Morgunblaðið - 20.07.2007, Síða 32
32 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Guðbjörg ÓskGunnarsdóttir
fæddist í Miðbæ í
Haukadal í Dýra-
firði 7. febrúar 1954.
Hún lést á heimili
sínu að kvöldi
þriðjudagsins 10.
júlí síðastliðins. For-
eldrar hennar voru
Gunnar Einarsson,
bóndi og sjómaður í
Dýrafirði, f. 13. júlí
1905, d. 23. maí 1984
og Unnur Þórarins-
dóttir húsmóðir og
fiskverkakona í Dýrafirði, f. 13.
maí 1919, d. 27. febrúar 2003. Þau
bjuggu í Miðbæ í Haukadal í Dýra-
firði og eignuðust 13 börn. Þau eru
Katrín Jóna, f. 25. september 1933,
Ragna Halldórsdóttir (ættleidd), f.
19. mars 1935, d. 21. maí 1993, Ól-
ína Guðrún, f. 22. mars 1937, d. 24.
júní 2005, Ingibjörg Ólafía, f. 1.
júní 1938, Erla Ebba, f. 31. júlí
1939, Garðar Rafn, f. 1. september
1941, d. 19. janúar 1966, Einar
Halldóra Dögg Hjörleifsdóttir, f.
27.8. 1979, sambýlismaður Jón
Emil Svanbergsson, f. 11.7. 1976,
börn þeirra eru Svanlaugur Atli
Emilsson, f. 15.2. 1998 og Tanja
Lilja Emilsdóttir, f. 11.2. 2002. 3)
Þorsteinn Óskar Þorsteinsson, f.
4.3. 1987, unnusta Maria Kuz-
menko Alexandersdóttir, f. 6.4.
1988. Stjúpbörn Guðbjargar eru
tvö: 1) Hafþór Hafsteinsson, f. 3.1.
1966, kvæntur Hjördísi Líney Pét-
ursdóttur, f. 17.4. 1972, synir
þeirra eru Andri Pétur Hafþórs-
son, f. 21.8. 1998 og Arnar Hugi
Hafþórsson, f. 3.8. 2006. 2) Íris
Mjöll Hafsteinsdóttir, f. 10.10.
1970, sambýlismaður Ríkarður
Sigmundsson, f. 26.2. 1972, dætur
þeirra eru Lilja Karen Þrast-
ardóttir, f. 22.9. 1989, Silja Rut
Ríkarðsdóttir, f. 3.2. 2004 og Arna
Rakel Ríkarðsdóttir, f. 18.4. 2005.
Guðbjörg fór ung að heiman og
vann til margra ára á veitinga-
staðnum Múlakaffi, í ein 21 ár, en
þaðan minnast hennar margir. Síð-
an í Tindaseli, sambýli fyrir fatl-
aða. Síðustu 6 árin vann hún í
mötuneyti B.M. Vallár.
Útför Guðbjargar verður gerð
frá Grafarvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Jarðsett verður í Gufuneskirkju-
garði.
Gísli, f. 5. janúar
1944, Sigurður Þór-
arinn, 12. mars 1945,
Una Hlín, f. 1. októ-
ber 1947, Guðberg
Kristján, f. 28. mars
1949, Jónína Sig-
urborg, 16. ágúst
1952, Guðbjörg Ósk,
7. febrúar 1954, d. 10.
júlí 2007 og Höskuld-
ur Brynjar, f. 8. mars
1959.
Guðbjörg giftist í
Haukadal í Dýrafirði
hinn 15. júlí 2006 Haf-
steini Bergmann Sigurðssyni, f. 7.
ágúst 1943. Móðir hans er Ingveld-
ur Magnúsdóttir, f. 18.4. 1919 og
stjúpfaðir Ágúst Herbert Péturs-
son, f. 14.9. 1916. Guðbjörg átti
þrjú börn. Þau eru: 1) Gunnar
Ragnar Hjartarson, f. 21.1. 1976,
sambýliskona Þorbjörg Guð-
mundsdóttir, f. 24.1. 1973, synir
þeirra eru Þorgrímur Magni
Sveinsson, f. 15.6. 1994 og Guðberg
Ólafur Gunnarsson, f. 6.11. 2005. 2)
Kveðja frá eiginmanni.
Englarnir í himnaríki að Gullnu hliði gæta,
því Guðbjörg Ósk til dvalar þar er tilbúin að
mæta.
Hún hefur góðar væntingar um heimkomuna
hlýja
og hlakkar til að starfa á vettvanginum nýja.
