Morgunblaðið - 20.07.2007, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 20.07.2007, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2007 31 ✝ Jón HaukurHermannsson fæddist á Prest- bakka í Hrútafirði 3. febrúar 1938 en 1947 fluttist fjöl- skyldan til Reykja- víkur. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 13. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hermann Daní- elsson, f. 11. júní 1906, d. 29. apríl 2000 og Sigurrós Guðmundsdóttir, f. 16. nóvember 1914, d. 1. mars 1997. Systkini Jóns Hauks eru: 1) Ragna Guðrún, f. 6. desember 1934, d. 15. júlí 2006, eiginmaður Guðsteinn Magnússon, þau eiga fjögur börn. 2) Ólína Rós Víðisdóttir og dóttir hans Anna Guðrún. 2) Þórarinn, f. 18. febrúar 1968, maki, Margrét Val- gerður Pálsdóttir, þau eiga þrjú börn, Dagmar Líf, Karítas Rún og Baldur Örn. 3) Hulda, f. 22. febrúar 1972, maki Svava Hrafnkelsdóttir. Eftir grunnskóla stundaði Jón Haukur nám í rafvirkjun við Iðn- skólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan með sveinspróf 1960. 1960- 1962 nam hann rafvirkjun við Vél- skóla Reykjavíkur. Árið 1964 fékk hann meistarabréf og leyfisbréf til rafvirkjunar við háspennukerfi. Eftir námið starfaði hann meðal annars hjá Rafmagnsveitum rík- isins og Fönix hf., en lengst af rak hann fyrirtækið Fasa í Kópavogi ásamt Óla Þór Ingvarssyni, sem nú er látinn, og annaðist viðgerðir á kælitækjum. Árið 1998 hóf Jón Haukur sendibílaakstur og starf- aði við það þar til hann veiktist, meðal annars fyrir Matborðið. Jón Haukur verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Fjóla, f. 14 desember 1945, maki Pétur Torfason, þau eiga tvo syni. 3) Díana Svala, f. 12. maí 1950, maki Þorleifur Krist- ján Guðmundsson, þau eiga sex börn. Árið 1964 kvæntist Jón Haukur Guðrúnu Þórörnu Þórarins- dóttur, f. 15. júní 1945 frá Suðureyri við Súgandafjörð, þau slitu samvistum árið 2002. Foreldrar hennar voru Þórarinn Brynjólfs- son og Guðrún Þ. Í. Markúsdóttir. Börn Jóns Hauks og Guðrúnar Þórörnu eru: 1) Sigurrós Arna, f. 13. júní 1964, maki Þorsteinn Þor- steinsson, dóttir hennar er Sunna Elsku pabbi minn. Nú þegar þú hefur sofnað hinum langa svefni streyma fram svo margar hugsanir og minningar og mér finnst svo margt sem ég átti eftir að spyrja þig um, svo margt sem ég átti eftir að segja þér. Þú varst svo skemmtilegur pabbi, líflegur og til í að gera margt sem lífgaði upp á veröld okkar systk- inanna. Það var til dæmis svo gaman að stússast með þér í bílskúrnum í Grundargerðinu. Þar varðir þú löngum stundum við bílaviðgerðir, smíðar og auðvitað við að spjalla við okkur systkinin, nágranna og gesti og gangandi. Þó að ég væri ekki há í loft- inu fékk ég að aðstoða við viðgerðir, s.s. að skipta um kerti og tæma olíu af bílunum. Svo kenndir þú mér að stela bensíni en það sagði ég aldri neinum! Það var mikill lærdómur sem fram fór í bílskúrnum, hvað varðar bíla og einnig sagðir þú mér sögur úr lífi þínu og kenndir mér heilmikið um Ísland. Ferðalögin um landið eru einnig af- skaplega eftirminnileg úr barnæsk- unni og ég get ekki annað en brosað við tilhugsunina um fjölskylduferð- irnar á jeppa með kerru í eftirdragi. Tilhlökkunin var alltaf mikil fyrir þessar ferðir enda varstu mikill æv- intýramaður og ekki hræddur við að fara ótroðnar slóðir. Þau eru ófá æv- intýrin sem við upplifðum með þér á ferðalögum innanlands