Morgunblaðið - 20.07.2007, Page 21
daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2007 21
ÞEIR eru orðnir fáir staðirnir þar sem einhver
ævintýramaðurinn eða -konan hefur ekki orðið
stigið niður fæti. Ferðalangar hafa nú jafnvel
komið lengst inn í regnskóga Amazon sem og
niður í dýpstu hafdjúp. Geimurinn fer að verða
eina svæðið sem aðeins fáeinir útvaldir eiga
þess kost að heimsækja. Að sögn breska dag-
blaðsins Times hafa aðeins 450 manns til þessa
komist út fyrir lofthjúp jarðar til þessa, en
geimferðir fyrir almenning, eða a.m.k. fyrir þá
efnameiri, gætu þó orðið að veruleika á næstu
árum – og raunar er nú þegar hægt að finna
nokkrar geimlíkingar.
Geimurinn … rétt svo
Fyrstu áætlanaferðirnar út í geim eiga að
hefjast snemma árs 2009. Það er ævintýra-
maðurinn Richard Branson, eigandi Virgin, sem
stendur að baki þeim ferðum með fyrirtæki sínu
Virgin Galactic. Langi þig út í geim og séu pen-
ingar engin fyrirstaða gætirðu spókað þig um í
félagsskap fyrrum Dallas-leikkonunnar Victo-
riu Principal og hönnuðarins Philippe Starck í
fyrstu ferð Virgin Galactic. Farið er rétt út fyrir
lofthjúp jarðar áður en snúið er við.
www.virgingalactic
Þyngdarleysi
Reynist geimferðin pyngjunni ofviða má upp-
lifa þyngdarleysi geimsins í sérhannaðri flugvél.
Það er fyrirtækið Go Zero G sem stendur fyrir
reglulegum þyngdarleysisflugferðum frá Las
Vegas og Kennedy Space Center í Flórída.
Dagskráin tekur um þrjá til fjóra tíma.
www.gozerog.com
Þyngdaraflið
Og rétt eins og þyngdarleysi skapast í geimn-
um þá kennir mikils þyngdarafls við lofttak og
lendingu á miklum hraða. Það þarf þó ekki að
fara út í geim til að upplifa þá tilfinningu. Ferð í
Atlas Aerospace, sem reist var í Rússlandi 1999,
og notuð er til að þjálfa geimfara – sem og þá
sem eru nógu efnaðir til að borga fyrir 18 mín-
útna dagskrá með Atlas, sem er ek. skilvinda
sem byggist á miðflóttakrafti, og endurskapar
ofurþyngdaraflið sem tilheyrir flugtaki og lend-
ingu, og þyngdarleysi geimsins.
www.atlasaerospace.net
Geimbúðir fyrir krakkana
Aðdáendur Bósa ljósárs geta þá skráð sig í
sérstakar geimbúðir í Huntsville í Alabama í
Bandaríkjunum, þar sem Geim- og geimferða-
miðstöð Bandaríkjanna er. Krakkar á aldrinum
9-11 ára geta þar tekið þátt í þriggja til sex daga
dagskrá þar sem þau fá að kynnast lífi geimfara
og mataræði.
Út í geim … eða næstum því
Reuters
Geimganga Ætli geimganga komi til með að
standa ferðamönnum til boða innan tíðar?
Sigrún Haraldsdóttir ræktaðivísur í garðinum:
Það var eitt sinn maður er ræktaði rós
því roði og mýkt hennar seiddi.
Hann þyrsti í ilm hennar, þokka og ljós
– en þyrnana burt hann sneiddi.
Hann lét hana niður í lokaðan reit
en leið hvorki mistök né bjögun
og blöð hennar óðara burtu þá sleit
ef báru ekki fullkomna lögun.
Já, rósin er virtist svo sniðug og snjöll
og snarlega heillaði alla,
svo berlega sá hann að blöð hennar öll
þau báru einhvern leiðinda galla.
En stásslega jurtin er stóðst ekki dóm
varð stressuð og rugluð og hrakin
og hætti að lokum að bera sín blóm
og bognaði vesöl og nakin.
Í skrælnuðu plöntuna skröggurinn þreif
því skrautið var horfið og prjálið
og jurtina fölu með rótun upp reif
og ræflinum fleygði á bálið.
Ármanni Þorgrímssyni kom í
hug vísa eftir Jón Guðmundson í
Garði í Þistilfirði, sem er úr
mansöng að Bræðrarímu og Tinds.
Ást er ljós sem lífið veitir
ljúfum rósum himni frá
Allir frjósa andans reitir
ef að drós ei vermir þá.
Bryndís H. Bjartmarsdóttir orti:
Hver ræktar sinn garð svo vel sem hann
veit
þó verður oss mörgum á
með offari og hroka að ryðja úr þeim
reit
þeirri rós er vér helst viljum sjá.
pebl@mbl.is
VÍSNAHORNIÐ
Rósir og
þyrnar
mbl.is
smáauglýsingar
Nóatúni 4 • Sími 520 3000
www.sminor.is
Snör í snúningum
Ný þvottavél frá Siemens,
sem lætur blettina hverfa.
Þetta er vél sem hefur algera sérstöðu.
Fjórtán blettakerfi fyrir ólíka bletti, t.d.
vínbletti, blóðbletti og grasgrænku.
Tromlan er óvenjustór, tekur 65 l og hægt er
að þvo í henni allt að 8 kg. Innra byrði
tromlunnar er með droplaga mynstri sem
fer sérlega vel með þvottinn. Vélin er mjög
snör í snúningum: 15 mín. hraðkerfi og 60
mín. kraftþvottakerfi fyrir meðalóhreinan
þvott. Snertihnappar. Stór og öflugur skjár.
Vélin hefur mjög góða hljóðeinangrun og er
í orkuflokki A+.
Bjóðum einnig upp á
margar aðrar nýjar vélar.
Þetta er vélin handa þér!
A
T
A
R
N
A
–
K
M
I
/
F
ÍT
Kynningarverð:
8 kg þvottavélar með blettakerfum:
1600 snúninga: 118.800 kr. stgr.
1400 snúninga: 108.800 kr. stgr.
8 kg þvottavélar án blettakerfa:
1600 snúninga: 98.800 kr. stgr.
1400 snúninga: 88.800 kr. stgr.
7 kg þvottavélar:
1400 snúninga: 83.515 kr. stgr.
1200 snúninga: 74.213 kr. stgr.