Morgunblaðið - 20.07.2007, Síða 30
30 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Björn Krist-jánsson fæddist
á Steinum í Staf-
holtstungum 5. júlí
1920. Hann lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Grund 12. júlí
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Rannveig Odds-
dóttir, f. 11. nóv-
ember 1890, d. 23.
desember 1986 og
Kristján Franklín
Björnsson, húsa-
smiðameistari,
hreppstjóri og bóndi á Steinum í
Stafholtstungum, f. 29. febrúar
1884, d. 19. apríl 1962. Systkini
Björns voru Málfríður, f. 20. nóv.
1912, d. 15. sept. 1993, Oddur, f. 11.
ág. 1914, d. 17. feb. 2005, Kristín, f.
18. júní 1917, d. 3. apr. 2002 og Þur-
íður Jóhanna, f. 28. apríl 1927.
Uppeldissystir Björns var Sigríður
Baldursdóttir, f. 1. nóv 1936, d. 17.
feb. 2006.
Björn kvæntist 11. nóvember
1944 Ingibjörgu Sigurjónsdóttur, f.
Þórisson, f. 13. júlí 1997. b) Ingi-
björg Kristín, f. 2. október 1982, g.
18. júní 2005 Pétri Gunnari Þór
Arnarsyni, f. 25. maí 1970. Dóttir
þeirra er Guðný Magnea Péturs-
dóttir 7. sept. 2005. c) Valdimar
Guðmundur, f. 28. apríl 1986.
Björn var trésmiður og kennari.
Hann lauk sveinsprófi í hús-
gagnasmíði 1946 og flutti þá í
Borgarnes. Björn lauk sveinsprófi í
húsasmíði 1955 og handavinnu-
kennaraprófi 1960. Kennari við
Iðnskólann í Borgarnesi 1949-1952.
Flutti að Varmalandi 1952 og að-
stoðaði föður sinn við byggingu
barnaskólans að Varmalandi.
Fluttist til Reykjavíkur 1955, starf-
aði sem smiður fyrstu 3 árin á möl-
inni, en var kennari við Breiða-
gerðisskóla 1958-1962 og
Hagaskóla 1962-1992. Kenndi á
veturna en vann við smíðar á sumr-
in. Hafði umsjón með byggingu
sumarbústaðahverfisins í Mun-
aðarnesi um skeið. Starfaði jafn-
framt að félagsmálum og var for-
maður Borgfirðingafélagsins í
Reykjavík í rúman áratug, og for-
maður MÍR um skeið.
Björn verður jarðsunginn frá
Seltjarnarneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
25. mars 1919. For-
eldrar hennar voru
Guðný Magnea Pét-
ursdóttir 3. apríl 1893,
d. 9. des. 1978 og Sig-
urjón Einarsson bóndi
á Hraunkoti í Gríms-
nesi, f. 11. apríl 1893,
d. 8. október 1975.
Dætur Björns og Ingi-
bjargar eru: 1) Birna
sjúkraliði í Reykjavík,
f. 1. febrúar 1947, g. 1.
júní 1969 Braga Gísla-
syni skólaliða, f. 6.
október 1938. Börn
þeirra eru Björn Kristján, f. 16.
sept. 1983, Sigríður Björk, f. 24.
apríl 1988 og Bjarki Steinn, f. 29.
mars 1990. 2) Rannveig banka-
starfsmaður í Reykjavík, f. 22. apríl
1955, g. 10. nóv. 1973 Þórarni Flosa
Guðmundssyni bílstjóra, f. 7. ágúst
1952. Börn þeirra eru a) Birna
Lára, f. 5. mars 1977, sambýlis-
maður Ríkharður Utley, f. 20. maí
1970. Synir Birnu úr fyrra sam-
bandi eru Kjartan Ingi Þórisson, f.
13. júní 1996 og Guðmundur Flosi
Björn Kristjánsson hóf kennslu
við Hagaskóla 1962 og starfaði þar
óslitið til ársins 1992 er hann lét af
störfum fyrir aldurs sakir.
Björn átti sérlega létt með að um-
gangast fólk, eldra sem yngra, féll
vel inn í hópinn, glettinn, hófstilltur
og íhugull. Hann hafði einstaklega
góða nærveru og reyndist ráðagóður
þegar upp komu vandamál. Hann
gerði lítið úr greind sinni og hafði
stundum á orði að það væri sama
hvar gagnslaus gaufaði.
