Morgunblaðið - 03.08.2007, Síða 18

Morgunblaðið - 03.08.2007, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is STJÓRNVÖLD í Íslamabad for- dæmdu í gær ummæli Baracks Obama þess efnis að hann myndi sem forseti Bandaríkjanna ekki hika við að fyrirskipa árásir gegn stöðv- um hryðjuverkamanna í Pakistan ef stjórnvöld þar brygðust ekki við ógn- inni með fullnægjandi hætti. Um- mæli Obama, sem sækist eftir því að verða útnefndur frambjóðandi demókrata í forsetakosningunum vestra á næsta ári, hafa vakið furðu en með þeim leitast hann við að snúa gangi kosningabaráttunnar. Tariq Azeem, upplýsingaráðherra Pakistan, sagði í gær að ummæli frambjóðandans lýstu „hreinni fá- visku“. Hver sá sem léti slík orð falla þekkti sýnilega ekkert til viðleitni stjórnvalda í Pakistan til að hefta umsvif hryðjuverkamanna á landa- mærunum við Afganistan og væri greinilega öldungis ókunnugt um stöðu mála á þessum slóðum. Yfirlýsing frambjóðandans kemur mörgum á óvart ekki síst sökum þess að hún er mjög í anda ummæla, sem ýmsir háttsettir embættismenn stjórnar George W. Bush forseta hafa látið falla á undanliðnum vikum. Obama hefur fram til þessa fundið utanríkisstefnu Bush-stjórnarinnar flest til foráttu en hljómar nú sem eindreginn stuðningsmaður þeirrar afstöðu, sem mótuð hefur verið gagnvart Pakistan. Undirsátar Bush forseta hafa ítrekað lýst yfir því að einhliða hernaðaraðgerðir Banda- ríkjamanna gegn hryðjuverkamönn- um á landamærum Pakistan og Afg- anistan komi til greina. Í liðinni viku brást Pervez Mush- arraf, forseti Pakistan, hart við hót- unum Bandaríkjamanna og upplýs- ingaráðherrann ítrekaði í gær, að stjórnvöld í Pakistan myndu aldrei fá liðið slíka árás gegn fullveldi landsins. Tariq Azeem gekk raunar lengra en talsmenn stjórnvalda hafa gert til þessa og sagði ummæli Obama og bandarískra embættis- manna endurspegla vaxandi örvænt- ingu vestra; Bandaríkjamenn stæðu frammi fyrir auknu mannfalli í Afg- anistan þar sem þeim hefði ekki tek- ist að hefta aukin umsvif herflokka talibana. Sagði ráðherrann Banda- ríkjamenn nú leitast við að skella skuldinni á aðra og þar með skaða málstað sinn. Ummælin lét Obama falla í ræðu er hann flutti á miðvikudag og var tilgangur þeirra án nokkurs vafa sá að marka honum sérstöðu á vett- vangi utanríkismála og bregðast við fullyrðingum þess efnis, að hann búi ekki yfir nægilegri reynslu á sviði al- þjóðamála til að geta tekið við hús- bóndavaldi í Hvíta húsinu. Með ræð- unni leitast frambjóðandinn einnig við að taka frumkvæði í kosningabar- áttunni enda sýna skoðanakannanir að fylgi við hann er í besta falli stöð- ugt á meðan Hillary Clinton, fyrr- verandi forsetafrú og öldungadeild- arþingmaður frá New York, styrkir stöðu sína. Ummæli Obama kunna að sýnast gáleysisleg í meira lagi en hafa ber í huga að þorri Bandaríkja- manna tekur alvarlega „hnattræna stríðið gegn hryðjuverkaógninni“, sem Bush forseti lýsti yfir í septem- bermánuði 2001. Ræða Obama hafði að geyma harða gagnrýni á stefnu forsetans og einkum innrásina í Írak, sem frambjóðandinn hefur löngum haldið fram að hafi verið ástæðulaus með öllu þar sem stjórn Saddams Husseins hafi ekki átt samstarf við hryðjuverkamenn. Innrásin í