Morgunblaðið - 03.08.2007, Side 1
STOFNAÐ 1913 210. TBL. 95. ÁRG. FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Í ÚTILEGU
FJÖLSKYLDAN OG GOLFIÐ EFST Í
HUGA ÍÞRÓTTAÁLFSINS HREIMS >> 22
EINSTAKIR TÖFRAR
GUÐRÚNAR DALÍU
PÍANÓLEIKARINN >> 21
FRÉTTASKÝRING
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
ÚTLÁNASTARFSEMI Byggðastofnunar
er einkum fjármögnuð með innlendum og
erlendum lántökum og hún fær engin föst
framlög á fjárlögum. Útlánastarfseminni er
ætlað að standa undir sér, en ákveðnir
þættir hafa gert það að verkum að skuldir
hafa aukist og skert getu
stofnunarinnar til að
sinna hlutverki sínu.
Aðalsteinn Þor-
steinsson, forstjóri
Byggðastofnunar, segir
að í stórum dráttum hafi
útlánastarfsemin staðið
undir sér, en það sem
helst hafi komið í veg
fyrir það sé að kröfur
um eiginfjárhlutfall séu
mjög háar. Kröfurnar
séu þær sömu og hjá viðskiptabönkunum
en samt sem áður sé Byggðastofnun ætlað
að vera í mun áhættusamari rekstri.
Forstjórinn bendir á að langflest verk-
efni stofnunarinnar séu í samstarfi við
bankana. Sem dæmi nefnir hann ein-
stakling sem sé að byggja húsnæði yfir sinn
rekstur úti á landi. Viðkomandi byrji á því
að tala við fulltrúa í viðskiptabanka sínum.
Bankinn hafi góða reynslu af atvinnurek-
andanum, meti verkefnið og vilji koma að
því, en hafi ákveðið þak á veðsetningunni og
boðnum kjörum. Byggðastofnun komi síðan
oft að svona máli og láni það sem upp á
vanti. Bankinn sé á fyrsta veðrétti á fast-
eigninni og Byggðastofnun komi þar á eftir.
Fari eitthvað úrskeiðis innleysi stofnunin
fasteignina á sínum veðrétti og tryggi
bankanum sitt lán sem geri honum þannig
kleift að lækka vaxtakjörin á láninu. Þannig
njóti viðskiptavinurinn betri kjara og þann-
ig eigi þessi útlánastarfsemi að virka, enda
hafi Byggðastofnun almennt ekki tapað á
svona lánum.
Gömul vandamál
Að sögn Aðalsteins hefur aldrei verið
tekið á gömlum vandamálum, allt frá 1997,
og stofnunin hafi verulega þurft að afskrifa
gömul hlutafjárkaup. Undanfarin ár hafi
því verið tap af þessum sökum. Ennfremur
hafi lán hjá Byggðastofnun verið greidd
upp í stórum stíl með aukinni samkeppni
viðskiptabankanna. Viðskiptavinir, sem
hafi verið í hópi þeirra áhættuminnstu fyrir
stofnunina, hafi farið yfir í bankakerfið og
þar með hafi vaxtatekjur hennar minnkað
mjög mikið. Þessar tekjur hafi áður staðið
undir og jafnað áhættuna í rekstrinum. Í
þriðja lagi hafi áföll í rækjuiðnaðinum kom-
ið illa við Byggðastofnun, sem sitji eftir
með skuldirnar. 1.200 milljóna króna fram-
lag ríkisins tvöfaldi efnahag stofnunarinnar
og geri henni kleift að einbeita sér að verk-
efnunum. Ennfremur auki það vaxta-
tekjustofninn. Um verulega eflingu á stofn-
uninni sé því að ræða.
Útlán
standi
undir sér
Byggðastofnun í áhættu-
samari rekstri en bankar
Aðalsteinn
Þorsteinsson
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
MESTA ferðahelgi ársins er við
það að ganga í garð og þegar upp
úr hádegi í gær fór umferð úr höf-
uðborginni að þyngjast. Sam-
kvæmt upplýsingum frá embætt-
um lögreglunnar víðs vegar um
land gekk umferð vel fyrir sig og
engin stórvægileg óhöpp urðu.
Straumur ferðamanna til Vest-
mannaeyja var nær stanslaus og
von er á enn fleirum í dag. Vegna
ótta við veðurofsa var þeim til-
mælum beint til ferðalanga að
tjalda ekki í Herjólfsdal í gær en
bíða þess heldur að vind lægi,
reiknað er með að það verði upp
úr hádegi.
Íþróttahús bæjarins var opnað
fyrir gesti þar sem þeir gátu hall-
að sínu höfði.
Að sögn lögreglu er mikil
stemmning í bænum en allir til
friðs. Í gærkvöldi höfðu komið
upp tvö fíkniefnamál en um lítið
magn efna var að ræða.
Lögreglan á Akureyri sagði
mikið af aðkomufólki í bænum en
nær engin útköll voru í gær.
Reiknað er með að fjölmörg ung-
menni hafi hætt við ferð sína í bæ-
inn vegna hertra reglna á tjald-
stæðum og lögregla er bjartsýn á
helgina. | 6
Viðbúnaður vegna veðurs
og mikils umferðarþunga
Íþróttahúsið í Vestmannaeyjum var opnað fyrir Þjóðhátíðargesti í nótt
Í HNOTSKURN
»Búast má við hvassriaustanátt og rigningu
sunnan til í dag en þurrt
verður um norðanvert landið
fram eftir degi.
»Á morgun verður norð-austanátt, þurrt um land-
ið sunnan- og vestanvert en
annars rigning eða súld.
Vönduð veiðarfæri
26
79
/
IG
10
Þú færð IG-veiðivörur
í næstu sportvöruverslun
LÖGREGLAN á Eskifirði hefur til
rannsóknar meint kvótasvindl í sjáv-
arplássi á Austurlandi í síðasta mán-
uði. Ekki fengust upplýsingar um mál-
ið hjá lögreglunni á Eskifirði, sem vildi
jafnframt ekki staðfesta að til rann-
sóknar væri kvótasvindl. Hjá Fiski-
stofu fengust hins vegar þær upplýs-
ingar að slíkt mál hefði komið upp á
Austurlandi og farið hefði verið fram á
það við lögregluna að það yrði rann-
sakað frekar – enda fer stofan ekki
sjálf með rannsókn slíkra mála. Hins
vegar fengust ekki uppgefnar efnisleg-
ar upplýsingar varðandi málið.
Lögreglurannsókn á
meintu kvótasvindli
ÞURRKARNIR að undanförnu hafa víða haft
áhrif og m.a. er Bakkatjörn á Seltjarnarnesi
ekki nema svipur hjá sjón. Ævar Petersen
fuglafræðingur segir að of mikill þurrkur geti
komið fuglum illa, einkum þeim sem afli sér
fæðu með því að stinga niður í jarðveginn, því
þá nái þeir engu þar sem jarðvegsdýrin dýpki
á sér. Það hafi sýnt sig í Flatey á Breiðafirði að
mikill þurrkur hafi áhrif á varp hrossagauka.
Haldi fólk og hundar sig frá hólmanum ættu
þessir þurrkar ekki að hafa áhrif á fuglalífið á
Bakkatjörn, því varp sé væntanlega búið.
Morgunblaðið/Ómar
Bakkatjörn vatnslítil