Morgunblaðið - 06.07.2007, Qupperneq 31
heimurinn sé mun fátækari án þín
munt þú alltaf lifa í yndislegu fjöl-
skyldunni þinni. Elsku Einar, ég
veit að þú ert á betri stað og þú
þjáist ekki lengur. Þú sagðir
stuttu fyrir andlát þitt í tölvubréfi
að við sæjumst öll síðar einn dag-
inn á betri stað. Takk fyrir að
snerta líf mitt eins og þú gerðir.
Elsku Inga, Ásta, Elínborg,
Bogi, Örn og barnabörn, ekkert
sem ég segi getur hjálpað ykkur
að takast á við þessa gríðarlegu
sorg en þið eruð í bænum mínum
og Guð geymi ykkur öll.
Jessica Leigh Andrésdóttir.
Elsku Einar, nú hefur þú kvatt
okkur öll eftir baráttu við illvígan
sjúkdóm sem náði yfirhöndinni að
lokum. Þú sýndir svo mikinn styrk
í veikindum þínum. Við sitjum hér
eftir og söknum þín sárt, en við
reynum að hugga okkur við góðar
minningar um samverustundir
með þér.
Við teljum okkur vera einstak-
lega lánsöm að hafa kynnst þér á
lífsleiðinni. Þú hafðir einstaklega
góða nærveru svo öllum leið vel í
kringum þig og sóttust í fé-
lagsskap þinn, þar sem alltaf var
stutt í gleði og hlátur og þú dróst
fram það besta í okkur. Það var
alltaf svo gott að koma til þín og
Ingu, þar sem maður var alltaf svo
velkominn.
Við eigum margar góðar minn-
ingar með þér og fjölskyldu þinni.
Þú varst svo mikill fjölskyldu-
maður. Þið voruð svo samrýnd
fjölskylda og studduð hvort annað
í gleði og sorg eins og kom svo
greinilega í ljós á þessum erfiða
tíma hversu samrýnd þið voruð.
Þetta líf er fallvalt og stundum
er erfitt að skilja af hverju hlut-
irnir fara eins og þeir fara.
Við kveðjum þig að sinni elsku
Einar. Hvíl í friði.
Elsku Inga Jóna, Ásta Sigga,
Elínborg og aðstandendur, guð
gefi ykkur styrk á þessum erfiðu
tímum.
„Ég hringi á morgun,“ ég hugsaði þá,
„svo hug minn fái hann skilið“,
en morgundagurinn endaði á
að ennþá jókst milli’ okkar bilið.
Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk,
að dáinn sé vinurinn kæri.
Ég óskaði þess, er að gröf hans ég
gekk,
að í grenndinni ennþá hann væri.
Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd
gleymdu’ ekki, hvað sem á dynur,
að albesta sending af himnunum send
er sannur og einlægur vinur.
(Höf. ók.)
Kveðja,
Guðmundur, Ásthildur, Eva
Katrín og Erla Björk.
Elsku Krulli minn.
Þetta er ennþá svo óraunveru-
legt að þú sért farinn. Að kveðja
þig var eitt það erfiðasta sem ég
hef þurft að gera því við vorum
svo góðir vinir. Það er þér að
þakka að ég er komin með mót-
orhjól í dag, ég man ennþá eftir
leyndarmálinu sem þú sagðir mér
þegar ég var yngri, að ef ég mundi
fá mér mótorhjólapróf mundir þú
gefa mér eitt af þínum. Og þá ætl-
aði ég svo að fá mér prófið. Þú
spurðir mig svo á hverju ári hvort
ég ætlaði ekki að fá mér prófið
þegar ég væri eldri og ég man
ennþá svipinn á þér þegar ég sagði
þér loksins að ég væri komin með
prófið. Þú varst svo ánægður og
stoltur. Þú ert ástæðan bakvið
þetta allt.
Það var alltaf svo gaman að
koma í heimsókn til ykkar. Ég
endaði alltaf í bílskúrnum að skoða
hvað þú varst að smíða í það og
það skiptið og settist á hjólið þitt
og ímyndaði mér að ég væri að aka
hjólinu þínu. Því miður fékk ég
aldrei að sjá flugvélina sem þú
smíðaðir en ég veit að hún var al-
veg sú flottasta. Öll áramótin eru
ábyggilega sá skemmtilegasti tími
sem við höfum átt, þú alltaf inni í
bílskúr í bláa kraftgallanum þínum
að undirbúa allar sprengjurnar
með krakkaglottið alveg út í eitt.
