Morgunblaðið - 20.07.2007, Side 16

Morgunblaðið - 20.07.2007, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is 13 MYNDLISTARMENN, íslensk- ir sem erlendir, opna á morgun sýn- ingu í miðbæ Reykjavíkur og í Kringlunni sem þeir nefna „Mið- baugur og Kringla: Leisure, admin- istration and control“. Þessi al- menningsrými telur hópurinn þau tvö stærstu og fjölförnustu í borg- inni. Listamennirnir komu til landsins í apríl til rannsóknar- og undirbún- ingsvinnu og eru nú aftur hingað komnir til að setja verkin upp og sýna. Þeir kynntust fyrir tveimur árum í Helsinki, tóku þar þátt í myndlistarverkefninu Hard Revolu- tion sem lauk með sýningu á lest- arstöðinni Potzdamer Platz í Berlín í fyrra. Hluti verkefnanna, bæði í Reykjavík og Berlín, var að færa myndlistina fjöldanum, víkka hlut- verk hennar í samfélaginu og koma henni út fyrir hin dæmigerðu sýn- ingarrými safna og gallería. Listamennirnir vinna beint með umhverfið sem verkin eru sýnd í og vilja brjóta upp hegðunarmynstur þess fjölda fólks sem á leið hjá, oft án þess að taka eftir breytingum á umhverfi sínu. Listamennirnir eru þau Anna Lind Sævarsdóttir, Berg- lind Jóna Hlynsdóttir, Bjarki Bragason, Conny Blom, Hans Ro- senström, Juha Laatikainen, Lasse Ernlund Lorentzen, Linda Nora Rogn, Pilvi Takala, Stine Marie Ja- cobsen og Søren Thilo Funde. Einn- ig koma að sýningunni tveir lista- menn sem hafa verið í samstarfi við sýnendur, Etienne de France og Margit Sade. Hlutir hverfa í gímaldið „Það er svo erfitt við almennings- rými að það er ekki hægt að setja upp verkin með miklum fyrirvara, því þá ganga þau úr sér eða fá birt- ingu sem á ekki endilega að vera fyrir opnunina,“ segir Bjarki. Verk- in séu margs konar, sum séu gagn- virk, önnur fara inn í myndmál stað- anna. „Þetta verður allt miklu skýrara á morgun, nákvæmlega hvernig verkin líta út en þau eru alla vega öll komin af teikniborðinu og tilbúin,“ segir Bjarki. Á fólk eftir að átta sig á því að þetta séu listaverk þegar það geng- ur fram hjá þeim? „Við erum búin að vera að skoða þessa tvo staði í tæpt ár. Það sem stingur mann fyrst, t.d. í Kringl- unni, er hvað hlutirnir hverfa fljótt inn í gímaldið. Þetta er svo stórt umhverfi. Ég held þetta eigi að fara á báða vegu, að sum verkin verði bjagaður hluti af raunveruleika fólksins en önnur stingi meira í stúf. Við erum t.d. með nokkur bíla- stæði í miðbænum sem hafa verið tekin undir skrúðgarða og fótbolta- völl sem hefur verið byggður upp á bílaplani á horni Kringlumýr- arbrautar og Miklubrautar, sem er lokaður af. Sumir hlutir fara því al- veg inn í þetta borgarlandslags- myndmál en eru þó óaðgengilegir, ganga gegn hlutverki staðarins, þó það sé alls ekki heildartilgangur sýningarinnar. Þetta eru vangavelt- ur um notkun á rýminu og hlutverk þess, hugtakið Kringlu og miðbæ.“ Miðbær, miðbaugur og kringla Af hverju er orðið „miðbaugur“ í titlinum? „Kringlan er þessi hnattkringla, heimskringla, áhugavert að það nafn sé á Kringlunni. Svo er það miðbærinn og miðbaugurinn, Kringlan, þetta flúttar svolítið sam- an. Tveir spíralar,“ segir Bjarki. Hvað verkefnið Hard Revolution og sýninguna á lestarstöðinni varðar segir Bjarki að listamennirnir hafi reynt að greina rýmið, sögu þess og notkun og brjóta það svo upp með sýningunni sjálfri. „Það er mjög skemmtilega að sjá hvernig fólk stoppar þegar maður setur svona hlut inn í almenningsrými. Það kem- ur fálmandi að leita að svörum við þessu