Morgunblaðið - 20.07.2007, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2007 25
Vanda-
að er erf-
s starf,
tingar.
mann-
nu þar
ar sem
nið á
ýlis-
ægari til-
n og
mundi
talanum,
mínu
i og
ndrar er
ar eru
eggja yf-
n sem
nntur eft-
vegna
a stöðv-
num
r svo
mikilvægt á Akureyri er að við
samsömum okkur við samfélagið.
Við þekkjum fólkið, hugsanagang
þess og atvinnuhætti. Þetta flýtir
fyrir þegar maður hittir mann-
eskju í fyrsta skipti. Við Brynj-
ólfur erum báðir þeirrar gerðar
að telja að félagslegur bak-
grunnur og uppvöxtur skipti máli.
Það er gagnlegt að skilja rætur
fólksins. Við náum að fylgja fólki
eftir í langan tíma, og það eru
mun fleiri kostir við slíka nálgun.
Það sem hefur verið hindrun í
t.d. Reykjavík, en ekki á Ak-
ureyri, er að hverfaskipting
heilsugæslu og félagsþjónustu
fellur ekki saman. Hér vinnum
við með stofnunum sem hafa ná-
kvæmlega sama íbúaupp-
tökusvæði. Með samvinnu við aðr-
ar hjálparstofnanir komum við í
veg fyrir tvíverknað. Við höfum
samráð okkar á milli án þess að
brjóta trúnað á fólki og höfum
haft það á þeim rúmu 20 árum
sem geðdeildin hefur starfað.
Þetta er til hagsbóta fyrir fólkið
sem við vinnum með.“
Eftispurn eftir þjónustu þre-
faldast en íbúafjöldi svipaður
Sigmundur tekur fram að land-
fræðilegar ástæður liggi að
nokkrum hluta að baki því að
geðdeildin á Akureyri hafi sér-
stöðu: „Það liggur í hlutarins eðli
þegar maður er með geðlækn-
ingar sem sérgrein, úti á landi og
langt frá Reykjavík, að þá skap-
ast eftirspurn eftir þjónustu sem
þarfnast ekki innlagnar við. Meira
en 80 prósent verkefnanna má
leysa án innlagnar. Út frá eft-
irspurninni myndaðist formleg
göngudeild eins og á að vera á
geðheilbrigðisstöð.
Fljótlega varð eftirspurnin svo
mikil að við urðum fyrst og
fremst að taka inn eftir tilvís-
unum frá heilsugæslulæknum,
sjúkrahúslæknum, bráðaþjónust-
unni á spítalanum, jafnvel prest-
um, námsráðgjöfum og fé-
lagsþjónustunni, þótt það sé
fátíðara. Við fáum til okkar býsna
margt fólk, um 700 einstaklinga á
ári. Yfirleitt metum við viðkom-
andi og látum heilsugæslulækni fá
okkar mat og hann getur þá hald-
ið áfram með meðferðina, en aðrir
fara í meðferð hjá okkur.
Eftirspurnin vex ár frá ári. Við
héldum að fólk myndi vera tregt
til að leita eftir þjónustu okkar,
en yngra fólkið gerir lítinn grein-
armun á því hvort það sé að koma
hingað eða hitta lyflækni. Þrátt
fyrir að lítil mannfjölgun hafi ver-
ið á Akureyri hefur eftirspurn
eftir leguplássum og göngudeild-
armeðferð allavega þrefaldast á
liðnum árum. Líklega vegna þess
að við höfum sannað gildi okkar.
Við höfum unnið traust.“
Sigmundur nefnir í þessu sam-
hengi nokkrar ástæður: Nú hugsi
fólk fyrr um að fá geðhjálp, vegna
minni fordóma og/eða umtals frá
ánægðum skjólstæðingum deild-
arinnar.
Einnig hafi eftirspurnin dafnað
eftir því sem þjónustuframboðið
eykst og verður fjölbreyttara með
tilkomu nýrra starfsstétta eins og
iðjuþjálfa, félagsráðgjafa og geð-
hjúkrunarfræðinga. Sigmundur
hefur þó á orði að hjúkrunarfræð-
ingum mætti fjölga enn frekar.
