildi þess er lítið að öðru leyti. Nú heyrist úr herbúðum kvóta- eigenda, að þeir samþykki nið- urskurð með því skilyrði að þeir fái kvótann sinn aftur. Ef þetta gengur eftir er kvótinn orðinn þeirra eign og þeir geta skattlagt króka- veiðar og fiskneyslu á Íslandi um 3 millj- arða á ári um aldur og ævi. Á sínum tíma var togað upp í harða land og fiskurinn hvarf af grunnslóð- inni. Með tólf mílna landhelginni voru togarar reknir af grunnslóðinni. Nú heyrist að fiskurinn sé aftur farinn að ganga á firðina, sé þetta rétt, er þessi friðun að skila árangri, eftir 50 ár. Þetta er eina friðunin á ís- lenskum þorski sem sannanlega hefur borið árangur. Reikningar Hafró eru að mestu byggðir á gögnum úr togararall- inu. Fiskileysið sem þær mæla er á togslóðinni. Í samræmi við þetta Enginn styður krókaveiðar Jónas Elíasson skrifar um aflaheimildir Jónas Elíasson Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.