Morgunblaðið - 03.08.2007, Síða 9

Morgunblaðið - 03.08.2007, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2007 9 Algjört verðhrun Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Opið virka daga kl. 10-18 Útsala Lokað í báðum verslunum á morgun laugardag Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Lokað laugardag vegna frídags verslunarmanna Laugavegi 82,á horni Barónsstígs, sími 551 4473. Skeifan 11d • 108 Reykjavík • sími 517 6460 www.belladonna.is Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Stærðir 38-60 30-50% afsláttur af útsöluvörum 25% a ukaaf sláttu r af úts öluvör um og öllum öðrum vörum í vers luninn i SKEMMTIFERÐASKIP lagðist að bryggju á Pollinum á Ísafirði í gær- morgun í fyrsta skipti, en annað slíkt skip teppti höfnina sem alla jafna er notuð. Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði, segir sífellt fleiri skemmtiferðaskip leggja leið sína þangað. „Þegar tvö sæmilega stór skip koma í einu tvöfaldast fjöldi fólks í bænum, ef áhafnir skipanna eru taldar með.“ Fyrir fjórum árum höfðu tíu skip viðkomu á Ísafirði, en þeim hefur fjölgað jafnt og þétt með hverju ári og verða 25 í sumar. Skipin flytja líka sífellt fleiri farþega. Árið 2004 komu um 2.200 gestir í bæinn af skemmtiferðaskipum, en verða í um 17.000 í ár. Yfirleitt stoppa skipin í einn dag, koma snemma á morgnana og fara þegar kvöldar. Ljósmynd/Kári Þór Jóhannsson Siglt inn Pollinn á Ísafirði GAMLI bærinn á Keldum í Rang- árþingi verður opnaður almenningi næsta sumar, en viðgerðir hafa stað- ið yfir á bænum frá því að veggir hans hrundu í Suðurlandsskjálft- anum sumarið 2000. Bærinn er af elstu gerð torfhúsa og á stoðum skálans eru ummerki eftir rúmstæði og á syllu eina er ár- talið 1641 rist. Skálinn er þó að öll- um líkindum nokkru eldri en það en hann hefur verið endurbyggður í gegnum aldirnar. Í bæjarröðinni eru skemmur, smiðja og hjallur og aust- an við traðirnar eru fjós, hesthús og hlöður. Úr skálanum liggja jarð- göng, sem talin eru frá 11.–13. öld og hafa þau væntanlega þjónað sem undankomuleið á ófriðartímum. Bú- ið var í gamla bænum til ársins 1946, en frá árinu 1947 hefur bærinn verið í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. Keldur eru á yfirlitslista með stöð- um hér á landi fyrir heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. „Handverkið dýrt og seinvirkt“ Margrét Hallgrímsdóttir þjóð- minjavörður segir að bærinn sé mjög flókinn í viðhaldi og viðgerðum og mikið fjármagn þurfi til þess að gera bæinn sýningarhæfan. „Það getur skipt tugum milljóna að halda einum torfbæ, enda er handverkið bæði dýrt og seinvirkt. Íslendingar vilja gjarna að hlutirnir gerist einn, tveir og þrír, en þannig er þessu ekki háttað þegar um vinnu af þessu tagi er að ræða,“ segir hún. Fjár- munir séu takmarkaðir og því þurfi að forgangsraða og taka þau hús fyr- ir sem brýnast er á hverjum tíma. „Þetta er stórkostlega merkilegur bær og þess vegna þurfum við að vanda til verka. Framkvæmdir hafa verið í gangi í allt sumar, við höfum bæði verið að gera bæinn sjálfan að- gengilegan og bætt aðstöðu fyrir ferðamenn, til dæmis með því að setja upp snyrtingu og fleira,“ segir Margrét. Guðmundur L. Haf- steinsson, arkitekt sem stýrt hefur framkvæmdum við Keldur, segir að í sumar hafi verið unnið að ýmsu sem ekki var fullfrágengið. Eldhúsið hafi verið hlaðið upp, bærinn málaður og snurfusaður og lokahönd lögð á minni viðhaldsverk, sem þó krefjist mikillar handavinnu og tíma. Margrét segist verða vör við mik- inn áhuga fólks á Keldum og eitt- hvað sé um það að ferðamenn komi og skoði umhverfið og menningar- landslagið, þótt þeir geti ekki farið inn í bæinn enn sem komið er. Bæjardyr Keldna ljúk- ast upp næsta sumar Fornminjar Við uppgröft og rannsóknir á Keldum árið 1998 kom í ljós að bærinn hefur staðið á sama stað frá því fyrir árið 1000. Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson Elsta húsið Hinn forni bær á Keldum. Næst er skálinn, þá Stóra skemma, Litla skemma, smiðjan og hjallurinn. Bæjardyrahurðin er úr Staðarkirkju. Hana keypti Skúli Guðmundsson árið 1913 og þá var hún 59 ára. Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is Í HNOTSKURN »Hin fornu jarðgöng á Keldum, sem liggja úr skálanum út að læk,fundust árið 1932, eftir að hafa verið týnd í margar aldir. »Síðasti ábúandi í gamla bænum yfirgaf hann árið 1946, en nú búaSkúli Lýðsson bóndi og Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi alþing- ismaður, á landinu. GUÐLAUGUR Þór Þórðarson, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, hefur skipað Steingrím Ara Arason, hagfræðing, formann samninganefndar sinnar. Nefndin verður að öðru leyti óbreytt. Samninganefnd heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur það hlutverk að semja við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn um greiðsluþátttöku almanna- trygginga vegna heilbrigðisþjón- ustu og við fyrirtæki og stofnanir vegna sambærilegrar þjónustu sem þar er veitt. Í nefndinni sitja auk Steingríms: Kristján Guðjónsson varaformað- ur, Hallgrímur Guðmundsson, Ingibjörg K. Þorsteinsdóttir, Jón Sæmundur Sigurjónsson og Ólafur Gunnarsson. Guðlaug Björnsdóttir er framkvæmdastjóri nefndarinn- ar. Steingrímur skipaður formaður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.