Morgunblaðið - 31.08.2007, Page 12

Morgunblaðið - 31.08.2007, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „VIÐ erum að berjast gegn mann- réttindabrotum og það hvetur okkur áfram í starfi okkar,“ segir Marius Råkil, sálfræðingur og stjórnandi norsku meðferðarmiðstöðvarinnar Alternativ til vold, en þar býðst körl- um sem beita maka eða fyrrverandi maka sína ofbeldi að fá aðstoð og leita leiða til þess að láta af ofbeld- inu. Råkil sagði frá starfi miðstöðv- arinnar á ráðstefnunni Karlar til ábyrgðar sem fram fór í gær. Jafn- réttisstofa skipulagði ráðstefnuna en hún er hluti af Evrópuverkefninu „Ár jafnra tækifæra“. Alternativ til vold hefur verið starfrækt í Noregi í 20 ár og sagði Marius að á þeim tíma hefði mikið vatn runnið til sjávar þegar kæmi að heimilisofbeldi. Í fyrstu hefði áhersla verið lögð á að ná til kvenna sem höfðu verið beittar ofbeldi. Undir lok níunda áratugarins hefðu menn farið að beina sjónum að körlum, en aðeins síðustu fimm árin hefði börnum sem byggju við aðstæður þar sem ofbeldi kæmi við sögu verið gefinn nægileg- ur gaumur. Alls hafa um 3.000 karlar leitað til ATV frá því að meðferðarstöðin hóf starfsemi. 60% þeirra hafa sjálfir haft samband en öðrum hefur verið bent á hana, t.d. af lögreglu eða fé- lagsmálayfirvöldum. „Ég er ekki ofbeldishneigður“ Hópurinn sem sækir sér aðstoð er að sögn Råkil mjög fjölbreyttur, en hjá ATV er boðið upp á viðtöl og hópmeðferð. Mjög algengt er að karlarnir reyni að gera sem minnst úr vandanum og margir skella skuldinni á makann. „Ég er ekki ofbeldishneigður ein- staklingur er það fyrsta sem margir segja við okkur,“ segir Råkil, sem segist ekki líta svo á að með þessu séu menn að reyna að ljúga. Það sé hins vegar afar mikilvægt að fá mennina til að horfast í augu við það ofbeldi sem þeir hafa framið og fá þá til að átta sig á því að þeir geti breytt hegðun sinni. Råkil segir mjög mikilvægt að taka mið af öllum í fjölskyldunni þegar lausna sé leitað. Sérstaklega þurfi að beina sjónum að börnum og veita þeim ríkari vernd. „Það sem er einna erfiðast við starfið er að styðja börnin en geta ekki á sama tíma tryggt að ofbeldinu linni.“ Dr. Berglind Guðmundsdóttir, sál- fræðingur hjá Áfallamiðstöð slysa, ofbeldis og hamfara á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, ræddi á ráðstefn- unni um þjónustu við þolendur heim- ilisofbeldis. Berglind fór yfir tölur yfir tilvís- anir á áfallamiðstöðina síðustu ár. Árið 2005 voru tilvísanirnar 36, 51 árið 2006 og það sem af er árinu hafa þær verið 28. Af þeim sem vísað hef- ur verið á áfallamiðstöðina í ár eru 28 konur, þar af 11 af erlendum upp- runa, 2 karlar og 1 stúlka. „Í um það bil helmingi tilfella eru börn á heim- ilunum,“ sagði Berglind, en slíkt er ávallt tilkynnt til barnaverndaryf- irvalda. Berglind sagði að unnið hefði ver- ið ötullega að því á slysa- og bráða- deild að koma af stað verkferlum og stuðla að því að það væri hluti af vinnu starfsfólks þar að spyrja spurninga um ofbeldi. „Þetta hefur batnað töluvert mikið en við þurfum stöðugt að vera með fræðslu [til lækna og hjúkrunarfræðinga],“ sagði Berglind. Rannveig Þórisdóttir, deild- arstjóri upplýsinga- og áætl- anadeildar Lögreglustjórans á höf- uðborgarsvæðinu, ræddi um heimilisofbeldi og gögn lögreglu um þau. Fram kom í máli hennar að flestir þeirra ofbeldismanna sem til- kynnt væri um til lögreglu kæmu þar aðeins einu sinni við sögu og sagði hún þetta hugsanlega vegna þess að konur leituðu líka annarra úrræða en þeirra að kalla til lögreglu þegar þær yrðu fyrir