Morgunblaðið - 20.07.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2007 33
✝ Vera JóhannaValtýsdóttir
fæddist í Lübeck í
Þýskalandi 12.
nóvember 1928.
Hún andaðist á
elli- og hjúkr-
unarheimilinu
Grund 12. júlí síð-
astliðinn. For-
eldrar hennar voru
Anna Kreutzfeldt,
f. 14. janúar 1901,
d. í maí 1993, og
Walter Kreutz-
feldt, f. 18. maí.
1900, d. í maí 1974. Bræður
Veru eru a) Walter Kreutzfeldt,
f. 14. janúar 1934, d. 1997,
kvæntur Dorit Kreutzfeldt, börn
þeirra Mike og Stefan, þau eiga
fimm barnabörn og b) Rolf
Kreutzfeldt, f. 1938.
Eiginmaður Veru var Einar
Kárason, f. 18. mars 1914, d.
fleiri stúlkum á árunum eftir
stríð. Hún réð sig sem ráðskonu
við virkjun á Sauðanesi í Laxár-
dal í Austur-Húnavatnssýslu.
Fór aftur út tveimur árum síð-
ar, en þar sem lítið var um
vinnu að hafa í Þýskalandi kom
hún aftur til Íslands. Vann á
matstofu Austurbæjar í Reykja-
vík þar sem hún kynntist eig-
inmanni sínum, Einari Kárasyni
leigubifreiðarstjóra. Vera starf-
aði á tímabili í fiskvinnslu og
við umhirðingarstörf á Elli- og
hjúkrunarheimilinu Grund.
Lengstan hluta ævinnar var hún
húsmóðir og jafnframt tók hún
virkan þátt í kvenfélagsstörfum,
þar á meðal hjá Hreyfli og í Bú-
staðasókn. Vera var búin að
berjast hetjulega við þann ill-
víga sjúkdóm krabbamein sl. 11
ár. Hún fór á Dvalarheimilið
Blesastaði 20. mars 2002 og 20.
september 2006 fór hún á Elli-
og hjúkrunarheimilið Grund,
þar sem hún var orðin það mik-
ið veik, og var þar þar til hún
andaðist.
Vera Jóhanna verður jarð-
sungin frá Bústaðakirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 11.
1969. Börnin þeirra
eru: 1) Guðmundur
Valdi, f. 7. febrúar
1955. 2) Gísli, f. 23.
júní 1956, unnusta
Svandís Kjartans-
dóttir. Dóttir hans
og Lilju Kristjáns-
dóttur, f. 11. mars
1970, er Jóhanna
Kristín, f. 23. janúar
1987. 3) Einar, f. 23.
júní 1956, kvæntur
Sigurbjörgu Gyðu
Tracey, f. 22. júlí
1967. Börn þeirra
eru: a) Anna Rósa, f. 10. janúar
1979, gift Sigurjóni Sveinssyni,
f. 12. nóv 1979. Börn þeirra eru
Ísar Máni, f. 9. ágúst 2004, og
Aþena Rós, f. 21. desember 2006.
b) Elísa, f. 7. október 1986, unn-
usti Sigurður Einar Einarsson, f.
17. júlí 1981.
Vera kom til Íslands ásamt
Elsku mamma, við erum svo
þakklátir fyrir að hafa átt þig sem
móður. Þú hugsaðir alltaf svo vel
um okkur, þó við værum þér
stundum erfiðir. Þetta var erfið
barátta hjá þér og þú varst svo
sterk. Það var sárt að horfa upp á
þig þjást síðasta árið, en nú ertu
loks búin að fá hvíldina sem þú
þráðir síðustu vikurnar. Eftir að
þú ert búin að fara í gegnum móð-
una miklu vitum við að þú ert hjá
pabba. Við kveðjum ykkur með
söknuði en minningarnar munu
lifa. Hvílið saman í friði, ykkar
synir
Guðmundur og Gísli.
Elsku Vera, nú hefur þú kvatt
þennan heim og farið á betri stað,
eftir þrautagöngu erfiðs sjúkdóms.
Ég minnist þín sem þrautseigrar
„klassa“-konu og heimsborgara,
því það varst þú, ætíð vel til höfð
og vönduð. Ég minnist frásagna
þinna af ferðum þínum um allan
heim, en þau eru fá löndin, sem þú
ekki varst búin að ferðast til.
