Morgunblaðið - 31.08.2007, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Unu Sighvatsdóttur
unas@mbl.is
„ÞAÐ er mannlífið sem skapar
miðbæinn, ekki einhver stein-
steypa,“ segir Guðmundur Sverris-
son, talsmaður Miðbæjarfélagsins
sem mótmælt hefur fyrirhuguðum
framkvæmdum í miðbæ Selfoss.
Félagsmenn afhentu í gær Ragn-
heiði Hergeirsdóttur bæjarstjóra
lista með 1.100 undirskriftum sem
safnað var meðal bæjarbúa. „Við
fundum fyrir miklum stuðningi og
það er samdóma álit okkar sem
stóðum að þessu að af þeim bæj-
arbúum sem við náðum til heima
hafi verið allt að 80% sem skrifuðu
undir,“ segir Guðmundur.
Miðbæjarsamtökin gagnrýna
helst byggingamagnið sem reisa á í
miðbænum, m.a. með þeim afleið-
ingum að stórum hluta bæjargarðs-
ins svokallaða verður fórnað. Guð-
mundur segir garðinn geta nýst
mun betur sem grænt útivistar-
svæði ef hann yrði efldur og bættur.
Verslanir frekar
en íbúðabyggð
„Við gerum líka athugasemdir við
hið mikla magn íbúðarhúsnæðis sem
stendur til að reisa, sem kallar nátt-
úrlega á gífurlegan fjölda bílastæða.
Við viljum sjá því breytt meira í
verslunar- og þjónusturými, sem
kallar á meira líf í miðbæinn. Eins
er það bæjartorgið svokallaða, sem
er reyndar að okkar mati of lítið.
Um það liggja krossgötur og bíla-
stæði við, svo það er að okkar mati
ekki líklegt til að blómstra mikið.“
Með undirskriftasöfnuninni von-
ast Miðbæjarfélagið til að bæjar-
stjórnin bregðist við og komi til
móts við íbúana. Að sögn Guðmund-
ar var það fólk á öllum aldri og úr
öllum flokkum sem skrifaði undir,
bæði rótgrónir íbúar og nýaðfluttir.
„Við megum ekki gleyma því að
þegar við skipuleggjum svona
miðbæ frá grunni erum við í raun að
skipuleggja til allrar framtíðar, því
það er alveg sama hvað hérna verð-
ur stór borg, þetta mun alltaf verða
miðbærinn og andlit Selfoss, bæði
út á við og inn á við.“ Guðmundur
segist vongóður um að fjöldi undir-
skriftanna verði tekinn alvarlega í
bæjarstjórn og Miðbæjarfélagið
verði fengið til viðræðna um fram-
haldið. „Auðvitað vildum við helst að
skipulagið yrði hreinlega gert upp á
nýtt og jafnvel farið í nýja sam-
keppni þar sem arkitektar væru
ekki bundnir af þessu mikla bygg-
ingarmagni. Hins vegar teljum við
líka að það sé hægt að breyta þessu
og bæta og reyna þannig að mætast
á miðri leið.“
Mannlífið á Selfossi fái að
blómstra í nýjum miðbæ
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Baráttuhugur Miðbæjarfélagið afhendir bæjarstjóra undirskriftir 1.100 bæjarbúa Selfoss. Magnús Árnason,
Esther Óskarsdóttir, Árni Valdimarsson, Guðmundur Sverrisson og Ragnheiður Hergeirsdóttir.
Ljósmynd/Árni Valdimarsson
Sögulegt Pakkhúsið hýsti áður alla innflutta vöru auk afurða bænda í
sveitinni. Það hefur síðan gegnt margbreytilegu hlutverki.
