Morgunblaðið - 06.07.2007, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2007 45
/ AKUREYRI / KEFLAVÍK NÁNARI UPPLÝSINGAR
Á SAMbio.is
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
SHREK, FÍÓNA,ASNINN OG STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN
ERU MÆTT AFTUR Í SKEMMTILEGASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA.
EVAN ALMIGHTY kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ
DIE HARD 4 kl. 8 - 10:30 B.i. 14 ára
SHREK 3 m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS
STEFNUMÓTAMYND SUMARSINS
ÁSTIN
ER BLIND
HEFURÐU UPPLIFAÐ
HIÐ FULLKOMNA STEFNUMÓT?
eee
S.V. MBL.
"LÍFLEG SUMAR-
SKEMMTUN"
eee
L.I.B. TOPP5.IS
tv - kvikmyndir.is
eee
LIB, Topp5.is
eeeee
V.J.V. TOPP5.IS
eeee
B.B.A. PANAMA.IS
eeee
H.J. MBL.
eeee
F.G.G. FBL.
WWW.SAMBIO.IS
MYND OG HLJÓÐ
Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI
BLIND DATING kl. 8 - 10:10 B.i. 10 ára
SHREK 3 m/ensku tali kl. 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ
SHREK 3 m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
Það var hellirigning og ilm-andi leðja sem tók á mótimér þegar ég mætti á Hró-
arskeldutónlistarhátíðina í Dan-
mörku um miðjan dag í gær. Rignt
hafði á svæðinu í nokkra daga en
hámarkinu var víst náð í gær enda
líklega erfitt að toppa aðra eins
skúr og dundi á tónleikagestum þá.
Gestir byrjuðu líka að mæta á svæð-
ið síðastliðinn sunnudag og því
hafði gefist góður tími til að hræra
upp í forarleðjunni sem var það
mikil að venjuleg gúmmístígvél og
66°c norður regngalli dugðu ekki
til að halda sér þurrum og hreinum
og erfitt var að komast áfram í leðj-
unni, aðallega spólað í sömu spor-
unum.
Ekki var laust við að mikillar til-
hlökkunar gætti hjá mér í gær-
kvöld enda áttu Arcade Fire, The
Killers og hún Björk okkar að koma
fram en eins og gefur að skilja setti
veðrið strik í reikninginn. Arcade
Fire lék í Arena-tjaldinu mörgum
til furðu enda hljómsveit af slíkri
stærðargráðu að hún ætti fremur
heima á stærsta sviðinu sem nefnist
Orange. En bandið lét engan bilbug
á sér finna þrátt fyrir að fá ekki
stærsta sviðið. Flest lögin sem óm-
uðu má finna á nýjasta diski þeirra,
Neon Bible. Ekki get ég sagt að tón-
leikar Arcade Fire hafi verið eft-
irminnilegir þó svo að þeir brygð-
ust ekki aðdáendum sínum, líklega
spilaði það inn í að ég stóð fyrir ut-
an tjaldið í hálfgerðu ræsi. Merki-
legt þótti mér samt að sjá að 10-11
(búðar) fáni sást blakta í áhorf-
endahópnum, spurning hverjir veif-
uðu honum.
The Killers tók svo til leiksklukkan átta og þá var dansað
í rigningunni, þvílík frammistaða!
Auðvitað voru lögin af Sam’s Town
í meirihluta en aðrir eldri smellir
heyrðust líka. Brandon Flowers var
svo flottur á sviðinu að rigningin og
drullan gleymdust um tíma og
stemningin magnaðist. En svo lauk
tónleikunum og rennblautur raun-
veruleikinn tók aftur við. Ég varð
m.a. vitni að því að stúlka gekk ber-
fætt um svæðið og maður lét sig
detta í drulluna sér til skemmtunar,
ég var hins vegar farin að kvíða því
að tjalda í þessum viðbjóði enda
hafði ég hvorki séð né heyrt af
tjaldi sem var þurrt að innan á
svæðinu.
Björk lauk síðan fimmtudags-
kvöldinu með stæl og þyrptust
aðdáendurnir að henni þrátt fyrir
veðurhaminn, en veðrinu hafði ekki
enn slotað þegar leið á kvöldið. Þar
sem ég var orðin blaut í gegn og
með drulluna upp á mið læri ákvað
ég að slútta kvöldinu í byrjun
Bjarkartónleikanna og leita á náðir
vina í Kaupmannahöfn enda ekki
þurr þráður á mér. Björk náði ekki
að yfirbuga hugsunina um heita
sturtu og þurrt rúm.
Hróarskelda er rétt að byrja,
veðrið á víst að batna og tónlist
margra góðra tónlistarmanna
framundan svo maður lætur ekki
smáleðju setja strik í reikninginn.
Í hellirigningu og ilmandi leðju
»Ég varð m.a. vitni að því að stúlka gekk
berfætt um svæðið
og maður lét sig detta
í drulluna sér til
skemmtunar …
Forarsvað Þúsundir tónlistaráhugamanna vaða leðjuna uppí hné á Hróarskelduhátíðinni. Menn reyna þó að láta veðrið ekki á sig fá og ösla skítinn á milli hljómleikatjalda.
ingveldur@mbl.is
AF LISTUM
Ingveldur Geirsdóttir
Morgunblaðið/Ingveldur