Morgunblaðið - 06.07.2007, Side 30
30 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Einar SigurðurÓlafsson fædd-
ist í Reykjavík 4.
júní 1948. Hann
andaðist á heimili
sínu, Háholti 6 í
Garðabæ, 22. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Guðrún R. Sigurð-
ardóttir húsmóðir,
f. á Ísafirði 15.
ágúst 1921, d. 4.
apríl 1996, og Ólaf-
ur J. Einarsson
framkvæmdastjóri,
f. á Ísafirði 30. ágúst 1920. Systir
Einars er Sjöfn, f. 2. júní 1942,
maki Eyjólfur Sigurðsson.
Einar kvæntist 20. september
1969 Ingu Jónu Andrésdóttur, f. á
Akureyri 7. janúar 1949. For-
eldrar hennar eru Sigríður Willi-
amsdóttir, f. 8. október 1927, og
Andrés Guðmundsson, f. 29. maí
1925. Börn Einars og Ingu eru: 1)
Ásta Sigríður, f. 4. nóvember
1970, maki Finnbogi V. Finn-
bogason, f. 17. apríl
1969, börn þeirra
eru Inga Ólöf, f. 11.
nóvember 1988, Al-
exander Dagur, f. 6.
desember 1993, og
Einar Auðunn, f. 17.
desember 1996. 2)
Elínborg, f. 13.
mars 1976, maki
Örn Þórðarson, f.
18. febrúar 1975.
Einar lærði sím-
virkjun og starfaði
hjá Landssíma Ís-
lands. Síðar hóf
hann störf við fyrirtæki foreldra
sinna, lyfjaheildverslunina Farm-
asíu hf., og keypti það fyrirtæki
þegar faðir hans lét af störfum.
Einar seldi síðar fyrirtækið og
stofnaði fyrirtækið E.S.Ó. ehf og
rak það til dauðadags. Einar
stundaði siglingar og var formað-
ur Siglingasambands Íslands
1995-1997. Einar verður jarð-
sunginn frá Fossvogskirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.
Kynni okkar Einars hófust fyrir
um það bil fimmtíu árum þegar ég
fór að venja komur mínar á heimili
foreldra hans Guðrúnar og Ólafs.
Það fór ekki mikið fyrir honum
á unglingsárunum en seinna kom í
ljós að hann fylgdist vel með og
áhugamálin voru mörg. Ungur var
hann mjög áhugasamur um tækni-
nýjungar, hann lá yfir tækniblöð-
um og spennuefni þar sem tækni
var í fyrirrúmi.
Fjarsendingatækni var honum
hugleikin og kom það því engum á
óvart að hann skyldi hefja nám í
símvirkjun hjá Landssíma Íslands
og starfa síðan á radíóverkstæði
fyrirtækisins um árabil.
Þrátt fyrir áhuga hans á tækni-
málum var hann undir þrýstingi
um að koma til starfa hjá fjöl-
skyldufyrirtækinu Farmasía sem
faðir hans hafði stofnað og starfaði
í lyfjainnflutningi.
Einar hafði stofnað til hjúskapar
með Ingu Jónu Andrésdóttur og
var fyrsta barnið þá þegar fætt og
nú var fyrir fjölskyldu að sjá.
Kannski réð það úrslitum. Ég er
ekki viss um að ákvörðunin hafi
verið auðveld fyrir Einar, getan til
að skapa fyrir hendi og allt stefndi
í þann farveg. Engu að síður lét
Einar tilleiðast og hóf störf hjá
Farmasíu. Þar starfaði hann við
hlið foreldra sinna í áratugi eða
þar til fjölskyldan ákvað að selja
fyrirtækið er faðir hans lauk störf-
um vegna aldurs. Einar sá til þess
að nýjasta tækni væri alltaf til
staðar í fyrirtækinu enda hans
áhugasvið að nýta tæknina. Hann
velti stöðugt fyrir sér hagræðingu
í rekstrinum og átti hlut í því að
nokkur lyfjafyrirtæki stofnuðu
dreifingarfyrirtækið Lyfjadreif-
ingu hf. sem dró verulega úr dreif-
ingarkostnaði.
En Einar hafði náð góðum ár-
angri á kaupsýslusviðinu og vildi
halda því áfram. Hann stofnaði því
fyrirtækið E.S.Ó. ehf., starfaði það
fyrirtæki í svipuðum farvegi og
rak hann það ásamt fjölskyldu
sinni til dauðadags.
Áhugamálin létu hann ekki í
friði. Einn daginn tilkynnti hann
að hann hefði fjárfest í „sumar-
húsi“, það væri reyndar færanlegt
en aðeins á vatni, hann hafði keypt
skútu. Hann tók þátt í siglinga-
keppnum á skútunni Stjörnunni.
Þau hjónin stunduðu siglingar um
árabil og auk þess að sigla skút-
unni fjárfestu þau í báti sem stað-
settur var við Miðjarðarhafið.
