Morgunblaðið - 20.07.2007, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2007 15
MENNING
Í TILEFNI Listasumars á
Akureyri verða hádegistón-
leikar í Ketilhúsinu í dag.
Það er Dúóið Paradís, sem
er skipað þeim Hafdísi Vigfús-
dóttur á flautu og Kristjáni
Karl Bragasyni á píanó, sem
leikur á tónleikunum.
Það er fátt meira hressandi
en að taka smáforskot á
helgina og gera sér glaðan dag
með því að skella sér á tónleika
í hádeginu og mæta endurnærður í vinnuna eftir
hádegi.
Tónleikarnir hefjast kl. 12 og standa í um fimm-
tíu mínútur. Miðaverð er 1.000 kr.
Tónleikar
Dúóið Paradís
í Ketilhúsinu
Kristján Karl
Bragason
DJANGOJAZZ Festival Akur-
eyri og Jazzklúbbur Akureyrar
standa fyrir djasshátíð dagana
20 til 25. júlí.
Ein vinsælasta djasshljóm-
sveit Ástralíu, Snap Happy,
spilar á hátíðinni á fernum tón-
leikum: Café Victor Reykjavík í
kvöld kl. 23. Græna hattinum á
Akureyri laugardaginn 21. júlí
kl. 22, á Gamla Bauk á Húsavík
kl. 21 sunnudaginn 22. júlí og
miðvikudaginn 25. júlí á Café Cultura í Reykjavík.
Síðan munu Hrafnaspark og Mímósa, ásamt Unni
Birnu Björnsdóttur og Ingólfi Magnússyni spila á
Græna hattinum á Akureyri í kvöld kl. 22.
Tónleikar
Snap Happy
á Djangojazzi
Hljómsveitin
Snap Happy.
Eftir Sverri Norland
sverrirn@mbl.is
Í HAUST verður sett upp verkið
Ariadne auf Naxos eftir Richard
Strauss í Íslensku óperunni. Verkið
er mjög þekkt; í megindráttum er
það endurvinnsla á grísku goðsög-
unni um Aríöðnu (dóttur Mínosar
konungs) og Bakkus (einnig þekktur
sem frjósemisguðinn Díónýsos).
Arndís Halla Ásgeirsdóttir mun fara
með hlutverk Zerbinettu; þeirrar
sem gaukar ráðleggingum að Arí-
öðnu. Besta leiðin til þess að sigrast
á hjartasorg er að verða sér úti um
nýjan elskhuga, segir Zerbinetta.
Hlutverkið þykir sérlega bitastætt.
„Þetta leggst rosavel í mig, verður
ábyggilega svakalega gaman,“ segir
Arndís Halla. „Þetta er í fyrsta
skipti sem ég tek fyrir alvöru þátt í
uppfærslu heima, og í fyrsta skipti
sem ég syng hlutverk eftir Strauss.
Áður hef ég bara hoppað inní
óperuna heima, en aldrei raunveru-
lega tekið þátt í uppfærslu; ég hopp-
aði reyndar inn sem næturdrottn-
ingin árið 2001 – þá leysti ég af um
eina helgi, held það hafi verið tvær
sýningar ...“
Á fullu meðal þýðverskra
„Ég tek einnig þátt í gríðarstórri
fjölskylduskemmtun sem ekki er
ósvipuð annarri hátíð, Holiday on
Ice, nema hvað við erum ekki með
skauta, heldur hesta. Þetta er feikn-
armikið „show“ hjá okkur, og tveir
túrar í gangi í einu yfir allan vetur-
inn; annar túrinn fyrir þýskumæl-
andi svæði, en hinn fer um aðra
hluta Evrópu. Við sögu komu bestu
reiðmenn Evrópu, allskonar hesta-
tegundir – þar á meðal íslenskir
hestar – svo er Styrmir Árnason
knapi og Íslandsmeistari fulltrúi Ís-
lendinga.“
Þessi herlegheit eru að sögn gríð-
armögnuð sýning með glæsilegum
dönsurum, mikilfenglegri ljósahönn-
un og heillandi tónlist. „Og svo er ég
díva sýningarinnar – svaka gella,“
segir Arndís og hlær. „Já, þú ert
sumsé rúsínan í pylsuendanum,“
flýtir blaðamaður sér að segja og
Arndís grípur orð hans á lofti: „Já,
ég er rúsínan ...“
Arndís Halla Ásgrímsdóttir syngur í Íslensku óperunni í haust
Óperusöngur og
hestasýningar
Í HNOTSKURN
» Arndís Halla Ásgeirsdóttirhefur stundað söngnám í
Reykjavík og Berlín.