„Samráðsþröskuldurinn, bæði
milli okkar og heilsugæslunnar,
og milli okkar og annarra á spít-
alanum, er lágur. Þetta ber að
sama brunni: Sama fólkið á af-
mörkuðu svæði hjálpast að. Allir
þekkjast og bera saman bækur
sínar. Þetta er öðruvísi í stærri
sveitarfélögum eins og Reykjavík,
en þeim væri hægt að skipta nið-
ur á þennan hátt.“
ynjólfsson
g ég vil
að eigi að
segir
ekkja
“
yri
ngar.
ru
gu-
dag-
pít-
agsleg
koma
gslum
Ak-
gt upp.
in
n spít-
u-
FRÉTTASKÝRING
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Tyrkir rífast að sjálfsögðuum hefðbundin deiluefniá borð við efnahagsmáleins og aðrar þjóðir en í
þeim efnum hafa þeir ástæðu til að
fagna í miðjum kosningaslagnum.
Hagvöxtur hefur síðustu árin verið
meiri en í flestum ríkjum heims og
hagfræðingar Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins líta á Tyrki sem fyrirmynd-
arnemendur. Og gerðar hafa verið
miklar umbætur á sumum sviðum
mannréttinda þótt enn skorti þar
mikið á.
En Tyrkir eru enn miklu fátækari
en þær Evrópuþjóðir sem verst eru
staddar, þjóðfélagið vanþróað og
geysilegur munur á kjörum í millj-
ónaborgum eins og Ankara og Ist-
anbúl og afskekktum sveitum í aust-
urhlutanum. Mikið atvinnuleysi er
enn í landinu, konur eru ósáttar við
sinn hlut í stjórnmálum og spyrja
hvort þær verði að láta sér vaxa yf-
irskegg til að verða gjaldgengar.
Öðru hverju berast fréttir af hryðju-
verkum og blóðugum átökum við
kúrdíska uppreisnarmenn.
Þótt sumt gangi Tyrkjum í hag-
inn þessi árin kraumar undir niðri í
samfélaginu, deilur harðna stöðugt
milli sanntrúaðra múslíma og ver-
aldlega sinnaðra Tyrkja. Og sam-
skiptin við Evrópusambandið og
Bandaríkin eru flóknari og við-
kvæmari en nokkru sinni.
Árás á Norður-Írak?
Í aðdraganda kosninganna á
sunnudag hefur einna mest farið
fyrir fyrir heitum umræðum um
árásir kúrdískra skæruliða frá
Tyrklandi sem hafa bækistöðvar í
norðanverðu Írak. Her Tyrklands,
sem enn á til að hóta því að grípa
fram fyrir hendurnar á kjörnum
stjórnmálaleiðtogum, hefur varað
ráðamenn í Ankara við og sagt að
stöðva verði skæruliðana. Orðrómur
er um mikinn liðsafnað hersins við
landamærin að Írak.
Eldfimt ástand í þessum heims-
hluta gæti á skömmum tíma breyst í
bál sem enginn sæi fyrir endann á ef
Tyrkir gripu til örþrifaráða og
gerðu innrás í norðanvert Írak. Þar
búa aðallega Kúrdar sem stefna
margir að sjálfstæði frá Írak. Tyrkir
segja þá og Bandaríkjamenn láta
hjá líða að stöðva árásir tyrknesku
Kúrdanna yfir landamærin og óttast
einnig að fái írösku Kúrdarnir sjálf-
stæði muni það ýta undir sjálfstæð-
isdrauma tyrkneskra Kúrda.
Líklega er það fátt sem sýnir bet-
ur vandann sem Tyrkland á við að
stríða þegar reynt er að laga sam-
félagið að hefðum mannréttinda í
Evrópusambandinu en sú kúgun
sem Kúrdar búa við. Þegar Nicolas
Sarkozy Frakklandsforseti segir
umbúðalaust að Tyrkland sé ekki í
Evrópu eru það mál af þessu tagi og
stöðug afskipti tyrkneska hersins af
stjórnmálum sem hann hefur í huga.
Tyrkir sem hafa barist fyrir um-
bótum í von um að fá inngöngu í
ESB eru beiskir yfir því sem þeim
finnst vera svik Evrópuþjóðanna.
„ESB gaf Tyrkjum árum saman fyr-
irheit. Gaf þeim von. Allir samning-
arnir sem gerðir voru vísuðu fram á
veginn til fullrar aðildar. En þá
breyttust aðstæður. Nú dregur
ESB lappirnar,“ segir stjórnmála-
skýrandinn Mehmet Ali Birand á
vefsíðu blaðsins Turkish Daily
News. Fyrr á þessu ári ákvað Er-
dogan að svara seinlæti Evrópu-
sambandsins með því að frysta í bili
frekari samningaviðræður við sam-
bandið. Þannig reyndi hann að
þagga niður í harðsnúnum þjóðern-
issinnum sem höfðu sakað hann um
að knékrjúpa fyrir hrokafullum
Evrópuleiðtogum. Uppgangur þjóð-
ernissinna í kosningabaráttunni
sýnir að hann ofmat ekki hættuna
frá þeim, særð þjóðernistáin hefur
gagnast þeim vel.