Bílar, bifhjól og flugvélar heilluðu
og safnaði hann að sér upplýs-
ingum um nýjungar á því sviði.
Hann varð að eignast bifhjól og
naut þess að fara um nágranna-
byggðir á fáki sínum.
Síðustu árin þegar hann hafði
verið greindur með þann sjúkdóm
er dró hann til dauða fann hann
sér enn nýtt verkefni, hann ákvað
að smíða sér litla flugvél, fis. Hann
hóf smíðar í bílskúrnum. Það tókst
og jafnframt að ljúka sólóprófi. Sl.
sumar flaug hann heimasmíðaðri
flugvél sinni. Einar gekk í Kiw-
anisklúbbinn Elliða í Reykjavík,
starfaði þar um árabil og var for-
seti klúbbsins 1976-1977.
Þau hjónin eignuðust tvær dæt-
ur og barnabörnin eru þrjú. Einar
var mikill fjölskyldumaður og naut
þess að vera í návist barna og
barnabarna.
Það er mikil sorg sem hvílir yfir
nánustu ættingjum, á fjórða ár
barðist hann við sjúkdóminn, bar
höfuðið hátt og neitaði að gefast
upp en að lokum varð hann að gefa
eftir. Einar fór alltof fljótt, hann
var í blóma lífsins, nú var tími til
að njóta árangurs ævistarfsins. En
honum tókst að tryggja fjölskyld-
unni örugga framtíð með útsjón-
arsemi og forsjárhyggju, það
ásamt öllum samverustundunum
verður þeim öllum huggun í harmi.
Ég þakka mági mínum góð
kynni. Far þú í friði.
Eyjólfur Sigurðsson.
Elsku Einar frændi, nú hefur þú
lokið ferð þinni á þessum stað um
leið og þú hefur ferðalagið á þeim
næsta.
Það var ávallt skemmtilegt og
upplífgandi að vera í kringum þig,
þú varst með svo frábæra kímni-
gáfu sem við vorum allar sérlega
hrifnar af enda komstu okkur auð-
veldlega til að hlæja. Æðruleysi
þitt á dánarbeðnum var einstök
upplifun fyrir okkur systurnar.
Það var alltaf svo gott að koma
til ykkar Ingu í Háholtið, svo ekki
sé nú minnst á dásamlega kaffið
sem boðið var upp á og konfektið
með.
Með þessum orðum viljum við
kveðja þig og óska þér góðrar
ferðar á nýjan stað.
Elsku Inga, Ásta og Elínborg
takk fyrir að leyfa okkur að fylgja
honum síðustu sporin, það var
okkur ómetanlegt.
Við biðjum góðan guð að veita
ykkur mæðgum, fjölskyldum ykk-
ar, mömmu og afa styrk í sorginni.
Minn hugur spannar himingeiminn.
Mitt hjarta telur stjörnuseiminn,
sem dylur sig í heiðlofts hyl.
Svo hátt og vítt mér finnst ég skynja,
Guðs veröld! Andans hlekkir hrynja
sem hjóm við þetta geislaspil.
Mér finnst ég elska allan heiminn
og enginn dauði vera til.
(Einar Benediktsson)
Guðrún, Erla og Katrín Björk.
Elsku Einar, ég er búin að
reyna skrifa þessa hinstu kveðju í
þrjá daga en í hvert skipti sem ég
reyni hljómar hún eins og hver
önnur minningargrein. Í mínum
huga er það ekki nógu gott því þú
varst svo einstaklega sérstakur
maður að orð fá því ekki nærri því
lýst. Þú varst öllum svo góður,
með hjarta á stærð við heiminn og
í því var stórt pláss fyrir alla sem
þér þótti vænt um. Hver einasti
maður sem þér þótti vænt um fann
það vel að mínu mati.
Ég get sagt með nokkuð mikilli
vissu að þú varst uppáhaldsfrændi
okkar systkina. Þú hafðir alltaf
endalausan áhuga á því sem var að
gerast í lífi okkar, hvort sem við
vorum börn, unglingar eða full-
orðin. Í mínum huga varstu sér-
stakur af annarri ástæðu. Fjöl-
skyldan okkar er frekar lokuð og
hefur aldrei verið mikið fyrir að
tala um tilfinningar og ýmis mál-
efni sem koma upp. Ég er and-
stæðan við það og er því alveg
sama þó að ég tali um frekar við-
kvæmt mál innan fjölskyldunnar.
