Morgunblaðið - 20.07.2007, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2007 13
ERLENT
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
RÚSSNESK stjórnvöld hafa ákveð-
ið að reka fjóra breska stjórnarer-
indreka úr landi en þessi ákvörðun
þeirra er nýjasti leikurinn í harðn-
andi deilu breskra og rússneskra
stjórnvalda sem tengist morðinu á
njósnaranum fyrrverandi, Alexand-
er Litvínenkó, í London í fyrra.
Stjórnarerindrekarnir verða að yfir-
gefa Rússland innan tíu daga og þá
ætla yfirvöld í Moskvu ekki að gefa
út vegabréfsáritanir til handa bresk-
um embættismönnum.
Aðgerðirnar eru svar við þeirri til-
kynningu breskra stjórnvalda á
mánudag að fjórum rússneskum
stjórnarerindrekum yrði vísað úr
landi vegna tregðu ráðamanna í
Moskvu til að framselja Andrej
Lúgovoj, sem grunaður er um morð-
ið á Litvínenkó, til Bretlands.
Nýtt kalt stríð?
Litvínenkó flúði Rússland á sínum
tíma, hafði lent upp á kant við ráða-
menn þar. Hann var orðinn breskur
ríkisborgari þegar hann hitti Lúgó-
voj, annan fyrrverandi liðsmann
rússnesku leyniþjónustunnar, á hót-
eli í London 1. nóvember í fyrra.
Þann sama dag kenndi Litvínenkó
sér meins og var lagður inn á spítala.
Kom þá í ljós að hann hafði orðið fyr-
ir eitrun – um var að ræða pólóní-
um-210 – og lést Litvínenkó 23. nóv-
ember 2006. Degi síðar birtist
yfirlýsing, sem Litvínenkó hafði
skrifað, en þar er Vladimír Pútín
Rússlandsforseti sakaður um að
bera sök á dauða hans.
Moskvustjórn hafnaði beiðni
Breta um framsal Lúgovoj á þeirri
forsendu að í stjórnarskrá landsins
sé lagt bann við því að rússneskir
ríkisborgarar séu framseldir til ann-
arra landa. Bresk stjórnvöld segja
hins vegar að Rússum sé vel kleift að
framselja Lúgóvoj á grundvelli al-
þjóðasáttmála sem þeir séu aðilar að.
David Miliband, utanríkisráð-
herra Bretlands, sagði í breska
þinginu fyrr í vikunni að Litvínenkó
hefði dáið hræðilegum dauðdaga.
Bresk stjórnvöld litu málið afar al-
varlegum augum og það væru mikil
vonbrigði að rússnesk stjórnvöld
hefðu ekki áttað sig á alvöru málsins.
Óhjákvæmilegt væri annað en grípa
til einhverra aðgerða.
Undir þessi sjónarmið var tekið í
leiðara The Times. Litvínenkó hefði
verið breskur ríkisborgari, morðið á
honum tilraun til að þagga niður í há-
værum gagnrýnanda stjórnvalda í
Moskvu. Flest benti til að morðingj-
arnir hefðu leynt og ljóst notið
stuðnings rússneskra stjórnvalda.
Rætt hefur verið um að deila
Breta og Rússa sé liður í „nýju köldu
stríði“ Rússa og Vesturlanda; en þar
er m.a. vísað til ákvörðunar Rússa að
hætta þátttöku í CFE-samningnum
um takmörkun vígbúnaðar í Evrópu.
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði í gær – um leið
og hún hvatti rússnesk stjórnvöld til
að verða við beiðni Breta um framsal
Lúgovojs – að vissulega væru „afar
stór vandamál“ í samskiptunum við
Rússa. Rússland væri þó eftir sem
áður mikilvægur bandamaður, m.a. í
stríðinu gegn hryðjuverkum, og að
aðstæður væru aðrar nú en á dögum
kalda stríðsins.
