Morgunblaðið - 20.07.2007, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2007 37
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofan er opin frá kl. 9-16.30. Bingó kl. 14.
Bólstaðarhlíð 43 | Saltfisksetrið í Grindavík heimsótt fimmtu-
daginn 26. júlí. Ekið suður í Hafnir og þaðan til Grindavíkur.
Kaffiveitingar á veitingastaðnum Salthúsinu. Lagt af stað kl.
12.30, verð 2.100 kr. Skráning og greiðsla eigi síðar en 24. júlí.
Allir velkomnir. Uppl. í síma 535 2760.
Félagsheimilið Gjábakki | Handavinnustofan opin og heitt á
könnunni til kl. 16. Hádegisverður kl. 11.40. Allir eru velkomnir
að líta við, kíkja í blöðin, taka í spil eða bara spjalla. Félagsvist kl.
20.30.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Kl. 10 vefnaður og ganga. Kl.
11.40 hádegisverður.
Félagsstarfið Langahlíð 3 | Handverks- og bókastofa opin. Kl.
10 blaðaklúbbur og umræður. Kl. 13 opið hús, brids/vist spiluð.
Kl. 14.30 kaffiveitingar.
Furugerði 1, félagsstarf | Myndbandssýning í dag kl. 13.45.
Stiklur Ómars Ragnarssonar. Kaffiveitingar kl. 15. Allir velkomn-
ir.
Hraunbær 105 | Kl 9 kaffi, spjall og dagblöðin, baðþjónusta, kl.
12 hádegismatur, kl. 15 kaffi, kl. 14.45 bókabíllinn.
Hvassaleiti 56-58 | Hádegisverður kl. 11.30. Bingó kl. 13.30
spilaðar 6 umferðir, kaffi og meðlæti. Hársnyrting, s.
517 3005/849 8029. Blöðin liggja frammi.
Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15-
14.30 handavinna. Kl. 11.45-12.45 hádegisverður. Kl. 13.30-
14.30 sungið við flygilinn. Kl. 14.30-14.45 Kaffiveitingar. Kl.
14.30-16 dansað í aðalsal.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Bingó í dag kl. 13.30, allir velkomnir.
Félagsmiðstöðin er opin öllum óháð aldri.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Kvöldkirkjan er opin kl. 17-22. Sr. Jóna Lísa
Þorsteinsdóttir er til viðtals í kirkjunni og eftir samkomulagi í
síma 858 7282. Kvöldbænir kl. 20. Allir velkomnir.
ÞYKKVABÆJARKLAUSTURSKIRKJA | Haldið verður upp
á Þorláksmessu í sumar með kvöldguðsþjónustu kl. 20. Sr.
Ingólfur Harvigsson leiðir stundina. Þorvaldur Halldórsson
syngur og leiðir söng. Georges Antoine Geigy leikur á sekja-
pípu. Kaffiveitingar í Herjólfsstaðaskóla að lokinni guðsþjón-
ustu.
90ára afmæli. Í dag, 20.júlí, er sr. Húbert Óre-
mus CM níræður. Hann starf-
aði sem kaþólskur prestur í
tæplega 30 ár á Íslandi. Hú-
bert syngur messu (Þorláks-
messu á sumri) í dag, í Krists-
kirkju, Landakoti, kl. 18. Að
athöfninni lokinni tekur hann
á móti gestum í safnaðarheim-
ilinu, Hávallagötu 16.
25ára afmæli. GunnarÖrn Ingólfsson er tutt-
ugu og fimm ára í dag. Í tilefni
dagsins deilir hann súkku-
laðiköku með sínum nánustu
og tekur á móti hugskeytum
frá öðrum vinum og vanda-
mönnum frá kl. 18-22.
dagbók
Í dag er föstudagur 20. júlí, 201. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (Sálm. 23, 6.)
Hátíð verður haldin á Húsavíkvikuna 23. til 29. júlí. Mar-grét Kröyer er verkefn-isstjóri Húsavíkurhátíðar
sem hefst með Sænskum dögum og
lýkur með Mærudögum: „Sænskir dag-
ar verða settir á mánudag og standa út
fimmtudag og verður heilmikið um að
vera í bænum,“ segir Margrét en Hús-
víkingar hreykja sér af því að hinn
sænskættaði Náttfari hafði fyrstur
manna vetursetu á Íslandi skammt
þaðan sem Húsavíkurbær stendur nú
árið 870. „Við fáum í heimsókn til okkar
stóran kór frá Svíþjóð og munu með-
limir hans taka þátt í námskeiðahaldi
sem hefð er fyrir á Sænskum dögum.