Ég vildi bara óska að ég hefði
haft kjarkinn til að segja þér þetta
persónulega áður en það varð um
seinan. Ég kom inn í fjölskylduna
þriggja ára gömul sem barn móður
minnar. Þú, elsku Einar, varst
einn af þeim fáu fullorðnu sem litu
á mig sem dóttur pabba míns al-
veg frá byrjun og ég fann alltaf
fyrir frá þér að ég væri hluti af
fjölskyldunni, sama hvaða blóð
rynni í æðum mér. Þegar foreldrar
mínir skildu og þeir sem þekkja til
vita að það gekk ekki friðsamlega
þá varst þú aftur einn af þeim fáu
sem tóku aldrei afstöðu fyrir fram-
an okkur börnin og þú lést aldrei
eitt neikvætt orð út úr þér um for-
eldra mína fyrir framan okkur. Ég
veit einnig að þú varst einn af
þeim virkilega fáu sem sáu sér
fært um að tala við mömmu mína
eftir sársaukafullan og erfiðan
skilnað. Ég veit að henni þótti
mjög vænt um það og einnig mér.
Þetta er aðeins örlítið brot af því
sem gerði þig að einstökum manni
og mér þykir svo sárt að ég sagði
þér aldrei hversu mikið ég kunni
að meta þig.
Ég hef svo oft heyrt að það sé
auðveldara að kveðja einhvern
þegar maður veit að viðkomandi er
veikur og getur undirbúið sig en í
rauninni er það ekki. Ég hélt í
vonina um að þú myndir ná þér al-
veg til síðustu mínútu og að fá
fregnirnar af andláti þínu skilur
eftir sig stórt gat í hjarta mínu.
Ég get ekki sagt nógu oft hversu
yndislegur maður þú varst og það
sést svo greinilega í dætrum þín-
um og barnabörnum. Þó svo að
Einar S. Ólafsson
Lokað
Vegna útfarar EINARS S. ÓLAFSSONAR verður skrifstofa okkar
lokuð í dag, föstudaginn 6. júlí.
E.S. Ólafsson ehf.,
Bíldshöfða 18,
110 Reykjavík.
✝
Okkar ástkæri og yndislegi,
HAFÞÓR SVEINJÓNSSON,
Burwell,
Cambridge,
Englandi,
sem lést föstudaginn 22. júní verður jarðsunginn
frá Bústaðakirkju mánudaginn 9. júlí og hefst
athöfnin kl. 15:00.
Elsa Jensdóttir,
Kristján Hafþórsson,
Tinna María Hafþórsdóttir,
Alexandra Hafþórsdóttir,
Hrefna Pétursdóttir,
Sveinjón Björnsson
og aðrir aðstandendur.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SUMARLÍNA JÓNSDÓTTIR,
Stekkjarholti 20,
Akranesi,
er látin.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Súsanna Steinþórsdóttir, Jón Jóhannsson,
Ingibjörg Steinþórsdóttir, Jón Kristinn Baldursson,
Jónína Rikka Steinþórsdóttir, Böðvar Ingvason,
Sigurður Mýrdal Steinþórsson, Áslaug Róbertsdóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
INGIMUNDUR EINARSSON
áður bóndi í Leyni, Laugardal,
Fossvegi 4,
Selfossi,
lést á Sjúkrahúsi Suðurlands að morgni miðviku-
dagsins 4. júli.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Lilja Guðmundsdóttir,
Guðrún Ingimundardóttir, Þórir Snorrason,
Svanheiður Ingimundardóttir, Magnús Guðjónsson,
Guðmundur Óli Ingimundarson, Roswitha M. Hammermuller,
Fjóla Ingimundardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og
amma,
JÓHANNA HAUKSDÓTTIR
frá Neðri - Hrepp
í Skorradal,
verður jarðsungin frá Hvanneyrarkirkju,
þriðjudaginn 10. júlí kl. 14.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar og annarra aðstandenda,
Einar Jónsson.
✝
Ástkær eiginmaður minn,
KRISTINN GÍSLASON,
Borgarheiði 2,
Hveragerði,
sem lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu á Kirkju-
bæjarklaustri, mánudaginn 2. júlí, verður
jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju, laugardaginn
7. júlí kl. 13.30.
Fjóla Baldursdóttir,
systkini og aðrir vandamenn.
✝
Okkar hjartans þakklæti til allra þeirra sem með
hringingum, kortasendingum og samúðarskeytum
veittu okkur ómetanlegan stuðning við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ÓLÍNU RAGNHEIÐAR ÓLAFSDÓTTUR,
Sævarstíg 6,
Sauðárkróki,
sem lést föstudaginn 22. júní og var jarðsungin frá
Sauðárkrókskirkju laugardaginn 30. júní.
Sérstakar þakkir færðar starfsfólki heilbrigðisstofnunar Skagafjarðar
fyrir alúðlega umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ólafur, Gunnar og Ragnar Sigurðssynir.
✝ Séra Guð-mundur Óli
Ólafsson fæddist
í Reykjavík 5.
desember 1927.
Hann lést á heim-
ili sínu aðfara-
nótt 12. maí síð-
astliðins og var
útför hans gerð
frá Skálholtskirkju 18. maí.
Meira: mbl.is/minningar
Guðmundur
Óli Ólafsson