og oft fannst mér við vera í stórhættu, t.d. þegar við keyrðum yfir ár, eða stórfljót að mér fannst, en þú fullvissaðir mig um að þetta væri hættulaust og ég treysti þér í hvert sinn. Þegar bernskunni sleppti og ég varð sjálfstæðari og þóttist fullorðin varst þú nálægur og hvattir mig til dáða. Þú sagðir mér um daginn að þú hefðir ekki alltaf verið rólegur þegar ég vildi skoða heiminn, en þér fannst mikilvægt að fólk gerði sér mat úr líf- inu og gerði alvöru úr hugmyndum sínum og löngunum. Þetta hefur þú einnig gert, pabbi minn, og ég er svo óendanlega glöð yfir því að þú skyldir ferðast svolítið um heiminn og sjá og upplifa það sem tengdist áhugamál- um þínum innan lands og utan. Þú varðir líka stórum hluta lífs þíns í að aðstoða aðra við að láta drauma sína rætast og varst alltaf boðinn og búinn að hjálpa vinum og ættingjum við flutninga jafnt sem ýmiss konar við- gerðir og lagfæringar á heimilum þeirra og ég veit ekki til að þú hafir neitað neinum um aðstoð. Ég á þér mikið að þakka í þessum efnum og ber heimili mitt vott um handbragð þitt í öllum hornum, enda varstu með eindæmum laghentur og útsjónar- samur og ekkert verkefni var óvinn- andi að þínu mati. Það er skrýtið að hugsa til þess að nú heldur lífið áfram hérna án þín og söknuðurinn er afskaplega sár. Mér finnst það erfið tilhugsun að vita að barnið sem ég geng með muni aldrei fá að kynnast þér, elsku pabbi minn, en ég vona að þú munir vaka yfir okk- ur öllum og leiða okkur í gegnum lífið. Sofðu vel, pabbi minn. Þín Hulda. Elsku besti afi minn, það var svo erfitt að kveðja þig í hinsta sinn. En friðurinn og ljósið sem fyllti herberg- ið þegar þú fórst, bætir agnar ögn upp í það tómarúm sem myndast nú þegar þú ert ekki lengur hér. Ég mun aldrei gleyma tímunum okkar saman, fyrstu minningarnar eru hafragrautsmorgnar í Grunda- gerðinu, þar sem mamma keyrði mig til ykkar ömmu og við borðuðum hafragraut saman og svo keyrðir þú mig á barnaheimilið, þú varst oft til í að leika við mig og á ég ófáar minn- ingar um þær yndislegu stundir, enda varst þú þekktur fyrir að vera barn- góður alla tíð. Þú áttir svo mörg áhugamál og það er svo frábært að þú ferðaðist mikið á lífsleiðinni því ferðalög áttu hug þinn allan, ég mun aldrei gleyma Amer- íkuferðinni okkar frægu og hversu mjög þú hafðir yndi af henni, þar átt- um við eina af okkar bestu stundum, afi minn, og svo mikinn tíma til að spjalla saman. Þú varst alveg óður í alls konar tæki og bíla, bækur og fjallgöngur, þú tókst upp á því að læra á harmonikku og dansa línudans. Einu sinni varstu líka í jóga! Það var aldrei dauð stund hjá þér, þú varst alltaf á ferð og flugi. Alltaf að hjálpa fólki eða dytta að ein- hverju skemmtilegu. Ég á eftir að sakna þín þegar ég fer Esjuna næst, afi minn, það er svo stutt síðan síðast og svo óraunveru- legt að það verði ekkert næst, það er komið gat í fjölskylduna sem ekki verður bætt í og það er rosalega erfitt að horfast í augu við það. Þú ert tvímælalaust besta mann- eskja sem ég hef fengið að kynnast, varst alltaf að hjálpa öðrum og fólk sá það á þér hversu góður þú varst. Það skein bara úr brosinu þínu og góðlegu augunum. Þú varst góður afi, sá besti reyndar en líka góður vinur og áhugaverð manneskja. Lífið verður aldrei samt án þín, afi, en það er gott að veikindi þín stóðu stutt og að þeim er lokið núna, þú varst aldrei vanur að