Morgunblaðið - 31.08.2007, Page 16

Morgunblaðið - 31.08.2007, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ENGIN dæmi eru um, að ríki hafi iðnvæðst án þess að því hafi fylgt mikil mengun og umhverfisskaði, sem langan tíma getur tekið að bæta úr. Iðnvæðingarsprengingin í Kína á sér hins vegar ekkert for- dæmi í sögunni og mengunin er óskapleg. Er hún þegar farin að valda Kínverjum alvarlegum búsifj- um en þeir og raunar heimsbyggðin öll hafa þó bara fengið smjörþefinn af henni. Afleiðingar mengunarinnar birt- ast í verra heilsufari og sívaxandi útgjöldum af þeim sökum. Krabba- mein er nú komið í fyrsta sæti sem banamein Kínverja og loftmengunin dregur hundruð þúsunda manna til dauða á ári hverju. Talið er, að 500 millj. manna hafi ekki aðgang að hreinu vatni. Var fjallað um þessi mál í bandaríska dagblaðinu The New York Times fyrir skemmstu. Eitruð mengunarský liggja yfir kínverskum borgum og sé miðað við evrópska staðla, þá býr aðeins 1% 560 millj. borgarbúa í Kína við eðlileg loftgæði. Er það nú mesti höfuðverkur yfirvalda að bæta loft- gæðin í Peking fyrir Ólympíu- leikana á næsta ári en í Evrópu a.m.k. hefur fólk, einkum aldrað fólk og það, sem er veikt fyrir, ver- ið varað við að sækja þá vegna mengunarinnar. Það, sem þætti skelfilegt í sum- um stöðum, er bara hversdagslegur veruleiki í Kína: Borgir þar sem sjaldan sést til sólar; börn, sem veikjast eða deyja úr blýeitrun; strendur, sem eru ein þörungasúpa langt út og allt annað líf dautt. Kína er að kafna í eigin „vel- gengni“. Hagvöxturinn er tveggja stafa tala ár eftir ár en hann bygg- ist á þungaiðnaði, vaxandi verk- smiðjurekstri og útþenslu borg- anna. Forsendan er aukin orkunotkun, innflutt olía en fyrst og fremst sprenging í kolabrennslu. Vaxandi vatnsskortur Einn alvarlegasti vandinn, sem að Kínverjum stafar, er vatns- skortur. Vatnsbirgðir eru ekki nema fimmtungur af því, sem er í Bandaríkjunum miðað við höfða- tölu, en vaxandi iðnframleiðslan er óhemju vatnsfrek. Þar fyrir utan er vatnið í helstu fljótum landsins ýmist orðið eða er að verða óhæft til drykkjar vegna mengunar. Í S-Kína er úrkomusamt en norður- hlutinn, þar sem helmingur þjóð- arinnar býr, er þurr og er á leið með að verða að stærstu eyðimörk í heimi. Áður var hægt að nota skófl- ur við að grafa brunna en nú verð- ur að bora niður á hálfrar mílu dýpi til að finna vatn. Allar spár um framleiðslu og orkuþörf Kínverja hafa reynst rangar, þeir hafa jafnan náð mark- inu fyrr en ætlað var. 1996 fram- leiddu hvorir, Bandaríkjamenn og Kínverjar, 13% af öllu stáli en nú er hlutur þeirra fyrrnefndu 8% en þeirra síðarnefndu 35%. Kínverjar framleiða helming alls sements og rúðuglers, um þriðjung alls áls og eru nú í öðru sæti á eftir Banda- ríkjamönnum sem mesta bílafram- leiðsluþjóðin. Gífurlegt bruðl með orku Eitt af einkennum kínversks iðn- aðar er gífurlegt orkubruðl. Í ýmissi framleiðslu er notuð tvöfalt eða þrefalt meiri orka en í Evrópu og Bandaríkjunum. Til að mæta þessu þarf að auka orkuframleiðsl- una. 2005 jókst rafmagns- framleiðslan um 66 gígawött, um jafnmikið og Bretar notuðu á síð- asta ári, og í