En samt er það efst í huganum
þegar þú aðeins 19 ára þá eftir
stríðið ákvaðst að fara til Íslands.
Og lýstir því með kímni hvernig
landið, sem varð svo þitt, kom þér
fyrir sjónir við fyrstu sýn. Norður-
land með bláum, háum fjöllum,
litlum bóndabæ, lengst inni í dal.
Það sem ég sé þig fyrir mér hrista
voðirnar, sópa rykinu út um bæj-
ardyrnar, og allar gluggakistur
fullar af tómataplöntum og ag-
úrkuplöntum sem þú ræktaðir af
fræjum frá Þýskalandi og varst
brautryðjandi að hér á landi. Já,
áræðnin og dugnaðurinn hefur allt-
af fylgt þér. Það er margt sem þú
hefur gengið í gegnum um ævina
og það kennir okkur að láta ekki
deigan síga.
Til Reykjavíkur lá þín leið, þar
sem þú bjóst lengst af á Sogaveg-
inum með börn og buru, þar var
alltaf heitt á könnunni, stollen-
brauð og tertur sem voru engu lík-
ar, flottar og góðar, matagerðin
þín var snilld, garðurinn sólríkur
með blómum og berjum.
Ég minnist daganna í garðinum
Ég minnist Þýskalandsferðarinnar.
Þroskað axið lútir kolli
nú er baráttan búin.
Regnið sólin vindar allt
lífið er fallandi valt.
Elsku Vera, ég þakka þér af al-
hug fyrir alla góðu minningarnar
og góðu stundirnar. Guð geymi
þig, þín
Sigurbjörg Gyða.
Elsku Vera amma, megi Guð
geyma þig og við vonum að þér líði
vel núna.
Þú sýndir það og sannaðir að
það er hægt að sigrast á mörgu, og
kunnum við ekki að telja allt það
upp sem þú hefur lent í um ævina.
Þú komst hingað til landsins frá
Þýskalandi, aðeins 19 ára gömul og
byrjaðir að vinna hérna á Íslandi
eins og margar aðrar konur.
Við þökkum Guði fyrir að þú
komst til Reykjavíkur og fannst
hann Einar, þinn elskaða eigin-
mann. Með honum eyddir þú því-
næst um 20 árum þar til krabbinn
tók hann. Þú syrgðir hann alla tíð
og sagðir að þið hefðuð átt mjög
gott hjónaband. Þegar Einar afi
féll frá voru faðir okkar og tví-
burabróðir hans aðeins 12 ára
gamlir. Með þrjá unga syni léstu
samt ekki deigan síga og vannst af
hörku til að hafa í þá og á, samt
fannstu alltaf einhverja leið til að
skrapa saman aura og flakka um
heiminn. Ævintýramennskuna höf-
um við systurnar sennilega erft frá
þér.
Þú varðst himinlifandi þegar
faðir okkar sagði þér tíðindin að
nú værir þú að verða amma og
ekki síður glöð og hissa þegar ég
tilkynnti þér fyrir tæpum þremur
árum að þú værir orðin langamma.
Þá fannst þér þú vera orðin gömul.
Þú hafðir yndi af börnum og eitt
sinn sagðir þú okkur að þig hefðir
alltaf dreymt um að verða ljós-
móðir.
Með þrjá syni, þrjú barnabörn
og tvö barnabarnabörn, ertu rík
kona. Ekki gleymum við Snotru,
hvítu kisunni þinni sem var alin
upp á rjóma og rækjum, hamingju-
samari köttur hefur varla verið til,
enda lifði hún fram í háa elli.
Minningar okkar eru margar frá
Sogaveginum, þar sem þú bjóst,
ásamt tveimur sonum þínum. Sól-
ríkur garðurinn á sumrin, angandi
af sólberjum og rifsberjum. Þar
sast þú oft og dáðist að fegurðinni.
