Morgunblaðið - 03.08.2007, Side 2

Morgunblaðið - 03.08.2007, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is FERÐAMÖNNUM sem koma til landsins um Leifsstöð fjölgaði um 19,2 prósent á fyrri helmingi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Ferðamönnum frá Bretlandi fjölg- aði mest, en 5.823 fleiri Bretar heimsóttu landið það sem af er árinu. Alls fór 177.831 erlendur ferðamaður um flugstöðina á fyrri helmingi ársins. Athygli vekur að bandarískum ferðamönnum fækk- ar um 9,3 prósent í ár. Ársæll Harðarson, forstöðu- maður markaðssviðs Ferða- málastofu, segir þessa fækkun að- allega skýrast af minna framboði af flugsætum í vetur frá Banda- ríkjunum. Ferðamönnum hafi fjölgað þegar sumaráætlun tók gildi og sætaframboð jókst. Lágt gengi dollarsins á móti krónunni er að hans mati ekki farið að hafa áhrif enn. „Þetta er aðallega vegna þess að Flugleiðir hættu að fljúga til New York og Minneapolis, það bara voru ekki sæti fyrir ferða- menn. Við höldum að það hafi meiri áhrif en gengið.“ Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Icelandair, staðfesti að dregið hefði verið úr framboði á ferðum milli Íslands og Bandaríkj- anna í vetur. Áherslum í sölu hefði verið breytt vegna styrks krón- unnar. Framboð skýrir líka fjölgun Framboð af flugsætum skýrir einnig fjölgun ferðamanna annars staðar frá, að mati Ársæls. Hann nefnir sem dæmi að bæði Iceland Express og SAS fljúgi á milli Ís- lands og Noregs í ár, en það hafi hvorugt flugfélagið gert í fyrra. „Þegar sætaframboðið eykst svona mikið verður verðsamkeppni og menn auglýsa meira og þá kemur kippur í söluna.“ Að sögn Ársæls bar á því um tíma að hótel önnuðu ekki eft- irspurn á háannatíma. Það vanda- mál væri úr sögunni eftir mikla uppbyggingu á nýju gistirými und- anfarið. Þá hefði markaðssetning fyrirtækja og á vegum hins op- inbera skilað árangri og ferða- mannastraumur til Íslands aukist meira en til landanna í kringum okkur. 20% fjölgun ferðamanna Ferðamönnum frá Bandaríkjunum fækkar um 9% það sem af er árinu                                 !  " #   $ % &'(&)                                  *+,-.. --,/+0 1/,2.* 1.,/30 1*,*-0 1-,*02 /,2.3 .,-.- +,2*- -,42* -,0/+ -,-1. 1,323 1,/2+ *+,0+/ 1//,4*1 -4,+*- -.,24* 1+,++4 1-,111 12,3.4 11,.-1 0,44* +,-.+ *,+2/ -,/1* -,233 1,+*0 1,*0* 1,+11 -*,21* 1+3,1*-        ELÍZA M. Geirsdóttir Newman sendir frá sér fyrstu sólóskífuna á næstu dögum eftir að hafa gert garðinn fræg- an með ýmsum hljóm- sveitum síðustu fimm- tán árin. Plötuna gefur hún út sjálf, bæði hér á landi og víðar um heim- inn. Platan, Empire Fall, kemur út 15. ágúst hér á landi og 1. októ- ber í Bretlandi og Bandaríkjunum, en hún kemur einnig út í stafrænu formi um líkt leyti. Fyrsta sólóskífa Elízu væntanleg Elíza M. Geirs- dóttir Newman TVÆR konur og ungbarn voru flutt með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akranesi á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir bílveltu á Melasveitarvegi. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi var aðeins um minniháttar meiðsl að ræða en öruggast þótti að færa konurnar og barnið til skoðunar. Slysið varð með þeim hætti að bifreið- inni var ekið eftir malarvegi, ökumaður ætlaði að beygja frá holu í veginum en missti við það stjórn á bílnum sem hafnaði utan vegar og valt. Bifreiðin er gjörónýt. Lögregla segir að þakka megi það bíl- beltanotkun að ekki fór verr en vill jafn- framt benda ökumönnum á að sökum þurrka er mikil lausamöl á malarvegum. Því beri að fara afar varlega við akst- urinn. Flutt á sjúkrahús eftir bílveltu ÞRÁTT fyrir að fjölmargir hafi svarað kalli Blóðbankans í gærdag má betur gera ef duga skal. Rík þörf og mikil hefur skap- ast eftir blóðhlutum á sjúkrahúsum vegna sjúkdóma, bráðra veikinda, aðgerða og slysa á undanförnum dögum. Þar að auki gengur oft erfiðlega að halda uppi birgð- um á þessum árstíma, s.s. sökum sumar- fría blóðgjafa. Bankinn leitar sérstaklega eftir blóð- gjöfum í O mínus en hvetur einnig alla virka blóðgjafa í öllum flokkum til að gefa. Blóðbankinn er til húsa á Snorrabraut 60 og opið er til hádegis í dag. Óskað eftir blóð- gjöfum í O mínus Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is „ÞETTA er allt annað líf, tækið er miklu léttara og það gerir manni kleift að ferðast í fimm til sex tíma í senn. Það hefur gjörbreytt öllum lífsskilyrðum hjá mér,“ segir Jón Árni Einarsson, en hann er einn súrefnisnotenda sem fengið hafa til reynslu létta og hreyfanlega súr- efnissíu