slóra og gerðir það svo sannarlega ekki á leiðinni til guðs heldur. Þegar þú fórst á spítalann fyrst sagði ég þér að ég elskaði þig og þú ljómaðir allur upp og sagðir að þú elskaðir mig líka og það var svo gott að segja þetta, ég vildi að ég hefði sagt þér það oftar. Minningarnar um þig eru gull og gleymast aldrei, takk fyrir allt og ég veit að þú kíkir inn, svo hittumst við aftur næst og það verður svo gott að sjá þig aftur, Við hlýðum þó að komi hinsta kallið og kveðjan mikla sumardegi á. Við hnígum eins og blóm til foldar fallið er fær ei varist sláttumannsins ljá. Hans líknar höndin mýki sviðasárin og sendi vonarljós í hverri þraut. Í hjörtu þeirra er harma heitum tárum sinn hjartans vin og lífsins förunaut. (Jónína Þ. Magnúsdóttir.) Guð blessi þig, elsku afi minn. Þín Sunna. Elsku Jón Haukur „afi“. Það er svo erfitt að trúa því að þú sért dáinn. Þú varst alltaf svo góður og okkur þykir svo vænt um þig. Þegar þú varst hjá okkur varstu að segja okkur sögur, stríða okkur og hlæja með okkur. Við eigum eftir að sakna þín. Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. Þú varst ljós á villuvegi, viti á minni leið, þú varst skin á dökkum degi, dagleið þín var greið. Þú barst tryggð í traustri hendi, tárin straukst af kinn. Þér ég mínar þakkir sendi, þú varst afi minn. (Hákon Aðalsteinsson.) Skotturnar þínar, Hera Björk, Anna Þóra og Tara Líf. Það er alltaf erfitt að kveðja þann sem manni þykir vænt um, en það er óumflýjanlegt. Þetta er jú gangur lífs- ins og í dag kveðjum við kæran vin, sem svo oft hefur rétt okkur hjálp- arhönd þegar við þurftum á að halda. Þú sýndir okkur að aldur og vinátta eiga sér ekki takmörk, heldur er það hinn innri maður sem telur í þeim efn- um. Hversu oft sátum við og horfðum á Formúluna og ræddum um hver væri nú hæfur og ekki til að aka fyrir okkar lið? Og þegar þú komst í mat til okkar á Seljabrautina voru stelpurnar alltaf svo glaðar að sjá þig, að ég tali nú ekki um þegar við gengum á Esj- una og Vífilfellið, og við sem ætluðum að ganga á Heklu í sumar. En þegar það fer að vanta góða og handlagna menn til verka í húsum feðra okkar, þá er ekki skrítið að þú skulir vera kallaður til. Flestöll iðnaðarverk sem þurfti að framkvæma, hvort sem var heima hjá mér eða Kristínu, voru þín verk. Ég veit að það verður alltaf hugsað til þín, þegar við komum til með að vinna einhver slík verk á heim- ilum okkar. Með minninga trega til þín hugsa öll þau litlu og smáu augnablik. Þín návist í fjarlægð sýnist, en hverfur aldrei. Yfir öxl mína horfi ég til þín söknuðurinn er sár og tilfinningaþrunginn þó það sé bjartur dagur þá rökkvaði hjá mér að horfa á eftir þér er erfitt. Með tárum og kökk hlýju og þakklæti fyrir öll þau handtök og samverustundir kveð ég þig nú minn kæri vinur. (Þ.Vilberg) Megi Guð geyma þig og veita þér þá ást og umhyggju, sem þú átt skilda fyrir öll þau vel unnu og óeigingjörnu hjálparverk sem þú inntir af hendi. Ég votta fjölskyldu þinni mína dýpstu samúð Þormóður Guðbjartsson (Tobbi). Kæri Jón Haukur Að leiðarlokum vil ég þakka þér fyr- ir alla hjálpsemina og góðmennskuna sem þú hefur sýnt mér og stelpunum mínum í gegnum tíðina. