Morgunblaðið - 06.07.2007, Page 33

Morgunblaðið - 06.07.2007, Page 33
sjúklinga jafnt nótt sem nýtan dag, en á þeim tíma var á Landakoti risin fyrsta gjörgæsludeild landsins, og átti hann sannarlega þátt í mótun hennar. Málin voru leyst með þeim tækjum og meðulum, sem tiltæk voru og á Landakoti reyndum við að halda okkar eigin litlu Mayo Clinic, Mass General og Cleveland Clinic, en svo vildi til að flestir úr hópi sérfræðinga voru skólaðir vestra og þekktum við vel og unnum í anda þeirra stofnana, sem okkur höfðu fóstrað og voru sam- skipti greið innbyrðis og margar konsultasjónir voru afgreiddar óformlega á kaffistofunni, þar sem saman komu sérfræðingar hinna ýmsu greina og gerðu úti um málin í reykmettaðri kaffistofunni innst á skurðganginum, og faglegar umræð- ur voru gjarnan kryddaðar með sögu- legum fróðleik og hugvekjum doktors Bjarna og fyndni og frásagnargleði Úlfars Þórðarsonar, undir vökulu eft- irliti okkar kæru systur Gabrielu. Við vorum okkar eigin herrar fag- lega séð og spítalinn stóð í blóma. En blikur risu við sjónarrönd og í nafni hagræðingar, knúið af öfund óvildarmanna, sem skyndilega fengu hljómgrunn í ráðuneytum heilbrigðis og fjármála, var á vordögum 1996 gengið á skurðstofur og speglunar- deildir Landakots með sleggjum og höggborum, flest merki níutíu ára starfs fórnfúsra, kaþólskra nunna af reglu heilags Jósefs voru á dagstund máð af yfirborði jarðar og eftir héngu kristlíkneskjur á veggjum stofnunar- innar daprar í bragði. Árin á Landakoti eru minnisstæð okkur öllum; það var með ólíkindum hversu sjaldgæf tilfelli rak á okkar fjörur. Sumpart var þetta árangur eljumanna eins og þess, sem hér er kvaddur, en það var aðalsmerki Ólafs að gefast ekki upp þegar flókin sjúkratilfelli bar að garði, hann nýtti sér öll ráð, sem tiltæk voru. Hér naut hann reynslu sinnar vestra, þar sem sjúklingum með óljós einkenni var bylt milli sérfræðigreina þar til nið- urstöðu var náð. Ólafur var ásamt Tómasi Jónassyni og Hauki Jónas- syni brautryðjandi á sviði maga- og ristilspeglunar á Íslandi með inngrip- um, sem oft hlífðu sjúklingum við meiri háttar aðgerðum og varð und- urritaður og fleiri af fjölskyldunni að- njótandi hans þjónustu. Í störfum sínum á deildum spítal- ans hafði hann sinn sérstaka stíl, sem markaðist af hógværð og varfærni. Hann hætti sér ekki út í flókin, tækni- leg viðfangsefni en það voru forrétt- indi okkar að sinna þeim, sem til féllu og hann með árvekni sinni og atorku var svo fundvís á. Fyrst og síðast bar hann hag og velferð sjúklinganna fyr- ir brjósti, og uppskar óskorað traust þeirra, svo og aðstoðarfólks og starfs- bræðra. Eftir lokun Landakots urðu sam- skipti okkar strjálli, en síðan höfum við haldið hópinn á góðum stundum og ávallt hefur ríkt glaðværð í gamla Landakotsgenginu, sem nú hefur verið höggvið enn eitt skarð í. Sigríði og fjölskyldu vottum við Hildur dýpstu samúð. Sigurgeir Kjartansson. Fyrsta minningin um Ólaf Gunn- laugsson er úr verklegu efnafræði- tímunum í upphafi læknisfræðináms- ins fyrir ríflega hálfri öld síðan. Hávaxinn, myndarlegur og