Björn var ljúfmenni að eðlisfari,
hörkugóður stærðfræðingur enda
var stærðfræðin aðalkennslugrein
hans í fjölda ára. Hann var snillingur
í stundatöflugerð sem gat verið
nokkuð snúin í fjölmennum ungl-
ingaskóla með margvíslegt framboð
valgreina. Hann virtist geta leyst
fyrirhafnarlaust úr þeim hnútum
sem þar mynduðust stundum.
Björn var félagslyndur og undi sér
vel á samkomum starfsfólks, bland-
aði geði við yngri sem eldri án allrar
fyrirhafnar.
Hann var skoðanafastur og rök-
fastur en það kom ekki í veg fyrir að
hann breytti um skoðun þegar hann
speglaði hlutina út frá nýju sjónar-
horni.
Þótt hann hefði ekki lært brag-
fræði af bókum hafði hann afar
næmt brageyra og gat með öruggri
vissu sagt til um hvort vísa væri rétt
eða rangt kveðin.
Björn var víðlesinn og hafði yndi
af því að ræða gátur tilverunnar og
túlka guðfræði og heimspeki með
sínu lagi og fór þá létt með að vitna í
Biblíuna máli sínu til stuðnings.
Björn var hleypidómalaus og vin-
margur. Hann virtist alltaf hafa
nægan tíma og gekk til vinnu af fórn-
fýsi og með gleði og ánægju til
starfsloka.
Fyrir nokkrum árum hófst
þrautaganga hans með alvarlegu
heilablóðfalli sem endurtók sig með
þeim afleiðingum að hann læstist
inni í eigin líkama, ófær um að tjá sig.
Okkur vinum hans þótti illt að
horfa upp á þessi meinlegu örlög en
gátum lítt annað gert en reyna að
heimsækja hann öðru hvoru þar sem
við urðum vitni að dæmalausri ástúð
og umhyggju Ingibjargar, konu
hans, sem gerði allt sem í hennar
valdi stóð til þess að létta honum líf-
ið.
Björn kenndi okkur margt með
hógværð sinni og mannviti og var
hafsjór af fróðleik sem hann deildi út
þegar það átti við. Honum eru að
leiðarlokum þökkuð frábær störf og
leiðsögn við Hagaskóla um þriggja
áratuga skeið.
Ingibjörgu og fjölskyldu sendum
við samúðarkveðjur.
Fyrir hönd samferðarmanna í
Hagaskóla.
Einar Magnússon og
Haraldur Finnsson.
Elskulegur og ógleymanlegur
samferðamaður er fallinn frá eftir
erfitt sjúkdómsstríð. Ég vil minnast
hans í örfáum orðum og þakka langt
samstarf og kynni.
Undirritaður hóf störf við Haga-
skóla haustið 1963. Að feta fyrstu
skrefin í kennslustarfi, lítt reyndur
og kvíðandi, er mörgum raun sem
erfitt er að yfirstíga.
Í skólanum var margt af traustu
og góðu fólki sem leiddi nýliða fyrstu
skrefin, reiðubúið að styðja og leið-
beina.
Björn Kristjánsson var ein þess-
ara styrku stoða sem greiddu ungum
kennurum götuna, glettinn og hlýr
með gamanyrði á vör.
Björn var afburða starfsmaður og
skólanum ómetanlegur, t.d. við
stundaskrárgerð sem er vandasam-
ur og þýðingarmikill þáttur í skóla-
starfi.
Þegar BSRB ákvað að hefja bygg-
ingu orlofsheimila fyrir félagsmenn
sína í landi Munaðarness í Borgar-
firði fékk Björn það hlutverk að vera
tengiliður samtakanna í sínu heima-
héraði. Það starf rækti hann af stakri
prýði.
Að tilstuðlan hans var undirritað-
ur að störfum, ásamt samkennurum,
að sumarlagi í Munaðarnesi. Það
voru góðir tímar í glöðum félagsskap
heimamanna, undir stjórn öðling-
smanna svo sem Þórðar á Hreða-
vatni og Aðalsteins á Laufskálum.
Síðustu árin voru Birni erfið en nú
er hann laus úr viðjum og gengur
sæll til heima nýrri.
Ég kveð hann klökkum huga og
sendi Ingibjörgu og fjölskyldunni
allri hlýjar samúðarkveðjur.
Ingi Viðar Árnason.
Björn Kristjánsson
✝ GuðmundurÞorgrímsson
fæddist í Borg-
arholti í Bisk-
upstungum hinn 26.