Írak hafi þannig orðið til þess að minnka getu herafla Bandaríkjanna til að takast á við hina nýju ógn. Obama batt hótun sína um hernaðaraðgerðir því skilyrði að fyrir lægju traustar upplýsingar, sem unnt yrði að bregð- ast við og það myndu Bandaríkja- menn gera, væri hann forseti, ef stjórnvöld í Íslamabad reyndust treg í taumi. „Þarna í fjöllunum er að finna hryðjuverkamenn, sem drápu 3.000 Bandaríkjamenn. Þeir ráðgera frekari árásir,“ sagði Obama. Tilvilj- un réð ekki orðavalinu. Ásakanir um „barna- skap og ábyrgðarleysi“ Freistandi er og að tengja yfirlýs- ingu þessa ummælum Obama þess efnis, að hann myndi á fyrsta ári sínu sem forseti leita eftir viðræðum við stjórnvöld í Íran, Sýrlandi, Norður- Kóreu og Venesúela, sem öll teljast óvinveitt Bandaríkjunum. Þessi yf- irlýsing, sem ekki var bundin skil- yrðum af hálfu Obama, vakti einnig nokkra furðu og sagði frú Clinton m.a. að ummælin væru til marks um „barnaskap og ábyrgðarleysi“ keppi- nautarins. Obama svaraði reyndar kröftuglega fyrir sig og sagði stuðn- ing frú Clinton við innrásina í Írak hafa afhjúpað barnaskap hennar og ábyrgðarleysi. Þessi hörðu orða- skipti má túlka á þann veg, að í her- búðum Obama telji menn nauðsyn- legt að frambjóðandinn leggi til atlögu við forsetafrúna fyrrverandi; kyrrstaðan sé aðeins ávísun á ósigur. Herská ummæli Obama má því hafa til marks um það að ekki sé til árangurs fallið að vera staðinn að meintri linkind á vettvangi „hryðju- verkastríðsins“ auk þess sem herða þurfi róðurinn í baráttunni, einkum gegn Hillary Clinton. Ummæli Obama vekja reiði og furðu Með yfirlýsingu sinni um hugsanlegar hernaðaraðgerðir í Pakistan leitast Barack Obama við að ná frumkvæði í kosningabaráttu demókrata og sýna festu í „hnattræna hryðjuverkastríðinu“ Í HNOTSKURN »Barack Obama verður 46ára á morgun og hefur setið í öldungadeild Banda- ríkjaþings í tvö og hálft ár. » Í ræðu sinni í Washingtoná miðvikudag vændi hann Bush forseta um að rang- túlka hryðjuverkaógnina m.a. á þann veg að í Írak færi fram stríð gegn hryðjuverka- mönnum í stað þess að við- urkenna að þar geisaði borg- arastríð. »Obama sagði tímabært aðbreyta utanríkisstefnunni og gaf enn á ný í skyn að Hillary Clinton væri fulltrúi hins liðna. Reuters Stigmögnun Vaxandi harka einkennir baráttu þeirra Hillary Clinton og Baracks Obama. Sá síðarnefndi leitast nú við að rjúfa kyrrstöðuna. GRÍSKA ríkisstjórnin býður nú hin- um almenna skattgreiðanda frá- drátt frá skatti ef sýnt er fram á kvittanir. Hægt er að fá skattaaf- slátt vegna ferða á nektardans- staði, bari, nuddstofur og fleira en þar er mest dregið undan skatti. Er þetta liður í baráttunni gegn skatt- svindli í landinu en áætlað er að um 25% þjóðarveltunnar séu á svörtu. Skattvænar nektarbúllur Washington. AP. | Leikfangarisinn Fisher Price hefur innkallað 83 gerðir leikfanga sem framleidd voru í Kína. Ástæðan er sú að leikföngin voru máluð með málningu sem inniheldur mun meira blý en leyfilegt er. Um 967.000 leikföng, meðal annars af vinsælum teiknimyndafígúrum vestra, hafa verið afturkölluð en leikföngin eru ætluð börnum undir sex ára aldri. Þetta er í fyrsta sinn sem Fisher Price hefur þurft að endurkalla leikföng en fyr- irtækið