fumlaus, vakti hann strax athygli. Hins vegar hafði hann sig lítt í frammi, var ekki orðmargur og hélt sig fremur til hlés. Nánari kynni urðu þó fljótlega gegn- um vin hans og nafna, Bjarnason. Þeir voru að sunnan, ég kom að norðan, og allir vorum við úr mála- deild, með tilheyrandi vankunnáttu í efnafræðinni, sem varð þó aðeins til að auka á samkennd okkar á millum. Kynnin þróuðust upp í vináttu, sem síðan hefur ekki borið skugga á. Undir lok læknanámsins gerðist uggvænlegur atburður, sem enn situr fastur í minni. Óli veiktist lífshættu- lega af blæðandi magasári, með svo verulegum blóðmissi að líf hans hékk á bláþræði. Þá vöktum við nafni hans og fleiri bekkjarfélagar yfir honum í allnokkr- ar nætur á gamla Landakotsspítalan- um, þar til loks tókst að stöðva blæð- inguna með endurtekinni skurð- aðgerð. Ekki er ónýtt til þess að hugsa, að í dag skuli hægt að lækna svipaða sjúkdóma með lyfjagjöf einni saman. Og ekki er út í hött að ætla að þessi erfiða reynsla hafi haft eindreg- in áhrif á hans sérgreinarval síðar meir, og víst er, að Landakotsspítali átti stóran sess í hjarta hans eftirleið- is. Eftir að læknisfræðinámi lauk hér heima var haldið í framhaldsnám til Bandaríkjanna, og allir þrír, Ólarnir og ég, tókum 1. árið á sama stað ytra, á North-Western spítalanum í Min- neapolis, reyndar með nokkurra mánaða millibili. Þá var Gunnlaugs- son nýkvæntur sinni ágætu konu, Sigríði Ásgeirsdóttur, sem síðan hef- ur verið hans dyggi förunautur og leiðarljós. Eftir 1-2 ár í Minneapolis skildu leiðir, um leið og við völdum okkur mismunandi sérgreinar. Óli og Sigga voru þó ekki langt undan næstu árin, aðeins sunnar í Minne- sota, þar sem Óli byrjaði nám sitt og þjálfun í meltingarsjúkdómum við Mayo Clinic. Þrátt fyrir mikla vinnu og fáar frístundir var tíminn notaður til hins ýtrasta til góðra samfunda. Eftir heimkomu, 6-7 árum síðar, urðum við Óli Gunnl. samstarfsmenn á Landakotsspítala næsta aldarfjórð- unginn, og eftir sameiningu Landa- kots og Borgarspítala, á Sjúkrahúsi Reykjavíkur næstu 5 árin. Sú sameining var honum ekki að skapi, sem og fleirum. Ólafur Gunnlaugsson var góður læknir. Ábyrgðarfullur, sílesandi og fylgdist vel með í sinni sérgrein. Um- hyggjusemi og samviskusemi hans gagnvart sjúklingum sínum var við- brugðið. Sífellt vakinn yfir velferð þeirra, ósjaldan utan venjulegs vinnutíma. Hann var líka góður vinur. Hæg- látur, traustur, vammlaus, – drengur góður. Í vinahópnum ekki fyrir að trana sér fram, ekki eins málglaður og sumir, en átti til að lauma frá sér smellnum, oft vel ígrunduðum at- hugasemdum, og gat verið fastur fyr- ir, ef því var að skipta. Ólafur var mikill gæfumaður í sínu einkalífi. Með Sigríði Ásgeirsdóttur fékk hann einstaka mannkostakonu, sem staðið hefur þétt við hlið hans frá upphafi vega. Fjölskyldan, þar með talin börnin 4, svo og barnabörnin, voru honum mikils virði. Við Edda kveðjum Ólaf Gunn- laugsson og þökkum áralanga sam- fylgd og vináttu. Guð blessi minningu hans. Þröstur Laxdal. Í dag er kvaddur vinur minn, Ólaf- ur Gunnlaugs, mikill mannkostamað- ur og sómi stéttar