ágúst 1925. Hann
lést á Hjúkr-
unarheimilinu Skjóli
að morgni 7. júlí síð-
astliðins. Hann var
áður til heimilis að
Snorrabraut 34 í
Reykjavík. For-
eldrar hans voru
Pálína Guðrún Guð-
mundsdóttir, f. 30.9.
1897, d. 17.7. 1979 og Þorgrímur
Grímsson, f. 8.10. 1890, d. 3.7.
1948. Systkini Guðmundar eru:
Guðbjörg, f. 1.11. 1921, d. 24.7.
1997, Valdís, f. 5.11. 1922, d. 2.4.
1989, Kristjana, f. 9.11. 1923, Þór-
gunnur, f. 16.4. 1928, Óskar Mar-
inó, f. 2.8. 1929, Karl Þorgrímsson,
f. 29.4. 1931, Borghildur, f. 27.2.
1933, Bergþóra, f. 20.5. 1934 og
1992. 3) Dagný, f. 7.3. 1958, sam-
býlismaður Hjörtur Þór Hauksson,
f. 8.11. 1952. Dagný á tvö börn úr
fyrri sambúð með Erni Orra Ein-
arssyni, f. 7.4. 1959, þau heita Hild-
ur, f. 22.4. 1989 og Daníel, f. 17.2.
1991. 4) Ásdís, f. 19.2. 1963. Hún á
tvö börn með fyrrum sambýlis-
manni sínum, Páli Arnari Ólafs-
syni, f. 6.7. 1963, þau heita Valdís
Dröfn, f. 19.8. 1984, sambýlis-
maður Atli Marteinsson, f. 12.6.
1985 og Ólafur Starri, f. 29.12.
1995.
Guðmundur var við nám í
íþróttaskólanum í Haukadal 1942-
1943. Hann starfaði lengst af sem
bifreiðastjóri, ók leigubíl hjá Nýju
bílastöðinni, Hafnarfirði, stræt-
isvagni hjá Landleiðum og hóp-
ferðabílum. Ennfremur starfaði
hann sem byggingakranastjóri hjá
Byggingafélaginu Ármannsfelli.
Guðmundur verður jarðsunginn
frá Garðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Hörður, f. 21.7. 1942,
d. 9.7. 2001.
Kona Guðmundar
var Valdís Ingibjörg
Jónsdóttir, f. 7.7.
1934, þau skildu. Þau
áttu fjögur börn: 1)
Guðrún Ingibjörg, f.
11.7. 1954, maki
Bjarni Þórðarson, f.
21.3. 1953. Börn
þeirra eru: a) Guð-
mundur Þór, f. 2.5.
1978, maki Fjóla
Loftsdóttir, f. 27.3.
1979, synir þeirra
eru Sölvi, f. 9.5. 2004 og Baldur
Loki, f. 20.5.2007, b) Hulda Sólrún,
f. 24.9. 1986 og c) Berglind, f.
24.12. 1990. 2) Þorgrímur, f. 14.6.
1955, maki Rannveig Guðmunds-
dóttir, f. 12.12. 1958. Börn þeirra
eru: a) Guðmundur Bjarki, f. 19.10.
1982, sambýliskona Ingunn Jóns-
dóttir, f. 3.10. 1983, b) Björk, f.
2.11. 1984 og c) Davíð Þór, f. 15.5.
Elsku pabbi, nú er komið að
kveðjustund, þú ert farinn frá okkur
og á þessari stundu koma margar
minningar upp í hugann.
Fyrstu minningarnar eru úr
Garðabæ þar sem við áttum heima í
Ásgarði 4 en seinna byggðum við hús
á Löngufit 15. Ég man það enn þegar
við fluttum í hálfklárað húsið, enda
ekki eins auðvelt að fá lán til bygginga
eins og í dag.
Þú starfaðir við akstur í langan
tíma, bæði á strætó og leigubíl, og þau
voru ófá skiptin sem ég rúntaði í
Hafnarfjarðarstrætó meðan þú varst
að keyra. Seinna keyrðir þú rútur
með ferðamönnum um allt land og
sagðir oft sögur af því.
Þegar þú og mamma skilduð og ég
flutti á Ísafjörð urðu samverustundir
okkar því miður færri, þó kom ég oft
til þín suður og þú varst að vinna um
tíma á Ísafirði þannig að við gátum þá
hist. Skilnaðurinn hafði mikil áhrif á
þig og þitt líf sem varð ekki hið sama
upp frá því.