Fáir hefðu spáð því fyrir ári að
Evrópumálin yrðu lítið rædd í
næstu kosningum í Tyrklandi en
það hefur samt gerst. Þótt stjórn-
arsinnar og öflugasti flokkur stjórn-
arandstæðinga séu sammála um að
Tyrkland eigi að stefna að aðild að
Evrópusambandinu hafa þeir ekki
hampað þessu gamla metnaðarmáli.
ESB nýtur ekki lengur vinsælda
meðal almennings vegna neikvæðr-
ar afstöðu Frakka og Þjóðverja
gagnvart aðild Tyrkja. Deilurnar
milli gríska og tyrkneska minnihlut-
ans á Kýpur eru enn óleystar, að
hluta til vegna stuðnings Tyrkja við
þjóðbræður sína í tyrkneska hlutan-
um. Tyrkir neita sem fyrr að við-
urkenna stjórn Kýpur-Grikkja.
Hvernig á að leysa flækjurnar sem
koma upp ef Tyrkland fær aðild að
ESB en viðurkennir ekki eitt aðild-
arríkið?
Bandaríkjamenn hafa áratugum
lagt áherslu á náið samstarf við
Tyrkland sem gegndi lykilhlutverki
í kalda stríðinu. Stjórn George W.
Bush forseta varð því fyrir þungu
áfalli í aðdraganda innrásarinnar í
Írak 2003 þegar Tyrkir neituðu að
leyfa bandarískum hermönnum að
fara um tyrkneskt landsvæði inn í
Norður-Írak. Ef Tyrkir réðust inn í
Írak yrði áratuga samvinnu við
Bandaríkjamenn stefnt í voða og
Tyrkir gætu orðið að heyja samtím-
is kalt stríð við stórveldið í vestri og
Evrópusambandið.
Slæður og léttklæddar konur
En sérfræðingar um tyrknesk
stjórnmál segja að mestu skipti í
kosningunum baráttan um sjálft eðli
og inntak hins 83 ára gamla lýðveld-
is, slagurinn milli þeirra sem vilja
halda fast í arf stofnanda lýðveld-
isins, Mustafa Kemals og hinna sem
vilja auka veg trúar og fornra hefða.
Kemal skar að mestu á tengsl milli
ríkisvalds og trúar og gerbreytti
samfélaginu, tók upp latínuletur og
vestrænt tímatal, konur fengu kosn-
ingarétt. En léttklæddar konur í
Izmir og annars staðar í vestan-
verðu landinu sjá nú æ fleiri konur
með rætur á hásléttum Anatólíu
hylja hár sitt með hefðbundnum
slæðum. Slæðuburður er bannaður í
opinberum byggingum þar sem
hann er talinn stríða gegn aðskilnaði
ríkis og trúar. En vestrænt sinnað
fólk sér að eiginkonur bæði for-
sætisráðherrans og utanríkis-
ráðherrans bera slæður og óttast að
um sé að ræða teikn um afturhvarf
til gamalla lífshátta.
Það er kaldhæðnislegt að verald-
lega þenkjandi þjóðernissinnar
skuli vera hörðustu andstæðingar
ESB-aðildarinnar en stjórn
sanntrúaðra múslímar beita sér
ákaft fyrir aðildarviðræðum. Trúuð-
um múslímum hefur aukist ásmegin
síðustu árin og flokkur þeirra, AKP,
er við stjórnvölinn. Honum er nú
spáð verulegri fylgisaukningu. Re-
cep Tayyip Erdogan forsætisráð-
herra nýtur álits fyrir dugnað og
heiðarleika og honum tókst að draga
úr ótta margra við að AKP væri úlf-
ur í sauðargæru, þ. e. samtök ísl-
amskra harðlínumanna sem reyndu
að breiða yfir raunverulega stefnu
sína með hjali um lýðræði og áhuga
á aðild að ESB. En eins og tímaritið
The Economist hefur bent á eru fá
merki um að AKP sé annað en lýð-
ræðislegur flokkur hófsamra en trú-
aðra múslíma.