» Hún er búsett í Berlín oghefur sungið í Komische
Oper óperuhúsinu í Neustrelitz.
» Hún á mikilli velgengni aðfagna í Þýskalandi um þessar
mundir.
» Í haust syngur hún hlutverkZerbinettu í Ariadne auf
Naxos eftir Richard Strauss.
„ÉG ER til dæmis nýbúin að gefa út disk hérna úti, ætla svo að reyna að
gefa hann út heima í haust,“ segir Arndís. Hún hefur mótað persónulegan
músíkstíl á umræddri hljóðskífu – „í tónlistinni heyrist meðal annars litur
af Íslandi, maður heyrir íslensku hljómana, fimmundirnar, rytmann ...“
Keimur af Íslandi
FRAMLAG Íslendinga til Feneyja-
tvíæringsins í ár, sýning Steingríms
Eyfjörð, Lóan er komin, er í flokki
þess markverðasta sem fyrir augu
ber á tvíæringnum að mati veftíma-
rits Saatchi-gallerísins.
Steingrímur sæki innblástur að
verkum sínum í þjóðsögur, Íslend-
ingasögurnar, kvennablöð, trúar-
brögð, hjátrú og listfræði.
Af öðrum sýningum sem þykja
þær athyglisverðustu á tvíæringn-
um má nefna sýningu hinnar pólsku
Moniku Sosnowska, Bretans
Tracey Emin, Ástralans Callum
Morton og Bandaríkjamannsins
Felix Gonzales-Torres.
Á vefsíðu tvíæringsins segir að
66.290 manns hafi sótt hann frá
opnunardegi 10. júní. Það sé
aðsóknarmet, 17,93% fleiri gestir í
ár en í hitteðfyrra.
Framlag
Íslands með
því besta
Lóan Verk á sýningu Steingríms.
SÝNINGARHALD í galleríi versl-
unar Sævars Karls í Bankastræti
verður áfram óbreytt fram á næsta
ár, þrátt fyrir að
Sævar og eigin-
kona hans hafi
selt verslunina.
„Við erum bú-
in að bóka
nokkrar sýn-
ingar í gallerí-
inu. Kolbrá
Bragadóttir ætl-
ar t.d. að sýna á
Menningarnótt,
mjög spennandi innsetningu,“ sagði
í Sævar í gær.
„Það verður vonandi áfram, þeir
stefna að því að gera allt saman
betur en ég,“ svaraði Sævar þeirri
spurningu hvort nýir eigendur ætl-
uðu að halda áfram sýningarhaldi.
Tilkynnt var 15. júlí sl. að Vestur-
höfn ehf., í eigu Páls Kolbeinssonar
og tengdra aðila og Arev N1, einka-
fjármagnssjóður sérhæfður í smá-
sölu, hefðu keypt verslunina.
Áfram sýnt
hjá Sævari
Sævar Karl
JBK Ransu myndlist-
armanni var í vikunni
veittur 15.000 dollara
starfsstyrkur úr sjóði
The Pollock Krasner
foundation í Banda-
ríkjunum. Sjóðurinn
er nefndur eftir Jack-
son Pollock heitnum
og var stofnaður árið
1985 af myndlistar-
konunni Lee Krasner,
eiginkonu Pollocks.
Pollock er einn áhrifa-
mesti og þekktasti
myndlistarmaður
Bandaríkjanna fyrr og
síðar.
Á annað hundrað
listamenn víða að úr heiminum fá
úthlutaðan slíkan styrk, en skilyrðið
er að hafa starfað að myndlist um
nokkurt skeið. Ransu
segist hafa sótt um
styrkinn fyrir tveimur
árum, en fengið hann
fyrst nú. Hann hafi far-
ið utan og þá hafi
beiðni verið send til Ís-
lands um að hann sendi
frekari gögn. Hann
gerði það, sendi mikið
magn ýmissa gagna,
m.a. þrjú meðmæla-
bréf. „Ég þurfti meira
að segja að senda
skattaskýrsluna mína,“
segir Ransu hlæjandi.
