Morgunblaðið - 03.08.2007, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 03.08.2007, Qupperneq 38
38 FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Nauðungarsala Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Skógarhlíð 6, Reykjavík - 5, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Ármúli 5, 222-7739, Reykjavík, þingl. eig. Alexander Örlygsson, gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf og Tollstjóraembættið, miðvikudaginn 8. ágúst 2007 kl. 10:00. Barðavogur 30, 202-2776, Reykjavík, þingl. eig. Hildur Snjólaug Bruun, gerðarbeiðandi Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, miðviku- daginn 8. ágúst 2007 kl. 10:00. Bárugata 11, 200-1853, Reykjavík, þingl. eig. Gistihúsið Ísafold ehf, gerðarbeiðandi Landsbanki Íslands hf, aðalstöðv., miðvikudaginn 8. ágúst 2007 kl. 10:00. Berjarimi 12, 221-3136, Reykjavík, þingl. eig. Dagmar Ögn Guðfinns- dóttir, gerðarbeiðendur Landsbanki Íslands hf, aðalstöðv. og Reykja- víkurborg, miðvikudaginn 8. ágúst 2007 kl. 10:00. Bíldshöfði 18, 204-3237, Reykjavík, þingl. eig. Guðný María Guð- mundsdóttir og Magnús Árnason, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður Austurlands og Sýslumaðurinn í Kópavogi, miðvikudaginn 8. ágúst 2007 kl. 10:00. Dvergaborgir 8, 222-5616, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Árni Róbert Sigurðsson, gerðarbeiðendur Flügger ehf og Sýslumaðurinn í Kópavogi, miðvikudaginn 8. ágúst 2007 kl. 10:00. Einarsnes 42-42a, 202-9426, Reykjavík, þingl. eig. Anna Jóna Karlsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Lífeyrissjóðir Bankastræti 7, Reykjavíkurborg og Sjóvá-Almennar tryggingar hf, miðvikudaginn 8. ágúst 2007 kl. 10:00. Eirhöfði 17, 0104, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Ásgeir Einar Steinars- son, gerðarb. Tollstjóraembættið, miðvikud. 8. ágúst 2007 kl. 10:00. Eldshöfði 17, 204-2893, Reykjavík, þingl. eig. Faktoria ehf, gerðarb. Tollstjóraembættið, miðvikudaginn 8. ágúst 2007 kl. 10:00. Engjateigur 19, 201-9516, Reykjavík, þingl. eig. Byggingarfélag K Pálmasonar ehf, gerðarbeiðandi Frjálsi fjárfestingarbankinn hf, miðvikudaginn 8. ágúst 2007 kl. 10:00. Esjuberg 2, 221-3188, Reykjavík, þingl. eig. Ragnheiður Hauksdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sparisjóður Siglufjarðar, miðvikudaginn 8. ágúst 2007 kl. 10:00. Esjugrund 38, 208-5632, 33,33% ehl. Kjalarnesi, þingl. eig. Hólmar Þór Stefánsson, gerðarbeiðandi Húsasmiðjan hf, miðvikudaginn 8. ágúst 2007 kl. 10:00. Ferjubakki 12, 204-7654, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Jóna Þórð- ardóttir, gerðarbeiðandi Glitnir banki hf, útibú 527, miðvikudaginn 8. ágúst 2007 kl. 10:00. Fornistekkur 9, 204-7095, Reykjavík, þingl. eig. Sigríður Jónatans- dóttir, gerðarbeiðandi Ármúlaútibú SPRON, miðvikudaginn 8. ágúst 2007 kl. 10:00. Grenimelur 47, 202-6180, Reykjavík, þingl. eig. Edda Hrönn Krist- insdóttir, gerðarbeiðandi Glitnir banki hf, miðvikudaginn 8. ágúst 2007 kl. 10:00. Hjallavegur 9, 201-7745, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Bjarni Magnús Gunnarsson, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, miðvikudaginn 8. ágúst 2007 kl. 10:00. Hraunbær 54, 204-4673, Reykjavík, þingl. eig. Ólafur Ásmundsson, gerðarbeiðendur Glitnir banki hf og Tollstjóraembættið, miðvikudaginn 8. ágúst 2007 kl. 10:00. Kristnibraut 101, 50% eignahl. fnr. 226-7425, Reykjavík, þingl. eig. Guðmundur Þór Magnússon, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, miðvikudaginn 8. ágúst 2007 kl. 10:00. Krummahólar 8, 204-9614, Reykjavík, þingl. eig. Ómar Freyr Sig- urðsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 8. ágúst 2007 kl. 10:00. Krummahólar 25, 204-9328, Reykjavík, þingl. eig. Guðlaugur J. Guðlaugsson og Fjóla Sigurðardóttir, gerðarbeiðandi Húsasmiðjan hf, miðvikudaginn 8. ágúst 2007 kl. 10:00. Maríubaugur 141, 225-3265, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Gunnar Vagn Gunnarsson, gerðarbeiðendur Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda og Tollstjóraembættið, miðvikudaginn 8. ágúst 2007 kl. 10:00. Mosarimi 12, 222-0374, Reykjavík, þingl. eig. Magni Guðjón Gunnars- son, gerðarb. Tollstjóraembættið, miðvikud. 