Morgunblaðið - 03.08.2007, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
LJÓÐSKÁLDIÐ Charles Simic hef-
ur verið útnefndur nýtt lárviðar-
skáld Bandaríkjanna. Hann er
fimmtánda skáld-
ið sem ber þessa
veglegu nafnbót,
en útnefning
hans er um
margt áhuga-
verð, ekki síst í
ljósi þess að hann
fluttist 16 ára
gamall frá Júgó-
slavíu, fæðing-
arlandi sínu, og settist að í Banda-
ríkjunum. „Ferðafélagar mínir voru
Hitler og Stalín,“ hefur skáldið
stundum látið hafa eftir sér í gamni.
Simic hlaut hin virtu Pulitzer-
verðlaun fyrir safn 67 prósaljóða,
The World Doesn’t End (Heimurinn
tekur engan enda), árið 1990. Hann
kveðst áður hafa langað til þess að
verða málari, uns „það rann upp fyr-
ir mér að ég var hæfileikalaus á því
sviði“. Nú slæst hann í hóp mikilla
andans manna á borð við Robert
Lowell, Elizabeth Bisho, William
Carlos Williams og Robert Frost.
Nýtt lár-
viðarskáld
Charles Simic
heiðraður
Charles Simic
ÍTÖLSK stjórn-
völd hafa hætt við
að lögsækja
Getty-listasafnið í
Los Angeles í
Bandaríkjunum
vegna fornra,
ítalskra listmuna
sem þau segja
stolna. Safnið
ákvað í fyrradag
að skila 40 gripum til Ítala.
Menningarráðherra Ítalíu, Francesco
Rutelli, greindi frá þeirri ákvörðun
safnstjórnarinnar í gær. Fyrrverandi
sýningarstjóri forngripadeildar
safnsins, Marion True, verður engu
að síður lögsóttur fyrir glæpsamlegt
arferli, fyrir að taka við stolnum forn-
gripum. True neitar allri sök.
Gripirnir eru margir hverjir geysi-
verðmætir, styttur, leirker, freskur
o.fl, og mun Getty-safnið bera kostn-
að af því að senda þá til Ítalíu. Rutelli
hyggst koma í veg fyrir slíka glæpi í
framtíðinni, stuld á fornminjum og
sölu þeirra.
Getty skil-
ar gripum
Einn forngripa
ÁSA Ólafsdóttir opnaði sýn-
ingu á nýjum verkum í lista-
mannahúsinu Start Art á
Laugavegi 12b í gær. Titill
sýningarinnar er Til og frá
Rosario, en Rosario er lítið
þorp í sunnanverðu Portúgal.
Ása fékk hugmyndina að sýn-
ingunni í því þorpi.
Á sýningunni eru tvær lág-
myndir unnar með blandaðri
tækni, þráðum og silki, og svo
myndir unnar í tölvu út frá þessum lágmyndum.
Ása á margar einkasýningar að baki sem og
samsýningar. Sýningunni lýkur 30. ágúst og er
opið á almennum verslunartíma.
Myndlist
Til og frá Rosario
í Start Art
Ása Ólafsdóttir
myndlistarkona.
DJASSTRYMBILLINN Kári
Árnason heldur tónleika ásamt
tríói sínu í Sólheimakirkju á
morgun kl. 14.
Ýmis kunnuglega djasslög
verða á efnisskránni, allt frá
Coltrane til íslenskra djass-
tónskálda. Má því búast við
sannkallaðri sumardjasssveiflu
í kirkjunni.
Meðlimir tríósins eru auk
Kára þeir Ómar Guðjónsson og
Agnar Már Magnússon. Aðgangur er ókeypis að
tónleikunum og allir velkomnir. Tónleikarnir eru
hluti af Menningarveislu Sólheima sem hófst 2.
júní og lýkur 19. ágúst.
Tónleikar
Tríó Kára Árnason-
ar í Sólheimakirkju
Tríó Kára Árna-
sonar í sveiflu.
INGIBERG Magnússon opnar
á morgun kl. 15 sýningu í Graf-
íksafni Íslands á verkum sín-
um, sem flest eru unnin með
pastellitum á pappír. Ingiberg
sýnir auk þess verk unnið á
lerki úr Hallormsstaðarskógi.
