Morgunblaðið - 20.07.2007, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2007 11
ÚR VERINU
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
NÚ ER unnið að því að hluta í
sundur skelfiskveiðiskipið Atlantic
Seahunter þar sem það liggur sokk-
ið í skipasmíðastöðinni Ching Fú á
Taívan. Skipið var þar í smíðum og
var stefnt að því að afhenda það
eigendum sínum Clearwater Sea-
foods í Kanada í haust. Smíði skips-
ins var að mestu lokið, þegar verið
var að færa það til innan skipa-
smíðastöðvarinnar. Það fór þá á
hliðina og sökk og hefur verið dæmt
ónýtt. Verður skrokkurinn tekinn í
brotajárn. Verðmæti smíðasamn-
ingsins var um 46 milljónir Kan-
adadollara, um 2,6 milljarðar króna,
og hefur verið samið um bætur upp
á sömu upphæð.
Atlantic Seahunter átti að verða
fullkomnasta skelfiskveiðiskip
heims, sérhæft til veiða á skelfiski
(clam). Mörg íslenzk fyrirtæki
komu að smíði skipsins, meðal ann-
ars Marorka og Naust Marine. Lík-
legast er talið að þau muni ekki bíða
fjárhagslegt tjón af völdum þessa
slyss.
Orkustjórunarkerfi
frá Marorku
Haukur Stefánsson, rekstrar-
stjóri Marorku, segir að þeir hafi
selt orkustjórnunarkefi um borð í
skipið. Sumt af búnaðinum hafi ver-
ið komið um borð og hafi verið búið
að greiða fyrir það. Eftir standi ým-
is vinna, sem unnin hafi verið hér
heima. Hann segir að Marorka
muni sækja rétt sinn og gerir ráð
fyrir því að gert hafi verið ráð fyrir
framlagi undirverktaka í trygging-
um. Þeir fái því greitt fyrir framlag
sitt.
Clearwater Seafoods er eitt
stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Kan-
ada með höfuðstöðvar í Halifax á
Nova Scotia. Starfsemi fyrirtækis-
ins byggist að miklu leyti á skelfiski
og er skelin þar mjög mikilvæg. Atl-
antic Seahunter átti að verða flagg-
skip félagsins á skelveiðunum, búið
allri nýjustu og fáanlegri tækni,
sem möguleg er. Smíði skipsins
hófst árið 2004 og hafði afhendingu
þess seinkað nokkuð. Þegar skipið
fór á hliðina voru aðeins nokkrar
vikur til áætlaðrar afhendingar.
Ekki liggur ljóst fyrir hver orsök
óhappsins er, en líklega hafa tankar
þess ekki verið rétt fylltir.
Leita nýs skips
Clearwater leitar nú nýs skips til
þessara veiða en mikil eftirspurn
eftir skipum og skipsskrokkum mun
að líkindum valda því að langan
tíma taki að gera nýtt skip klárt.
Framkvæmdastjóri Clearwater,
Colin MacDonald, segir að þetta
óhapp muni ekki hafa áhrif á rekst-
ur félagsins á þessu ári, enda hafi
ekki verið gert ráð fyrir því að skip-
ið kæmi inn í reksturinn svo nokkru
næmi fyrr en á næsta ári. „Þetta
óhapp mun engu að síður seinka
þeim vexti sem við höfðum gert ráð
fyrir í veiðum og vinnslu á skelinni,
sem er um 20% af árlegri veltu.“
Hann segir að seinkunin sé jafn
mikil og tíminn sem taki að fá nýtt
skip til veiðanna. Fjárfesting í slíku
skipi sé enn góður kostur fyrir
Clearwater og það sé næsta verk-
efnið.
Atlantic Seahunter sökk
í skipasmíðastöð á Taívan
Skipið var í smíðum í Ching Fú Shipbuilding fyrir Clear-
water Seafoods í Kanada og átti að afhendast í haust
Flutningar Byrjað að flytja skipið milli þurrkvíar og hafnargarðs við
skipasmíðastöðina á Taívan með aðstoð dráttarbáta.
Óhapp Skipið komið á hliðina og verður nú brytjað niður í brotajárn.
Í HNOTSKURN
»Mörg íslenzk fyrirtækikomu að smíði skipsins,
meðal annarra Marorka og
Naust Marine.
»Haukur Stefánsson,rekstrarstjóri Marorku,
gerir ráð fyrir að fyrirtækið
fái greitt fyrir framlag sitt.
»Atlantic Seahunter átti aðverða flaggskip Cleawater
á skelveiðunum, búið allri nýj-
ustu og fáanlegri tækni, sem
möguleg er.
»Þetta óhapp mun seinkaþeim vexti sem Clearwater
hafðigert ráð fyrir í veiðum og
vinnslu á skelinni, sem er um
20% af árlegri veltu fyrirtæk-
isins.
NÆR allur afli Íslendinga úr norsk-
íslenzka síldarstofninum í sumar
hefur veiðzt innan íslenzku lögsög-
unnar. Samkvæmt upplýsingum
Fiskistofu er nú búið að veiða um
58.000 tonn af síldinni, sem er um
39% leyfilegs heildarafla, sem er tæp
150.000 tonn.
Góð veiði var á norsk-íslenzkri síld
í júní og veiddu íslenzk skip rúmlega
30 þúsund tonn. Þessi afli var að
langmestu leyti veiddur á íslenzku
hafsvæði eða rúmlega 29 þúsund
tonn og afgangurinn var veiddur á
færeysku hafsvæði.
40.000 tonn innan
lögsögu í fyrra
Á síðasta ári veiddu íslenzku skip-
in tæplega 157.500 tonn af norsk-ís-
lenzku síldinni. Þá veiddust 40.000
tonn innan lögsögu Íslands, 38.000
tonn í lögsögu Færeyja og 79.000
tonn á alþjóðlegu hafsvæði í Síldar-
smugunni svokölluðu. Árið 2005 varð
aflinn úr íslenzku lögsögunni einnig
ríflega 40.000 tonn.
Í júní veiddu íslenzk skip rúmlega
34 þúsund tonn af kolmunna. Þessi
afli var veiddur að mestu á íslenzku
hafsvæði eða um 27 þúsund tonn og á
færeysku hafsvæði, rúmlega 7 þús-
und tonn.
Tveir þriðjuhlutar
kvótans veiddir
Kolmunnaaflinn alls er nú kominn
í 222.400 tonn, sem eru 66,4% af
leyfilegum aflaheimildum, 335.000
tonnum.
Í lok júní var búið að veiða 220.000
tonn. Mest hafði þá veiðzt innan fær-
eysku lögsögunnar, tæp 144.000
tonn. 48.000 tonn voru tekin á alþjóð-
legum hafsvæðum. Á síðasta ári var
kolmunnaaflinn innan íslenzku lög-
sögunnar 47.000 tonn, 200.000 tonn
voru tekin innan færeysku lögsög-
unnar og 62.400 á alþjóðlegum svæð-
um.
Morgunblaðið/Hjörtur Gíslason
Veiðar Vilhelm Þorsteinsson EA er á síldveiðum um þessar mundir og
ganga þær vel. Nær allur síldaraflinn er nú tekinn innan lögsögunnar.
Norsk-íslenzka
síldin veiðist
innan lögsögu