8. ágúst 2007 kl. 10:00. Prestbakki 15, 204-7010, Reykjavík, þingl. eig. Svala Guðbjörg Jóhannesdóttir og Herbert Þ. Guðmundsson, gerðarbeiðendur Íslandsspil sf, Kaupþing banki hf og Reykjavíkurborg, miðvikudaginn 8. ágúst 2007 kl. 10:00. Reyðarkvísl 3, 204-3961, Reykjavík, þingl. eig. Ragnar Bragason og Kristín Ólafsdóttir, gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf og Tollstjóraembættið, miðvikudaginn 8. ágúst 2007 kl. 10:00. Rósarimi 2, 221-9845, Reykjavík, þingl. eig. Helgi Már Veigarsson, gerðarbeiðandi Landsbanki Íslands hf, aðalstöðv., miðvikudaginn 8. ágúst 2007 kl. 10:00. Strandasel 9-11, 205-4613, Reykjavík, þingl. eig. Sigrún Eygló Davíðsdóttir, gerðarb. Húsasmiðjan hf, Íbúðalánasjóður, Kaupþing banki hf og Ríkisútvarpið ohf, miðvikudaginn 8. ágúst 2007 kl. 10:00. Stýrimannastígur 2, 200-1348, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Þorfinnur Ómarsson, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, miðvikudaginn 8. ágúst 2007 kl. 10:00. Tunguvegur 78, 203-6299, Reykjavík, þingl. eig. Ína Björg Ágústsdóttir, gerðarbeiðendur Glitnir banki hf, Reykjavíkurborg, Sparisjóður Rvíkur og nágr., útib. og Tollstjóraembættið, miðvikudaginn 8. ágúst 2007 kl. 10:00. Túngata 33, 200-2205, Reykjavík, þingl. eig. Jónína G. Sigurgeirsdóttir og Gunnar Kristinn Gunnarsson, gerðarbeiðandi Landsbanki Íslands hf, aðalstöðv., miðvikudaginn 8. ágúst 2007 kl. 10:00. Týsgata 6, 200-5882, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Magnea J. Matthíasdóttir, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, miðvikudaginn 8. ágúst 2007 kl. 10:00. Vatnsstígur 3b, 225-9268, Reykjavík, þingl. eig. Björn Einarsson og B & G ehf, gerðarbeiðandi Reykjavíkurborg, miðvikudaginn 8. ágúst 2007 kl. 10:00. Vatnsstígur 5, 200-4654, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Sturla Sig- hvatsson, gerðarbeiðandi Glitnir banki hf, miðvikudaginn 8. ágúst 2007 kl. 10:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 2. ágúst 2007. Raðauglýsingar MINNINGAR Hrærð skrifa ég nokkur fátækleg minningarorð um Guðmund Kristjánsson – Gumma, eins og ég kallaði hann alltaf. Ég var svo lánsöm að hann kom til starfa í stjórn eldri borgara í Grindavík ásamt mörgu góðu fólki. Hann var einn af þessum mönnum sem alltaf var hægt að treysta með allt sem hann tók að sér, því heiðarleiki og einlægni voru honum í blóð borin. Það var oft kátt á hjalla í félagsstarfi eldri borgara, t.d. gleymast seint litlu jólin þegar þeir vinirnir voru komnir með svunturnar og allt á fullu í eldhúsinu í safnaðarheimilinu. Þá voruð þið ekki lengi að ganga frá, jafnvel eftir 50 manna matarveislu, sú minning vekur alltaf bros hjá mér. Það var fyrir nokkrum árum að við, lítill vinahópur, fórum að stunda böll á sunnudagskvöldum í Reykjavík, að ógleymdri vikudvöl á Örkinni á vorin, þetta hefur veitt mér margar gleðistund- ir. Það eru forréttindi að fá að njóta góðra vina og frábærra dansherra – að sjá þig og vinkonu þína svífa um gólfið er nú komið í minningabankann, en ég er viss um að þú átt eftir að dansa þar sem ekki þarf kertavax neðan á skóna. Ég kveð þig Gummi minn með þakk- læti fyrir einlæga vináttu. Að lokum votta ég öllum ættingjum og vinkonu Gumma mína innilegustu samúð. Jóhanna Sigurðardóttir. Þó að ég hafi alllengi vitað að farið væri að halla undan fæti hjá vini mínum Guðmundi Kristjánssyni kom mér á óvart sú frétt er mér barst að morgni 27. júlí sl. að hann hefði andast þá um nótt- ina. Kannski virkar það svona vegna þess að þá skynjar maður sterkt