Seinni árin vannst þú sem krana-
maður hjá Ármannsfelli og varst upp
frá því kallaður kranaafi af barna-
börnunum þínum. Einnig varstu kall-
aður Skódaafi því þú hafðir tröllatrú á
þeirri bifreiðategund og áttir nokkra
Skóda í gegnum tíðina.
Þú varst einstaklega laginn og
skemmtilegur afi og barnabörnin þín
voru þér mikils virði. Það var nú ekki
ónýtt að fá að gista hjá afa á Snorra-
brautinni og vera í pössun þar því að
þá var margt skemmtilegt brallað.
Alltaf mátti plata afa til að kaupa eitt-
hvað nammi, horfa á mynd eða lesa
bækur. Einnig var afi laginn við að
búa til sögur og gátur og brandararn-
ir hans voru sér á báti. Einnig kom
það fyrir að kindakæfa var búin til á
Snorrabrautinni með tilheyrandi við-
búnaði og þvílík kæfa! Þú komst oft til
okkar á Sauðárkrók og varst hjá okk-
ur yfir helgi eða lengri tíma. Það voru
skemmtilegar stundir sem gott er að
eiga minningar um á þessari stundu.
Valdís dóttir mín rifjar oft upp það at-
vik þegar þið fóruð á Skódanum niður
á sanda og festuð bílinn, þetta var fyr-
ir tíma gemsa þannig að það leið
nokkur stund áður en ykkur var
bjargað úr sjálfheldunni en guli Skód-
inn var ekki beint torfærubifreið!
Þú hugsaðir og talaðir mikið um
gömlu tímana og oft sagðir þú sögur
frá þeim tíma þegar fjölskyldan þín
bjó á Kálfhaga í Kaldaðarnesi á með-
an að breski herinn var með aðsetur
og flugvöll skammt frá. Þar fékkst þú
þína fyrstu launuðu vinnu sem ung-
lingur og lærðir fljótt að tala ensku,
sem var ekki algengt í þá daga. Þessi
tími var þér ofarlega í huga enda ef-
laust mjög sérstök reynsla fyrir ung-
an sveitadreng að upplifa herinn og
allt það sem honum fylgdi.
Síðustu árin varst þú til heimilis á
Skjóli, þar leið þér vel og var vel hugs-
að um þig.
Elsku pabbi! Ég er þakklát fyrir að
hafa getað verið hjá þér dagana áður
en þú kvaddir, það var mér mikils
virði.
Ég veit að nú líður þér vel þar sem
þú ert, ég og börnin mín þökkum fyrir
allar samverustundirnar og biðjum
góðan Guð að blessa þig og englana að
gæta þín.
Þín dóttir,
Ásdís.
Elsku afi. Hvar ertu? Því er örugg-
lega ómögulegt að svara en við erum
alveg sannfærð um það að himnarnir
séu miklu sætari núna eftir að þú
sveifst þangað upp með kíló af kandís
í farteskinu að ógleymdum súkku-
laðistykkjum frá honum herra Síríusi.
Þannig að við höldum að það væsi
ekkert um þig þarna uppi í háloftun-
um.
Allar sögurnar og gáturnar sem við
efumst um að Guð geti leyst. Auðvitað
vorum við löngu farin að kunna svörin
utanað.
Að ógleymdri sveitinni þar sem þú
kynntir okkur fyrir lömbunum hverju
á fætur öðru. Sveitasælan. Því mun-
um við seint gleyma. Lyktin af ný-
fæddum lömbum. Hey. Hrjúfar hend-
ur. Vindlareykur. Góðlegt andlit.
Góðlegt andlit sem við störðum á með
galopin augun og hlustuðum. Hlust-
uðum með athygli á allar sögurnar
streyma úr sætum munni.
– Þekkirðu þennan? spyr gamall afi
og réttir fram vinstri hnefann.
Lítill strákur hristir hausinn.
– Þetta er bróðir hans, segir afinn
og réttir fram þann hægri og fylgir
örlítið glott með.
Afi verður alltaf afi í minningunni
og hún mun lifa að eilífu.
Við vonum að þú hafir það gott,
elsku afi. Betra en hérna á jörðinni
þína síðustu daga.
Heimurinn þér horfinn er
á himnum líður vonandi betur
þó við viljum halda þér
þarna uppi þú meira getur.
Minningarnar far’á fætur
fylgj’ okkur um æviskeið.
Við höfum á þér heljarmætur
þó horfinn sért af okkar leið.