Þú varst skemmtilegasti frændi
í heimi. Ég mun sakna þín óend-
anlega mikið, elsku Einar minn.
Ég elska þig meira en þú vissir.
Þú átt stóran stað í hjarta mínu,
þú varst og ert minn uppáhalds-
frændi. Við munum hjóla aftur
saman. Inga, Ásta og Elínborg, þið
eruð í bænum mínum.
Þín litla frænka
Kristína Elísabet.
Kveðja frá Íþrótta- og
Ólympíusambandi Íslands
Það er búið að vera fallegt veður
í Garðabænum undanfarna daga.
Gróðurinn skartar sínu fegursta,
fuglarnir syngja í görðunum og
mannlífið blómstrar. Á Hnoðra-
holtinu myndast stórkostlega fal-
lega bláar breiður af lúpínu á
sumrin. Í birtu undanfarna daga
er þetta afar falleg sýn. Á svona
dögum skynjar maður sterkt hið
bjarta og fallega í kringum okkur.
Mér var því nokkuð brugðið þegar
ég las dánarfregn um góðan félaga
minn, Einar S. Ólafsson, í Morg-
unblaðinu. Reyndar vissi ég að
Einar hafði ekki gengið heill til
skógar í nokkurn tíma en einhvern
veginn fannst mér að veikindi hans
væru ekki á það alvarlegu stigi
sem raun bar vitni.
Einar S. Ólafsson var kjörinn
formaður Siglingasambands Ís-
lands árið 1995 og gegndi for-
mennsku þar í tvö ár. Á þessum
tíma fóru fram afar stór og mik-
ilvæg verkefni fyrir siglingaíþrótt-
ina. Haldnir voru Smáþjóðaleikar
á Íslandi sumarið 1997 og kom það
í hlut Einars að leiða undirbún-
ingsvinnu siglingamanna í sam-
starfi við ÍSÍ um þetta mikla verk-
efni. Undirritaður var
framkvæmdastjóri leikanna og átti
afar farsæl samskipti við Einar,
kynntist mannkostum hans og
sterkum félagsanda. Einar var
settlegur maður, rólegur, form-
fastur en stutt í grínið. Hann hafði
þægilega nærveru og maður vissi
alltaf að þau verk sem hann tók
sér fyrir hendur yrðu kláruð á til-
skildum tíma. Einar var sjálfur
virkur keppandi í siglingum um
árabil. Hann var virtur og vel lið-
inn leiðtogi siglingamanna.
Nú getur Einar ekki notið leng-
ur útsýnisins í Hnoðraholtinu.
Góður drengur er fallinn frá allt of
snemma en minning hans lifir. Við
leiðarlok sendir Íþrótta- og Ól-
ympíusamband Íslands fjölskyldu
Einars og ástvinum samúðarkveðj-
ur og þakkar fyrir framlag hans í
þágu íslenskrar íþróttahreyfingar.
Hans verður sárt saknað.
Stefán Konráðsson,
framkvæmdastjóri ÍSÍ.
Með örfáum orðum langar okkur
til að minnast Einars S. Ólafs-
sonar.
Fyrstu kynni okkar af Einari
var þegar við fyrir mismörgum ár-
um hófum störf í fyrirtæki hans
Farmasíu. Það er margs að minn-
ast frá þessum tíma en Farmasía
var fjölskyldufyrirtæki þar sem
starfsmannahópurinn var ekki stór
og því myndaðist mjög sérstakt og
skemmtilegt andrúmsloft. Ógleym-
anleg eru öll hádegin þegar við
sátum saman og ýmislegt var látið
flakka og Einar gat oft hlegið mik-
ið af vitleysunni í okkur. Skemmti-
legar voru líka ferðirnar sem við
fórum í út á land í staðinn fyrir að
halda hefðbunda árshátíð. Við fór-
um í mjög vel heppnaða ferð á
Njáluslóðir sem endaði með hum-
arveislu á Stokkseyri, um Snæ-
fellsnesið þar sem m.a. var farið
upp á Snæfellsjökul og einnig í vel
heppnaða helgarferð til Akureyr-
ar. Einars er minnst í okkar hópi
sem hjartahlýs manns, sem lét sér
annt um starfsfólk sitt, aðstæður
þess og áhugamál.
Elsku Inga Jóna, Ásta, Elínborg
og fjölskyldur við biðjum góðan
Guð um að styrkja ykkur í sorg-
inni.
