Morgunblaðið - 20.07.2007, Page 29

Morgunblaðið - 20.07.2007, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2007 29 ✝ Haukur Svan-berg Guð- mundsson fæddist í Reykjavík 4. júlí 1920. Hann lést á hjartadeild Land- spítalans við Hring- braut 12. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Ingibjörg Gísladóttir frá Syðri-Búnavöllum á Skeiðum, f. 4.11. 1882, d. 25.6. 1965, og Guðmundur Magnússon frá Ána- naustum í Reykjavík, f. 15.11. 1883, d. 29.1. 1932. Systkini Hauks eru Magnús, f. 17.7. 1910, d. 8.10. 1991, Gísli Óskar, f. 9.10. 1911, d. 9.9. 1977, Vilhjálmur Kol- beinn, f. 13.5. 1913, d. 27. 1. 1998, Björn, f. 17.6. 1914, d. 24.7. 1972, Margrét, f. 27.12. 1915, Guðbjörg, f. 18.3. 1919, d. 20.8. 1945, Gísli, f. 12.7. 1917, d. 8.8. 1998, Guð- Guðmundur Vignir, f. 8.3. 1957 kvæntist Kristínu Höllu Daníels- dóttur, f. 17.10. 1957, þau skildu. Synir þeirra eru Haukur Svan- berg, f. 17.3. 1976, Kristinn Dan, f. 23.6. 1981. Sambýliskona er Lilja Guðmundsdóttir, f. 5.2. 1951, börn hennar eru Jessica Tóm- asdóttir, f. 18.5. 1971, og John Tómasson, f. 12.12. 1974. 4) Sig- urdís Jóhanna, f. 5.7. 1958. Haukur ólst upp frá sex ára aldri á Nesi í Selvogi hjá hjón- unum Guðmundi Jónssyni og Ingi- björgu Jónsdóttur. Haukur flutt- ist til Reykjavíkur á átjánda ári og vann þar ýmis störf, m.a. við Ofnasmiðjuna og á Sendibílastöð- inni hf., síðan rak hann sitt eigið hreingerningafyrirtæki, Þrif hf. Hann bjó lengstan hluta ævi sinn- ar í Sigluvogi 8 og síðustu átta ár- in á Skúlagötu 20. Útför Hauks verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. mundur, f. 10.5. 1922, og Baldur Júl- íus, f. 9.7. 1924. Haukur kvæntist 29.3. 1945 Jóhönnu Halfdánardóttur frá Neðri-Fitjum í Víði- dal, f. 23.1. 1921. Foreldrar hennar voru Elín Jónsdóttir frá Strönd í Land- eyjum, f. 11.10. 1888, d. 29. 5. 1982, og Hálfdán Árnason frá Stóra-Hvarfi í Víði- dal, f. 15.3. 1897, d. 20.12. 1959. Börn Hauks og Jó- hönnu eru: 1) Ingvar, f. 1.9. 1945, kvæntur Sigríði Axelsdóttur, f. 29.10. 1946, börn þeirra eru Jó- hanna, f. 19.8. 1967 og Axel, f. 4.12. 1971. 2) Elín, f. 5.8. 1955 gift Svavari Helgasyni, f. 12.8. 1951, börn þeirra eru Helgi Guðlaugur, f. 6.10. 1979, Dóróthea, f. 30.10. 1981, og Kamilla, f. 30.10. 1981. 3) Elsku pabbi. Þá ertu búinn að fá hvíldina sem þú varst farinn að þrá síðustu dagana fyrir andlát þitt. Þú varst okkur svo góður faðir. Alltaf tilbúinn að gera allt fyrir okk- ur sem við báðum þig um að gera. Þú varst svo þakklátur fyrir allt sem fyrir þig var gert, og þér þótti svo vænt um allt sem þú áttir og alla í kringum þig og hlúðir vel að öllu. Þú sast aldrei auðum höndum, ef þú varst ekki að vinna, þá varst þú að gera við bílana þína eða mála húsið, slá blettinn eða að ryksuga gólfin. Þegar þú byggðir Sigluvoginn þá járnabastu, múraðir, lagðir rafmagn- ið, málaðir, dúklagðir og flísalagðir. Þú varst þúsundþjalasmiður í hnot- skurn. Þér þótti gaman að ferðast og okkur er sérstaklega minnisstæð Kanaríeyjaferðin sem þið mamma fóruð með okkur í fyrir einu og hálfu ári síðan, sú ferð veitti þér mikla ánægju. Elsku pabbi, við eigum eftir að sakna þín mikið. Við vonum að guð geymi þig vel. Elín og Sigurdís. Elskulegur tengdafaðir minn hef- ur kvatt. Það var fyrir þrjátíu og tveimur árum sem ég kynntist Hauki tengda- föður mínum. Haukur var alveg sér- stakur maður, greiðvikinn, heiðar- legur og ljúfur. Haukur var alltaf tilbúinn að hjálpa til við hvað sem var, það var sama hvað hann tók sér fyrir hendur, hann leysti það auðveldlega og hafði gaman af því. Það var fróðlegt að heyra hann segja frá lífshlaupi sínu. Æskan hans var ekki auðveld, hann var sendur í sveit sex ára til ókunnugs fólks og sá ekki mömmu sína í mörg ár, já, lífsbaráttan var ströng. Dugnaður og ósérhlífni hafa alltaf fylgt Hauki, hann var af þeirri dugnaðarkynslóð sem nú er að hverfa, því miður. Ég er þakklátur fyrir allar sögurnar sem Haukur sagði mér, þær voru margar og skemmtilegar. Ég var svo heppinn að fá að kynnast Hauki og öllum hans góðu hliðum. Elsku Haukur, þín verður sárt saknað og nú veit ég að þú ert kom- inn á góðan stað þar sem þú getur kannað nýjar og óþekktar slóðir. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Hafðu þökk fyrir allt. Svavar Helgason. Elsku besti afi. Þegar hugsað er til þín er ekki annað hægt en að brosa, því hugur manns fyllist af mörgum góðum minningum. Þú hefur alltaf verið þekktur fyrir mikinn dugnað og þér féll aldrei verk úr hendi. Þér fannst alltaf gaman að segja sögur af lífi þínu enda varstu léttlyndur, mikill kjáni með yndislegan hlátur. Það var alltaf ævintýri að heim- sækja afa og ömmu í Sigluvoginum þegar við vorum litlir krakkar. Margar góðar stundir voru þegar spilastokkurinn var tekinn upp og það var spilað tímunum saman, manni, rússi og ólsen ólsen sem elsku afi kenndi okkur af mikilli þolimæði. Tilhlökkunin var alltaf mikil þegar komið var að sunnudagskaffi hjá ömmu og afa. Þar var tekið á móti manni með mikilli ást og umhyggju. Boðið var upp á alls kyns kræsingar sem amma hafði bakað, eins og henn- ar frægu súkkulaðivöfflur með sírópi og rjóma sem ilmaði um allt húsið. Við höfum alltaf átt yndislegar stundir saman um jólin og hátíðarn- ar. Þakka þér fyrir að skynja hvað fólst í barnslegum gjöfum okkar, væntumþykja okkar í þinn garð og fyrir að geyma þær sem gersemar. Jólin munu aldrei vera eins án þín. Elsku afi, við munum aldrei gleyma kveðjustundinni á spítalan- um á afmælisdeginum þínum, þegar þú hélst í höndina á okkur og brostir svo blítt. Afi, við viljum þakka þér fyrir samfylgdina, hún var ekkert nema góð. Það verður skrítið að hafa þig ekki með okkur áfram. Við erum þó viss um að þú vakir yfir okkur og passar upp á okkur eins og þú hefur ávallt gert. Við munum varðveita allar góðu minningarnar sem við eigum um þig um aldur og ævi. Þú hefur verið samofinn tilveru okkar frá því við munum eftir okkur. Kímið augnaráð, hendur útréttar til að styðja okkur og leiða eftir þörf- um. Faðmur þinn útbreiddur til að verja okkur og sýna okkur ást. Við höfum átt saman ótal ævintýri. Við höfum hlýtt á sögur þínar. Hlegið að skrítlum þínum. Þú ert samofinn tilveru okkar. Að eilífu. Guð blessi þig. Þín afabörn, Dóróthea, Kamilla og Helgi G. Svavarsbörn. Elsku afi, ég ákvað að skrifa til þín nokkur orð þar sem þú hefur haft mikil áhrif á líf mitt. Ég minnist þín fyrst þegar við tveir borðuðum saman morgunmat í Sigluvoginum. Ég hef verið tæplega fjögra ára þegar þú kenndir mér að borða linsoðið egg og gafst mér litla kökusneið í desert, sem við sögðum engum frá. Ég var svo lánsamur að fá að alast upp í Sigluvoginum með ykkur ömmu og hafið þið tvö ávallt verið akkeri í lífi mínu. Ég hef alltaf getað leitað til ykkar ömmu þegar eitthvað hefur bjátað á og hefur það verið mér dýrmætt. Ég er gríðarlega þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast þér, elsku afi, og eyða þessum árum með þér. Kveðja, þinn, Haukur Svanberg. Mig langar til að minnast hans afa míns með nokkrum orðum. Ég kynntist honum afa ekki svo mikið á mínum yngri árum, enda vann hann ávallt mikið. Það var svo ekki fyrr en ég byrjaði sjálfur að vinna hjá honum, 15 ára gamall, í hreingerningunum að við eyddum miklum tíma saman, og frá fyrsta degi borgaði hann mér vel og sýndi mér mikið traust þó ég væri ungur. Af honum lærði ég að hafa viðskipta- vininn ávallt í forgangi og gera hann ánægðan, það var alltaf aðalatriðið hjá afa. Afi var alltaf svo þakklátur fyrir allt sem honum var gefið og talaði alltaf lengi og vel um jólagjafirnar sem við gáfum honum og ömmu sem oft voru myndir af af