Söknuðurinn aldrei sest
syndir í hjörtum okkar.
Munum þó mætast fyrir rest
er moldin okkur til sín lokkar.
(Björk Þorgrímsdóttir.)
Guðmundur Bjarki, Björk og
Davíð Þór.
Okkur langar til að kveðja með
nokkrum orðum afa okkar, hann Guð-
mund Þorgrímsson. Afi var einstak-
lega skemmtilegur og hjartastór
maður sem ávallt hafði okkur barna-
börnin í fyrirrúmi.
Þegar við systkinin vorum lítil
skildu mamma og pabbi, á þeim tíma
var mamma að vinna vaktavinnu og
var því venjan að afi Guðmundur
passaði okkur. Mikið var brallað í
þessum pössunum. Hann eldaði alltaf
fyrir okkur besta hafragrautinn og
oftar en ekki sagði hann okkur
skemmtilegar sögur úr sveitinni. Við
spiluðum líka ólsen ólsen, marga
klukkutíma í senn, hann passaði sig
þó ávallt á því að láta okkur vinna.
Það hefur þó ekki alltaf verið létt að
ráða við okkur gríslingana, aldrei
skammaði hann okkur og var óend-
anlega þolinmóður og ekki voru regl-
urnar hennar mömmu að þvælast fyr-
ir honum, við fengum að gera
ýmislegt sem ekki var leyft annars.
Upp í kollinn skjótast skemmtileg-
ar minningar, eins og þegar hann kom
í heimsókn til okkar út til Noregs og
þegar mamma manaði hann í renni-
brautina á Selfossi, sem endaði ekki
betur en svo að hann festist og
mamma þurfti að fara á eftir honum
og ýta honum niður.
Það er svo skrítið að hugsa til þess
afi sé farinn frá okkur, hann sem var
svo mikilvægur í lífi okkar þegar við
vorum að alast upp.
Að lokum viljum við þakka þér, afi,
fyrir þær góðu stundir sem við áttum
saman, það voru forréttindi að fá að
kynnast þér.
Hildur og Daníel.
Elsku afi minn, nú ertu farinn og
kominn á betri stað. Ég sakna þín.
Þú varst besti afi í heiminum og þú
lifðir fyrir barnabörnin þín. Þú hafðir
mikla trú á Skódanum þínum og áttir
nokkra í gegnum tíðina. Ég man að ég
kallaði þig Skódaafa þegar ég var
krakki og fannst bíllinn þinn alveg
hreint ótrúlegur, því að skottið var að
framan og vélin að aftan.
Alltaf vildi ég gista hjá afa á
Snorrabraut og suðaði í foreldrum
mínum hverja einustu helgi um að fá
að gista. Fannst það hreint frábært
fyrir alla aðila, því ég var einbirni og
þá höfðu foreldrar mínir næði til að
búa til systkini handa mér!
Alltaf þegar ég gisti hjá þér, eða þú
varst að passa mig, þá brölluðum við
ýmislegt saman, til dæmis límdum við
peninga fyrir neðan gluggann á
Snorrabrautinni og fylgdumst svo
með gangandi vegfarendum reyna að
tína þá upp. Einnig gerðum við ýmis
hljóð út um gluggann og fólkið á göt-
unni vissi ekkert hvaðan þessi hljóð
komu og síðan hlógum við dátt.
Þú varst alltaf til í allt, að fara með
mig í tívolíið í Hveragerði, fara í ísbílt-
úr, skreppa til Gegnishóla til Kalla,
Óskars og Björgu með mig og Huldu
frænku. Þær helgar sem ég fékk að
gista hjá þér á Snorrabrautinni fékk
ég að vaka eins lengi og ég vildi (mátti
ekki segja mömmu) og horfa á bann-
aðar myndir og ég man vel eftir því að
við horfðum oft saman á Derrick sem
var vitanlega bannaður börnum. Svo
fengum við okkur nætursnarl seint á
kvöldin og ávallt var það góða kæfan
þín sem þú bjóst til sjálfur, rúgbrauð
og mjólkurglas. Þegar ég hugsa til
þín, þá sé ég þig fyrir mér með hatt-
inn og vindilinn í gula skódanum, þú
varst frábær afi.
Ég á endalaust góðar minningar
um þig sem ég varðveiti í hjartanu,
alltaf. Ég sakna þín sárt, elsku afi
minn, megi englarnir vaka yfir þér,
þín
Valdís Dröfn.
Guðmundur Þorgrímsson