Unnur, Dagný, Þorgerður,
Súsanna og Daníel.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2007 31
✝ FreysteinnJónsson, bóndi í
Vagnbrekku í Mý-
vatnssveit, fæddist
17. maí 1903. Hann
lést á hjúkr-
unarheimilinu Seli á
Akureyri 24. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru Jón
Kristjánsson, f.
20.12. 1866, d. 23.10.
1931, og Guðrún
Stefánsdóttir, f.
14.11. 1863, d. 9.3.
1952. Systkini Frey-
steins voru: Stefán, f. 1889, d. 1907,
Kristján, f. 1890, d. 1890, Frey-
steinn, f. 1891, d. 1894, Helgi, bóndi
á Grænavatni í Mývatnssveit, f.
1893, d. 1943, Kristbjörg, húsfreyja
á Geirastöðum í Mývatnssveit, f.
1896, d. 1979, Sigurbjörg, hús-
freyja á Ófeigsstöðum í Köldukinn,
29.1. 1980. 2) Hjálmar, f. 18.5.
1943, kvæntur Sigríði Jórunni
Þórðardóttur, f. 15.1. 1945. Börn
þeirra eru Guðbjörg Helga, f. 25.7.
1966, Anna Þórunn, f. 11.6. 1971,
og Þórður Örn, f. 17.4. 1976. 3)
Guðrún, f. 12.9. 1952, gift Húni
Snædal, f. 13.7. 1944. Dætur Guð-
rúnar eru Kristín Álfheiður, f. 5.8.
1972, og Freydís Helga, f. 17.5.
1978, Árnadætur. Dætur Húns eru
Þórný, f. 14.8. 1966, og Katrín, f.
18.8. 1971. 4) Egill Arinbjörn, f.
18.5. 1958, kvæntur Dagbjörtu
Sigríði Bjarnadóttur, f. 22.5. 1958.
Dætur þeirra eru Halldóra, f.
20.11. 1991, Helga Guðrún, f. 25.9.
1995, og Margrét Hildur, f. 7.7.
1998. Sonur Dagbjartar er Bjarni
Jónasson, f. 15.11. 1977. Langafa-
börn Freysteins eru 20.
Freysteinn ólst upp í Mývatns-
sveit og átti þar heima alla ævi,
lengst var hann bóndi í Vagn-
brekku.
Útför Freysteins verður gerð
frá Skútustaðakirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
f. 1898, d. 1985, Krist-
ján, bóndi á Græna-
vatni í Mývatnssveit,
f. 1900, d. 1946, og
Hólmfríður, hús-
freyja á Akureyri, f.
1907, d. 1959.
Freysteinn kvænt-
ist 22. október 1939
Guðbjörgu Helgu
Hjálmarsdóttur frá
Vagnbrekku, f. 5.10.
1915, d. 22.1. 2003.
Foreldrar hennar
voru Hjálmar J. Stef-
ánsson og Kristín H.
Jónsdóttir. Freysteinn og Helga
eignuðust fjögur börn, þau eru: 1)
Áslaug, f. 14.3. 1941, gift Guð-
mundi Þórhallssyni, f. 24.11. 1944.
Synir þeirra eru Þórhallur, f. 20.1.
1963, Freysteinn, f. 13.7. 1964, d.
28.12. 1980, Erlingur, f. 16.4. 1971,
Sverrir, f. 26.2. 1973, og Ævar, f.
Með örfáum orðum langar mig að
minnast tengdaföður míns Frey-
steins Jónssonar.
Freysteinn fæddist á Arnarvatni í
Mývatnssveit 17. maí 1903, hann bjó í
Mývatnssveit alla ævi og unni sveit-
inni af heilum hug. Á uppvaxtarárun-
um bjó fjölskylda Freysteins við bág
kjör og aðstæður sem fæst okkar geta
gert sér grein fyrir. Árið 1939 kvænt-
ist hann Guðbjörgu Helgu Hjálmars-
dóttur frá Vagnbrekku og þau bjuggu
þar þangað til Helga lést hinn 22. jan-
úar 2003, þá flutti Freysteinn til Ak-
ureyrar og bjó fyrst á heimili Áslaug-
ar dóttur sinnar, en dvaldi á
hjúkrunardeild í Seli síðustu árin.
Freysteinn var bóndi alla ævi og
var mjög umhugað um búskapinn og
allt sem viðkom lífinu í sveitinni.