börnunum. Eitt sinn gáfum við honum flíspeysu sem hann minntist á nánast í hvert sinn er við hittumst því hann var svo ánægður með hana og notaði hana alltaf þegar hann fór í göngutúrana sína sem hann fór í á hverjum degi, oftast 3svar á dag. Við lifðum ólíka tímana og það var alltaf jafn gaman að hlusta á sögurn- ar hans afa um hans æsku sem ekki var alltaf dans á rósum, og þá sér- staklega á aðfangadag hjá mömmu og pabba uppi í Máshólum en þar hittumst við alltaf með pakkana okk- ar og fengum okkur síld og rúgbrauð og spjölluðum mikið. Elsku afi minn, þú hlakkaðir svo til að koma og sjá nýja húsið okkar Dísu, þegar þú kæmist af spítalanum en því miður fór ekki svo. En ég trúi því að þú sért nú þegar búinn að gægjast inn til okkar. Elsku amma, þetta eru erfiðir tímar fyrir þig þar sem þið afi voruð einstaklega samhent hjón og ég bið guð að styrkja þig. Hvíl í friðu, elsku afi, og takk fyrir allt. Þinn Axel. Haukur Svanberg Guðmundsson Elsku langafi Haukur, þú varst skemmtilegur og góður afi. Þú og langamma komuð alltaf í af- mælið mitt og gáfuð mér pen- ing í afmælisgjöf. Ég fór að gráta þegar ég frétti að þú væri dáinn á spítalanum og ég sakna þín. Ég elska þig, afi Haukur, og bið guð um að passa þig á himnum. Þinn Magnús Ólíver Axelsson. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Jóhanna, Ingvar, Ella, Viggi, Dísa og fjölskyldur, vottum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Jessica, John og fjölskyldur. HINSTA KVEÐJA ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, sonar, bróður og tengdasonar, EINARS S. ÓLAFSSONAR framkvæmdastjóra, Háholti 6, Garðabæ. Sérstakar þakkir til Heimahlynningar Landspítalans. Inga Jóna Andrésdóttir, Ásta Sigríður Einarsdóttir, Finnbogi V. Finnbogason, Elínborg Einarsdóttir, Örn Þórðarson, Inga Ólöf Sigurjónsdóttir, Alexander Arndísarson, Alexander Dagur Finnbogason, Einar Auðunn Finnbogason Ólafur J. Einarsson, Sjöfn Ólafsdóttir, Eyjólfur Sigurðsson, Sigríður Williamsdóttir, Andrés Guðmundsson og aðrir aðstandendur. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts eiginkonu, móður og systur, SIGRÍÐAR GUÐLAUGSDÓTTUR frá Guðnastöðum, Austur-Landeyjum, til heimilis í Mjóuhlíð 14, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk líknardeildar Landakotsspítala fyrir einstaka umönnun, alúð og stuðning. Ingólfur Majasson, Júlía Guðrún Ingólfsdóttir og systkini hinnar látnu. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, ÁSTRÍÐUR I. JÓNSDÓTTIR, Dalbraut 20, Reykjavík, áður bóndi á Kaðalsstöðum í Stafholtstungum, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi, föstudaginn 13. júlí, verður jarðsungin frá Reykholtskirkju, laugardaginn 21. júlí kl. 14:00. Þorgerður Jónsdóttir, Júlíus Óskarsson, Ólafur Ólafsson, Kristín Stefánsdóttir, Þórður E. Leifsson, Arndís Leifsdóttir, Skarphéðinn Gunnarsson, Ingibjörg Leifsdóttir, Ingþór Guðni Júlíusson, Hrönn Indriðadóttir, Gunnar Örn Júlíusson, Elín Ásta Ólafsdóttir, Stefán Ólafur Ólafsson, Jóhann Gísli Ólafsson, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ VIGDÍS JÓNA RIGMOR HANSEN, Hraunbæ 172, Reykjavík, sem lést laugardaginn 14. júlí á líknardeild Landspítalans í Landakoti, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag, föstudaginn 20. júlí kl. 11.00. Við sendum starfsfólki Landspítala innilegar þakkir fyrir góða umönnun. Fyrir hönd aðstandenda og vina, Ruth Erla Ármannsdóttir, Margrét Guðnadóttir. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalang- afi, DAGBJARTUR G. GUÐMUNDSSON fyrrv. skipstjórnarmaður, Nönnufelli 3, Reykjavík, lést mánudaginn 16. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu, þriðjudaginn 24. júlí kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín og Inga Dagbjartsdætur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.