Nefna má sem dæmi námskeið í leiklist
og keramík, kynningu á verkum Ast-
ridar Lindgren, leiðsögn í hnýtingu
siglingahnúta og siglingu eftir stjörn-
unum.“
Loftbelgur verður á Húsavík á með-
an á hátíðinni stendur og býður upp á
ferðir kvölds og morgna og styttri ferð-
ir yfir daginn ef veður leyfir, lifandi
tónlist verður öll kvöld niðri við Húsa-
víkurhöfn og nútímasirkusinn Lice de
Luxe kemur alla leið frá Barcelona til
að halda sýningar fyrir hátíðargesti
þriðjudag og miðvikudag: „Sænskum
dögum lýkur svo formlega með harm-
onikkuballi á fimmtudeginum í tjaldi
við höfnina þar sem heimsþekktir
harmonikkuleikarar frá Svíþjóð, Nor-
egi og Íslandi spila saman í einu alls-
herjar fjöri.“
Mærudagar er húsvíska fyrir
Nammidagar og er dagskrá helg-
arinnar eftir því: „Á Mærudögum í ár
verður m.a. bílasýning á vegum Ferða-
klúbbsins 4x4 og bifhjólasýning, skot-
bakkar og spákona. Ball fyrir 18 ára og
yngri verður haldið á fimmtudags-
kvöldinu og Ína og hljómsveit spila á
balli á föstudaginn en á föstudag verð-
ur einnig haldin flugeldasýning,“ segir
Margrét. „Leikklúbburinn Lotta flytur
leikritið Dýrin í Hálsaskógi í skrúð-
garðinum á laugardag og við höldum
útimarkað og tívolí og laugardagsball
með hljómsveitinni Hefner.“
Finna má nánari upplýsingar um
dagskrá Húsavíkurhátíðar á slóðinni
www.nordurthing.is. Boðið er upp á
rútuferðir frá Raufarhöfn og Kópa-
skeri til Húsavíkur á föstudag og laug-
ardag.
Fögnuður | Sænskir dagar og Mærudagar haldnir á Húsavík 23. til 29. júlí
Húsvíkingar halda hátíð
Margrét Kröyer
fæddist á Ak-
ureyri 1967. Hún
lauk stúdentsprófi
frá MA 1987, lauk
námi í grafískri
hönnun frá Mynd-
listarskólanum á
Akureyri 1996 og
lagði stund á við-
skiptanám við HA. Margrét starfaði
við umbrot og auglýsingagerð, og
hefur í þrjú ár starfrækt auglýs-
ingastofuna Imago. Hún tók við
starfi verkefnisstjóra Húsavík-
urhátíðar árið 2007. Sambýlismaður
Margrétar er Magnús Gehringer við-
skiptafræðingur og eiga þau sam-
anlagt þrjár dætur.
Tónlist
Duus hús | KK & Maggi Eiríks halda tónleika í
Bíósalnum í Duushúsum í Keflavík á föstu-
dagskvöldið kl. 20.30. Á efnisskránni verða
m.a. lög af nýrri plötu þeirra félaga, „Lang-
ferðalög“, auk annarra þekktra sönglaga úr
fórum þeirra félaga. Miðasala er við inngang-
inn og hefst kl. 20.
Ketilhúsið Listagili | Tónleikar með Dúóinu
Paradís kl. 12. Hafdís Vigfúsdóttir á flautu og
Kristján Karl Bragason á píanó. Aðgangseyrir
er 1.000 kr. og tónleikarnir standa í um 50
mín.
Myndlist
Gallerí Tukt | Torfi Fannar sýnir málverk og
skúlptúra.
Skemmtanir
Vélsmiðjan Akureyri | Geirmundur Valtýsson
spilar föstudag og laugardag. Húsið opnar kl.
22, frítt inn til miðnættis.
UNGUR drengur stekkur út í sundlaug í
Vín, höfuðborg Austurríkis í gær. Kælingin
hefur eflaust verið kærkomin fyrir dreng-
inn og vini hans því óvenju miklir hitar
hafa verið í landinu að undanförnu. Sam-
kvæmt veðurspá fyrir daginn í dag nær hit-
inn í Vín allt að 38 gráðum á hádegi. Hvergi
í Evrópu sjást hærri hitatölur um þessar
mundir þótt hitinn fari um og yfir 30 stig á
Spáni og Ítalíu í dag.
Kærkomin kæling
Reuters
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐINU hefur
borist yfirlýsing frá þingflokki
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs um
stóriðju, nátt-
úruvernd og
vistvæna
orkustefnu:
„Þing-
flokkur
Vinstrihreyf-
ingarinnar –
græns fram-
boðs lýsir
miklum
áhyggjum
vegna þeirrar stefnu ríkisstjórn-
arinnar að heimila að áfram sé
haldið undirbúningi álverk-
smiðja í Helguvík, í Straumsvík,
á Húsavík og víðar í skjóli út-
gefinna rannsóknaleyfa til orku-
öflunar. Yfirlýst stefna ríkis-
stjórnarinnar breytir að mati
talsmanna orkufyrirtækjanna
engu um þessi framkvæmda-
áform, þótt annað hafi verið gef-
ið í skyn af iðnaðarráðherra.
