Morgunblaðið - 20.07.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2007 35
Atvinnuauglýsingar
Verktakafyrirtæki
í byggingariðnaði
óskar eftir að ráða góðan smið eða húsasmíða-
meistara sem verkstjóra. Verður að hafa góða
stjórnunarhæfileika.
Upplýsingar í síma 820 7060 eða 820 7062.
Starfsmaður í
móttöku
Starfsmaður óskast í móttöku NordicaSpa,
bæði í fullt starf og hlutastarf. Vinnutími í fullt
starf er 06.00-14.00 (miðvikudaga og
föstudaga) og 14-21.00 (mánudaga, þriðjudaga
og fimmtudaga) og 8.30-18.30 annan hvern
laugardag. Vinnutími fyrir hlutastarf er 2 kvöld í
viku frá 16.00-21.00 og aðra hvora helgi.
Vinsamlegast sendið umsóknir til:
ragnheiduur@nordicaspa.is. Viðkomandi þarf
að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar um
starfsemi NordicaSpa er að finna á
www.nordicaspa.is.
Raðauglýsingar 569 1100
Fyrirtæki
Rekstur fiskiðjuvers
Til sölu er rekstur fiskiðjuvers á höfuðborgar-
svæðinu. Aðalstarfsemi er kaup, vinnsla og
sala á ferskum og frystum bolfiski. Langtíma
framleiðslu- og sölusamningar liggja fyrir við
bæði erlenda og innlenda kaupendur ásamt
þróunarverkefnum með erlendum aðilum.
Rekstur þessi hefur skilað ágætri arðssemi og
stöðugleiki hefur verið í starfseminni sem
núverandi eigandi mun aðstoða við að tryggja
að framhald verði á. Mjög góður tækja- og
vélakostur sem ásamt skipulagi húsnæðis,
skapar mikinn sveigjanleika í vinnslu.
Öll aðstaða fyrir starfsfólk til fyrirmyndar.
Húsnæði og tækjakostur á hagstæðum leigu-
samningi til minnst fimm ára. Möguleiki er á
að kaupa fasteignina sem hýsir reksturinn.
Áhugasamir hafi vinsamlegast samband við
Hróbjart Jónatansson hrl. í síma 533 3333 eða
hj@jonatansson.is fyrir lok dags 25. júlí nk.
Kennsla
Waldorfskólinn
Lækjarbotnum
Óskum eftir að ráða kennara í 100% störf, á
yngsta stigi, miðstigi og unglingastigi. Leitum
að dugmiklu, jákvæðu og skapandi fólki sem
hefur áhuga á að taka þátt í uppbyggingu
skólans. Umsóknir sendist á
waldorf@simnet.is og thorat@visir.is.
Nauðungarsala
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirtalinni eign verður háð, sem hér segir:
Lambeyri, fn. 214-1262, þingl. eign Lambeyrar ehf., verður háð á eign-
inni sjálfri, fimmtudaginn 26. júlí 2007 kl. 11.00. Gerðarbeiðandi er
Byggðastofnun.
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki,
19. júlí 2007.
Ríkarður Másson.
Til sölu
Bókaveislan
eina og sanna heldur áfram
í Kolaportinu
Höfum bætt við fullt af fínum bókum.
Erum hafnarmegin í húsinu.
Ath. varist eftirlíkingar
Opið um helgina kl. 11-17.
Ýmislegt
Víst eru áhugaverð stefna og
störf Þingvallastjórnarinnar. Tekst að hverfa frá
ferli opinberra risaframkvæmda, sem reistar
eru á ábyrgð og kostnað almennings á svo
vesælum forsendum að Alþingi ákvað að leyna
þeim? Eða á enn að niðurbjóða aðstöðu okkar
og náttúruauðlindir í kapp við þjóðir, sem í
neyð brjóta gegn þjóðlegum og alþjóðlegum
náttúruverndar- og mengunarmarkmiðum?
Hafnfirðingar hafa staðfest breytt viðhorf, svo
og Frakkar, sem kusu umhverfisverndar- og
hægrisinnann, Sarkozy, forseta. Kjósendur
Framsóknar virðast á sömu leið. Fylgi
Framsóknar fór úr 23,3% og 15 þingmönnum
1995 í 11,7% og 7 þingmenn 2007.
