Morgunblaðið - 03.08.2007, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2007 39
Atvinnuauglýsingar
Starf skólastjóra
Laust er til umsóknar starf skólastjóra við
Laugargerðisskóla á Snæfellsnesi.
Nánari upplýsingar veitir Ásbjörn Pálsson,
símar 435 6762/893 6762 og netfang
asbjorn-helga@simnet.is.
Umsóknir skulu berast skriflega til Ásbjörns
Pálssonar, Haukatungu, 311 Borgarnesi í
síðasta lagi föstudaginn 10. ágúst nk.
Byggðasamlag Laugargerðisskóla.
Smiðir óskast
Vanir menn óskast í byggingavinnu á höfuð-
borgarsvæðinu. Áshamar ehf.
Upplýsingar í síma 896 4067, Stefán og
899 1529, Valgarð.
Skrifstofustjóri á lögfræðisviði
Menntamálaráðuneyti auglýsir laust til
umsóknar embætti skrifstofustjóra í
ráðuneytinu. Skrifstofustjóri stýrir daglegri
starfsemi á lögfræðisviði en hægt er að fela
skrifstofustjóra umsjón með annarri skrifstofu
eða sviði í ráðuneytinu.
Lögfræðisvið undirbýr ákvarðanir um
lögfræðileg málefni og veitir lögfræðilega
ráðgjöf innan ráðuneytisins. Lögfræðisvið
hefur yfirumsjón með samningu lagafrum-
varpa og reglugerða og undirbúningi stjórn-
sýsluúrskurða, auk þess sem það fer með sam-
skipti við skrifstofu Alþingis. Lögfræðisvið
hefur af hálfu ráðuneytisins umsjón með
lögformlegri framkvæmd EES-samningsins og
alþjóðlegra samninga sem ráðuneytið fer með
aðild Íslands að. Sviðið fer með starfsmanna-
mál stofnana sem heyra undir ráðuneytið eftir
því sem við á, þ.m.t. skipun forstöðumanna.
Umsækjendur skulu hafa lokið embættisprófi í
lögfræði eða hafa sambærilega menntun.
Við mat á umsóknum verður litið til menntunar
og starfsreynslu.
Í umsókn skal veita upplýsingar um menntun,
starfsferil og reynslu.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem
fyrst.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Rakel
Björnsdóttir skrifstofu yfirstjórnar í mennta-
málaráðuneyti. Umsóknir skulu hafa borist
menntamálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150
Reykjavík, eigi síðar en 20. ágúst 2007.
Menntamálaráðuneyti, 3. ágúst 2007.
menntamalaraduneyti.is.
Sérfræðingur á sviði íþróttamála
Menntamálaráðuneyti auglýsir laust til
umsóknar starf sérfræðings á sviði íþróttamála.
Um er að ræða fullt starf.
Leitað er að háskólamenntuðum einstaklingi
með reynslu og þekkingu á sviði íþróttamála.
Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, góð
kunnátta í ensku og einu Norðurlandamáli og
þekking á nýtingu upplýsingatækni eru
nauðsynlegir kostir ásamt ritfærni og hæfni í
mannlegum samskiptum.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem
fyrst. Laun greiðast samkvæmt launakerfi
Félags háskólamenntaðra starfsmanna
stjórnarráðsins. Nánari upplýsingar veitir
Rakel Björnsdóttir skrifstofu yfirstjórnar í
menntamálaráðuneyti.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og
starfsferil sendist menntamálaráðuneyti,
Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til 20. ágúst 2007.
Menntamálaráðuneyti, 3. ágúst 2007.
menntamalaraduneyti.is.
Of Interest to an entrepreneur with a
fighting viking spirit
Small bat expanding company engaged in
the Dry Cleaning, Laundry and new section
of Kilt Hire seeks partner with time & capital
to help continue expansion plans. Based at
the moment in Scotland. For full details
contact Harold L. Lewis at Kirklands, 100
Grennock Road, Largs KA30 8PG, Phone
01294 601416 or e-mail
capers@btconnect.com.
Not for the faint hearted.
2. stýrimann
vantar til afleysinga á frystitogara.
Upplýsingar í síma 866 2860.
Raðauglýsingar 569 1100
Kennsla
Menntaskólinn við Hamrahlíð
Stöðupróf haustið 2007
Stöðupróf á vegum menntamálaráðuneytisins verða haldin
í Menntaskólanum við Hamrahlíð sem hér segir:
Þriðjudaginn 14. ágúst kl. 16.00: danska (hámark 6 einingar),
norska (hámark 6 einingar),
sænska (hámark 6 einingar),
finnska (hámark 12 einingar).
Miðvikudaginn 15. ágúst kl. 16.00: ítalska (hámark 12 einingar),
portúgalska (hámark 12 einingar),
spænska (hámark 12 einingar),
hollenska (hámark 12 einingar).
kl. 18.15: albanska (hámark 12 einingar),
franska (hámark 12 einingar),
japanska (hámark 12 einingar),
pólska (hámark 12 einingar),
rússneska (hámark 12 einingar)
víetnamska (hámark 12 einingar),
þýska (hámark 12 einingar).
Fimmtudaginn 16. ágúst kl. 16.00: enska (hámark 9 einingar).
Föstudaginn 17. ágúst kl. 16.00: stærðfræði. Boðið er upp á próf í STÆ103,
STÆ203 og STÆ263.
Skráð er í stöðupróf á skrifstofu skólans frá og með 9. ágúst í síma 595 5200.
Prófgjald, kr. 3.500 fyrir hvert próf, ber að greiða inn á reikning Menntaskólans við Hamrahlíð í
banka 323 hb. 26 nr. 106, kt. 460269-3509. Greiðslufrestur er til hádegis á prófdegi, nauðsynlegt er
að fram komi nafn og kennitala próftaka. Sýna þarf kvittun fyrir greiðslu og persónuskilríki með
mynd í prófinu.
Í Aðalnámskrá framhaldsskóla er tekið fram að þessi próf séu ætluð þeim sem búa yfir þekkingu
og reynslu sem ekki hefur verið aflað með hefðbundnum hætti í skóla. Að gefnu tilefni skal tekið
fram að fyrir liggur álit menntamálaráðuneytisins um að stöðupróf skuli ekki nota sem upp-
tektarpróf fyrir nemendur sem fallið hafa á annar- eða bekkjarprófi.
Rektor.
Af hverju að bíða og bíða eftir stóra vinningnum þegar þú
getur unnið fyrir öllu sem þig langar að eignast? Það eina sem
þú þarft að gera er að bera út blöð í 1-3 tíma á dag.
Besta aukavinna sem þú getur fundið
og góð hreyfing í þokkabót!
Hringdu núna og sæktu um
í síma 569 1440 eða á mbl.is!
Sæktu um blaðberastarf
– alvörupeningar í boði!
Fáðu
sms-fréttir
í símann
þinn af
mbl.is