Þingflokkur VG krefst þess að
hvorki verði gerðir samningar
við stóriðjufyrirtæki né úthlutað
rannsóknaleyfum til orkufyrir-
tækja á meðan unnið er að nátt-
úruverndaráætlun fyrir tímabil-
ið 2008–2012 og lokið við
rammaáætlun um nýtingu
vatnsafls og jarðvarma. Sá tími
sem ætlaður er til þess verks
fyrir árslok 2009 er augljóslega
of knappur, ljóst er að Alþingi
þarf meira ráðrúm til úrvinnslu
og ákvarðana en ríkisstjórnin
gerir ráð fyrir.
Fjölmörg atriði styðja þá
skoðun að nú beri að staldra við
með alla frekari stóriðjuupp-
byggingu hérlendis,“ segir m.a.
í ályktuninni.
„Þingflokkur VG leggur
áherslu á nauðsyn þess að horf-
ið verði frá stóriðjustefnunni og
telur mikilvægt að þeir sem
taka undir þau sjónarmið tali
skýrt og láti verkin tala í þeim
efnum. Tryggja þarf með lögum
heildstæð tök löggjafar- og
framkvæmdavalds á orkumálum
og að skipulagsákvarðanir um
uppbyggingu meiri háttar iðn-
aðar og orkuframkvæmda séu
teknar á landsvísu en ekki af
handahófi og vegna skamm-
tímasjónarmiða,“ segir enn-
fremur.
VG vill falla frá
stóriðjustefnunni
Steingrímur J.
Sigfússon
SJÓVÁ Forvarnahús vill koma
á framfæri upplýsingum um
hina svokölluðu „beltisstýr-
ingu“ fyrir barnshafandi konur.
„Sá misskilningur virðist
vera í gangi hér á landi að
„beltisstýring“ (meðgöngubíl-
belti) fyrir barnshafandi konur
sé nauðsynlegur öryggisbúnað-
ur sem eigi að nota með bílbelt-
inu. Búnaðurinn er ekki örygg-
isbúnaður, heldur einungis til
þæginda fyrir konuna. Búnað-
urinn hefur ekki hlotið viður-
kenningu sem öryggisbúnað-
ur.“
Einnig kemur fram að engar
kröfur séu til um öryggi bún-
aðarins sem gerir það að verk-
um að ekki er hægt að prófa
hann og gefa honum viðurkenn-
ingu sem öryggisbúnaði.
„Beltisstýring“
aðeins þægindi
80ára afmæli. Í dag, 20.júlí, er áttræður Pétur
Jónsson frá Hólmavík. Pétur
bjó lengst af á Akranesi og
vann þar sem vélamaður í
Haferninum hf. sem hann var
hluthafi í. Hann er núna bú-
settur í Reykjavík. Pétur
verður að heiman í dag.
Rangt netfang
ÞAU leiðu mistök urðu í Við-
skiptablaði Morgunblaðsins í
gær að rangt netfang var gefið
upp með grein eftir Önnu Díu
Erlingsdóttur eiganda Golf-
leikjaskólans. Rétt netfang er
golf@golfleikjaskolinn.is.
Þá var fullt nafn Önnu Díu
einnig gefið upp, sem er Anna
Sigríður Erlingsdóttir. Hún er
hins vegar betur þekkt undir
nafninu Anna Día Erlingsdóttir.
Þúsund tonn af
brotajárni
VIÐ frágang fréttar um brota-
járnshreinsun á Þórshöfn og
nágrenni sem birtist á bls. 17 í
blaðinu í gær skolaðist til
magnið sem náðist að hreinsa
upp. Þar var um að ræða á ann-
að þúsund tonn af brotajárni.
Ekki í Bárubúð
Í grein í blaðinu í gær, þar sem
sagði frá minnisvarða um Bríeti
Bjarnhéðinsdóttur, var rang-
lega sagt að Bríet hefði fyrst
kvenna flutt opinberan fyr-
irlestur í Bárubúð. Hið rétta er
að fyrirlesturinn var fluttur í
Góðtemplarahúsinu í Reykja-
vík, þann 30. desember 1887.
Minnisvarðinn mun rísa á horni
Amtmannsstígs og Þingholts-
strætis.
Nafn misritaðist
NAFN Hrannars Baldurssonar,
þjálfara heimsmeistara Sala-
skóla í skák, misritaðist í
blaðinu í gær og hann var sagð-
ur Bjarnason. Hann er sem
sagt Baldursson og er beðist
velvirðingar á þessum mistök-
um.
LEIÐRÉTT