hve stutt getur verið milli lífs og dauða. Kynni okkar Guðmundar munu hafa orðið fljótlega eftir að ég kom til Grinda- víkur. Það er þó ekki fyrr en árið 1958 eða 1959 sem ég minnist þess sérstak- ✝ Guðmundur JóhannKristjánsson fæddist í Grindavík 18. maí 1928. Hann andaðist á Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja 27. júlí síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Grindavík- urkirkju 2. ágúst. lega. Þá vorum við kjörnir í stjórn hjónaklúbbs sem verið var að stofna og sát- um í þeirri stjórn í ein tíu ár ásamt þeim Jóhanni Ólafssyni og Helga Hjart- arsyni. Nokkru síðar var stofnaður Lionsklúbbur Grindavíkur og þar unnum við saman í nokkra áratugi og síðar kom hvað af öðru sem störf okkar lágu sam- an. Það var alltaf ánægju- legt að vinna að félagsmál- um með Guðmundi, alltaf var hann ósérhlífinn, orðheldinn og stundvís. Auðvitað sluppum við ekki við að vera nokkuð pólitískir stundum. En þótt við rérum hvor í sína áttina olli það engri sundrung okkar á milli, enda átta- vitarnir hárréttir þó atkvæðin féllu eitt gegn einu. Við Guðmundur urðum ekkjumenn um svipað leyti, hann þó nokkru fyrr. Á þeim tíma fór hann að stunda golf og náði þar ágætum árangri. Hér á árum áður æfðum við saman badminton og blak og náðum vel saman þar enda mikl- ir keppnismenn báðir og tapsárir. Guðmundur var prýddur mörgum hæfileikum sem íþróttamenn þurfa að hafa til að bera. Hann var snöggur og léttur í hreyfingum, kappsamur og alltaf stutt í gamansemina. Á seinni árum spil- uðum við mikið billjard og höfðum nú ákveðið að bæta verulega við það á kom- andi tímum. Jafnframt var mikið spilað á spil og til margra ára stundaðir eldri dansar. Mjög fljótlega eftir að við urðum einir má segja að okkur hafi verið þrýst inn í félagsskap eldri borgara og höfum við starfað þar mörg undanfarin ár en hætt- um þar að loknu síðasta starfsári F.E.B. Ég vil svo að lokum þakka Guðmundi fyrir langt og ánægjulegt samstarf og trygga vináttu í gegnum árin og margar ógleymanlegar samverustundir á langri lífsleið um leið og ég votta fjölskyldu hans, vinum og vandamönnum mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu þína. Bogi G. Hallgrímsson. Látinn er kær vinur og félagi í kór Grindavíkurkirkju, Guðmundur Krist- jánsson. Guðmundur var 19 ára gamall þegar hann hóf að syngja í kirkjukórnum, svo að árin eru orðin 60 sem Grindvíkingar sem og aðrir hafa notið krafta hans við hinar ýmsu athafnir. Að auki sinnti hann ýmsum trúnaðarstörfum innan kirkjunn- ar af trúmennsku. Guðmundur var afskaplega traustur og góður félagi. Hann var ljúfmenni, sem vildi öllum vel. Hann var kátur og léttur í lund og hafði gaman af að grínast og koma fólki til að hlæja. Við eigum ótal ljúfar minningar um vin okkar og eigum eftir að sakna hans. Það verður tómlegt að heyra ekki lengur hans fallegu tenórrödd í sam- hljómi radda kórsins okkar. Við sendum fjölskyldu hans og vinum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Guðmundar Krist- jánssonar. Félagar í kór Grindavíkurkirkju. Kveðja frá Lionsklúbbi Grindavíkur. Guðmundur Kristjánsson kom til liðs við Lionsklúbb Grindavíkur á fyrsta starfsári hans eða í október 1965 en klúbburinn var formlega stofnaður 1. maí 1965. Guðmundur var mikill félagsmaður og öll þau störf sem hann tók að sér fyrir frjáls félagasamtök voru rækt af sér- stakri elju og fórnfýsi. Auk þess að starfa fyrir Lionsklúbbinn var Guð- mundur, einhvern hluta af ævi sinni,virk- ur félagi í flestum þeim frjálsu félaga- samtökum sem starfa í Grindavík. Má þar nefna Slysavarnadeildina Þorbjörn og Hjónaklúbb Grindavíkur. Auk þess sat Guðmundur í bæjarstjórn Grindavík- ur um tíma. Það var gott að starfa við hlið Guð- mundar í Lionsklúbbnum, hann var létt- ur í lund og einstaklega jákvæður. Það var sama hvaða verkefni klúbburinn tók að sér, alltaf var Guðmundur tilbúinn og í fararbroddi. Í