Í Haukadal í Dýrafirði átti hún æskusporin
eltist þar við lambærnar í móunum á vorin.
Skömmu eftir fermingu flutti hún að heiman,
en fegurðinni vestfirsku aldrei tókst að
gleyma.
Út á vinnumarkaðinn sem unglingur hún sótti
og ákaflega duglegur starfsmaður hún þótti.
Gestirnir í Múlakaffi fljótir voru að finna
að fúslega hún Guðbjörg öllum vildi sinna.
Næstum aldarfjórðung þar undi hún sínum
högum
(það er ákaflega sjaldgæft í vinnu nú á
dögum).
Og starfsfólk BM Vallár störfin hennar metur,
þar stóð hún meðan stætt var, þangað til í
vetur.
Vel að sinni fjölskyldu gætti Guðbjörg líka
já, gæfa var það börnunum að eiga móður
slíka
sem umvafði þau hlýju, hlustaði og skildi
og heimilinu stýrði með umhyggju og mildi.
Barnabörnin níu sem ömmu sáran sakna,
af sælum ljúfum draumi á morgnana hér
vakna
Þar birtist hún þeim frískleg og faðmar vel og
lengi
fallegustu hnátur og þæga ömmudrengi.
Ég trúi að hún sendi mér sólargeisla hlýja
og sé á englavaktinni í dvalarstaðnum nýja.
Að halda áfram einsamall, það er þyngsta
þrautin
en þó er mikil huggun hve ljúf var ævibrautin.
Ég sakna þess að fá ekki að faðma hana
lengur
en finn að aldrei nokkurn tíma slitnar þessi
strengur
sem tengir saman ástvini óháð tíma og rúmi
og ylinn veita minningar, þó um stund nú
húmi.
Guðbjörg hefur lokakafla í lífsbókina skrifað,
þó lengur hér á jörðinni hún hefði viljað lifa.
Hjá englunum á himnum endurnýjast kraftur,
þar ætlar hún svo sannarlega að hitta okkur
aftur.
(UH)
Þín er sárt saknað, þinn
Hafsteinn.
Elsku mamma, hve ég sakna þín
mikið.
Þú sem varst alltaf mín stoð og
stytta, minn kennari og besti vinur.
Alveg frá upphafi til fullorðinsára höf-
um við gert allt saman. Þú kenndir
mér að labba, hlaupa, tala, syngja,
hjóla og jafnvel að sparka bolta. Þú
kenndir mér líka umburðarlyndi og
manngæsku, sem þú ljómaðir af alla
þína ævi, alveg fram á síðasta dag.
Enda held ég að hún hafi líka end-
urspeglast í matseld þinni. Margir
matreiðslumeistararnir myndu gefa
mikið fyrir snilli þína við eldavélina og
eins og margir vita er ég lifandi sönn-
un þess hve maturinn þinn var góður.
Ég verð þér ævinlega þakklátur
fyrir þá ást og umhyggju sem þú
gafst mér. Þvílík hetja sem þú varst,
ein kona með þrjú börn og aldrei
skorti mann neitt. Þú varst mamma,
þú varst pabbi, vinur og átrúnaðar-
goðið mitt. Ég vona svo sannarlega að
þú getir litið á mig og verið stolt af
sköpunarverki þínu, því ég mun alltaf
reyna að lifa undir þínum merkjum,
því það er alltaf betra að elska en að
hata. Þú elskaðir alltaf alla, sást alltaf
það jákvæða í öllum og gerðir aldrei
upp á milli neinna.
Elsku mamma, ég vona að þér líði
vel og ég veit að þú átt eftir að passa
okkur öll. Takk fyrir að hafa verið til!
Með miklum söknuði, þinn sonur að
eilífu
Gunnar Ragnar.
Elsku besta mamma mín.
Nú ertu farin úr lífi okkar en lifir í
hjarta okkar með yndisleg margar
minningar. Þú varst svo hugrökk og
dugleg í veikindum þínum og barðist
hetjulega við þennan ógnvekjandi
sjúkdóm og svo sterk huggaðir þú
okkur hin. Þegar ég hugsa um
mömmu mína dettur mér bara allt
það besta og góða í hug og ég fyllist
stolti af að hafa verið dóttir þín og
barnabörnin þín höfðu notið þeirra
forréttinda að eiga ömmu Guggu
faðm því amma Gugga gat gert allt.