Það var, höldum við bara, alltaf sól
í garðinum þínum. Þegar líða tók
að jólum angaði húsið þitt af pip-
arkökum og framandi hunangskök-
um, sem þú fékkst sendar frá
Þýskalandi. Aldrei fór maður
svangur heim frá þér, því þú dróst
alltaf fram allskonar góðgæti af
bestu sort. Við systurnar erum
sólgnar í salatið sem þú kenndir
mömmu að framreiða og er það
fastur liður á borðum okkar. Þú
hafðir yndi af bókum og reyfurum
og last allt á íslensku, enda leistu á
þig sem sannan Íslending. Við
söknum blæsins í röddinni þinni,
sem var alla tíð með þýskum hreim
og skrýddur fáum þýskum atviks-
orðum. Þú hafðir reglulega sam-
band við ættingja þína úti, bræður
þína og þá helst Valda bróður þinn
og konu hans Dorit, ef til vill hafið
þið talað tímunum saman í síma og
skipst á fréttum af fjölskyldunni,
það var svo fyrst fyrir nokkrum
dögum að ég heyrði í henni Dorit.
Það kom þó ekki í veg fyrir að við
töluðum heillengi saman, þó þýsk-
an mín sé ekki upp á marga fiska.
Henni þótti mjög miður að heyra
fréttirnar og bað fyrir bestu kveðj-
ur til okkar allra á þessum sorg-
ardegi. Bróðir þinn Rolf var einnig
hryggur og bað fyrir kveðjur.
Seinasta hluta ævi þinnar bjóstu
á heimili að Blesastöðum og síðast
Grund. Þar var hugsað vel um þig
og þar leið þér vel. Það var svo
krabbinn sem á endanum tók þig
eins og eiginmann þinn og hvílir
þú nú við hlið honum. Guð geymi
þig og hann.
Anna Rósa Einarsdóttir,
Elísa Einarsdóttir.
Þó þú langförull legðir
sérhvert land undir fót,
bera hugur og hjarta
samt þíns heimalands mót.
(Stephan G. Stephansson.)
En á ný er maður minntur á fall-
valtleika lífsins, þegar einu og einu
okkar er kippt í burtu og spurnir
kvikna „Hver er næstur?“ Þau eru
orðin æði mörg skörðin sem komin
eru í hóp fyrstu íbúa við Sogaveg.
Vera var ekki einungis ein af
fyrstu íbúum við Sogaveg, heldur
innflytjandi til landsins – nýbúi.
Hún var ein í hópi glæstra kvenna
sem komu til landsins frá Þýska-
landi, ráðnar til að stunda störf í
sveitum landsins, sem þá skorti
vinnuafl, ekki síst vinnu kvenna.
Það átti samt ekki fyrir Veru að
liggja að verða sveitakona, þó að
ég efist ekki um að þar hefði hún
blómstrað, sökum dugnaðar og
verkfærni. Snilli hennar við mat-
argerð var rómuð, allt varð að
veisluréttum í höndum hennar.
Fljótlega eftir komu hennar til
landsins kynntist hún verðandi eig-
inmanni sínum Einari Kárasyni og
eignuðust þau þrjá syni. Fáum ár-
um síðar flytja þau í næsta hús við
mig og okkar kynni hefjast. Þar að
auki voru menn okkar báðir leigu-
bílstjórar á sömu stöð.
Við vorum báðar meðlimir og
stofnendur Kvenfélags Hreyfils og
störfuðum þar á meðan það félag
var til.
Á sínum barns- og unglingsárum
kynntist hún eldmóði Hitlersæsk-
unnar, lifði sem unglingur hörm-
ungar stríðsins og niðurlægingu
þýsku þjóðarinnar. Þetta var lífs-
reynsla sem aldrei gleymist. Vera
var alla tíð mikill ættjarðarvinur
og undir lok æviskeiðsins, var hún
með óljósa þrá, eða drauma um
afturhvarf á æskuslóðir. Ég var
svo heppin að ferðast með henni
og undir hennar stjórn um æsku-
slóðir hennar og fór með henni og
foreldrum hennar í árlegt sumarfrí
þeirra til Austurríkis og dvaldi í
bændagistingu hátt til fjalla. Það
var ógleymanlegt ævintýri. Öðru
sinni fórum við til Ítalíu til að
njóta baðstrandarlífs, sem hún
kunni vel að meta.
Um miðbik ævinnar glímdi hún
við erfið veikindi. Hún þufti að
fara í stóra krabbameinsaðgerð,
ásamt öllu því sem því fylgir. En
þrátt fyrir það vann hún ýmis störf
utan heimilis, t.d. fiskvinnu og eld-
hússtörf, þar á meðal á Hjúkr-
unarheimili Grundar.