Samskiptin
við frostmark
Rússar gjalda líku líkt og vísa fjórum
breskum stjórnarerindrekum úr landi
Reuters
Morðingi? Andrej Lúgovoj segist
alsaklaus af öllum ásökunum.
London. AP. | Breskir feðgar hafa
fundið yfir 600 myntir og tugi dýr-
gripa sem faldir voru fyrir um þús-
und árum og er þetta einn mesti
fjársjóður sem fundist hefur í heim-
inum frá víkingatímanum.
Feðgarnir David og Andrew
Whelan fundu fjársjóðinn með
málmleitartæki á túni bóndabýlis
nálægt Harrogate á Norður-Eng-
landi. Gareth Williams, sérfræð-
ingur við breska þjóðminjasafnið,
sagði þetta mesta fjársjóð frá vík-
ingatímanum sem fundist hefði í
Bretlandi í rúm 150 ár.
Stærsti hluturinn sem fannst er
gullhúðað silfurílát frá níundu öld
sem líklegt er að hafi verið tekið úr
klaustri. Víkingar fylltu það af
myntum og dýrgripum áður en þeir
grófu fjársjóðinn. Meðal dýrgrip-
anna er gullarmband, silfurstangir
og silfurbrot.
Talið er að víkingarnir hafi safn-
að dýrgripunum á Írlandi, Frakk-
landi, Rússlandi og Skandinavíu.
Rekja má suma dýrgripina allt
austur til Afganistans.
Sérfræðingar breska þjóðminja-
safnsins sögðu að fjársjóðurinn
hefði verið falinn eftir fall konungs-
ríkis víkinga í Norðymbraland árið
927. Safnið vonast til þess að geta
keypt að minnsta kosti hluta fjár-
sjóðsins af Whelan-feðgunum eftir
að verðmæti hans verður metið.
Fundu mikinn fjársjóð
frá víkingatímanum
París. AP. | Franskur dómari yfir-
heyrði í gær Jacques Chirac, fyrr-
verandi forseta Frakklands, vegna
gruns um að hann hefði tengst
nokkrum málum, sem snúa að ólög-
legri fjármögnun
stjórnmálaflokka,
þegar hann var
borgarstjóri í
París frá 1977 til
1995. Chirac hef-
ur alltaf neitað
allri sök.
Chirac naut
friðhelgi á meðan
hann var forseti
en þegar hann lét
af störfum þann 16. maí sl. lauk frið-
helginni. Lögmaður hans var við-
staddur fundinn með dómaranum í
gær en þetta er í fyrsta skipti sem
fyrrverandi þjóðhöfðingi Frakk-
lands er yfirheyrður með þessum
hætti. Ekki er ljóst hvort Chirac
sætir nokkurn tímann ákæru vegna
málsins en ljóst er að það mun ætíð
varpa skugga á fjögurra áratuga
langan stjórnmálaferil hans.
Saksóknarar halda því fram að
flokksmenn RPR-flokks Chiracs hafi
verið á launaskrá Parísar en þannig
hafi rekstur flokksins verið fjár-
magnaður. Er talið að jafnvirði millj-
óna evra hafi með þessum hætti ver-
ið svikið út úr sjóðum borgarinnar.
Yfirheyrður
vegna spill-
ingarmála
Jacques Chirac
ASKJA · Laugavegi 170 · 105 Reykjavík · Sími 590 2100 · www.askja.is · ASKJA er eini viðurkenndi sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi.
Mercedes-Benz B-Class er hinn fullkomni fjölskyldubíll og býr yfir sveigjanleika sem
fáir aðrir bílar geta státað af. Hann er ótrúlega rúmgóður miðað við hversu nettur og
lipur hann er auk þess að vera kraftmikill, þægilegur og sportlegur, allt í senn. Hann
er nefnilega fjölhæfur eins og þú og er bæði fáanlegur með bensín- og dísilvél.
Fjölhæfur eins og þú
Verð frá 2.590.000 kr.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
O
R
K
3
81
51
0
7
/0
7