Elsku mamma mín, mig langar til
að þakka þér fyrir að hafa gert mig að
þeirri manneskju sem ég er í dag. Þú
varst ekki bara yndisleg mamma og
amma heldur líka besti vinur í raun
og alltaf á bakvakt fyrir alla því hjálp-
semin og góðsemdin skein úr augun-
um þínum. Engin nema mamma gat
búið til ástríkt heimili og fjölskyldu úr
hóp ósamstæðra einstaklinga.
Takk fyrir okkur, mamma mín.
Guð geymi þig. Ástar- og saknaðar-
kveðja. Þín dóttir,
Halldóra Dögg.
Elsku Gugga, þú fórst fyrr en við
áttum von á. Alltaf heldur maður í
einfeldni sinni að það sé aðeins meiri
tími.
Það er skrítin tilfinning að koma í
Stararimann að hitta pabba, börnin
og barnabörnin ykkar, fjölskyldu og
vini og þú ert ekki þar að stjana í
kringum alla. Við erum samt öll hand-
viss um að þú sért með okkur öllum
um ókomna tíð og passir upp á okkur.
Hvíldin er komin, það hefði ekki verið
þú að vera veik í lengri tíma og geta
ekki sinnt þínum nánustu og heim-
ilisgestum. Dugnaðurinn og ósér-
hlífnin um þína ævi var með ólíkind-
um og aldrei kvartaðir þú þrátt fyrir
mikla vinnu í gegnum tíðina og miklar
þrautir þegar veikindin sóttu að.
Þú ert okkur ógleymanleg enda
tókstu á móti okkur og drengjunum
okkar sem amma þeirra af miklum
kærleik frá fyrstu stundu og eru sam-
verustundirnar með ykkur pabba
okkur kærar sem geymast í minning-
unni. Þær hefðu þó mátt vera fleiri og
minnir sorglegur missir okkur á að
hver stund er dýrmæt með ástvinum.
Það var svo sannarlega þér að þakka
að ég náði saman við pabba og það var
yndislegt þegar þið voruð með okkur
við háborðið í brúðkaupinu okkar. Við
erum þér ómetanlega þakklát fyrir
þann tíma sem þið áttuð saman, voruð
og eruð svo sannarlega sálufélagar og
var yndislegt að sjá hversu kært var á
milli ykkar. Pabbi hefur nú misst sína
stoð og styttu, þig sem varst honum
allt og leiddir hann styrkri hendi inn í
bjartari framtíð eftir erfiða tíma.
Börnin þín og barnabörn eru vitn-
isburður um hversu frábær mamma
og amma þú varst. Missir þeirra er
mikill enda óraunverulegt að þú sért
farin svo skyndilega. Við stöndum öll
saman á erfiðri stundu og hjálpum
pabba og fjölskyldunni að komast í
gegnum missinn og halda kærri
minningu þinni á lofti um alla framtíð.
Elsku pabbi, Gunni, Obba, Hall-
dóra, Jón Emil og börn, Þorsteinn og
María, Guð gefi ykkur styrk.
Hafþór, Hjördís, Andri Pétur
og Arnar Hugi.
Móðir mín Gugga hélt í hendur
mínar fyrstu árin en mun halda í
hjartað alla ævi.
Minningar þínar munu aldrei
gleymast en heldur betur geymast.
Loksins er núna búin veikin og nú
ert það þú sem verður hreykin. Megir
þú hvíla í friði og seinna hittumst við
aftur hjá hinu Gullna hliði.
Elsku mamma, ástar- og saknaðar-
kveðja.
Þorsteinn Óskar.
Þín við söknum, þig við lofum.
Þú gafst okkur allt sem þú áttir.
Þú vakir nú á meðan við sofum,
og varðveitir okkur um draumsins gáttir.
Þú ert hér, þar og alls staðar
í minningum, sál og líkama.
Okkar bestu kosti fram í okkur laðar.
Þú, sem okkur ert, vinur, amma og mamma.
Þín við söknum, þig við elskum.
Þú átt okkur öll.
Í minningum okkar þig við frelsum,
til að lifa án sjúkdómsins, ógnarköll.
Takk fyrir að hafa verið til!
Takk fyrir að lifa!
Minning þín að eilífu vil
í okkar hugum sem lífsins klukka tifa!
Til þín við viljum koma
og í fangi þínu vera.
En langt er ei að sækja
í minningarnar sem að eilífu munu lifa!
Við eigum stóra draumahöll, þú ert
það sem þar býr. Við söknum þín, þú
eilífa sýn. Mamma mín, amma mín og
það besta sem hér í heimi býr. Minn-
ingin er þín!
Þín
Þorbjörg G., Guðberg Ólafur
og Magni.
Lífsbók elsku Guggu, yndislegrar
mágkonu, systur og frænku er lokað.
