Morgunblaðið - 20.07.2007, Side 19
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
join@mbl.is
Draumahelgin mín snýst auðvitað umsól og blíðu. Ég myndi byrja daginná sundi, síðan tæki gönguferðin viðog svo myndi ég örugglega vilja vera
á hnjánum í garðinum með græna fingur ásamt
hinum fjölskyldumeðlimunum því nú erum við
að taka garðinn okkar í gegn með blómabeðum
og pöllum. Fiskur á grillið og rólegheit í faðmi
fjölskyldunnar um kvöldið yrði svo fínn endir á
góðum degi,“ segir Linda María Ásgeirsdóttir,
húsfreyja í Hrísey og formaður markaðsráðs
Hríseyjar. Um helgina ætla Hríseyingar og
gestir þeirra að vera í hátíðarskapi undir merkj-
um Fullveldishátíðarinnar, sem fyrst var haldin
fyrir tíu árum. Þrátt fyrir að Hrísey hafi sam-
einast Akureyri árið 2004 halda eyjarskeggjar í
þá hefð að halda fjölskylduhátíð fullveldisins
með pomp og prakt og fá allir, sem á hátíðina
koma, sérstakt vegabréf við komu til eyj-
arinnar.
Fjölbreytt fjölskylduhátíð
Að sögn Lindu Maríu verður dagskráin fjöl-
breytt með fjölskyldulegri stemningu og er að-
gangur ókeypis. Boðið verður m.a. upp á óvissu-
ferðir fyrir börn og fullorðna, söngvarakeppni
barna, skeljasúpu, skeljakappátt, sædýrasafn,
leiktæki, grill, dráttarvélaferðir, vitaferðir,
sjóstangakeppni, ratleik, flugmódelasýningu,
kvöldvöku, varðeld, brekkusöng og flugeldasýn-
ingu.
Fjölskylduhátíðin í Hrísey hefur vaxið að vin-
sældum á ári hverju. Fyrst voru það aðallega
brottfluttir Hríseyingar sem sóttu eyjarskeggja
heim en nú er ferðamannaflóran orðin mun fjöl-
breyttari. Íbúar eyjarinnar eru rúmlega 170 að
tölu.
Umhverfismálin í brennidepli
„Það er voða gott að búa í Hrísey,“ segir
Linda, sem starfar sem leiðbeinandi á leikskól-
anum Smábæ auk þess sem hún situr í um-
hverfisnefnd Akureyrarbæjar fyrir Samfylk-
inguna. „Ég hef mikinn áhuga á
umhverfismálum og ferðaþjónustu og á svona
litlum stöðum er svo auðvelt að fá fólk til að
vinna að góðum málefnum. Skólarnir okkar hér
í Hrísey eru t.d. þeir fyrstu á Norðurlandi sem
fengu grænfánann.“
Linda segist vera að skjóta rótum í Hrísey nú
í þriðja sinn, en hún hafi sex ára reynslu af bú-
setu í Reykjavík og níu ára búsetureynslu frá
Siglufirði. „Ég er algjör dreifbýlistútta. Eftir að
ég náði mér í mann og eignaðist börn, sem nú
eru 17, 15 og 4 ára, kom ekkert annað til greina
en að ala börnin upp úti á landi þar sem ég
þekkti það af eigin raun hversu gott það er. Og
eiginmaðurinn, sem er Garðbæingur í húð og
hár, malar af ánægju hér í eyjunni og vill hvergi
annars staðar búa. Hann sækir þó atvinnu sína
til Akureyrar, tekur bara ferjuna á morgnana
og kemur sömu leið til baka þegar kvölda tek-
ur.“
Alveg laus við veiðibakteríuna
Linda María segist hafa mikla ánægju af
ferðalögum innanlands, en hún hafi afgreitt út-
lönd að mestu áður en hún festi ráð sitt, að sögn.
„Við vorum með kanadíska gesti í sumar sem
við fórum með í dagsferðir á alla þessa staði sem
maður sýnir útlendingum. Og svo erum við að
byrja í sumarfríi um helgina og þá verður m.a.
farið í sumarbústað og austur á Hérað til að
leita að hreindýrum því eiginmanninn langar
svo mikið til að sjá hreindýr. Ég er hinsvegar al-
gjörlega laus við veiðibakteríuna og íþróttir
skipta mig heldur engu máli. Ég verð svo að
koma leiklistinni að. Það er voða gaman að
starfa með leikfélaginu, sem hefur nú verið end-
urreist hér í eyjunni,“ segir Linda að lokum.