Þegar kosið var síðast til þings
2002 hreppti AKP aðeins um 34%
atkvæða, kosningareglurnar
tryggðu honum hins vegar nær tvo
þriðju þingsætanna 550. Svo gæti
farið að Erdogan ynni orrustuna en
tapaði stríðinu. AKP gæti bætt
verulega við sig í atkvæðum á
sunnudag en misst samt þingmeiri-
hlutann ef tveir eða fleiri stjórnar-
andstöðuflokkar fá nægilegt fylgi til
að komast á þing.
Úlfar í sauðargæru?
01#
#2
!
&
#
&
34
5 #
4
!
5
5 56
7 4
&
5 #
&
&5
#
5
&
5 #
5 #
5&
&
28
! 6
012)&+212)34 564&*32-1
AJ++8K!.7+.6"!
.
6.'+#
!K"(%!&
'++$0()"! 8K!!C6$I
6!J6"!".56+
$K%"C+ C6$&
A
!+ +
06
+C
!
9!$ ".
0
C+.'!!% !C6!$&
*J!6$0%!J6&
A++' .%"!740
%!6$%0 + 6
%$! 6EE&
-(%6!+9!'
'!!
48K6
!$9008"I++6
$
!!76C51!'
+6,
!87'L! C'".
'J!"+6".4!&
0 11 $
9! :
+-
M !J!76$
!!I
+
6 03=N
;& <
= 1#
:
)>
M*
6 0B-=N
;&
&
= ?&
:
+>
M*
6 0-=ON
8K!7%+ ''!,8K6%!.
8K!.7+%+ ''"!4!%67
%9+07+ C"+6%7
%"++!L'8(!740
@AB0
CD
.**.
++*
40J
P/+J5 04!K"!%+ ''"!M3=N
9!'!
!"%+
!.L+C.!
+ 6
!
!+ +
0+@6!J6!C'
.++6+ 6 +4
6@!C'8K!
8
"!@86'!%C".,K%
!+6&
-)-
*@6
+ %+ ''"!
MB-=N/EF
Q$76!
>
A
!+ +
06"!I
4!"!
9 "!+
6 0
8K!! (6"&
R!C'!76$
!!
9!'+ IGG5G<&
" 6$7'K+7. !C'8"".
!
.K%++1!'
%"
!C'88K!!&
9B0G
0'HA(7BB9I0DA
!
Reuters
Fortölur Zeynep Dagi (t.v.), einn af frambjóðendum stjórnarflokksins AKP, ræðir við konu í höfuðborginni Ank-
ara. Hlutfall kvenna á tyrkneska þinginu er með því lægsta sem þekkist í lýðræðisríkjum og fátt bendir til að
breyting verði þar á í þingkosningunum á sunnudag. Mustafa Kemal tryggði konum kosningarétt árið 1943. Eig-
inkona hans í tveggja ára, stormasömu hjónabandi, Latifa Ussaki, barðist af einurð fyrir rétti kynsystra sinna.
Tyrkir ganga að kjör-
borðinu á sunnudag og
kjósa nýtt þing. Eitt
helsta efni kosninga-
baráttunnar eru átökin
milli veraldlega sinn-
aðra Tyrkja, sem vilja
halda fast í aðskilnað
ríkis og íslams, og trú-
aðra múslíma.
Í HNOTSKURN
»Skilyrði þess að tyrkneskurflokkur fái þingsæti er að
hann fái minnst 10% fylgi, síðast
voru það aðeins AKP og Lýð-
veldisflokkurinn, CHP, sem náðu
því takmarki og skiptu því á milli
sín þingsætunum.
»Aðstæður voru flokki Erdog-ans hagstæðar þegar hann
sigraði 2002, margir kjósendur
voru búnir að fá sig fullsadda af
spillingu og hagsmunapoti hinna
stóru flokkanna.
»Könnun sem gerð var í vik-unni gefur til kynna að AKP
bæti verulega við sig en þriðji
flokkurinn, Þjóðernisfylkingin
(MHP), muni fá 14,1%. Liðsmenn
MHP eru harðir andstæðingar
aðildar að ESB.
»Allmargir Kúrdar bjóða signú fram sem óháðir þing-
menn og líklegt að sumir þeirra
nái kjöri. Ætlun þeirra er að
snúa bökum saman í þingflokki
að loknum kosningum og reyna
að bæta hag þjóðarbrotsins.
»Talið er að af 73 milljónumíbúa í Tyrklandi séu 12–14
milljónir Kúrdar. Þeim er í
reynd bannað að nota eigið
tungumál. Tyrkir segja þessar
hömlur nauðsynlegar til að
hindra að ríkið klofni.