er þekkt fyrir áreiðanleika. Kína hefur hins vegar legið undir ámæli fyrir skort á öryggiseftirliti með ýmsum vörum og hafa ýmis hneykslismál varðandi varning frá Kína komið upp undanfarna mánuði, yfirleitt vegna magns eiturefna í vörum. Er þar skemmst að minnast fisks, tann- krems og dekkja. Í júní afturkallaði leikfangaframleiðandinn RC2 um 1,5 milljónir leikfanga af sömu ástæðu og nú – vegna blýs í hættulegum mæli. Blý er eitrað og getur valdið alvarlegum skaða ef börn innbyrða það en leyfileg blýmörk í leikföngum eru 0,06%. Framkvæmdastjóri Fisher Price sagði viðbrögð fyrirtækisins hafa ver- ið skjót og að um 2/3 leikfanganna hefðu strax verið tekin til baka. Fisher Price innkallar tæpa milljón leikfanga Hættuleg Fígúran Dóra. TALSMAÐUR ríkisstjórnarinnar í Kongó segir 100 farþega í það minnsta hafa látið lífið og fjöl- marga slasast, er vöruflutningalest fór af sporinu norður við Kananga í Kongó. Margir farþeganna voru laumufarþegar, ýmist flóttamenn frá Zambíu eða efnalítið fólk. Lest- arslys eru algeng í Kongó sökum lítils viðhalds á teinunum. Minnst 100 lét- ust í lestarslysi HJÓN í Arkansas í Bandaríkjunum eignuðust sitt 17. barn í gær, sjö- undu stúlkuna. Hjónin segja guð hafa blessað sig með barnaskar- anum og segjast endilega vilja fleiri börn og þá sérstaklega fleiri stúlk- ur. Konan hefur verið ólétt alls í 10,5 ár eða 126 mánuði af lífi sínu. Eiga 17 börn og vilja fleiri VINSÆLDIR tölvuleiks á netinu, þar sem spilarar eiga að „útrýma“ spilltum embættismönnum, eru með eindæmum.Hefur leiknum ver- ið hlaðið niður af netinu meira en 100.000 sinnum á átta dögum. Spill- ing embættismanna hefur verið áberandi að undanförnu í Kína. Barist við spill- ingu í tölvuleik HITINN hefur lagst þungt á bæði mannfólk og dýr víða um heim þetta sumarið. Ísbirnirnir í Ever- land-skemmtigarðinum í Yongin í Suður-Kóreu eru engin undantekn- ing. Starfsfólk skemmtigarðsins hefur hins vegar ráð undir rifi hverju og brá á það ráð að frysta vatnsmelónur og ýmsa aðra ávexti inn í stórar ísblokkir og gefa ís- björnunum. Þeir virðast sáttir við sitt en spurning er þó hvernig í ósköpunum ísbirnirnir ætla að nálgast góðgætið. Hver veit nema úr verði skemmtilegur leikur. AP Hollir og góðir frostpinnar fyrir ísbirni Moskva. AP, AFP. | Rússar settu í gær niður fána sinn á botni Norður-Ís- hafs í umdeildum leiðangri, sem þeir vonast til að sanni eignarrétt Rússa á stórum hluta Norðurpólsins. Utan- ríkisráðherra Kanada sagði leiðang- urinn fáránlegan og bætti við að þetta væri ekki 15. öldin og menn gætu því ekki ferðast um heiminn og stungið niður fánum hvar sem þeim hentaði til að eigna sér land. Talið er að um 25% af olíubirgðum heims séu á heimsskautssvæðinu. Tveir smáir kafbátar, með sex manns innanborðs, komu fánanum á botninn en hann er gerður úr ryðfríu títaníum-stáli. Kafbátarnir köfuðu niður um 4 km og tók ferðin átta tíma og 40 mínútur. Skipuleggjend- ur ferðarinnar sögðu mestu hættuna þá að kafbátarnir kæmust ekki upp á yfirborðið aftur en annar kafbátur- inn, Mir-1, eyddi 40 mínútum undir ísnum í að leita leiðar upp á yfirborð. Rússar eigna sér stórt svæði á Norðurpólnum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.