órökrétta rými sem komið er upp. Sérstaklega í þessari lestarstöð í Berlín, hún er svo ný, fólk staldrar ekkert við, það er ekkert um að vera þar. Boðleiðirnar eru mjög skýrar í húsinu, fólk gengur frá einum enda í annan eins og þar sé merkt göngu- leið,“ segir Bjarki. Línur séu í gólf- inu og listamennirnir hafi seinna komist að því að arkítektarnir hönn- uðu þær með brunaútganga í huga. Aðrar boðleiðir Þurfa verk í svona almennings- rýmum ekki að vera sterkari en verk í galleríum og söfnum, þar sem meiri líkur eru á því að fólk strunsi fram hjá þeim? „Þú þarft að vissu leyti að nota annað tungumál og sleppa ýmsum hlutum sem skipta ekki beinlínis. Ef þú ert með sterkt konsept geturðu strípað það niður í nokkur orð eða eina mynd, getur tekið burt þessa fínlegu nálgun sem maður vill að fólk noti í listrýmunum.“ Ef verkin séu úti verði menn að reikna með skemmdarverkum, veðurfari og fleiru sem ekki þurfi að glíma við í innanhúss. Bjarki segir muninn á hefðbundnum útilistaverkum og sýningunni sem verður opnuð á morgun þá að útilistaverk séu meira minnisvarðar, ýmist um listina eða ákveðna menn. Í sýningunni sem hefst á morgun sé frekar reynt að vinna út frá umhverfinu og velta fyrir sér hlutverki rýmisins. Sýningin hefst í Kringlunni kl. 15 og síðan í Ráðhúsinu kl. 17.30 með tónleikum. Haldið verður í göngu- ferð um miðbæinn og sýningin skoð- uð. Í Gallerí Dvergi verður opnuð sýning Önnu Lindar Sævarsdóttur og Lindu Rogn sem er hluti af þessu verkefni. Sú sýning hefst kl. 18.30. Hegðunarmynstrið brotið upp Morgunblaðið/Sverrir Rými „Það er mjög skemmtilegt að sjá hvernig fólk stoppar þegar maður setur svona hlut inn í almenningsrými.“ » Það sem stingurmann fyrst, t.d. í Kringlunni, er hvað hlutirnir hverfa fljótt inn í gímaldið. KRISTJÁN Steingrímur notaði smásjá við gerð teikninga sinna og málverks sem hann sýnir nú í Jónas Viðar Gallery á Akureyri. Verk hans eru af sama toga og þau sem sýnd voru í Safni í Reykjavík fyrir ekki mjög löngu, en teikningarnar eru allar unnar á þessu ári og því nýjar. Hér hefur Kristján haldið áfram með þá fínlegu vinnu sem hann sýndi í Safni. Málverkið er frumlega unnið, fræsað með bor svo striginn sem kemur í ljós myndar teikn- inguna á yfirborðinu. Teikningarnar eru byggðar á ögnum jarðvegs og gróðurs sem listamaðurinn skoðar í smásjá og yfirfærir síðan á papp- írinn, en fyrirmyndin er óþekkj- anleg. Í teikningunum er það samspil af- ar fínlegra lína sem skapar hreyf- ingu á myndfletinum, það sem virð- ist allt að því tilviljunarkennt eða líkt og unnið með náttúruröflum eins og vindinum er í raun úthugsað svo niðurstaðan er lifandi teikning sem dregur áhorfandann að sér og býður upp á margs konar úrlestur, líkt og þegar myndir birtast í steinum eða við, og er þá myndefnið eins og kom- ið í hring og hefur öðlast eiginleika þeirrar náttúru sem notuð var til grundvallar, en á annan máta. Teikningar og málverk Steingríms eru heillandi einföld og flókin í senn, persónuleg blanda af naumhyggju og lágstemmdri náttúrulýrík. Landslag í smásjá MYNDLIST Jónas Viðar Gallery Til 19. júlí. Opið fös. og lau. kl. 13-18. Aðgangur ókeypis. Kristján Steingrímur Ragna Sigurðardóttir Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Margbrotið Teikningar og málverk Kristjáns eru einföld og flókin í senn. HINN stuðandi titill sýningar Birgis Snæbjörns og JBK Ransu „Hreinn hryllingur“ vísar samkvæmt frétta- tilkynningu á hvernig hugmyndir