Sýningin stendur til 19.
ágúst. Á Menningarnótt, 18.
ágúst, verður Ingiberg með
leiðsögn um sýninguna kl. 14,
16 og 18 og verður opið þann
dag frá kl. 12- 22. Annars er opið fimmtudaga til
sunnudaga frá kl. 14 til 18.
Grafíksafnið er í Hafnarhúsinu við Tryggva-
götu og er gengið inn hafnarmegin hússins.
Myndlist
Pastel á pappír
í Grafíksafninu
Ingiberg Magnús-
son í Grafíksafni.
Eftir Ásgeir H. Ingólfsson
asgeirhi@mbl.is
Um verslunarmannahelg-ina lýkur 33. starfsáriSumartónleikanna íSkálholtskirkju. Helgin í
Skálholti byrjaði raunar í gær með
tónleikum dúettsins Aurora Boreal-
is sem mun endurtaka leikinn á
morgun, laugardag, kl. 15. Dúettinn
skipa Margrét Hrafnsdóttir sópran
og Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleik-
ari. Á tónleikunum flytja þær sálma
og þjóðlög í útsetningum Sig-
ursveins D. Kristinssonar, Jór-
unnar Viðar, Hallgríms Jak-
obssonar, Sigursveins K.
Magnússonar og Snorra Sigfúsar
Birgissonar.
Í minningu manna
Þá verða fernir tónleikar með
Kammersveitinni Ísafold, þeir
fyrstu á laugardag og þeir síðustu á
mánudag. Um er að ræða tvær efn-
isskrár. Á þeirri fyrri, Da pacem
Domine, verður frumflutt verk eftir
stjórnanda sveitarinnar, Daníel
Bjarnason, sem jafnframt er stað-
artónskáld Skálholts. Einnig verða
flutt verk eftir Arvo Pärt (sem á tit-
ilverkið), Salvatore Sciarrino og
Iannis Xenakis. Þessi dagskrá verð-
ur leikin á laugardaginn kl. 17 og
sunnudaginn kl. 15.
Seinni efnisskráin er spiluð á
laugardagskvöld kl. 21 og á mánu-
dag kl. 15. Hún heitir In memoriam
og er þar lögð áhersla á verk sem
samin hafa verið í minningu ein-
hvers eða til heiðurs einhverjum.
Tónskáldin Alfred Schnittke,
Morton Feldman, Wolfgang Rihm,
Pierre Boulez, Alexander Goehr,
Harrison Birtwistle, Edison Den-
isov, Dmitri Smirnoff og Igor
Stravinskíj semja þessar minn-
ingar.
Um helgina verður líka sýning á
fánum Halldórs Ásgeirssonar, en
þeir eru 44 talsins, fyrir biskupana
44 sem setið hafa í Skálholti þau
950 ár sem biskupstóll hefur verið
þar og er þeim raðað upp í hring
þar sem þeir halda sitt biskupaþing.
Halldór segist alltaf hafa verið
hrifinn af því formi sem fáninn er
og var áður með fánasýningu fyrir
nær aldarfjórðungi. „Fánarnir hafa
fylgt manninum lengi, maðurinn er
að merkja sér svæði með fánum.“
Hann er hrifinn af því hve lifandi
hinn blaktandi fáni er og dyntóttur.
Eins konar sólúr
„Þú býrð til þitt eigið rými með
því að raða fánunum í hring – inni í
hringnum heyrirðu slátt í fánunum,
þetta er eins konar sólúr. Og það er
allt önnur stemmning í sól en í rign-
ingu.“
Hver biskup hefur þó ekki eigna-
rétt á einstökum fánum. „Ég sting
fánunum niður af tilviljun, það er
ekki nein uppröðun – hver fáni til-
heyrir ekki ákveðnum biskupi,“
segir Halldór sem er tregur til þess
að svara hvaða þjóðfánum hann er
hrifnastur af – „ég þyrfti að hafa
alla þjóðfána veraldar fyrir framan
mig til þess að geta svarað þessu
nákvæmlega“ – en segist þó vera
hrifnastur af þeim einföldustu og
nefnir helst til þann japanska og
þann grænlenska.