Eftir lát eiginmanns bjó hún
sonum sínum tveim heimili á Soga-
veginum, en sökum lélegrar heilsu
og þverrandi krafta var talið nauð-
synlegt að hún færi á umönnunar-
stofnun, sem ekki eru á hverju
strái. Hún var nokkur ár á dval-
arheimilinu Blesastöðum, þar sem
henni leið vel, en þrátt fyrir gott
atlæti þráði hún að vera nær sín-
um nánustu.
Síðustu mánuði ævinnar dvaldi
hún á Dvalarheimilinu Grund.
Ég sendi öllum ástvinum sam-
úðarkveðjur. Blessuð sé minning
Veru Jóhönnu.
Rósa Sveinbjarnardóttir.
Þá ertu farin, mín kæra vinkona.
Vera mín, ég sit hér í sólinni og
rifja upp þær ánægjustundir sem
við höfum átt í 45 ár.
Vera kom til Íslands, ásamt
fleiri þýskum stúlkum, og giftist
Einari Kárasyni leigubílstjóra og
eignaðist með honum þrjá drengi.
Fjölskyldan bjó á Sogavegi 128.
Dag einn bankaði sorgin upp á hjá
þeim þegar Einar greindist með
krabbamein og lést hann haustið
1969. Fljótlega fór Vera að vinna á
elliheimilinu Grund og vann þar í
nokkur ár. Síðar vann hún við hót-
elstörf og líkaði vel. Þegar við
hjónin fluttum á Sogaveginn
bjuggu þar fyrir skemmtilegir ná-
grannar. Lífið var eins og í litlu
þorpi, fólkið var innilegt og hjálp-
samt, það heimsótti hvað annað og
spjallaði saman um tilveruna.
Vera mín, ég minnist þess með
ánægju þegar þú baðst mig um að
koma með þér til Lübeck í Þýska-
landi þar sem þú ert fædd og upp-
alin. En þangað fórstu eins oft og
þú hafðir möguleika á, til að sjá
móður þína og fólkið þitt. Þegar til
Þýskalands var komið tók bróðir
þinn á móti okkur. Það var
ánægjulegt að kynnast þínu fólki
sem dekraði við okkur á allan hátt.
Þetta var yndislegt ferðalag, við
fórum upp Rínardalinn og til Sviss.
Allan tímann var sólskin og gott
veður og þú varst frábær ferða-
félagi. Síðar fórum við saman í
fleiri skemmtilegar ferðir, m.a. til
Grikklands og Spánar. Ekki má
gleyma öllu búðarápinu og
Kringluferðunum. Við nutum þess
saman að skoða í búðarglugga og
fá okkur kaffi og meðlæti þegar
búið var að versla. Þú varst mikil
matreiðslukona og elskaðir að búa
til góðan mat, smyrja fínirís brauð
og baka. Enda varst þú í kven-
félaginu hjá Hreyfli og Bústaða-
kirkju. Það var alltaf nóg að gera
og svo var gott að heimsækja þig
og komast í kræsingarnar hjá þér.
Hin síðari ár fór heilsuleysið að
hrjá þig þannig að þú gast ekki
verið lengur ein heima. Svo þú
fluttist austur að dvalarheimilunu
á Blesastöðum. Við höfðum alltaf
símsamband svo ég gæti fylgst
með þér. En að lokum varstu orðin
svo veik að þú varst send á elli-
heimilið Grund. Þá gat ég komið til
þín og setið hjá þér,
Vera mín. Ég þakka þér fyrir
samfylgdina í gegnum árin. Guð
blessi fjölskyldu þína.
Hver minning dýrmæt perla að
liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka þér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Hvíl í friði, elsku Vera.
Eygló Benediktsdóttir.
Vera Jóhanna
Valtýsdóttir
Nú opnar fangið fóstran góða
og faðmar þreytta barnið sitt;
hún býr þar hlýtt um brjóstið móða
og blessar lokað augað þitt.
Hún veit, hve bjartur bjarminn var,
þótt brosin glöðu sofi þar
(Þorsteinn Erlingsson.)
Hvíl í friði, elsku amma
Vera.
Jóhanna Kristín og
Arnþrúður.
HINSTA KVEÐJAstefndi og hjarta mitt fylltist af gleði
og tárin runnu niður kinnarnar. Þetta
brúðkaup var eitt það fallegasta sem
ég hef orðið vitni að.
