Morgunblaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 40
Ég vil afsaka atvikið með regnhlífina. Ég var að undirbúa mig fyrir hlutverk í kvikmynd … 42 » reykjavíkreykjavík Eftir Sverri Norland sverrirn@mbl.is HIN góðkunna Dead-útgáfa færir út kvíarnar þessa dagana. Föstudaginn 6. júlí gefur hún út svokallaðan mini-cd, eða „dvergdisk“ eins og blaðamaður kýs að kalla fyrirbærið. Samdægurs verður jafnframt opnuð ný Dead-verslun við Laugaveg 29. Á fyrrnefndri hljómskífu getur að heyra frumraun nýstofnaðrar hljómsveitar, The Way Down, en platan kallast hinu ögrandi nafni See You in Hell. Ari Eldon Jónsson fer þar fremstur í flokki; „en auk mín eru í hljómsveitinni Magnús Þorsteinsson sem spilar á trommur, og Riina Finnsdóttir á gítar.“ Þreyttur á prog-rokki „Hljómsveitin er stofnuð í kringum þessa plötu og til þess að fylgja henni eftir. Það er ekki mjög djúpt plott á bak við þetta allt saman,“ heldur Ari áfram. „Svo ætlum við bara að reyna að gera eins margar plötur og við getum. Ætlunin er einnig að halda útgáfutónleika í byrjun ágúst.“ Spurður út í það hvernig músíkin hljómi stend- ur ekki á svörum: „Þetta er popp í sem allra ein- faldastri mynd. Markmiðið var að hafa einfald- leikann að leiðarljósi. Ég nenni ekki lengur að spila framsækna tónlist, lög sem eru lágmark sex mínútur og með kafla- og taktskiptum og svona.“ Ýmislegt mallar í potti Dead „Þetta er komið til að vera hjá okkur,“ fullyrðir Jón Sæmundur, eigandi Dead-útgáfunnar, um hina nýju og víkkuðu útgáfustarfsemi. „Þegar við verðum búin að selja nokkra diska af nýju plöt- unni höldum við bara áfram; ég er til að mynda með ákveðna myndlistartengda útgáfu í huga. Þú getur kallað það fyrirbæri hljómsveit en kannski væri betra að kalla þetta svona performansa- tónleika.“ „Annars erum við opnir fyrir öllu. Hljómsveitir geta haft samband við Dead og komið með demó í búðina.“ Og Jón bætir svo við: „En þetta snýst ekki bara um útgáfuna. Bönd eru kannski að fara í túr og vilja gera, segjum einhverja tuttugu boli, – þá reddum við því einnig.“ Þetta er því að stórum þætti hugsjónastarf hjá Dead-útgáfunni. Þannig segir líka í broti úr stefnuyfirlýsingu hins nýstofnaða plötuarms hennar: „Eina markmiðið er að finna eða fram- leiða góða tónlist og gefa hana sjálfstætt út, sem söluvöru í Dead-búðinni og annars staðar. Mein- ingin er að láta reyna á þá trú að við höfum allt sem til þarf til þess að gera góðar og eigulegar plötur án þess að leggja út í risakostnað og að slíkar plötur þurfi síðan ekki að selja á okurverði.“ Hittumst í helvíti Ljósmynd/Davíð Arnar Runólfsson Leiðin niður The Way Down með Ara Eldon Jónsson og Riinu Finnsdóttur í broddi fylkingar. Hljómsveitin leikur einfalt popp enda þreytt á framsækni. Fatamerkið Dead færir út kvíarnar og gefur út sveitina The Way Down http://www.myspace.com/thewaydownspace www.dead.is Ríó voru Lenny Kravitz, Macy Gray og Pharrell Williams auk brasilískra tónlistarmanna. Fyrstu tónar Live Earth verða slegnir í Sydney í Ástralíu á morgun en svo taka við borgirnar Tókýó, Sjanghæ, Jóhannesarborg, Ham- borg, London og nú New York þar sem ekki verður af tónleikunum í Ríó. Þriðja borgin sem fellur út Á tíma stóð til að níundu og tí- undu tónleikarnir færu fram í Reykjavík og Istanbúl en samn- ingar náðust ekki milli tónleika- haldara og yfirvalda í löndunum. SUÐUR-Ameríkuhluta heimstón- leikanna Live Earth hefur verið af- lýst eftir að dómari í Rio de Ja- neiro úrskurðaði að borgaryfirvöld gætu ekki mætt kröfum um örygg- isgæslu á tónleikunum. Lögreglan í borginni hafði áður tilkynnt að hún hefði ekki mannskap til að gæta tónleikagesta á útitónleikum á Copacabana-ströndinni. Live Earth hefst í Sydney Aðstandendur tónleikanna hafa sagt að þeir muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að af tón- leikunum geti orðið. Á meðal þeirra sem áttu að koma fram í Engir Live Earth- tónleikar í Ríó Associated Press Aflýst Lenny Kravitz var á meðal þeirra hljómlistamanna sem áttu að spila á tónleikunum í Ríó. Associated Press Copacabana Á þessari frægu baðströnd hafa oft verið haldnir stórir tón- leikar. Strandgestir verða þó að láta sér sjávarniðinn nægja að þessu sinni.  Hljómsveitirnar Changer, Boot- legs, I Adapt og Trassar leiða sam- an rokkhesta sína og halda stór- tónleika á Gauknum í kvöld. Það er ekki á hverjum degi sem svo öflug- ar hljómsveitir koma saman á einni kvöldstund. Tónleikarnir hefjast kl. 23 og það kostar 1.000 krónur inn. Þungarokk á Gauknum  Ef frá eru taldir Sigmund, Hall- dór Baldurs og Hugleikur Dagsson eru myndasöguhöfundar á Íslandi nánast „incognito“. Einhverra hluta vegna eru myndasögur – sem annars staðar í veröldinni eru tald- ar hámenningarleg fyrirbrigði – ekki hátt skrifaðar af ráðandi öfl- um íslensks menningarlífs og er það miður. Það skýtur því ekki skökku við að eina íslenska myndasögublaðinu sem komið hefur reglulega út frá 1996 er stýrt af Frakka, Jean Anton Posocco. Nýjasta tölublað Neo- Bleks er komið út, en blaðið er 60 bls. og í því eru viðtöl og myndasög- ur. Það fæst bæði í Nexus og hjá Froski útgáfu. Nýjasta tölublað Neo-Bleks komið út  Hálf-íslenski leikstjórinn Vito Rocco leitar eftir stuðningi á My- Space þar sem hann keppir við tvo aðra leikstjóra um fjármagn fyrir næsta leikstjórnarverkefni sitt Fa- intheart sem verður gamanmynd og gerist á meðal fólks sem klæðir sig upp í víkingabúninga. MySpace býðst til að fjármagna þá kvikmynd sem hlýtur flest atkvæði. Hver not- enda MySpace getur greitt atkvæði einu sinni á dag á vefslóðinni my- space.com/mymoviemashup en at- kvæðagreiðslunni lýkur á mánu- daginn. Hálf-íslenskur leikstjóri keppir á MySpace

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.