Tómas Gunnarsson, áhugamaður um opinbera stjórnarhætti.
gengur – en pössuðum upp á að teng-
ingin á milli okkar rofnaði aldrei al-
veg. Einhverju síðar þegar við hitt-
umst svo aftur allar þrjár – þá
komnar með fjölskyldur – var eins og
við hefðum kvaðst deginum fyrr. Alla-
vega höfðum við ekki þroskast meira
hver frá annarri en svo að þegar við
lögðum niður matseðlana og gerðum
okkur líklegar til að panta kom jafnan
í ljós að okkur langaði allar í sama
réttinn. Á þessum vinkonukvöldum
kom líka vel fram hversu stolt Böggý
var af fjölskyldunni sinni, enda jafn
stutt í stóra brosið og áður. Í lok
fundanna færðist spjallið oft yfir á
andleg málefni og stundum var
drukkinn með eins og einn Grand.
Alltaf hlæjandi, stöðugt brosandi,
þannig var Böggý. En nú þegar við
hugsum til baka lýsir það henni
kannski best að hún heilsaði fólki nán-
ast undantekningalaust með faðm-
lagi. Og líka þannig munum við okkur
elskulegu vinkonu. Undir lokin tókst
hún á við veikindi sín af æðruleysi og
hafði meiri áhyggjur af líðan annarra
en sinni eigin. Enn hlæjandi, enn með
útréttan faðm. Og nú er hún farin.
Okkur vinkonurnar skilur hún eftir
með minningar um heillandi hlátur,
einstaka vináttu og fallegan lífsskiln-
ing. Við vitum að Böggý er í ljósinu og
biðjum engla guðs að senda fjölskyldu
hennar kærleik og styrk í sorginni.
Vinkonurnar,
Herdís (Heddý) og Hulda.
Það er komið að kveðjustund, alltof
snemma slokknaði lífsljós Ingibjarg-
ar, hennar sem var öllum svo kær sem
hana þekktu. Á þessari stundu hugs-
um við, Ægiskrakkamömmurnar, til
baka og þökkum fyrir þann tíma sem
við áttum saman. Vináttuna, hlýjuna
og gleðina sem við deildum, þökkum
af einlægni margra ára samfylgd og
samvinnu sem aldrei bar skugga á.
Við þökkum líka alla hjálpsemina og
þolinmæðina við börn okkar, á sund-
mótum, í æfingabúðum og á keppn-
isferðalögum gegnum árin.
Þessi hópur, Ægiskrakkamömm-
urnar, kynntust á sundlaugabakkan-
um þar sem við vorum börnum okkar
til aðstoðar og sjálfum okkur til
ánægju. Lengi vel þekktum við ekki
hver aðra með nafni heldur vorum við
kenndar við börn okkar, þ.e. hún var
mamma Rikka og Erlu, við hinar vor-
um mömmur annarra barna sem æfðu
sund á vegum Sundfélagsins Ægis.
Samverustundirnar á bakkanum voru
skemmtilegur tími. Þessi sundbörn
sem einu sinni voru lítil uxu úr grasi og
fóru út í lífið og sundið varð ekki leng-
ur miðpunktur lífs þeirra. Þá stóðu
eftir á bakkanum sundmömmurnar
sem höfðu tengst vináttuböndum í
gengnum sundiðkun barnanna og
ákváðu, án þess að nokkur muni hvort
um það var tekin formleg ákvörðum,
að halda áfram að hittast reglulega og
gera eitthvað skemmtilegt saman.
Ingibjörg okkar var ein aðaldriffjöðrin
í að halda hópnum saman.