Síðasti kaflinn í hennar lífi hefur verið
skráður og eftir sitjum við lömuð af
sorg og eigum bágt með að trúa sorg-
legum endi í sögu mikillar hetju. Nú
er hún laus við þjáningar og komin í
faðm foreldra og systkina, sem tekið
hafa á móti henni með útbreiddum
faðmi á ókunnri strönd.
Guðbjörg Ósk hét hún fullu nafni,
var falleg jafnt utan sem innan. Hrein
og bein og með gríðarstórt hjarta.
Alltaf var hún fyrst til að rétta þeim
hjálparhönd sem á þurftu að halda.
Mikið og traust samband var á milli
okkar. Við áttum svo góðar stundir
saman og minningar um þær munum
við geyma alla tíð í hjörtum okkar.
Fjölskyldan var Guggu mikilvæg.
Hún var drifkraftur í stórum systk-
inahópi og dáð af systkinabörnunum.
Alltaf var gott að koma til hennar. All-
ir alltaf velkomnir á fallega heimilið
hennar og Hafsteins. Fyrst og fremst
var Gugga falleg og góð móðir og
amma. Börnin hennar voru henni allt.
Fyrir þau lifði hún og var þeirra besti
vinur. Hún studdi þau og hvatti og tók
virkan þátt í þeirra lífi. Eina huggun
okkar sem eftir erum er að nú er hún
laus við miklar þjáningar og að hún
hefur fengið góðar móttökur ástvina
sinna. Sagan hennar lifir meðal okkar
og heldur áfram að breiða út boðskap
sinn. Við erum betri manneskjur eftir
að hafa þekkt og umgengist Guggu.
Við höfum lært af henni hvað virki-
lega skiptir máli í lífinu. Elsku Haf-
steinn, mundu að þú grætur vegna
þess sem var gleði þín, kærleikur og
ást. Guð gefi þér styrk til að halda
áfram, elsku vinur.
Elskulegu börn, tengdabörn og
barnabörn. Tíminn sem þið áttuð með
mömmu ykkar, tengdamömmu og
ömmu er dýrmætur og enn dýrmæt-
ari eru nú minningarnar fallegu sem
þið eigið. Hún gaf ykkur gott vega-
nesti út í lífið og við vitum að hún mun
halda áfram að vaka yfir ykkur og
vernda. Kæru ættingjar og vinir, góð-
ur Guð styrki ykkur öll og blessi
minningu um góða konu, Guðbjörgu
Ósk Gunnarsdóttur.
Ástvinir munu þér aldrei gleyma,meðan
ævisól þeirra skín.Þú horfin ert burt til
betri heima.Blessuð sé minning þín.
(Theodór Einarsson)
Hinsta kveðja
Ólafía, Kristján og fjölskylda.
Elskuleg mágkona mín, hún
Gugga, er látin langt um aldur fram.
Ég kynntist henni fyrir nokkrum ár-
um þegar bróðir minn kom með hana
í heimsókn til mín norður á Akureyri.
Um leið og ég tók í hönd hennar og
heilsaði fann ég strax að þar fór
traust og trygglynd kona. Já það var
ein mesta gæfa bróður míns, hans
Hafsteins, að kynnast henni Guggu
sinni. Það var einhvern veginn eins og
hún hefði alla tíð verið í þessari fjöl-
skyldu. Strax bast hún foreldrum
mínum sterkum böndum, aldraður
faðir minn, sem var orðinn lúinn og
lasburða, átti góða velgjörðarkonu
þar sem Gugga var og síðari árin var
hún styrkasta stoðin hennar móður
minnar og hefði ég viljað getað þakk-
að henni það betur.
Í u.þ.b. eitt ár hefur Gugga mín
barist við illvígan sjúkdóm og hafa
börnin hennar og Hafsteinn verið
hennar styrkur í veikindunum. Já ég
segi börnin hennar, það fann ég að
þau voru gullmolarnir í lífi hennar.
Því ein var hún lengi vel með börnin
sín þrjú, en dugnaður og seigla var
hennar aðalsmerki og öll eru þau frá-
bærir einstaklingar, hún gat verið
stolt af lífsstarfi sínu þótt það væri
allt of stutt. Í september sl. komum
við systkinin og afkomendur saman í
tilefni af því að faðir minn hefði orðið
90 ára, þá var Gugga orðin veik og
maður ýtti undir það að hún tæki því
rólega í undirbúningnum. En það var
nú ekki aldeilis það sem hún vildi, fyr-
ir Hafstein sinn skyldi hún standa í
stykkinu.