Hann hafði áhuga á þjóðmálum,
íþróttum, veiðum og ekki síst var
honum mikils virði að fylgjast með
afkomendum sínum.
Freysteinn var að nálgast nírætt
þegar ég kynntist honum, hann bar
aldurinn vel, hár og myndarlegur,
viðræðugóður, með mikla kímnigáfu
og ótrúlegt minni. Það var hlutskipti
mitt að búa á loftinu hjá honum og
Helgu tengdamóður minni í tæp 11
ár. Sú sambúð var góð og börnin mín
nutu besta atlætis og umhyggju sem
hægt er að hugsa sér. Afi og amma
höfðu alltaf tíma, komu fram við þau
af fullri virðingu og fylgdust af ein-
lægum áhuga með þroska þeirra og
áhugamálum. Öll barnabörn Frey-
steins og Helgu dvöldu um lengri eða
skemmri tíma hjá þeim í Vagn-
brekku, þau eiga dýrmætar minning-
ar og reynslu úr sveitinni. Lífið í
sveitinni á árum áður var andstaða
þess lífs sem flestir lifa í dag. Enginn
asi, allt í föstum skorðum og allt hafði
sinn tíma. Börn fylgdu fullorðnum til
verka og lærðu að vinna, Freysteinn
var einstaklega barngóður og dug-
legur að hafa börnin með sér, hvort
sem það var í fjárhús eða á vatnið.
Það var Freysteini mikið áfall að
missa Helgu og þá gat hann ekki búið
lengur heima. Eftir að hann flutti til
Akureyrar naut hann einstakrar um-
hyggju barna sinna, tengdabarna og
barnabarna og þau endurguldu hon-
um ríkulega árin sem þau höfðu átt í
sveitinni.
Síðari árin varð honum tíðrætt um
þau húsakynni sem hann bjó í í
bernsku og gjarnan bar hann þau
saman við nýbyggingu á hans jörð,
ekki til að hneykslast á íburði heldur
til að gleðjast yfir framförunum.
Hann saknaði Helgu sinnar og var
viss um að þau myndu hittast á ný,
þeir endurfundir verða vonandi í Mý-
vatnssveit, því þar leið þeim best.
Hugur hans var þar, hann hringdi
heim flesta daga til að spyrja eftir líð-
an heimilisfólksins, stelpunum, veðr-
inu, hvort ís væri á vatninu, heilsufari
í sveitinni og margs annars. Nú
hringir Steini ekki aftur heim, en víst
er að hans verður oft minnst og sakn-
að.
Þótt Freysteinn hafi saknað sveit-
arinnar talaði hann oft um hvað hon-
um liði vel í Seli og allt væri fyrir
hann gert sem hægt væri. Í Seli naut
hann góðrar aðhlynningar og um-
hyggju, fyrir það er fjölskylda hans
þakklát.
Heiðarleiki, hreinskiptni, nægju-
semi og að gleðjast yfir litlu eru þeir
eiginleikar sem helst prýddu Frey-
stein Jónsson. Hann átti langa
starfsævi og kvaddi saddur lífdaga,
sáttur við hlutskipti sitt. Ég verð
Freysteini alla tíð þakklát fyrir það
hvað hann var mér og börnunum
mínum góður, við munum búa að því
alla tíð. Með virðingu og þökk kveð
ég Freystein Jónsson, blessuð sé
minning hans.
Dagbjört Bjarnadóttir.
Einhvers staðar stendur að tíminn
sé afstæður en hvað sem því líður þá
eru 104 ár langur tími á mælikvarða
mannsævinnar. En nú er komið að
leiðarlokum og með nokkrum orðum
langar okkur systkinin að minnast
Freysteins Jónssonar í Vagnbrekku,
sem við höfum aldrei kallað annað en
Steina. Steini giftist Helgu Hjálm-
arsdóttur föðursystur okkar og tóku
þau árið 1939 við búi af afa okkar og
ömmu í Vagnbrekku. Þar bjuggu þau
alla tíð upp frá því og lengst af, eða
1948-1982, í félagi við foreldra okkar,
Arinbjörn og Halldóru Sigríði.