Blaktandi biskupsfánar
Lokatónleikar Sumartónleika Skálholts fara fram um helgina
Umkringdur Hér sjást þrír af biskupafánunum 44 sem umkringja nú ís-
lenska þjóðfánann í Skálholti þar sem biskupstóll hefur verið í 950 ár.
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
MIKIL aðsókn hefur verið að yf-
irlitssýningu Hreins Friðfinnssonar
í hinu virta Serpentine-galleríi í
Hyde Park í Lundúnum, og er nú
svo komið að um 26.000 manns hafa
séð sýninguna sem var opnuð 17.
júlí. Þá hefur sýningin fengið góða
dóma í stórum dagblöðum á borð við
Guardian, Independant, Observer
og tímaritinu Time Out. „Hann fékk
mjög góða gagnrýni fyrstu helgina.
Bretar eru nú ekki örlátir á gagn-
rýni á erlenda listamenn, þeir hafa
verið svona frekar „local“ og metið
sína bresku listamenn númer eitt.
En þeim þykir þessi sýning svo tær,
ljóðræn og falleg. Þetta er ólíkt öllu
sem þeir eru að gera og það hefur
snert einhvern streng,“ segir Edda
Jónsdóttir, eigandi og stjórnandi i8
gallerís sem er umboðsaðili fyrir
Hrein. „Þeir hjá Serpentine eru líka
ofboðslega ánægðir því sýningin fer
mjög vel í safninu,“ bætir hún við.
Edda segist hafa fengið fyr-
irspurnir víða að vegna sýning-
arinnar, bæði frá Bandaríkjunum og
Evrópu. „Þetta mundi maður kalla
að slá í gegn. Það eru ekki margir
aðrir sem hafa gert það svona gott.“
Sýnir á Íslandi í nóvember
Hinn virti breski myndlistar-
maður Damien Hirst sýndi í Serp-
entine fyrir um hálfu ári og var að-
sókn að þeirri sýningu mjög góð, en
að sögn Eddu er allt útlit fyrir að
sýning Hreins muni slá öll fyrri að-
sóknarmet í galleríinu.
Aðspurð segir hún klárt mál að
verð á verkum Hreins muni hækka í
kjölfar þessarar sýningar. „Svo er
ekki sama hverjir kaupa. Við erum
mjög vandlát á kaupendur og við
skoðum þá mjög vel. Það eru söfn og
safnarar sem eiga vönduð söfn verka
sem fá að kaupa verkin. Þegar eft-
irspurnin er orðin svona mikil hugs-
um við númer eitt um hag lista-
mannsins, og hans hagur felst í því
að vera á góðum stöðum,“ segir hún.
Sýning á verkum Hreins verður
sett upp í Listasafni Reykjavíkur í
nóvember, en hún verður þó með að-
eins öðru sniði en sú sem er nú í
Lundúnum. „Í kjölfar svona vel-
gengni á Hreinn meiri möguleika á
að fá aðstoðarmenn með sér og á
Listasafninu getur hann því verið
með viðbót við þessa sýningu, hann
bætir við þannig að það verður ný
sýning hér á landi. Það er mikill
fengur að fá hann til Íslands svo
skömmu eftir að yfirlitssýningunni í
Lundúnum lýkur, og óvíst hvort
slíkt tækifæri gefst aftur.“
Stefnir í metaðsókn
Um 26.000 manns hafa séð myndlistarsýningu Hreins
Friðfinnssonar í Serpentine-galleríinu í Lundúnum
Himinn og jörð Verk Hreins Friðfinnssonar Attending (Detail) frá 1973.
♦♦♦
TÓNLISTARSMIÐJA fyrir börnin
er í Skálholtsskólanum kl. 14.55 á
laugardag og sunnudag. Umsjón
með smiðjunni hafa þær Þórdís
Heiða Kristjánsdóttir og Hildur
Guðný Þórhallsdóttir, en þær hafa
unnið mikið saman við verkefni
tengd sköpunarþætti tónlistar-
kennslu og búa yfir mikilli reynslu
á því sviði. Sýnishorn af afrakstri
dagsins verður flutt fyrir foreldra
og aðra tónleikagesti í lok dags.
Tónlistarsmiðja