um hreinleikann hafi verið notaðar sem ástæða þjóðarmorða og einnig vegið þungt í fagurfræðilegum kenn- ingum um hreint form í listum. Birgir Snæbjörn er þekktur fyrir hin afar dauflituðu málverk sem oft á tíðum sýna hinn ljóshærða og blá- eygða kynstofn í svo upphöfnum hreinleika að myndefnið nánast hverfur. Verkin hafa oft verið tengd gagnrýni á þjóðernishyggju og úr- valskenningar tengdar henni. JBK Ransu hefur á undanförnum árum unnið með kenningar hins hreina forms í málverkinu og m.a. dregið fram hugmyndafræðilegan og sjónrænan möguleika þeirra til blekkinga. Samvinna þessara tveggja lista- manna undir titli hreins hryllings ýtti undir væntingar um að á sýning- unni færi fram umræða milli þessara tveggja tilbrigða við fasískan hrein- leika og jafnvel sett í samhengi við slíkar hugmyndir samtímans. Það veldur því vissum von- brigðum fyrir þá listunnendur sem þekkja listamennina að sýningin sjálf bætir ekki neinu við titilinn og þá umræðu sem áður hefur verið tengd við verk þeirra. Framlag JBK Ransu á sýningunni er afar einsleitt þar sem hakakross- inn er ítrekað stef og hið eina. Hinar skerandi línur þar sem neonlitir spila á móti andstæðum lit í hverri mynd af þessum illræmda krossi eru í fullkomri andstæðu við hinn litla- yfirmálaða hvíta postulínsfugl sem minnir á snjótittling, en reynist þó þröstur samkvæmt sýningarskrá. Þessar sjónrænu innbyrðis and- stæður sýna þó aðeins ólíka birting- armynd á sömu fagurfræðilegu hug- myndinni. Það virðist vera óþarflega mikil einföldun að tefla fram tákni sem er svo hlaðið ákveðinni sögulegri vísun um þjóðarmorð að það stendur sem fullkomin hræðileg undantekning. Ransu notar þó form hakakrossins með áhrifaríkum hætti í bakher- bergi sýningarrýmisins þar sem æp- andi litur er notaður á neikvæð form merkisins svo krossinn sjálfur verð- ur til í tómarúminu umhverfis þau. Verk Birgis Snæbjörns gefa möguleika á frjórri hugrenninga- tengslum. Er hinn „hreini“ kynþátt- ur að deyja út og hverfa í myndum hans? Hvað eiga hinar hvítmáluðu postulínsstyttur að standa fyrir. Yf- irmálun og hvítþvottur sem leiðir til tortímingar? Á síðustu áratugum höfum við orðið vör við tilhneigingu listarinnar til að vantreysta hinu eina og hinu hreina. Jafnvel svo mjög að hvers konar hugmyndir um jákvæðan hreinleika mannsins hafa átt undir högg að sækja. Þess vegna virðist ádeilan í sýningunni á fasískan hreinleika svoldið gömul lumma, sérstaklega þegar notast þarf við dæmi úr seinni heimsstyrjöldinni á sama tíma og það ætti að vera til nóg af dæmum í samtímanum, ekki síst í okkar eigin þjóðernishyggju og þeirri orðræðu sem hún byggist á. Umræðan um fagurfræðilegan hreinleika í listum nær sér heldur ekki á strik í sýningunni þar sem hugmyndir samtímans um sannleik- ann eru breyttar frá tímum ismanna í listum. Sýningin lagði upp með áhugavert þema og möguleika á áhugaverðri samræðu sem hún stendur ekki und- ir þrátt fyrir að verk hvors lista- manns fyrir sig sé í samræðu og samræmi við þeirra eigin myndlist- arferil. Hvítur tittlingur MYNDLIST Suðsuðvestur Hafnargötu 22, Reykjanesbæ Sýningin stendur til 5. ágúst. Breyttur tími í júlí, opið laugardaga og sunnudaga kl. 13-17.30 og eftir samkomulagi Birgir Snæbjörn Birgisson og JBK Ransu – Hreinn hryllingur Þóra Þórisdóttir Samræða tveggja listamanna Sýningin leggur upp með áhuga- vert þema og möguleika á áhuga- verðri samræðu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.