í stað hinna hefðbundnu þrýstihylkja í kerrupoka. Ferða- sían, sem gengur fyrir hleðsluraf- hlöðum, býr til súrefni úr andrúms- loftinu og skilar því til notandans. Hún vegur minna en tvö kíló og hentar því álíka vel til ferðalaga og hliðartöskur sem margar konur geta ekki verið án, að sögn Jóns. „Þetta gjörbyltir öllu fyrir okk- ur. Fólk hefur hingað til verið að þvælast með stór þrýstihylki inn og út úr bílnum, í búðir, bíó og leikhús og það var hálfómögulegt. Ferða- sían er svo miklu meðfærilegri og lágværari en kúturinn að það er vel hægt að tala um að allt annað líf fylgi tækinu,“ segir Jón. Jón lætur sér þó ekki nægja að snattast fram og til baka í bænum með tækið, heldur fer hann fjöll eins og kálfur að vori. „Já, og miklu meira en það, það héldu okk- ur engin bönd, við þvældumst fram og aftur um hálendið og ferða- félagar mínir, sem ég hef ferðast með síðan við vorum strákar, voru því fegnir að þurfa ekki að bera súrefniskútana fyrir mig,“ segir Jón, en fram að þessu hefur hann þurft að bera tveggja kílóa þrýsti- kútana sjálfur og treysta á aðstoð félaga sinna við burðinn. „Nú er hægt að þvælast með karlinn hvert á land sem er, nú eru engin grið gefin með það,“ segir Jón og hlær innilega. Fyrsta ferðalagið með nýja tæk- ið fór Jón sama dag og hann fékk það afhent. „Ég fékk tækið þarna um miðjan júlí og hélt strax af stað í tíu eða ellefu daga fjallatúr.“ Í ferðinni gekk Jón Lakagíga, Gæsa- vatnaleiðina inn í Öskju, Herðu- breiðarlindir, Hvannalindir, Kverk- fjöll, Kárahnjúka, niður á Bakkafjörð og Loðmundarfjörð og svo heim aftur. Að sögn Jóns hefur hann aldrei komið á þessa staði, að Lakagígum undanskildum. „Nei, ég hef aldrei komið til þessara staða nema í draumum. Villtustu draumar mínir voru þeir að kom- ast einhvern tímann á fjöll á nýjan leik og nú hafa þeir heldur betur ræst,“ segir Jón en hann hafði gaman af veiði og hvers kyns fjallabrölti áður en hann varð háð- ur súrefnisinntöku. „Löngu búið að afskrifa mig“ „Ætli ég sé ekki búinn að glíma við lungnateppuna í tíu ár, hef far- ið í lungnasmækkunaraðgerð og það er löngu búið að afskrifa mig sko, ég veit ekki alveg af hverju ég er að skrölta hérna í dag,“ segir Jón og skellir upp úr. „Sennilega vegna þess að Dóra [Lúðvíksdóttir, lungnalæknir] hefur verið svo dug- leg við að hvetja mig áfram. Svo er þetta náttúrlega líka viljinn; það gerist ekkert nema maður geri það sjálfur. Það geta allir staðið upp og gert eitthvað, maður þarf bara vilja og smáfrekju við sjálfan sig. Sjálfur er ég óttalega leiðinlegur við sjálfan mig og tek mig alveg í gegn daglega fyrir helvítis letina.“ Að sögn Jóns hefur meðfæri- legra súrefnistæki hvatt hann til aukinnar hreyfingar, sem er mjög nauðsynleg þeim sem glíma við sjúkdóma á borð við lungnateppu. „Maður þarf alltaf að vera á ferð- inni og má ekki loka sig inni. Þá gerist hreinlega ekkert nema það að maður dregst allur saman og verður alveg ónýtur, kvíðir fyrir öllu.“ Um helgina hyggst Jón leggja leið sína að Langasjó, á Breiðbak og Fögrufjöll og í því ferðalagi mun hin nýja súrefnissía eflaust leika stórt hlutverk. Villtustu draumar verða að veruleika Ljósmynd/Jón Árni Einarsson Bylting Sían hefur orðið þess valdandi að Jón getur ferðast út um allt. Súr- efnið er framleitt jafnóðum og Jón nýtur fjallasýnarinnar áhyggjulaus. Ferðast um fjöll og firnindi þrátt fyrir að glíma við lungnateppu GEIR H. Haarde forsætisráð- herra heimsækir nú Kanada, en í gær kom hann við í bænum Ár- borg í Manitoba-fylki. Skoðaði hann þar sögustaði Íslendinga, meðal annars Arnheiðarstaði þar sem minnisvarði hefur verið reist- ur um Íslendinga. Þá skoðaði hann safn gamalla húsa sem sögu- frægir Íslendingar bjuggu í og þáði hádegisverð í boði bæj- arstjórnar Árborgar, þar sem barnakór Nýja Íslands söng þjóð- söngva beggja landa undir stjórn Rósalindar Vigfússon. Að því loknu var haldið til bæjarins Lundar þar sem stór bújörð var skoðuð og boðið til kaffisamsætis í boði bæjarstjórnar og formanns Íslendingafélagsins, Ellen Stein- þórsson. Í dag hittir Geir forsætisráð- herra Manitoba-fylkis, John Har- vard. Munu þeir ræða um hið sér- staka samband sem ríkir milli fylkisins og Íslands. Á söguslóð í Kanada Ljósmynd/Rúnar Hreinsson Minning Davíð Gíslason hjá Þjóðræknifélagi Íslendinga, forsætisráðherrahjónin Geir Haarde og Inga Jóna Þórðardóttir ásamt Randy Sigurdson, bæjarstjóra Árborgar, við minnisvarða um íslenskt landnám.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.