Við minnumst margra gönguferða,
sérstaklega í Geldinganes. Þar var
dúkað borð á steini, góðgerðir dregnar
upp úr bakpokum og spjallað og hlegið
í rigningarúða langa sumarnótt. Við
munum gönguferð um miðbæ Reykja-
víkur með heimsóknum í gallerí, og
eins og alltaf var talað og hlegið. Það
kvöld endaði í kvöldmat á veitingastað
og þar setti okkur hljóðar. Ingibjörg
sagði okkur að nú hefði dregið ský fyr-
ir sólu, heilsu hennar væri ógnað. All-
ar munum við viðbrögð okkar á þeirri
stundu. Okkur datt ekki í hug annað
en að hún næði fullri heilsu, hún sem
gekk yfir fjöll og firnindi, hjólaði yfir
Pyreneafjöllin og um Spán, svoleiðis
manneskju tekst allt sem hún ætlar
sér, héldum við. Raunin varð önnur,
rúmlega tveggja ára baráttu lauk með
ósigri, þó að allt væri reynt og hún
legði á sig hvað sem var, til að eiga að-
eins lengri tíma með ástvinum sínum.
Ingibjörg var einstök manneskja,
þar fór saman glæsilegt útlit, gáfur,
einstök hjartahlýja og trygglyndi. Öll-
um manneskjum, ungum sem öldnum
sýndi hún virðingu og hlýju.
Við Ægiskrakkamömmurnar send-
um Kidda, Rikka, Erlu, móður Ingi-
bjargar, systur hennar og fjölskyldum
þeirra okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Arna, Álfheiður, Guðrún,
Inga, María, Pirkko,
Ragnheiður, Ragna,
Þórunn J. og Þórunn G.
Við sjáum, að dýrð á djúpið slær
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng
að þar heyrast englar tala.
Og einn þeirra blakar bleikum væng
svo brjóstið þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi)
Í ljóði Davíðs Stefánssonar má
skynja djúpa en milda tjáningu á því
þegar ástvinur skilur við og fer yfir
mærin miklu. Það gæti sefað hjarta
okkar stutta stund þegar við hugsum
að með þeim viðskilnaði kemst kyrrð
og friður á.
Þegar við kveðjum ástvin í hinsta
sinn getum við fundið sem við værum
að kveðja ákveðinn hluta af okkur
sjálfum því þegar við elskum gefum
við af okkur óskilyrt og fáum gjarnan
að gjöf ákveðinn stað í hjarta þess
sem við elskum. Þegar við getum ekki
lengur faðmað og notið samfélags
sem við þekktum og gaf okkur til-
gang, verðum við að láta okkur duga
minningar. Minningar eru þess eðlis
að við getum séð ljóslifandi fyrir okk-
ur aðstæður og umhverfi sem við höf-
um verið í og getum endurupplifað til-
finningarnar sem við fundum. Þeir
einstaklingar sem næstir standa
hjartanu eru forsenda fyrir þeim
góðu minningum sem við eigum, því
án þeirra værum við ein.
Ingibjörg var gædd eiginleikum
sem eru eftirsóknarverðir í mannlegri
tilveru, það þekktum við sem hana
áttum að vinkonu. Við kynntumst í
öldungadeild FB, þegar við ákváðum
að taka stúdentspróf á fullorðinsár-
um, en við áttum einmitt 15 ára stúd-
entsafmæli í maí sl. Þann dag reikaði
hugur minn að útskriftardeginum og
ég skoðaði myndir sem teknar voru af
okkur. Þar brostu tvær konur, lífs-
glaðar og nokkuð sáttar við frammi-
stöðu sína enda ekki ástæða til ann-
ars, það var uppskerudagur og við
vorum ávaxtaprinsessurnar.
Ég geri mér grein fyrir hversu
ótrúlega dýrmæt hver stund er í
þessu lífi, meðan við getum notið sam-
félags við þá sem eru okkur kærir.
Við höfum aðeins þessa stund, gær-
dagurinn er liðinn og morgundagur-
inn ekki vís. Við verðum því að vaka til
að vera fær um að skynja það mik-
ilvæga sem gerist á hverri líðandi
stund. Ég tel það leiðina að fjársjóði
sem felst í að sjá hversu lífið og hver
einstök manneskja er dýrmæt. Ingi-
björg mun alltaf eiga stað í mínu
hjarta, ljósið sem frá henni lýsti, verð-
ur minning um heila og sterka konu
sem alltaf geislaði af krafti og hlýju.
Ég bið góðan Guð að varðveita og
styrkja fjölskyldu hennar og vini á
komandi tímum.
Hulda María Mikaelsdóttir
Tölgyes.