BREYTINGAR eru fyrirhugaðar á
stjórnkerfi borgarinnar sem að
sögn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar
borgarstjóra miða að því að efla
vægi umhverfisins við rekstur
borgarlandsins og mótun sam-
göngumannvirkja. „Við ætlum að
taka til hendinni og verja auknu
fjármagni í viðhald sem hefur verið
vanrækt í mörg ár.“
Breytingarnar fela annarsvegar í
sér stofnun Eignasjóðs sem á að
fara með framkvæmdir og rekstur
á eignum borgarinnar og hinsvegar
verða samgöngumál færð undir
umhverfissvið borgarinnar, svo það
verður framvegis umhverfis- og
samgöngusvið. Um leið leggjast
framkvæmdasvið og Skipulagssjóð-
ur af. Borgarstjóri bar tillögu þessa
efnis upp í borgarráði í gær.
Gísli Marteinn Baldursson mun
stýra hinu nýja umhverfis- og sam-
göngusviði. Hann segir samgöngur
skapa mestu ógnina við umhverfið í
borginni, hvort sem litið er til svif-
ryksmengunar, útblásturs eða há-
vaða.
Að sögn Gísla Marteins verður
áhersla lögð á að efla almennings-
samgöngur og fjölga þeim valkost-
um sem borgarbúum bjóðast til
þess að komast leiðar sinnar um
borgina. Það sé ekki hægt nema
samgöngurnar og umhverfismálin
séu á sömu hendi. „Með því að
hugsa um þetta
saman náum við
að hanna um-
ferðarmannvirki
og göturnar okk-
ar þannig að það
sé ekki bara
hugsað um einn
þátt heldur alla.“
Óskar Bergs-
son, formaður
framkvæmda-
ráðs, sagði að stærsta breytingin
sem fylgdi stofnun Eignasjóðs væri
að þar með yrði hann aðskilinn frá
aðalsjóðnum. „Við höfum lengst af
verið með stofnframkvæmdirnar og
viðhaldið inni í þessari hefðbundnu
fjárhagsáætlanagerð á hverju
hausti. Með því að aðskilja þennan
rekstur í eignasjóð og aðalsjóð get-
um við farið að horfa á fram-
kvæmdirnar og viðhaldið alveg sér-
staklega, án þess að það hafi áhrif
á almennan rekstur í borginni.“
Gísli Marteinn segir að kostn-
aður verði óverulegur við þessar
breytingar, enda hafi flutningar
staðið fyrir dyrum hjá stofnunum
hvort sem er og ekki komi til stór-
vægilegra útgjalda að öðru leyti.
Engar uppsagnir eru fyrirhugaðar
vegna skipulagsbreytinganna, held-
ur er gert ráð fyrir því að starfs-
menn fylgi verkefnum til nýrra
stofnana.
Meiri pening-
ar í viðhald
Borgin ætlar að efla vægi umhverfisins
Gísli Marteinn
Baldursson
Í SKIPULAGI
um uppbyggingu
miðbæjarins á
Selfossi er gert
ráð fyrir niður-
rifi Pakkhússins,
sem reist var
1941 sem vöru-
geymsla þegar
skipakomur
hurfu frá Eyr-
arbakka og til Reykjavíkur í byrjun
seinna stríðs.
Árni Valdimarsson, forsvars-
maður Hollvinasamtaka Pakkhúss-
ins, segir húsið í toppstandi og nýt-
ingarmöguleika þess mikla, en það
hýsir nú m.a. jarðskjálftamiðstöð
Háskóla Íslands. „Mér finnst mik-
ilvægt að leggja enn þyngri og
meiri áherslu á Pakkhúsið, því ef
við getum varið það er óhjá-
kvæmilegt annað en að þessar áætl-
anir breytist mikið í kjölfarið.“
Húsið er yfir 200 fermetrar að
stærð og þótti mikið stórhýsi á sín-
um tíma. Árið 1991 var það að
mestu endurbyggt eftir bruna og
lagði arkitektinn, Helgi Bergmann
Sigurðsson, mikinn metnað í að
halda upprunalegri mynd hið ytra
og í samræmi við Kaupfélagshúsið
sjálft og fellur það því að sögn Árna
vel inn í þá sögulegu heild sem
myndaðist á austurbakka Ölfusár
þegar uppbygging þéttbýlis á Sel-
fossi varð fyrst að veruleika.