langri veru innan klúbbs- ins tók Guðmundur að sér flest þau nefndar- og stjórnunarstörf sem klúbb- urinn skipar í. Fyrir nokkrum árum réðu ytri að- stæður því að Guðmundur hætti að sækja fundi, þrátt fyrir það bar hann ætíð hag klúbbsins fyrir brjósti og minntist oft á þær mörgu og skemmti- legu stundir sem hann átti innan klúbbs- ins. Við Lionsfélagar hans gegnum árin söknum góðs félaga og sendum fjöl- skyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Halldór Ingvason. Guðmundur Kristjánsson Pálmi föðurbróðir minn er látinn – blessuð sé minning hans. Hann var frumburður ömmu og afa, myndarlegur og flottur maður, fæddist í Kjósinni og flutti sem unglingur til Reykjavíkur. Ömmu hefði ekki órað fyrir að hann kveddi fyrstur þeirra barna hennar sem komust til full- orðinsára. Hann lærði rafvirkjun og vann tengt þeirri iðn alla starfsævina fyrst sem rafvirki og síðan seldi hann vörur til raf- lagna. Hann átti sér þann draum að þegar starfsævinni lyki myndu hann og Heiða, kona hans, leggjast í ferðalög en það var sárt að sá draumur rættist ekki nema að litlu leyti. Heilsan brást og nú er hann bú- inn að fá hvíldina. Þegar hugsað er til Pálma eru það eink- um ýmsar smámyndir sem koma upp í hugann – bæði frá bernskunni og fullorð- insárunum – hann var þríkvæntur og átti Ninnu, Stellu og síðast Heiðu og skipast þessar myndir nokkuð í þrjá kafla miðað við það. Hann var reglusamur en virtist ekki hafa sérstakan áhuga á of miklum fjölskyldutengslum til að byrja með. Hann eignaðist ekki börn en var svo heppinn að hann fékk með Heiðu hlutdeild í hennar barnabörnum og veittu þau honum mikla gleði. Pálmi Gunnarsson ✝ Pálmi Gunnarssonfæddist á Reyni- völlum í Kjós 29. maí 1930. Hann lést á Droplaugarstöðum í Reykjavík 26. júní síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Bústaða- kirkju 6. júlí. Elstu myndirnar og þær yngstu snúa að sauðfé – Móra og Mýrar – í bernsku minni í Reykja- vík talaði hann gjarnan um Móru kindina sem hann átti og við áttum að borða öll haust í mörg ár – það virðist hafa leynst bóndi í honum. Sauðfé kemur aftur inn í myndina á Mýrum í Dýrafirði þeg- ar hann gat á fullorðins- árum notið sín og glaðst við að hjálpa til við sauð- burð og velta fyrir sér og ræða um hvernig bregðast átti við þeim vandræðum að sýsla með þrílemburnar … Spilin eru á öllum myndunum – spilaá- huginn og allur hávaðinn og vesenið í kringum töpuð spil og spilastokkurinn í vasanum er ástæða þess að ég að spila ekki bridge – það eru Ljósheimarnir og allir fínu púðarnir sem ekki mátti óhreinka og flottu dúkkufötin sem enn þá bera af – það er bústaðurinn við Meðal- fellsvatn og njólajafningurinn og fíni veggurinn sem var smíðaður og svolítið golf – það er ferðin til Hannover að skoða rafmagnsvörur og dvölin á Hilton hótelinu – það er húsið Höfn við Skipholtið – stríðn- in og galsinn í honum og viðbrögð ömmu sem stundum tók hann í karphúsið og kitl- aði hann. Það sem stendur upp úr eru þó eftir á að hyggja spjallið sem við tvö áttum í miðbæ Reykjavíkur þegar við hittumst þar óvænt í hádeginu – hann að fara í útréttingar í bankann – einyrkinn notaði hádegishléið – og ég í hádegismat – það var gott, opið og einlægt spjall sem við áttum þessi skipti sem við náðum að hittast á þessum tíma – tveggja manna tal og rætt um hluti og til- finningar sem liggja nú í þagnargildi. Það var ánægjulegt að sjá hve vel hann reyndist afa og ömmu á síðustu árunum þeirra og hve vel hann leit eftir þeim. Við Jóhannes sendum fjölskyldunni samúðarkveðjur og þökkum Heiðu fyrir hve vel hún studdi hann á þessum síðustu erfiðu veikindaárum. Málfríður Finnbogadóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5- 15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir for- máli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargrein- unum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.