Gugga var kraftakona og sagt er að
Guð leggi ekki meira á menn en þeir
þola. Ég get fullyrt að hún Gugga mín
var með ansi breitt bak. Þegar ég
frétti af því að hún hefði greinst með
krabbamein varð ég svolítið reið og
sár. Mér fannst þetta ekki rétt að
leggja þetta á hana elsku frænku
mína, sem hafði nú barist fyrir sínu.
Ég veit að þetta var oft mikill
áhyggjutími hjá Hafsteini og börnun-
um.
Gugga var sterk í veikindum sínum
og þegar kallið kom þá brá mér. Ég
hélt að maður gæti undirbúið sig en
það skal með sanni segja að ég var
ekki undirbúin og sennilega fæstir.
Börnin mín hugsa mikið um hvað
hún frænka sé að gera núna og ég hef
sagt þeim að núna líði Guggu vel.
Núna finnur hún ekki til. Skömmu
síðar sögðu þau að núna væru Elli afi
og Gestur afi að spjalla við hana
Guggu og þeir myndu passa hana vel
fyrir okkur. Ég var sammála því.
Og svipur hennar sýndi,
hvað sál hennar var góð.
Það hló af ást og æsku,
hið unga villiblóð.
Ég bý að brosum hennar
og blessa hennar spor,
því hún var mild og máttug
og minnti á – jarðneskt vor.
(Davíð Stefánsson.)
Elsku Hafsteinn, Gunni, Hadda,
Þorsteinn, Hafþór, Íris, tengdabörn
og barnabörn ég hugsa mikið til ykk-
ar. Megi guð blessa ykkur og varð-
veita.
Ingibjörg Gestsdóttir.
Það eru rétt 15 mánuðir síðan hún
kom til mín til að segja mér að hún
hefði verið að fá þann úrskurð að hún
gengi með krabbamein. Það sama og
systir hennar hafði látist úr árinu áð-
ur. Í huga hennar var þó ekkert víl
eða ótti, erindið hennar var einfalt til
viðbótar því að láta mig vita vildi hún
ganga úr skugga um að starfið biði
hennar þá hún hefði sigrast á sínum
sjúkdómi. Sú fullvissa var henni auð-
fengin af minni hálfu því hún var slík-
ur starfsmaður okkur hjá BM Vallá
að leitun var að hennar jafnoka. Í
hennar hugarheimi var ekki til neitt
það orðtæki eins og „þetta er ekki
hægt“ eða „þetta get ég ekki“. Hjá
henni var sýnin alltaf: Hvernig leys-
um við málið? Er ekki öruggt að við
vinnum þetta verkið eða hitt? spurði
hún þegar umræðan um komandi
stórverkefni fór fram í mötuneytinu
og brýndi okkur til dáða.
Metnaður hennar fyrir okkar hönd
var mikill og hún vildi ekkert annað
en að við værum fremst á hverjum
tíma „áfram með ykkur, strákar“
„drífið í þessu“ hljómaði ósjaldan í
mötuneytinu hjá henni þegar hún
hvatti liðið.
Hún var valkyrja í hug og hjarta og
vestfirsk að auki.
Sigur vildi hún helst í hverju máli.
Að minnsta kosti að hver gerði sitt
besta og legði sig allan fram.
Það gerði hún sjálf svo sannanlega í
sínu lokastríði við sín mein og dró
hvergi af sér. Í því stríði skiptust á
skin og skúrir og nokkrum sinnum
kom hún til að láta okkur samstarfs-
fólk sitt fylgjast með og þá sérstak-
lega þegar hún sjálf eygði von um
bata.
Hún varð þó að lokum að lúta í
lægra haldi þegar hún lést á heimili
sínu hinn 10. júlí. Hún gafst ekki upp
fyrr en í fulla hnefana því eitt hennar
síðasta verk var að ferðast með eig-
inmanni sínum til Danmerkur í júní
og að síðustu á heimaslóðir í Dýrafirði
rétt áður en hún dó. Hún dó svo sann-
anlega standandi eins og valkyrju
sæmdi.
Við samstarfsmenn hennar hjá BM
Vallá sendum Hafsteini og allri fjöl-
skyldu þeirra okkar dýpstu samúðar-
kveðjur og geymum með okkur góðar
minningar um einstakan starfsfélaga.
Víglundur Þorsteinsson.
Fleiri minningargreinar um Guð-
björgu Ósk Gunnarsdóttur bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu á
næstu dögum.