fyrra um 102 gíga- wött, sem svarar til rafmagnsnotk- unar Frakka. Segja má, að öll aukningin komi frá kolakyntum orkuverum, sem eru ódýr í bygg- ingu en yfirleitt án nauðsynlegs mengunarbúnaðar. Sem dæmi um orkubruðlið má nefna, að kínverski áliðnaðurinn notar jafn mikla orku og allur viðskiptageirinn, hótel, veitingahús, bankar og verslanir. Fárveikur unglingur Kína er stundum líkt við ungling, sem er kominn með lungnaþembu vegna mikilla reykinga, og því alveg ljóst, að það er um líf eða dauða að tefla að taka upp hollari lífshætti. Ráðamenn í landinu eru farnir að átta sig á þessu og vilja koma böndum á hagvöxtinn en víst er, að auðvelt verður það ekki. Mengunin ógnar kínversku samfélagi Reuters Mengun Reykjarkóf frá ólöglegri málmbræðslu í Henan-héraði. London. AP, AFP. | Nawaz Sharif, fyrrverandi forsætisráð- herra Pakistans, tilkynnti í gær að hann hygðist snúa heim úr útlegð til að reyna að koma í veg fyrir að Pervez Musharraf yrði endurkjörinn forseti landsins. Sharif hefur verið í útlegð í Sádi-Arabíu og Bretlandi í tæp sjö ár. Hæstiréttur Pakistans úrskurðaði í vikunni sem leið að Sharif gæti snúið aftur til landsins. Embætt- ismenn ríkisstjórnar Musharrafs hafa hins vegar sagt að Sharif yrði ef til vill handtekinn þegar hann kæmi þang- að. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir skattsvik og landráð áður en hann fór í útlegð eftir valdarán hersins undir forystu Musharrafs árið 1999. Yfirvöld í Pakistan sögðu að Sharif hefði lofað að vera í útlegð og hafa ekki afskipti af stjórnmálum landsins í tíu ár gegn því að hon- um yrði sleppt. Keppinautur Sharifs, Benazir Bhutto, fyrrverandi for- sætisráðherra, hefur reynt að ná samkomulagi við Mus- harraf um að þau deili með sér völdunum eftir forseta- kjör sem ráðgert er að fari fram fyrir 15. október. Bhutto tekur mikla áhættu með slíku bandalagi vegna vaxandi óvinsælda Musharrafs. Heimkoma Sharifs gæti magnað pólitísku ólguna og dregið úr líkunum á því að Musharraf yrði endurkjörinn forseti. Flokkur Sharifs og bandamenn hans eru mjög öflugir og líkur eru því á að hann verði forsætisráðherra verði hann ekki handtekinn eða rekinn í útlegð aftur. Sharif hyggst snúa aftur til Pakistans Heimkoma Sharifs gæti magnað pólitísku ólguna og torveldað Musharraf að halda forsetaembættinu EFNT var til fjölmennra mótmæla í Santiago, höfuðborg Chile, á mið- vikudag og er þetta í fyrsta sinn sem stjórn sósíalistans Michele Bachelet þarf að fást við umtals- verðar aðgerðir af því tagi en hún tók við embætti fyrir tveim árum. Beitt var háþrýstivatnsbyssum og táragasi gegn þátttakendum. Hér sjást óeirðalögreglumenn taka hart á einum mótmælendanna sem kröfðust þess að kjör yrðu jöfnuð. AP Mótmæla misskiptingu í Chile London. AFP. | Í dag er þess minnst að tíu ár eru liðin frá dauða Díönu Bretaprinsessu og af því tilefni verð- ur haldin minningarathöfn um hana í miðborg London. Á meðal viðstaddra verða synir Díönu, Vilhjálmur og Harry, fyrr- verandi eiginmaður hennar, Karl Bretaprins, og Elísabet II drottning. Synir Díönu og Karls voru tólf og fimmtán ára gamlir þegar móðir þeirra lést 36 ára að