„Það er því mjög villandi að segja
í skipulagstillögunni að húsið sé
ekkert líkt því sem það var, því það
er alveg eins og það er nú ekki svo
mikið af sögulegum stöðum hér á
Selfossi svo við leggjum mikla
áherslu á að varðveita sögu þessara
húsa.“ Og Árni segir skömm að því
að það skuli vera framsóknarmenn
í bæjarstjórn sem gangi harðast
fram í eyðileggingunni. „Mér finnst
sorglegt að horfa upp á að það skuli
ekki vera fyrst og fremst framsókn-
armenn sem ganga fram fyrir
skjöldu að varðveita þessa merku
sögu, sem samvinnumenn eiga hér
og tengdust stórhuga uppbyggingu
kaupfélagsins á Selfossi.“
Sorglegt að
horfa upp á
Árni Valdimarsson
ÞRJÚ fyrirtæki skiluðu tilboðum
vegna gegnumlýsingarbúnaðar fyrir
gáma sem Tollstjórinn í Reykjavík
hyggst kaupa.
Hæsta tilboð hljóðaði upp á um
181 milljón króna en lægsta boð var
66,5 milljón krónum lægra.
Lægsta boðið, upp á 114,5 millj-
ónir króna barst frá kínversku fyr-
irtæki, Nuctech Company, næst-
hæsta boð, 151,6 milljónir, átti
breska fyrirtækið Rapiscan Systems
en hæsta boð kom frá Smith og Nor-
land í samvinnu við Hyman.
Ríkiskaup og tollstjóraembættið
munu fara yfir tilboðin á næstu vik-
um áður en ákveðið verður hvaða
tæki verður keypt.
66,5 milljóna munur á tilboðum
KÓPAVOGSBÆR mun á næstunni auglýsa tillögu til breyt-
inga á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna svo-
nefnds Glaðheimasvæðis. Harkalega var deilt um skipulag
svæðisins í vor en þá strönduðu áform bæjarins um að heim-
ila þar byggingu víðáttumikilla skrifstofubygginga þegar
umhverfisráðuneytið úrskurðaði að fyrirhuguð breyting á
skipulaginu gæti ekki talist óveruleg – líkt og Kópavogsbær
hélt fram.
Vegna þessa úrskurðar ráðuneytisins – sem það hafnaði að
taka upp á nýjan leik – þarf málið að fara fyrir samvinnu-
nefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins. Sú nefnd
hefur nú samþykkt að heimila Kópavogsbæ að auglýsa til-
lögu að nýju svæðisskipulagi og þar með hefst ferli sem getur
tekið töluverðan tíma, nokkra mánuði í það minnsta.
Ekki verður af málsókn
Þegar deilur um skipulagið stóðu sem hæst í vor sagði
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, m.a. að það
stefndi í stríðsástand í skipulagsmálum á höfuðborgarsvæð-
inu ef önnur sveitarfélög féllust ekki á tillögu bæjarins og að
líklegt væri að bærinn myndi höfða dómsmál til að fá ákvörð-
un ráðuneytisins hnekkt. Að sögn Smára Smárasonar, skipu-
lagsstjóra Kópavogs, verður ekki af málsókn og eftir á að
koma í ljós hvort sveitarfélögin samþykkja tillöguna.
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í maí árið 2006 að kaupa
Glaðheimasvæðið og nam kostnaður um 3,5 milljörðum.
Ný tillaga fyrir Glað-
heima í deiglunni
Morgunblaðið/ÞÖK
Umdeilt Deilt hefur verið um skipulag Glað-
heimasvæðisins í Kópavogi.