Morgunblaðið - 20.07.2007, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÁKVEÐIÐ hefur verið að leggja fram tillögu á
kirkjuþingi í haust þess efnis að breyta eigi starfs-
reglum í ráðningarferli presta. Að sögn Guðmund-
ar Þórs Guðmundssonar, framkvæmdastjóra
Kirkjuráðs, verður þetta gert til að bæta ferlið en
hann segir reglurnar í dag vera óljósar. Starfs-
reglurnar séu útfærslur á lögum og sé ætlunin
með tillögunni að settar verði starfsreglur sem
geri ráðningarferlið skýrara.
Þetta var ákveðið í kjölfar máls séra Carlosar
Ferrers, prests í Tjarnarprestakalli, sem hefur
vakið töluverða athygli. Hann var ráðinn í emb-
ættið, sem nær yfir sóknir í Hafnarfirði og á
Vatnsleysuströnd, til fimm ára og gerði ráð fyrir
endurráðningu. Fyrir skömmu var hins vegar
ákveðið að framlengja ekki samninginn við Carlos
heldur velja séra Báru Friðriksdóttur í starfið.
Meirihluti safnaðarnefndar á Vatnsleysuströnd
greiddi atkvæði með auglýsingu embættisins og
samþykkti sóknarnefndin að sú leið yrði farin.
Sérregla í þjóðkirkjulögum um ráðningu presta
kveður á um að söfnuðum sé gefinn kostur á því að
krefjast auglýsingar embættis þegar fimm ára
ráðningarsamningur rennur út.
Ágreiningur í annarri sókninni
Að sögn Ragnhildar Benediktsdóttur, skrif-
stofustjóra á Biskupsstofu, veitir 40. grein kirkju-
laganna heimild til þess að söfnuður geti óskað eft-
ir því að embætti verði auglýst laust til umsóknar
og þarf slík tillaga að koma fram átta mánuðum
áður en skipunartíminn rennur út. Leita þurfi álits
úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar sem fékkst í
þessu tilviki og síðan var málinu skotið til val-
nefndar.
Spurð hvort óánægju hafi gætt með störf Car-
losar hjá söfnuðinum segir Ragnhildur það greini-
legt að safnaðarmeðlimir vilji hafa eitthvað um
það að segja hvaða prestur verður þarna áfram.
„Úr því að þeir óskuðu eftir því að þetta yrði aug-
lýst að nýju þá hafa verið einhverjar ástæður hjá
söfnuðinum fyrir því að hann yrði ekki þarna
áfram.“ Hún segir þó ekki hafa verið beinlínis
kvartað undan Carlosi en á einhverju tímabili hafi
verið uppi ágreiningur í Kálfatjarnarsókninni,
sem er önnur tveggja sókna kirkjunnar. Hin sókn-
in ákvað að fara ekki fram á að staðan yrði auglýst
en Ragnhildur segir nægja að óskin komi fram frá
einum söfnuði.
Alls sóttu níu um starfið. Valnefndin, sem valdi
séra Báru Friðriksdóttur í stöðuna, samanstóð af
sóknarnefndum úr báðum sóknum.
Lagt verður til að reglum um
ráðningu presta verði breytt
Ráðning prests ekki framlengd eftir atkvæðagreiðslu einnar sóknar
Í HNOTSKURN
»Söfnuður Kálfatjarnarsóknar nýtti sérsérreglu í þjóðkirkjulögum um ráðn-
ingu presta sem segir söfnuði geta krafist
þess að embættið verði auglýst þegar fimm
ára starfssamningur rennur út.
»Séra Carlos Ferrer mun láta af störfum1. september.
DALVEGUR var opnaður laust eftir klukkan
fjögur í gær en lögreglan hafði lokað hluta hans
í fyrrakvöld. Það var gert af öryggisástæðum en
á kaflanum milli Digranesvegar og Dalsmára
voru framkvæmdir í gangi og hafði verktakinn
ekki gengið frá akstursleið meðfram 5 metra
djúpum skurði með viðunandi hætti.
Mikil slysahætta þótti vera á ferðum og að
sögn lögreglu var ekkert sem hindraði það að
fólk lenti ofan í skurðinum, fipaðist við aksturinn
eða sæi hreinlega ekki skurðinn. Frágangurinn
væri einfaldlega óviðunandi. Nokkrar appels-
ínugular keilur væru meðfram götunni til að
vekja athygli á framkvæmdunum en vegrið vant-
aði við djúpan skurðinn sem lá meðfram götunni.
Að sögn verktakans var hafist handa við að
lagfæra öryggismálin strax í gærmorgun. Hann
segir sökina ekki alfarið verktakafyrirtækisins
þar sem unnið var eftir ákvörðun útboðsgagna í
málinu en reynt hafi verið eftir fremsta megni
að tryggja öryggi vegfarenda.
Mikil slysahætta sökum slæms frágangs
Eftir Andra Karl
andrikar@mbl.is
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness sýknaði í gær Ás-
geir Þór Davíðsson, eiganda næturklúbbsins Gold-
finger, og nektardansmey af sama stað af ákæru
um að sýna nektardans í lokuðu rými. Nærri fimm
hundruð þúsund króna málsvarnarlaun ákærðu
vegna málsins greiðast úr ríkissjóði.
Í dómnum segir að lögreglumenn hafi leitað á
Goldfinger í október 2005 vegna gruns um ætluð
brot rekstraraðila staðarins á lögreglusam-
þykktum Kópavogsbæjar. Í samþykktunum er lagt
bann við nektarsýningum í lokuðu rými með við-
skiptamanni.