Krafa hafi verið gerð
um að hann sýndi fram
á að hann myndi nýta
styrkinn til myndlistarstarfa.
Ransu hefur á seinustu árum
málað verk sem hann nefnir XGeo.
„Þau eru að hluta út frá slettumál-
verkum Jacksons Pollocks, blanda
saman geómetríu og aksjón-mál-
verkinu,“ segir Ransu. Hann segir
hljómsveitina Prodigy í raun hafa
verið kveikjuna að XGeo verkunum,
lagið Firestarter. „Mér fannst svo
magnað að þarna væru pönkarar að
gera dansmúsík […] eins og Sex Pi-
stols og Donna Summer í einni
hljómsveit.“
Hann hafi hrifist af því að jafn-
ólíkum hlutum, í raun andstæðum,
væri skellt saman. Í fyrstu verkum
sínum blandaði Ransu saman popp-
list og litaflæmi. „Táknin eru sam-
félagsleg og litaflæmið andlegt,“
segir Ransu. Upp úr því spratt
XGeo. Ransu sýnir þessa dagana
með Birgi Snæbirni Birgissyni í
gallerí Suðsuðvestri undir yfir-
skriftinni Hreinn hryllingur.
JBK Ransu hlaut styrk frá Pollock Krasner Foundation
Firestarter með Prodigy
innblásturinn að XGeo
Merktur XGeo-málar-
inn JBK Ransu.
RITHÖFUNDURINN Ólafur
Jóhann Ólafsson er einn 34 smá-
sagnahöfunda sem tilnefndir eru til
Frank O’Connor-smásagnaverð-
launanna írsku, fyrir bókina Aldin-
garðinn. Á morgun kemur í ljós
hvort hann verður einn fjögurra
sem að lokum bítast um verðlaunin,
komast á stutta listann svonefnda.
Dagblaðið Irish Times birtir
stutta listann og verða verðlaunin
svo veitt 23. september. Til mikils
er að vinna, 35.000 evrur í verð-
launafé, tæpar 2,9 milljónir króna,
að ónefndum heiðrinum. Eitt af
stórmennum bókmenntanna,
Haruki Murakami, hlaut verðlaunin
í fyrra.
„Á stuttum tíma hafa þessi verð-
laun áunnið sér nokkuð styrkan
sess. Sjónum er eingöngu beint að
smásagnasöfnum og það er mikið
gert í kringum þetta,“ sagði Ólafur
Jóhann í gær. Verðlaunaupphæðin
væri sú hæsta sem veitt væri fyrir
smásögur, að hans viti.
Önnur álíka mikilvæg verðlaun
væru hin bandarísku O. Henry
Prize, en safn smásagna verðlauna-
hafa er gefið árlega út vestanhafs.
Ólafur tekur undir það að mikill
heiður og kynning sé fólgin í því að
komast á lista tilnefndra, en Aldin-
garðurinn hefur fengið afbragðs-
dóma og góðar viðtökur í Banda-
ríkjunum. Ólafur segir útgefendur
sína í Bandaríkjunum hafa fagnað
tilnefningunni og auðvitað enn
frekar ef hann kemst á stutta
listann.
„Það er miklu betra að fá hól en
spark í rassinn,“ segir Ólafur. Hann
er fyrsti Íslendingurinn sem til-
nefndur er til verðlaunanna.
Tilnefndur til írskra
smásagnaverðlauna
Ólafur Jóhann tilnefndur til verðlauna
sem Haruki Murakami hlaut í fyrra
♦♦♦
FINNSKI listamaðurinn
Janne Laine opnar sýningu
sína Night Reflections í Jónas
Viðar Galleríi á Akureyri á
morgun kl. 15. Laine er vel
þekktur grafíklistamaður frá
Finnlandi, en hann hefur hald-
ið fjölda sýninga víða um heim.
Hann starfar sem svokallaður
master-prentari við hið þekkta
grafíkverkstæði Himmelblau í
Tampere. Laine hefur oft komið til Íslands og orð-
ið fyrir áhrifum af íslensku landslagi, auk þess að
hafa kennt við Myndlistaskólann á Akureyri. Á
sýningunni sýnir hann nýleg helíógrafík-verk, en
hún stendur til 12. ágúst.
Myndlist
Finnsk grafík undir
íslenskum áhrifum
Úr verki Laine.