aldri í bílslysi í París. Þeir eru nú liðsforingjar í breska hernum. Minningarathöfnin fer fram í kapellu hersveitar þeirra. Þeir eiga að lesa upp texta sem þeir völdu sjálfir og Rowan Williams, erkibiskup af Kantaraborg, hefur samið tvær bænir sem lesnar verða við athöfnina. Á meðal gesta verða Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, forveri hans í embættinu, Tony Blair, sem lýsti Díönu sem „prins- essu fólksins“, og poppsöngvarinn Elton John sem söng nýja útgáfu af lagi sínu „Candle In The Wind“ við útför Díönu. Gert var ráð fyrir því í fyrstu að önnur eiginkona Karls Bretaprins, Camilla, yrði við minningarathöfnina en hún tilkynnti á sunnudaginn var að af því yrði ekki þar sem hún vildi ekki „draga athyglina frá tilgangi at- hafnarinnar“. Mohamed Al Fayed, föður unnusta Díönu, Dodis Fayeds, var ekki boðið í minningarathöfnina. Al Fayed hefur haldið því fram að þau hafi verið myrt til að koma í veg fyrir að prinsessan giftist múslíma. Reuters Minning Fólk les skilaboð til minn- ingar um Díönu við styttu í París. Ártíðar Díönu minnst Moskva. AFP. | Sumarsnjór er nýj- asta tískufyrirbærið meðal auðuga fólksins í Moskvu, borg sem er þekkt fyrir nístandi vetrarkulda. Snjóvélasalar segja að um tíu vellauðugir Mosvkubúar hafi greitt sem svarar tæpum átján milljónum króna fyrir nýjasta stöðutáknið: eigið snjóherbergi. Önnur af vinsælustu heilsulind- arstöðvum Moskvu hefur komið sér upp sérstökum snjósal og í næsta mánuði er ráðgert að opna inniskíðabrekku með 4.000 tonnum af gervisnjó fyrir skíðafólk sem getur ekki beðið eftir vetrinum. Hermt er að þetta verði stærsta inniskíðabrekka Evrópu. Verið er að undirbúa a.m.k. þrjár aðrar skíðabrekkur sem verða opnar allt árið. Aldagömul hefð er fyrir því að fólk stingi sér í snjóskafl til að kæla sig eftir rússneskt sánabað og auðuga fólkið vill geta notið þeirrar sælu á sumrin. „Þetta er ótrúleg tilfinning,“ sagði ung kona sem bjó sig undir að stinga sér í snjó í heilsulind þar sem árskortið kostar sem svarar 200.000 krónum. „Það er and- stæðan: ofsahiti og nístingskuldi. Þetta er frábært fyrir heilsuna,“ sagði annar viðskiptavinur stöðvar- innar. Önnur heilsulindarstöð í Moskvu hyggst opna snjósal í 5.000 fm byggingu þar sem gestirnir geta m.a. flatmagað á sandströnd. Sumarsnjór í tísku ♦♦♦ MIKIL eftirspurn virðist vera eft- ir svokölluðum SMS-lánum í Dan- mörku en margir vara mjög alvar- lega við lánastarfsemi af þessu tagi. Peter Flintsø, framkvæmda- stjóri SMS Kviklån, segir í viðtali við Berlingske Tidende, að mikið hafi verið að gera fyrstu vinnuvik- una hjá fyrirtækinu og allar áætl- anir gengið upp og vel það. Hefur lánastarfsemin verið auglýst mikið að undanförnu í sjónvarpi, útvarpi og blöðum og fólk verið hvatt til að senda sms og fá síðan frá 6.000 og upp í 35.000 ísl. kr. inn á reikning- inn innan hálftíma. Því er þó ekki hampað, að vextir og annar kostn- aður getur numið 35%. Svíar hafa skelfilega reynslu af þessum lánum en með þeim hafa þúsundir ungmenna steypt sér í skuldir, sem þau ráða ekki við. Gleypa við SMS-lánum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.