ofbeldi. Hún sagði að flestir þeirra sem tilkynnt væri um væru á aldrinum 35-44 ára. Það væri eldri hópur en kæmi oftast við sögu í öðrum ofbeldismálum en þar væru karlar á þrítugsaldri mest áberandi. Sálfræðingarnir Einar Gylfi Jóns- son og Andrés Ragnarsson ræddu á ráðstefnunni um verkefnið Karlar til ábyrgðar, sem er íslensk meðferð fyrir karla sem beita ofbeldi á heim- ili. Meðferðin var starfrækt á ár- unum 1998-2002 og héldu Skrifstofa jafnréttismála, Rauði krossinn og heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti utan um starfsemina. Verkefnið var ekki á föstum fjárlögum og svo fór að það lognaðist út af, að sögn Einars Gylfa. Í fyrra var verkefnið hafið að nýju og fjármagn tryggt til tveggja ára. Hafa um 25 karlar nýtt sér með- ferðarúrræðið frá þeim tíma, en þeir Einar Gylfi og Andrés segjast gjarn- an vilja að úrræðið verði betur nýtt. Hefur reynst vel Ein af fyrirmyndum verkefnisins hér á Íslandi er hið norska Alterna- tiv til vold. Boðið er upp á ein- staklings- og hópmeðferð, en karl- arnir greiða sjálfir 2.000 fyrir hvern tíma sem þeir sækja. Þá býðst mök- um að koma tvisvar í viðtal, annars vegar í upphafi og hins vegar við lok meðferðar karlanna. Einar Gylfi tel- ur þörf á þessari þjónustu. Reynslan, bæði hér og erlendis, sýni að hún hafi reynst vel, en þjónustan er eina sérhæfða meðferðarúrræðið fyrir karla sem beita ofbeldi. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra ávarpaði ráðstefnuna. Hún sagði að nú væri í fyrsta sinn í gildi aðgerðaráætlun vegna ofbeldis á heimilum og kynferðislegs ofbeld- is. Jóhanna sagðist leggja á það ríka áherslu að áætlunin reyndist ekki orðin tóm. Karlar til ábyrgðar væri eitt af mikilvægustu verkefnunum innan áætlunarinnar. „Þar er tekið á rót vandans,“ sagði Jóhanna. „Erum að berjast gegn mannréttindabrotum“ Karlar sem beita maka sína ofbeldi verða að taka ábyrgð á eigin gjörðum eigi þeir að geta fundið leið út úr ofbeldinu. Þetta kom fram á ráðstefnunni Karlar til ábyrgðar. Gegn ofbeldi Jóhanna Sigurðardóttir ávarpaði ráðstefnuna. Í HNOTSKURN »Alternativ til vold er rannsóknar- og meðferð- armiðstöð fyrir ofbeldismenn, en miðstöðin hefur aðsetur í Ósló. »Miðstöðin er 20 ára í ár ogeru starfsmenn hennar um 30 talsins. »Um er að ræða sjálfstæðastarfsemi en sveitarfélög og ríki styðja hana með fjár- framlögum, sem og önnur samtök og sjóðir. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is FASTAFULLTRÚI Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, Hjálmar W. Hannesson sendiherra, hefur verið kjörinn einn af varaforsetum 62. allsherjarþings SÞ, en þingið hefst í næsta mánuði. Kjörnir vara- forsetar þingsins eru 16 talsins og koma tvö sæti í hlut vesturlanda- hóps SÞ. Sem varaforseti allsherjarþings- ins mun Hjálmar taka þátt í starfi nefndar þingsins er ákveður dagskrá þess og því er um virkt hlutverk að ræða. Hann mun einnig stýra ein- hverjum fundum þingsins og hlaupa í skarð forseta þegar svo ber undir. Thor Thors, Tómas Á. Tómasson og Þorsteinn Ingólfsson hafa áður gegnt embætti varaforseta allsherj- arþings SÞ fyrir hönd vesturland- ahópsins. Fjórði íslenski varaforsetinn Hjálmar W. Hannesson TVEGGJA daga flokksráðsfundur Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs hefst í dag en fundurinn er haldinn á Hótel Flúðum. Katrín Jakobsdóttir, varaformaður flokksins, setur fundinn kl. 17 og síðan mun Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vg, fara yfir hlutverk Vinstri grænna í breyttu landslagi íslenskra stjórnmála. Þá verður sér- staklega fjallað