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hvíl í friði, kæri vinur. Samúðarkveðjur. Kristín Gunnarsdóttir. Jón Haukur Hermannsson Kæri Haukur, Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Guð geymi þig. Þórarna. HINSTA KVEÐJA Ég hef búið í Kan- ada í fimm ár. Samt reyni ég að fylgjast með því hvað er að ger- ast heima á Íslandi. Ein aðferðin er sú að kíkja á Moggann á netinu og þá líka að athuga andlát. Ekki átti ég von á að sjá að Hilmar gamli vinur minn væri látinn langt um aldur fram. Mig setti hljóða og undanfarna daga hefur hugur minn reikað til ár- anna þegar ég var unglingur og átti stóran samstæðan vinahóp. Í þessum hópi var Ronni gamli vinur minn sem lést árið ’93 og hann kom með vin sinn, Hilmar, inn í hópinn. Hilmar var sá sem við litum öll upp til, en hann leit á alla sem jafningja. Hilmar þótti greindur og var alltaf með eitthvað ✝ Hilmar JónHauksson fædd- ist í Reykjavík 27. janúar 1950. Hann lést á krabbameins- deild Landspítalans við Hringbraut 14. júní síðastliðinn og var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju 25. júní. spennandi í uppsigl- ingu, eins og að búa til stutta kvikmynd. Ein- staklingarnir í þessum hópi áttu eftir að fara hver í sína áttina, en einhvern veginn skaut Hilmar alltaf upp koll- inum í lífi mínu. Ef maður þekkti Hilmar einu sinni þá var það fyrir lífstíð. Þegar Ronni lést þá hringdi ég í Hilmar til að láta hann vita. Ég hitti hann við jarðarförina og þá var hann nýorðinn ekkjumaður. Hann leit samt jákvæðum augum á lífið, var að ala upp strákinn sinn, hann Hauk Stein. Haukur Steinn fór svo nokkrum árum seinna í Hlíða- skóla og var um tíma í sama bekk og dóttir mín. Hlíðaskóli er ekki í því hverfi sem við Hilmar bjuggum í. Við hjálpuðumst því að á tímabili að keyra og sækja börnin okkar í skól- ann. Ég byrjaði í sjúkraliðanámi í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti. Ég þurfti að taka líffræði og kennarinn minn var enginn annar en Hilmar. Hilmar reyndist mér vel, hann var meira að segja í útskriftarveislunni sem við héldum nokkrar sem útskrif- uðumst saman og hann hafði kennt okkur öllum. Ég fór svo um haustið í Kennaraháskólann með meðmæli frá Hilmari upp á vasann. Hilmar var jákvæður maður, alltaf brosandi og reyndi alltaf að líta á björtu hliðarnar í lífinu. Hann var ein- staklega hlýr maður og gott var að leita til hans. Hann heillaðist mjög af tónlist og hafði gaman af að semja sjálfur. Ég á sjálf geisladiskinn ,,Á kránni“ sem hann gaf mér þegar ég útskrifaðist úr FB. Fráfall Hilmars er allt of snemmt og ég átti alls ekki von á því. Það er svo margt eftir ósagt en svona er það oft, við höfum ekki tíma og áður en við vitum er tíminn útrunninn. Þó það sé sárt að kveðja Hilmar vil ég gera það með jákvæðu hugarfari, eins of hann hefði sjálfur óskað eftir. Góðar minn- ingar draga fram tárin því góðu stundanna saknar maður alltaf. Ég vil senda eiginkonu, börnum og móður Hilmars mínar innilegustu samúðarkveðjur. Farðu í friði, kæri vinur, þakka þér fyrir allt saman og Guð blessi minn- ingu þína. Kveðja, Drífa. Hilmar Jón Hauksson ✝ Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför hjartkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RAGNHILDAR STEFÁNSDÓTTUR, Ljósheimum 8, Reykjavík. Stefán Ómar Oddsson, Ása Birna Áskelsdóttir, Ríkharður Oddsson, María Viggósdóttir, María Berglind Oddsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæra, ÓSKARS STEFÁNS ÓSKARSSONAR slökkviliðsstjóra, Sauðárkróki. Olga Alexandersdóttir og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.