sinnar. Í minningunni bregður fyrir mynd af honum, hlýjum, kurteisum og alltaf glöðum og þannig er gott að minnast hans með sjálfum sér. Ég finn þó að það er erfitt fyrir mig að minnast Óla, hvort heldur er í stuttri grein eða í hugarfylgsnum mínum, öðruvísi en að setja hann í samhengi við spítal- arekstur St. Jósefssystra á Landa- koti og Læknastöðina í Glæsibæ, en á þeim stöðum báðum áttum við dag- legt samstarf í áratugi. Fyrir rúmri öld hófu kaþólskar nunnur spítalarekstur á Landakots- hæðinni og sköpuðu íslenskum lækn- um starfsaðstöðu þar. Eftir því sem tíminn leið tók einn við af öðrum, jafnframt mynduðust vissar hefðir og andrúmsloft, sem byggðust á skyldu- rækni og vinnusemi, sem mótaði þetta einstaka spítalaumhverfi. Inn í það komum við Óli upp úr miðri síð- ustu öld en þá var spítalinn þegar í fararbroddi meðal sjúkrahúsa lands- ins. Inn í þetta samfélag small Óli fyr- irhafnarlaust. Hann hafði þar stóran hóp sjúklinga, var tiltækur fyrir þá á nóttu sem degi, samviskusamur, ná- kvæmur, uppörvandi. Hann sveif um gangana, hár, grannur, snyrtilegur og öruggur í allri framkomu og öllum sínum gerðum. Ólafur var hámenntaður læknir, sem hafði lært, starfað og kynnst spítölum í Bandaríkjunum, sem voru – og eru – meðal hinna bestu í heimi. Hann hélt þekkingu sinni við og jók við hana, varð einn af frumkvöðlum í speglunum á innri líffærum manna á Íslandi. Hann hafði lifað og dafnað á hátæknisjúkrahúsum áður en það orð hafði verið búið til hér. Á Landakoti var mikil fagleg upp- bygging. Þar var m.a. fyrsta gjör- gæslan stofnuð og fyrst sett fram krafa um endurmenntun lækna. Kennsla unglækna og læknanema var alltaf stór þáttur í hinu daglega starfi. Óli hafði mikinn metnað fyrir hönd spítalans og lagði fram alla sína krafta til að styrkja hann. Hann var alltaf tillögugóður, athugull og já- kvæður. En hans staður var fyrst og fremst hjá sjúklingnum, þar kom kunnátta hans og færni að bestum notum. Á síðari árum hygg ég að við Óli höfum báðir litið til baka til Landa- kotsáranna með nokkrum trega, en jafnframt þakklæti fyrir að hafa feng- ið að nota bestu starfsár okkar hjá St. Jósefssystrum. Að leiðarlokum sendum við Auður Siggu og börnum þeirra Óla svo og öðrum fjölskyldumeðlimum hug- heilar samúðarkveðjur við missi þessa frábæra manns. Guðjón Lár. „Undarleg ósköp að deyja“. Þann- ig hefst frægt ljóð eftir skáld sem ungt hafði horfst í auga við dauðann. Ævinlega skulu þessi undarlegu ósköp koma manni í opna skjöldu, þó að í sáttmála lífsins sé aðeins ein vissa; að eitt sinn skal hver deyja. Verði þinn vilji stendur í bæn sem okkur er kennd. Og þegar frá líður gefst kannski tóm til að þakka, að undanfari dauðans hefur ekki verið margra ára þjáning og kvöl, eins og sumum er gert að líða. Við Óli Gunnlaugs vorum bernsku- vinir. Sú vinátta hófst í 12 ára bekk í barnaskóla og sáum við aldrei síðar ástæðu til að breyta því fyrirkomu- lagi í þau sextíu ár sem liðin eru. Ekki kann ég heldur að svara, hvers vegna við ákváðum að taka svona ábyrgð hvor á öðrum, en hinu get ég svarað, af hverju þetta gerðist í 