um hlutverk og rekstur almannaþjónustu í íslensku samfélagi og leiðir Ögmundur Jón- asson alþingismaður þá umræðu. Að auki verða almennar stjórnmálaum- ræður á dagskrá. Á laugardeginum verður m.a. fjallað um verndun Þjórsárvera á fundinum. Flokksráð Vg er skipað öllum sveitarstjórnarfulltrúum flokksins, alþingismönnum, varaþingmönnum, formanni Ungra vinstri grænna, for- mönnum svæðisfélaga og formönn- um kjördæmisráða auk þrjátíu full- trúa kjörinna á landsfund. Steingrímur J. Sigfússon. Ræðir hlut- verk Vg í flokksráði ♦♦♦ Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is Sjávarútvegsráðuneytið hefur að til- lögu Hafrannsóknastofnunarinnar ákveðið að heimilt verði að hefja loðnuveiðar 1. nóvember 2007. Bráðabirgðakvóti fyrir komandi ver- tíð hefur verið ákveðinn 205 þús. lestir og koma þar af rúmar 145 þús. lestir í hlut íslenskra loðnuskipa samkvæmt ákvæðum samninga um nýtingu loðnustofnsins. Við þessa ákvörðun er miðað við að heildarkvóti komandi vertíðar verði 308 þús. lestir og gangi það eft- ir eykst heildarkvóti íslenzku loðnu- skipanna rétt um 100 þús. lestir. Ljóst er hins vegar að loðnurann- sóknir Hafrannsóknastofnunarinnar á hausti komandi gætu leitt til breyt- inga á leyfilegu heildarmagni. Loðnuafli tvær síðustu vertíðar varð mjög lítill. Síðastliðinn vetur varð afli íslenzkra skipa aðeins 307.000 tonn og enn minni veturinn áður eða að- eins 193.000 tonn. Þegar loðnuafli er svona lítill fer megnið af loðnunni í vinnslu til manneldis, frystingu og hrognatöku. með því aukast verð- mæti hennar verulega umfram það sem fyrir hana fæst í bræðslu til framleiðslu á mjöli og lýsi. Minni ver- tíð getur því skilað svipuðum verð- mætum og mun stærri vertíð. Auka aðgengi þorsksins að loðnunni „Þegar við tókum ákvörðun um heildarafla í sumar greindi ég frá því að veiðar yrðu ekki leyfðar í sumar og mættu ekki hefjast fyrr en í haust. Það sem fyrir okkur vakti var fyrst og fremst það að auka líkurnar á því að aðgengi þorskins að loðnunni sem fæðu yrði meira auk þess sem loðnan þyngist mikið á þessu tímabili. Loðnukvótinn nú er því í samræmi við yfirlýsingu mína frá því í sumar,“ segir Einar K. Guðfinnsson, sjávar- útvegsráðherra. Ekki hefur tekizt að mæla nægilegt magn af loðnu að hausti til að gefa út upphafsloðnu- kvóta nokkur undanfarin ár. „Það tókst í fyrra og það er jákvætt og gefur vonandi einhverjar vísbend- ingar um batnandi fæðubúskap í haf- inu,“ segir sjávarútvegsráðherra. Óvíst hvenær menn byrja Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir að útgáfa loðnukvótans nú sé í samræmi við það sem komið hafi fram í sumar. Hann segir mjög erfitt að segja til um það hvort einhverjir muni hefja veiðar strax, en það kæmi þó ekki á óvart. Það fari mikið eftir því hvernig staðan í veiðum á síld og kolmunna verði þá. Þá skipti það líka máli hvað komi út úr loðnumælingum hausts- ins. Það sé heldur ekki ólíklegt að Norðmenn og Færeyingar hefji þá veiðar. Loðnuveiðar mega hefjast í haust  -.. /012/                                        Í HNOTSKURN »Ekki liggur fyrir hvortskipin hefja veiðarnar strax í bryjun nóvember. þar ræður staðan í veiðum á sild og kolmunna miklu. »Loðnan er verðmætustþegar hún er orðin hrognafull og hæf til fryst- ingar fyrir markaðinn í Japan. það er á tímabilinu febrúar-marz. » Í fyrra tókst í fyrstasinn í nokkur ár að mæla loðnustofninn að hausti til. Það bendir hugs- anlega til þetri tíðar í sjón- um. Heildarkvóti verður að minnsta kosti 308.000 tonn ÚR VERINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.