Böggý mín, nú hefur þú fengið
hvíldina sem þú, á stundum, varst far-
in að þrá enda líkaminn þinn fallegi í
fjötrum síðustu mánuðina. Núna sit
ég með votan hvarm úti í fallegri nótt-
inni aðeins örfáum tímum eftir að þú
kvaddir og minningarnar streyma
fram. Sorgin er sár en þakklætið yfir
að hafa fengið að njóta vináttu þinnar
og elsku í meira en 20 ár mildar sárs-
aukann.
Sólarlagið var svo fallegt í kvöld og
fannst okkur Bigga sem litadýrðin,
einstakt skýjafarið og Snæfellsjökull-
inn í allri sinni dýrð væru sérstaklega
að heiðra þig, kæra vinkona, enda
varst þú náttúrubarn af Guðs náð og
kunnir svo vel að njóta þess sem land-
ið okkar fallega hefur upp á að bjóða.
Fjallgöngur, skíði og hjólreiðar voru
nokkuð sem þú og Kiddi þinn stund-
uðuð stíft og það ekki einungis hér
heima, heldur og erlendis og höfðuð
þið m.a. hjólað Jakobsveginn, heila
1.000 km, örfáum mánuðum áður en
þú veiktist.
Þegar þú veiktist í byrjun árs 2005
ætlaðir þú þér að sigra og með já-
kvæðnina og óbilandi viljastyrk að
vopni hélstu á vit lyfjameðferða,
geisla og annarra læknaúrræða. Því
miður dugði það ekki til en eldmóður
þinn var einstakur og lætur hann ekk-
ert okkar, sem fylgst höfum með bar-
áttu þinni, ósnortið. Ég er þér afar
þakklát, Böggý mín, fyrir að þú sem
ávallt hefur gefið svo mikið með hlýju
þinni og einlægni, varst tilbúin að
þiggja þegar á reyndi og munu stund-
irnar sem við áttum saman síðustu
mánuði, í faðmi yndislegs starfsfólks
Líknardeildarinnar í Kópavogi, lýsa
sem ljós í safni minninganna. Við höf-
um spilað allan tilfinningaskalann með
mismiklum átökum þessa síðustu
mánuði en sem betur fer náði styrkur
bænarinnar að losa um mestu reiðina
og hjálpa okkur að sjá ljósið.
Við nokkrar vinkonur þínar fengum
tækifæri til að standa vaktina ásamt
yndislegri fjölskyldu þinni síðustu vik-
urnar og er ég afar þakklát fyrir það.
Það að hafa kynnst nánar vinkonum
þínum, elskulegri móður þinni og ein-
stakri konu sem hún Dísa systir þín er,
er nokkuð sem skilur mig eftir „ríkari“
en áður. Þökk sé þér! Far þú í friði,
kæra vinkona, fullviss þess að við sem
eftir erum hlúum hvert að öðru, rétt
eins og þér var svo einstaklega lagið
að gera.
Ég kveð þig með ljóðinu sem snart
mig svo mjög eina nóttina í vor en það
er úr ljóðabókinni „Bleikt eins og kær-
leikurinn“ sem ég greip á borðinu hjá
þér og opnaðist hún á ljóðinu Vinkona
kvödd.
Það birtir að vori, hvert blómstur nú vaknar
og bráðum mun sólin reka myrkrið á flótta
en hjarta mitt grætur og hugurinn saknar
því hönd þín er köld og mín sál fyllist ótta.
Þá man ég hlýju orðin þín, mildina þína
og mannkærleikann, sem fyllti þitt hjarta.
Ég brosi í gegnum tárin, brátt mun sorgin dvína
og bjartar nætur vorsins lýsa myrkrið svarta.
Við sjáumst ekki aftur, söngur þinn er hljóður
en sálir okkar mætast í ljósinúeins og fyrrum.
Tíminn sem við áttum var tær og hreinn og góður
Tryggðarböndin ofin á ljúfum stundum kyrrum.
(Rut Gunnarsdóttir)
Guð verndi þig, kæra vinkona.
Jóhanna og Birgir
úr Engjaselshópnum.
Fleiri minningargreinar um Ingi-
björgu Richardsdóttur bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu á næstu
dögum.