Á langri ævi er margs að minnast
og ekki er auðvelt að setja saman
minningarorð sem hæfa þeim höfð-
ingja sem Steini var. Sjálfur hefði
hann getað sagt þá sögu svo miklu
betur því skemmtilegri sögumaður
var vandfundinn. Hann var líka
minnugur svo af bar. Allt fram undir
það síðasta fylgdist hann vel með því
sem fram fór í umhverfinu og aldrei
stóð á svari þegar spurt var fregna af
búskapnum heima. Í dag væri eflaust
talað um Steina sem náttúruunn-
anda. Hvernig má heldur annað vera
fyrir þann sem elst upp í nánu sam-
býli við náttúru Mývatnssveitar.
Steini kom úr dæmigerðu íslensku
bændasamfélagi sem staðið hafði að
mestu óbreytt um aldir og lifði því
mikla breytingatíma. Búskapurinn
var hans líf og yndi og allt sem hon-
um viðkom. Einnig veiðiskapur, bæði
í vatninu og skotveiði, ásamt áhuga á
góðum reiðhestum. Hann vildi
hvergi annars staðar vera en í sveit-
inni sinni, í húsinu uppi á hólnum.
Þar bjó hann á meðan heilsan leyfði
og naut þess að geta setið á rúminu
sínu og fylgst með lífinu út um
gluggann. Því var vel til fundið er
hann var gerður að heiðursborgara í
Mývatnssveit á 104 ára afmælinu í
vor.
Sambýli fjölskyldnanna í Vagn-
brekku var náið og því nutum við
systkinin alla tíð mikillar nálægðar
við frænku og Steina. Honum var
einkar vel lagið að leiðbeina okkur
krökkunum við vinnu og gaman var
að vera með honum hvort heldur við
heyskap eða á vatninu. Þannig höfum
við vonandi náð að meðtaka og nýta
okkur einhverja þeirra mörgu góðu
kosta sem Steini var búinn. Hnyttin
tilsvör hans, jafnaðargeð og létt lund
eru meðal þess sem fyrst kemur upp
í hugann og mætti vera mögum fyr-
irmynd. Enginn æsingur eða fyrir-
gangur að óþörfu en heldur engin
lognmolla. Alltaf var hann tilbúinn að
sjá spaugilegar hliðar tilverunnar við
hvaðeina sem upp kom og mikið
mátti vera ef í kjölfarið fylgdi ekki
ein góð saga frá fyrri tíð. Eftir að 100
árunum var náð voru heimsóknir
blaðamanna nánast árvissar og þótt
spurningarnar hafi e.t.v. ekki alltaf
verið gáfulegar þá voru svörin jafnan
fyrsta flokks.
Steini getur verið stoltur af því
sem hann skilur eftir, ekki síst
stórum hópi afkomenda sem nú sér á
bak ættarhöfðingjanum. Sannarlega
er það mikill missir en við vitum að
sjálfur var hann orðinn tilbúinn. Án
efa heldur hann líka áfram að fylgj-
ast með okkur hinum úr fjarlægð og
ekki væri úr vegi fyrir okkur að svip-
ast annað slagið um eftir neftóbak-
skornum. Með þakklæti í huga kveðj-
um við Steina.
Kristín, Þórarinn, Halldór,
Hjálmar og Ásdís.
Freysteinn Jónsson
Félag íslenskra há-
skólakvenna og
Kvenstúdentafélag Íslands minnist
Brynhildar og þakkar henni störf í
þágu félaganna en hún átti sæti í
stjórn þeirra á árunum 1957-78 og
þar af nokkur ár sem gjaldkeri.
Þegar félögin tóku að sér sölu á
jólakortum barnahjálpar Samein-
Brynhildur
Kjartansdóttir
✝ BrynhildurKjartansdóttir,
fyrrverandi stærð-
fræðikennari, fædd-
ist í Kaupmanna-
höfn 17. júní 1920.
Hún lést á Hjúkr-
unarheimilinu Eir
25. júní síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Hallgríms-
kirkju í Reykjavík 4.
júlí.
uðu þjóðanna fól þá-
verandi formaður,
Ingibjörg Guðmunds-
dóttir, henni og dótt-
ur hennar Erlu Elínu
Hansdóttur að sjá
um sölu þeirra á Ís-
landi.
Fáir hefðu getað
gert það betur og
mikil vinna var unnin
þar í sjálfboðavinnu.
Brynhildur var
heiðursfélagi félag-
anna.
Við kveðjum Bryn-
hildi með þökk fyrir unnin störf og
frábæra kynningu.
Þórey Guðmundsdóttir,
fyrrverandi formaður og
Geirlaug Þorvaldsdóttir,
núverandi formaður Félags
háskólakvenna.