12 ára bekk. Þá labbaði nefnilega hún frú Ólína Magnea til skólastjórans og sagði, að sonur sinn ætti að vera í B-bekknum, því hann hefði námsgáfur. Það reynd- ist rétt, á stúdentsprófi var Óli í dúx- ahópnum okkar. Ekki vil ég nú halda því fram að ég hafi beinlínis alist upp á efnaheimili á Laugaveginum, en í Þverholtinu hjá Óla voru örugglega enn minni efni, enda laun verkamanna á Eyrinni rýr. Þó var þarna svolítil höll og mér þótti það mikið ríkidæmi að þar var til dæmis hundurinn Plútó, vinur Óla, og hafði mannsvit. Og Óli sjálfur var prinsinn í þessari höll. Eftir stúdentspróf hneigðist hugur hans að læknisfræði. Mér hefur alltaf þótt læknastarfið eitt hið göfugasta og kom því ákvörðun Óla ekki á óvart. En á námsárum hans gerðist það, að hann var skorinn við magasári; upp- skurðurinn mistókst og í nokkra daga var hann milli heims og helju. Það er til marks um hug félaga hans í lækna- deildinni, að þeir skiptust á um að vaka yfir honum. Þarna hygg ég hafi mótast sú stefna hans að gera melt- ingarsjúkdóma að sinni sérgrein. En alltaf hef ég séð þarna samhengi. Ófá voru þau skipti þegar Ólafur Gunn- laugsson hætti við að fara með okkur í vinahópnum í fyrirhugaðar ferðir um landið; hann fór ekki frá sjúkling- um sem biðu í óvissu um líf sitt. Aðrir eru auðvitað mér færari í að lýsa læknisferli Ólafs. Hann mennt- aðist í sérfræðigrein sinni við fremstu háskóla Bandaríkjanna, eins og Ma- yo-klíníkinn í Rochester í Minnesota- ríki. En hjá okkur leikum hrannast upp ógleymanlegar minningarnar sem hér verða ekki tíundaðar, án þess að úr verði langt mál. Ólafur var ákaf- lega heilsteyptur persónuleiki, gat verið hrókur alls fagnaðar, einkum á yngri árum, en annars dagfarsprúður og einstaklega vandaður til orð og æðis, svo að sumum fannst jafnvel hann ekki nógu málugur. Aldrei vék hann í tali illa til nokkurs manns. En dulur var hann að mörgu leyti. Á síð- ustu árunum gekk hann ekki alveg heill til skógar og svo hygg ég að ytri atvik hafi einnig lagst nokkuð þungt á hann. Í Landakoti hafði hann unnið lungann af sínu farsæla starfi, en svo voru gerðar breytingar á skipun spít- alamála í borginni, og mun Ólafur ekki hafa verið einn um að efast um ágæti þeirra tilfæringa. Ég veit nefnilega vel, hversu mjög Ólafur Gunnlaugsson lagði sig fram um að sinna sínu starfi og fylgjast með öllu því sem til bóta þótti horfa á hans sviði. Og slíkt lífsstarf ber að meta til samræmis. Það voru forréttindi að fá að um- gangast mann með öðrum eins eðl- iskostum. Svo átti hann góða og ást- ríka fjölskyldu. Sigríði Ásgeirsdóttur konu hans og börnunum fjórum og öðrum nánustu aðstandendum vott- um við Þóra kona mín okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Ólafs Gunn- laugssonar. Sveinn Einarsson. Við heimkomu mína til Íslands nú í vikunni, eftir stutta dvöl erlendis, barst mér sú frétt að bernskuvinur minn og félagi um árabil, Ólafur Gunnlaugsson læknir, væri látinn. Þessi fregn kom mér á óvart, ég vissi ekki annað en að hann væri við góða heilsu. Leiðir okkar Ólafs lágu fyrst sam- an í Austurbæjarbarnaskólanum