Fyrir rétt um ári hittust Gugga og
hennar ættingjar fyrir vestan, á ætt-
arsetri hennar í Dýrafirði. Öllum að
óvörum varð messan að brúðkaupi,
þar sem hún og Hafsteinn gengu í
hjónaband, ég hitti þau stuttu síðar
og gleðin ljómaði af henni er hún
sagði mér og manninum mínum frá
þessari stóru stund í lífi þeirra og eins
hvað einfaldlega gekk vel að leyna
þessu fyrir fólkinu. Ekki veit ég hvort
hana grunaði hve stutt væri eftir af
lífsgöngunni en eitt er víst að þrátt
fyrir mikið heilsuleysi dreif hún sig
snemma í sumar í ferð með eigin-
manni og börnum til Danmerkur og
naut þess mjög vel, ennfremur fór
hún ferð á æskustöðvarnar sem henni
þótti alla tíð mjög vænt um. Síðustu
mánuðir hafa markast af meðferðum
af ýmsum toga og veit maður að oft
komu erfiðir tímar ef allt gekk ekki
upp en þá kom enn og aftur þraut-
seigja þessarar vestfirsku kjarna-
konu í ljós. En að lokum var þessari
baráttu lokið í faðmi eiginmanns og
Unu systur hennar.
Elsku bróðir minn, Gunnar, Hall-
dóra, Þorsteinn, Hafþór, Íris, makar
ykkar og litlu ömmubörnin, Guð
styrki ykkur í sorginni. Elsku Gugga
mín, þín leið er inn í ljósið, hafðu þökk
fyrir allt og allt.
Þín mágkona
Ásgerður.
Elsku Gugga frænka mín er nú bú-
in að kveðja okkur. Ég minnist nú
margra góðra daga með henni, alls
staðar sem Gugga var þar var gaman.
Fyrstu minningar mínar af Guggu
eru í eldhúsinu í Norðurfelli, hún sat
við eldhúsborðið með kaffi og spjall-
aði við mömmu á meðan mamma
prjónaði.
Hún ól börnin sín þrjú upp ein og
gerði það vel. Alltaf vann hún mikið
en Gunni og Halldóra voru oft hjá
okkur á meðan Gugga vann. Seinna
þegar Þórsteinn Óskar fæddist voru
margar stundirnar sem ég man eftir
úr Engihjallanum þar sem Gugga
kom oft. Mér fannst alveg yndislegt
þegar Hafsteinn kom inn í fjölskyld-
una. Þau voru svo góð saman og ég sá
það strax að með þessum manni yrði
nú hún Gugga hamingjusöm. Hún
frænka mín gat gert margt og alltaf
var hægt að leita til hennar. Það var
alveg sama um hvað var spurt. Mér er
ofarlega í huga þegar ég hélt upp á 30
ára afmælið mitt. Ég spurði Guggu út
í hina ýmsu rétti og áður en ég gat
sagt nokkuð var hún búin að ákveða
að gera nokkra fyrir mig. Ég fékk
ekkert um það að segja. Það eina sem
hún vildi í staðinn var að njóta dags-
ins með mér.
Þegar Gugga og Hafsteinn fluttu
svo í fína húsið sitt í Stararima kíkti
ég ósjaldan í kaffi. Ég var svo ánægð
fyrir þeirra hönd, enda var húsið
mjög fallegt. Síðastliðið sumar stóðu
Gugga og Hafsteinn öllum að óvörum
fyrir ættarmóti. Öllum var safnað
saman í stóra tjaldið en mamma hafði
spurt mig hvort hún fengi afnot af
tjaldvagninum mínum sem ég jánkaði
auðvitað. Stuttu seinna kemur prest-
ur út úr tjaldvagninum í fullum
skrúða og örfáum mínútum síðar
renna Gugga og Hafsteinn í hlað
uppábúin og fín. Ég sá strax í hvað
Guðbjörg Ósk
Gunnarsdóttir
Það er nú orðið langt síðan
við unnum saman í „Dúkn-
um“ í Hagkaup, Gugga mín.
Þá var oft mikið um að
vera, og glatt á hjalla. Þarna
myndaðist skemmtilegur
hópur, og þú varst „yfir-
strumpurinn“ okkar.
Svo skildi leiðir. Hver og
einn fór að lifa sínu lífi, en
stundum hittumst við þó. Þá
var alltaf eins og við hefðum
hist síðast í gær.
Nú kveð ég þig að sinni,
vinkona.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Kveðja.
Ingunn Guðnadóttir.
HINSTA KVEÐJA