„Ég er algjör dreifbýlistútta“
Varðeldurinn Ungir sem aldnir ætla að skemmta sér sam-
an á fjölskylduhátíð í Hrísey um helgina.
|föstudagur|20. 7. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Geimferðir fyrir almenning
gætu orðið að veruleika á
næstu árum – að minnsta kosti
fyrir þá efnameiri. » 21
ferðalög
Ís er sú fæða sem er hvað lík-
legust til að kalla fram sælusvip
á andlitinu og þá sérstaklega
hjá Ítölum. » 20
ís
Hollustan er í fyrirrúmi hjá
matgæðingnum Sigrúnu Þor-
steinsdóttur, sem lumar á úr-
vali uppskrifta. » 22
matur
Besta sundlaugin: Sundlaug-
in í Hrísey er hreint æðisleg.
Fallegasti staðurinn: Ekkert
jafnast á við Hrísey.
Uppáhaldsmaturinn: Nauta-
kjöt, fiskur og slátur.
Besti veitingastaðurinn: Ítalía
á Laugavegi hefur verið í uppá-
haldi undanfarin tuttugu ár.
Fallegasta gönguleiðin: Mjög
fagurt er að ganga yfir
Siglufjarðarskarðið.
Linda María mælir með…
Hríseyingurinn
„Það er afskaplega
gott að búa í Hrísey,“
segir Linda María
Ásgeirsdóttir.
Eyjan Í Hrísey búa nú rúmlega 170 íbúar.
Eftir að ég náði mér í mann og eign-
aðist börn, sem nú eru 17, 15 og 4
ára, kom ekkert annað til greina en
að ala börnin upp úti á landi.
www.hrisey.net
MARGIR þekkja það af eigin raun
hvað andvökunætur geta verið erf-
iðar en fæstir hefðu kannski rennt
grun í að vandamál af þessu tagi
plöguðu konur fremur en karla. Það
er ný rannsókn á vegum The Nat-
ional Sleep Foundation, sem fjallað
er um á vef breska blaðsins The Gu-
ardian, sem segir frá þessu.
Könnunin náði yfir tvö þúsund
konur og kemur þar fram að tveir
þriðju hlutar kvennanna hafi átt erf-
itt með svefn í það minnsta einn dag
í viku eða jafnvel fleiri. Í samanburð-
arhópi karla var þetta hlutfall tals-
vert lægra en aðeins helmingur
karla þjáðist af svefnleysi á sama
stigi.
Rannsakendurnir tengja svefn-
leysi kvennanna við hormónabreyt-
ingar, t.d. á breytingaskeiði, á með-
göngu eða við blæðingar en einnig
að konur í nútíma samfélagi séu
undir meira álagi en áður og því sé
stress meiri áhrifavaldur en áður.
Richard Gelula hjá bandarísku
svefnsamtökunum segir að þetta sé
alvarlegt mál. Konur í dag brenna
hratt út vegna hlutverka þeirra
heima við og í atvinnulífinu að sögn
Gelula og eykur það verulega á
stress sem aftur eykur líkurnar á
svefnleysi.
Draga úr heilsusamlegum
áhugamálum
Könnunin sýndi að svefnleysi hef-
ur víðtæk áhrif á konur og einnig að
80% kvennanna sætta sig við
ástandið og reyna þær heldur að
vega á móti þreytu með því að neyta
t.d. kaffidrykkja.
Í stað þess að taka frí frá vinnu
draga konurnar heldur úr heilsu-
samlegum áhugamálum sínum, svo
sem hreyfingu, hollum mat og kyn-
lífi. Þannig kemst fljótlega á víta-
hringur svefnleysis.
Í greininni í The Guardian er
minnst á að fyrrum forsætisráð-
herra Margaret Thatcher hafi kom-
ist af með aðeins fjögurra tíma svefn
og samt getað sinnt starfi sínu sem
forsætisráðherra. Reyndar er einnig
minnst á að Thatcher, sem er ekki
kölluð járnfrúin að ástæðulausu, hafi
sagt að „svefn væri fyrir aumingja“.
Þegar vinnan kallar viðurkennir
helmingur kvenna að aukinn tími í
vinnu komi niður á svefni og hreyf-
ingu. Niðurstaðan er oft að konur
greinast ekki með svefntruflanir þar
sem einkenni þeirra eru öðruvísi en
karla og enda því í ástandi sem
mætti segja að væri mitt á milli
svefns og vöku.
Konur þjást frekar af
svefnleysi en karlar
Morgunblaðið/Sverrir
Svefnleysi Streita er einn af áhrifavöldum svefnleysis. Margir leita á
náðir svefnlyfja til þess að geta hvílst er andvökunætur reynast um megn.