við upphaf skólanáms. Við vorum jafn- aldra. Í skólanum urðum við fljótlega góðir félagar og tengdumst smátt og smátt sterkum vináttuböndum sem aldrei hafa rofnað. Margs er að minn- ast frá þessum bernskuárum. Við stofnuðum skákklúbbinn Hrókinn í skólanum, sem brátt varð mjög vin- sæll, og færri komust í en vildu. Ég minnist fjölmargra samverustunda á bernskuheimilum okkar beggja í Þverholtinu og á Freyjugötunni. Þegar við höfðum aldur til gengum við báðir í knattspyrnufélagið Víking og spiluðum með því fótbolta og handbolta með góðum árangri þar til önnur áhugamál tóku við. Við hjól- uðum víða í nágrenni Reykjavíkur, m.a. upp á Kjalarnes til að heimsækja skyldfólk Ólafs í Króki og til að ganga á Esjuna, en það varð upphafið að mörgum öðrum ævintýra- og rann- sóknaferðum okkar til annarra áhugaverðra staða. Eftir því sem árin liðu fækkaði samverustundum okkar Ólafs. At- vinna og eigin fjölskylduumsjá tóku við. Það var því einkar ljúft er við endurnýjuðum gömul kynni ekki fyr- ir löngu síðan. Ólafur var alla tíð góður námsmað- ur og tók nám sitt og starf alvarlega, en hann kunni einnig að gleðjast og njóta lífsins og kímnigáfan var í lagi. Hann var hógvær maður og vinsæll, rökfastur en þolinmóður, og kunni að hlusta á aðra og virða skoðanir þeirra. Ég sakna góðs vinar. Sigríði og fjölskyldunni vottum við Maria sam- úð okkar. Blessuð sé minning Ólafs Gunn- laugssonar. Kjartan S. Júlíusson. Að eiga Ólaf Gunnlaugsson og Sig- ríði Ásgeirsdóttur fyrir vini í meira en 40 ár hefur verið mikil gjöf. Nú er Ólafur genginn en við yljum okkur við gjafir hans, ómetanlega hlýju, hógværa glaðværð og kímni þegar við átti. Hann var vinur sem alltaf tók símtali eins og það væri einmitt við sem hann langaði að tala við. Kynni okkar hófust í Rochester í Minnesota 1965 þar sem við vorum við framhaldsnám í læknisfræði við Mayo Clinic. Ólafur og Sigríður komu til Rochester á undan okkur og miðl- uðu af reynslu sinni hvernig aðlagast mætti nýjum menningarheimi og lífs- háttum. Aðstoð þeirra og velvilji voru okkur ómetanleg. Samgangur var mikill og áttum við margar góðar stundir saman. Samræður ungra áhugasamra lækna snerust mikið um námið og starfið, vandamál sem verið var að reyna að leysa eða greinar sem við höfðum lesið. Ólafur var jafnan nýbú- inn að lesa nýjustu greinarnar um efnið sem kom til umræðu, það var hreint ótrúlegt hvað hann hafði lesið mikið. Nú eru þetta ljúfar minningar um reynslu sem við eigum öll sameigin- lega og hefur mótað okkur og viðhorf okkar hvers til annars. Við Ólafur komum ekki heim á sama tíma en starfsvettvangur okkar varð aftur sá sami í mörg ár á Landa- kotsspítala, Ólafur sem meltingarsér- fræðingur og ég sem skurðlæknir. Ólafur var afar nákvæmur læknir og rannsakaði af mikilli kostgæfni þá sem til hans leituðu, hvort sem það var á lækningastofu hans eða hann tók á móti þegar Landakot var á bráðavakt. Hann leit á sjúklinginn sem einstakling sem gæti haft fleiri vandamál en það eitt sem leiddi til þeirra fyrstu samskipta. Þannig greindi Ólafur oft vandamál sem ann- ars hefðu ekki verið greind