Morgunblaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2007 41
Alþjóðlegt
orgelsumar í
Hallgrímskirkju
7. júlí kl. 12.00:
Karel Paukert, orgel
8. júlí kl. 20.00:
Hinn virti orgelleikari Karel Paukert,
leikur verk eftir Bach, Liszt, Franck
og frumflytur verk eftir Tékkann
Jiri Teml.
www.listvinafelag.is
Sýningar haustsins komnar í sölu á netinu!
Miðasala á netinu!
www.leikhusid.is
SÝNINGAR Á
SÖGULOFTI
MR. SKALLAGRIMSSON
- höf. og leikari Benedikt Erlingsson
13/7 kl. 20 uppselt,14/7 kl 15 laus sæti,
14/7 kl. 20 uppselt, 11/8 kl. 20 laus sæti,
12/8 kl. 20 laus sæti, 18/8 kl. 20 laus sæti,
19/8 kl. 20 laus sæti, 25/8 kl. 20 laus sæti,
26/8 kl. 20, 30/8 kl. 20 laus sæti,
31/8 kl. 20 laus sæti
Miðaverð kr. 2900 - ATH! Staðfesta þarf
miða með greiðslu viku fyrir sýningu
Leikhústilboð í mat:
Súpa, fiskréttur og kaffi kr. 2600
Súpa, kjötréttur og kaffi kr. 3200
Miða- og borðapantanir í síma 437 1600
Nánari upplýsinar www.landnamssetur.is
Eftir Birtu Björnsdóttur
birta@mbl.is
Raddirnar þeirra eru ótrú-legar. Ég trúði ekki mín-um eigin eyrum þegar égheyrði þá syngja,“ segir
Kristjana Stefánsdóttir söngkona.
Hverjir eru það sem fá þvílíkt
hrós frá einni bestu söngkonu
landsins?
Jú, það er hin nýstofnaða Luxor,
fimm manna sveit sem Kristjana og
Einar Bárðarson settu saman eftir
áheyrnarpufur fyrr á árinu.
Nú hefur sem sagt verið kunn-
gjört hverjir fimmmenningarnir
með gullraddirnar eru sem náðu
eyrum þeirra Einars og Kristjönu
umfram tugi stráka sem þreyttu
áheyrnarprufurnar. Luxor-menn
eru Rúnar Kristinn Rúnarsson,
Heimir Bjarni Ingimarsson, Arnar
Jónsson, Edgar Smári Atlason og
Sigursveinn Þór Árnason, kallaður
Svenni.
„Valið var í raun frekar erfitt
vegna fjölda hæfileikaríkra ein-
staklinga sem mættu í prufurnar,“
sagði Kristjana sem sá um valið
ásamt Einari.
„Við vorum í raun alveg bit yfir
því hvað landið býr yfir miklum
sönghæfileikum. Við áttum ekki von
á þessu.“
„Allt jákvætt í kringum þá“
Hún segir þau ekki hafa haft fast-
mótaða skoðun á því í upphafi
hverju þau væru nákvæmlega að
leita að í fari strákanna þótt góð
söngrödd lægi valinu vissulega til
grundvallar.
„Nei það réðst eiginlega í pruf-
unum í hvaða átt við færum með þá.
Það kom svo hægt og rólega hvern-
ig þeir yrðu endanlega sem hópur,“
segir Kristjana. Hún bætir við að
strákarnir fimm hafi ekki síður ver-
ið valdir sem hluti af heild en einir
og sér.
„Þetta urðu auðvitað að vera
strákar sem geta unnið vel saman.
Svo hafa þeir rosalega góða fram-
komu og eru aðlaðandi og skemmti-
legir strákar.“
Kristjana verður listrænn stjórn-
andi Luxor en starf hennar felst í
því að þjálfa raddir strákanna og
auk þess útsetja lög þeirra að ein-
hverju leyti.
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson
kemur til með að stjórna upptökum
ásamt Vigni Snæ Vigfússyni.
Kristjana segir þau reyna að leita
ekki til erlendra fyrirmynda við
uppbyggingu sveitarinnar.
„Það getur verið að strákarnir
eigi eftir að fá á sig alls konar
stimpla en það sem ég held að eigi
eftir að koma fólki mest á óvart er
hvað þeir eru ótrúlega hæfi-
leikaríkir söngvarar. Þeir eru allir
mjög ólíkir en þeir syngja saman
eins og þeir hafi aldrei gert neitt
annað. Það er allt jákvætt í kring-
um þessa drengi,“ segir Kristjana
að lokum, greinilega ánægð með
sína menn. Blaðamaður náði sam-
bandi við einn fimmta Luxor, áð-
urnefndan Svenna, í gær. Honum
virtist í mjög fersku minni stundin
sem hann frétti að hann yrði með í
sveitinni.
„Já ég fékk símtal 29. maí minnir
mig. Ég var staddur úti í Noregi og
beið eftir svari og var auðvitað mjög
ánægður að heyra niðurstöðuna,“
sagði Svenni.
„Snilldargaurar“ er orðið sem
Svenni notar um félaga sína fjóra í
sveitinni. „Við smellum alveg rosa-
lega vel saman.“
Stífar æfingar munu einkenna
næstu vikur og mánuði hjá Luxor
enda er plata í bígerð. Hún lítur
dagsins ljós hinn 29. október næst-
komandi. Landsmenn þurfa þó ekki
að bíða svo lengi til að fá að heyra í
sveitinni því þeir þreyta frumraun
sína í framkomu hinn 17. ágúst.
Svenni sagði staðsetningu fyrstu
tónleikanna þó ekki alveg komna á
hreint.
Tónlist sveitarinnar verður að
sögn Svenna í rólegri kantinum.
„Ætli orðið poppklassík lýsi ekki
tónlistinni best,“ segir hann.
Frábær sönghópur
En hvaðan skyldi nafnið Luxor
koma?
„Við sátum allir saman og vorum
að ræða hugsanlegt nafn á sveitina.
Sjónvarpið mitt er svo af tegundinni
Luxor og það fannst okkur fyndið.
Það var svo bara ákveðið,“ segir
Svenni.
Aðspurður hvaða merkingu þeir
fimmmenningar leggi í orðið Luxor
stendur ekki á svari:
„Frábær sönghópur,“ segir
Svenni.
Kristjana er greinilega á sama
máli því hennar svar við sömu
spurningu var: „Lúxuspiltar.“
Svenni sagðist vona að viðtök-
urnar við fyrsta íslenska drengja-
bandinu yrðu góðar.
„Það verður sprengja, eigum við
ekki bara að segja það,“ segir hann
og hlær en bætir svo við:
„Þetta er annars mjög fágað sem
við erum að gera og þetta er alls
ekki grín hjá okkur.“
Nefndir eftir sjónvarpstæki
Morgunblaðið/Sverrir
Snilldargaurar Stífar æfingar koma til með að einkenna næstu vikur og mánuði hjá Luxor enda er plata í bígerð sem líta mun dagsins ljós 29. október n.k.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Hressir ,,Við smellum alveg rosalega vel saman,“ segir Sigursveinn Þór um söngfélaga sína í Lúxor.
Söngsveitin Luxor
gerð opinber