Lögreglumenn sem á staðinn fóru sáu klefa ætl-
aða fyrir einkadans og var dregið fyrir þá alla með
tjaldefni. Þegar lögregluþjónn dró tjaldið frá einum
klefanum var ákærða í málinu þar að dansa afar fá-
klædd fyrir viðskiptavin.
Bæði nektardansmærin og Ásgeir Þór játuðu
fyrir dómi að einkadans hefði farið fram á Goldfin-
ger í umrætt sinn.
Í niðurstöðu dómsins er hins vegar bent á að
hvorki í lögreglusamþykktinni né öðrum rétt-
arheimildum sé að finna skilgreiningu á lokuðu
rými. Einnig er komist að þeirri niðurstöðu að auð-
velt sé fyrir lögreglumenn að halda úti eftirliti á
Goldfinger þar sem engin fyrirstaða sé af hálfu
rekstraraðila. Er þar m.a. litið til framburðar lög-
regluþjóns fyrir dómi sem sagði afar auðvelt að
draga tjaldið frá.
„Útbúnaður á næturklúbbnum var því ekki með
þeim hætti að komið væri í veg fyrir eftirlit með því
sem gerðist að tjaldabaki í þeim klefum sem einka-
dans fór fram,“ segir m.a. í dómnum.
Dómurinn segir ennfremur að skýra verði „lokað
rými“ þannig að miðað sé við að það sé ekki lokað
með þeim hætti að hindri störf lögreglu.
Héraðsdómarinn Sveinn Sigurkarlsson kvað upp
dóminn. Karl Ingi Vilbergsson, fulltrúi lög-
reglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sótti málið og
Brynjar Níelsson hrl. og Guðmundur Óli Björg-
vinsson hrl. vörðu ákærðu.
Héraðsdómur Reykjaness sýknaði eiganda næturklúbbsins Goldfinger
af ákæru um að hafa staðið fyrir sýningu nektardans í lokuðu rými
Hindrar ekki störf lögreglu
Morgunblaðið/Golli
Ánægðir Brynjar Níelsson lögmaður og Ásgeir
Davíðsson, eigandi Goldfingers.
ALLMIKIL aukning hefur verið í
ferðum hjá ferðaþjónustubátnum
Ramónu ÍS 190. Í sumar hafa nærri
eitt þúsund farþegar farið með hon-
um í Jökulfirði og austur um strand-
ir en voru 1.410 allt sumarið í fyrra.
Friðrik Jóhannsson er skipstjóri á
bátnum og húskarl á Sútarabúðum í
Grunnavík. Friðrik sér verulegar
breytingar á ferðamynstrinu þar
sem fólk vilji í auknum mæli gista í
húsum ef mögulegt er en tjaldbú-
skapur fer minnkandi. Í samtali við
vikari.is segir hann, að dagsferðum,
trúss- og lúxusferðum fari fjölgandi.
Friðrik og Sigurrós, eiginkona
hans, reka einnig gistiskála í Sútara-
búðum í Grunnavík. Hafa þau verið
að vinna að endurbótum á húsinu og
bjóða upp á svefnpokagistingu fyrir
14 manns og eldunaraðstöðu. Friðrik
er með fastar áætlunarferðir til
Grunnavíkur þrisvar í viku og til Að-
alvíkur tvisvar í viku auk margra
aukaferða norður sem eru sérstak-
lega auglýstar á heimasíðu fyrirtæk-
isins, grunnavik.is. Frá þessu var
greint á vikari.is.
Aukning
í ferðum
Ramónu ÍS
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest
gæsluvarðhald yfir karlmanni á
þrítugsaldri, en hann var síðast
dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness
12. júlí sl. – þá í 30 mánaða fangelsi
fyrir margvísleg brot. Hann sætir
gæsluvarðhaldi til 13. ágúst nk.
Maðurinn var hnepptur í gæslu-
varðhald 30. janúar sl. en 2. júlí var
hann látinn laus er Hæstiréttur
sneri við ákvörðun héraðsdóms.
Fjórum dögum síðar var hann
færður í gæsluvarðhald á nýjan
leik, en á tímabilinu varð hann
uppvís að auðgunarbrotum, til-
raunum til ráns og brotum á um-
ferðarlögum. Búið er að gefa út
ákæru á hendur honum vegna
brotanna.
Maðurinn er í mikilli fíkniefna-
neyslu og fjármagnar hana með
lögbrotum. Þykir því auðséð að
hann muni halda áfram að brjóta af
sér verði hann látinn laus.
Gæslu-
varðhald
framlengt
LANDSMÓT unglingadeilda Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar stend-
ur nú yfir á Gufuskálum og lýkur á
morgun. Ríflega 170 unglingar eru
þar saman komnir ásamt 50 umsjón-
araðilum.
Dagskráin er fjölbreytt að vanda
og í gær unnu unglingarnir að ýms-
um verkefnum; lærðu meðal annars
að vinna með vogarafl auk þess sem
kennsla í skyndihjálp, leitartækni og
umgengni við báta fór fram.
Veður á mótsstað hefur ekki verið
upp á marga fiska. Rigning hefur
herjað á harðduglega unglingana
sem flestir hafa aðeins í köld tjöld að
venda. Í gærkvöldi létti þó aðeins til
og útlit er fyrir að allir hafi gengið
til rekkju skraufþurrir og spren-
glærðir í skyndihjálp og leitartækni.
Landsmót á
Gufuskálum
Morgunblaðið/Júlíus
♦♦♦