í lengri tíma. Utan starfsvettvangs áttum við margar glaðar stundir með vinum okkar beggja. Það var ekki hávaði í Ólafi, hann sagði sínar skemmtisögur á smekklegan hátt. Við Jóna fórum nýlega í skemmtiferð til Pétursborg- ar með Ólafi og Sigríði. Við sáum margt markvert og áttum góðar sam- verustundir. Það var góð ferð, en nú er lokið meira en 40 ára ferðalagi með Ólafi. Það er kveðjustund og við þökkum fyrir það lán að hafa átt Ólaf Gunnlaugsson fyrir vin. Sigurður E. Þorvaldsson og Jóna Þorleifsdóttir. Ólafur Gunnlaugsson kom heim frá sérnámi í meltingarsjúkdómum árið 1969 og hóf störf á Landakotsspítala. Hann stundaði nám á virtum sjúkra- húsum í Bandaríkjunum, m.a. Mayo Clinic, og kom með dýrmæta þekk- ingu og reynslu í sérgreininni. Hann var einn af frumkvöðlum í að innleiða speglanir sem rannsóknaraðferð á meltingarfærum á Íslandi og var öt- ull í að viðhalda og auka þekkingu sína á því sviði. Hann vann á Landa- koti fram að árinu 1995 og síðan á Sjúkrahúsi Reykjavíkur eftir samein- ingu Landakots og Borgarspítala og loks á Landspítala háskólasjúkrahúsi frá 2000 þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 2005. Ólafur var farsæll í starfi og sérlega þægilegur kollegi sem alltaf var gott að leita til með samráð en hann deildi fúslega þekkingu sinni og reynslu með stúd- entum og læknum í kandídats- og framhaldsnámi. Hann var góður fag- maður alla sína starfsævi og framlag hans til þróunar meltingarfræða er mikils metið. Samverustundir með þeim hjónum voru ætíð ánægjulegar. Votta ég Sigríði, eiginkonu hans, og fjölskyldu samúð við fráfall hans. Bjarni Þjóðleifsson, yfirlæknir meltingar- sjúkdómadeildar Landspítala háskólasjúkrahúss. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2007 33 var því óendanlega ósanngjarnt að veikindi skyldu halda áfram og verða hlutskipti Lillu í mörg ár. Elsku Lilla, nú er erfiðleikunum lokið og þú komin til Odds að nýju. Þið voruð alltaf svo náin og samrýmd í jákvæðum aga í uppeldi þeirra sem vildu þiggja góð ráð. Allar þær góðu minningar sem við eigum um þig munu lifa áfram með okkur. Þér fylgdi alltaf góð ára og hluti hennar lifir hér enn. Við sendum Stefáni Ómari, Rík- harði, Maríu Berglindi, Sigurjóni og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúðarkveðjur. Ágúst og Ragnar Sær. Ég kveð þig kæra vina þó kvöldið kæmi fljótt og hugsa oft um hina sem feigðin hefur sótt en þarft er þraut að lina svo þreyttir sofi rótt. (K.Sig.) Elsku Ragnhildur mín, mikið lá þér á að hitta þína horfnu vini, það hefur áreiðanlega verið vel tekið á móti þér. Ég þakka þér allar okkar góðu stund- ir, bæði á Siglufirði og eins þegar við vorum fluttar til Reykjavíkur og þið Oddur bróðir rugluðuð saman reyt- um. Börnin okkar eru á sama aldri og urðu góðir félagar og vinir, þá var oft kátt í koti, þó ekki væri allt til af öllu sem þykir sjálfsagt í dag, en við höfð- um þó eitthvað að hlakka til. Ég kveð þig með þakklæti fyrir þína tryggð við mig og mína. Gakktu á guðs vegum og allt þitt fólk. Þín mágkona Sæunn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.