Morgunblaðið - 31.08.2007, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2007 17
ERLENT
OLÍUVERÐ á heimsmarkaði
hækkaði í gær, aðallega vegna
minni eldsneytisbirgða í Banda-
ríkjunum en einnig vegna þess,
að verð á hlutabréfum hefur
hækkað eftir mikla ókyrrð að
undanförnu.
Í New York sleikti olíuverðið
74 dollara fyrir fatið, komst í
73,73 dollara, og Norðursjáv-
arolía af Brent-svæðinu fór í
72,19 dollara.
Bandaríska orkuráðuneytið til-
kynnti í fyrradag, að eldsneyt-
isbirgðir í landinu hefðu minnkað
um 3,5 milljónir fata í síðustu
viku eða um sexfalt meira en
spáð hafði verið.
Skýrt hefur verið frá því, að
hagvöxtur hafi verið 4% í Banda-
ríkjunum á öðrum ársfjórðungi
en þrátt fyrir það hafa margir
áhyggjur af efnahagshorfunum,
ekki síst vegna vaxandi eftir-
spurnar eftir olíu um allan heim.
Gengi hlutabréfa hækkaði veru-
lega á Wall Street í fyrradag en
lítið framan af degi í gær.
Olían gælir við 74 dollara
fyrir fatið á heimsmarkaði
Reuters
Dropinn dýri Líklega er það líðin
tíð að bensínið lækki í verði.
LARRY Craig, öldungadeildarþingmaður repúblikana
fyrir Idaho í Bandaríkjunum, sem játaði á sig ósæmilega
hegðun á karlaklósetti, einangrast meir og meir í sínum
eigin flokki. Hafa nokkrir flokksbræður hans hvatt hann
til að segja af sér sem þingmaður.
Craig var handtekinn í júní á karlaklósetti í flughöfn-
inni í Minneapolis-St Paul og sakaður um að hafa reynt
að gefa öðrum körlum undir fótinn inni á klósettinu. Ját-
aði hann sig sekan um það en dró síðar játninguna til
baka og sagði, að hún hefði verið gefin í þeirri von, að
málinu væri þar með lokið. Segist hann ekki vera sam-
kynhneigður og hefur raunar barist gegn hagsmuna-
málum þeirra á þingi. Fyrrverandi vinir Craigs, sem var í miklum metum í
Repúblikanaflokknum, forðast hann nú eins og heitan eldinn og John
McCain, öldungadeildarþingmaður fyrir Arizona og einn af þeim, sem vilja
verða forsetaefni flokksins, segist óttast, að þetta mál eigi eftir að sverta
ímynd flokksins „enn frekar“.
Flokksbræður Craigs
hvetja hann til að segja af sér
Þingmaðurinn
Larry Craig.
SJÖ Suður-Kóreumenn, sem talíb-
anar í Afganistan höfðu í gíslingu,
voru í gær látnir lausir og er gísla-
tökunni þar með lokið. Alls tóku
talíbanar á sínum tíma 23 s-kór-
eska gísla sem störfuðu að
mannúðarmálum á vegum krist-
inna safnaða í heimalandi sínu.
Talíbanar myrtu tvo þeirra til að
leggja áherslu á kröfur sínar um
að afganska stjórnin léti lausa upp-
reisnarmenn.
Fólkið var tekið 12. júlí sl. og
hafnaði stjórn Afganistan með öllu
kröfum talíbana. Fulltrúar Suður-
Kóreustjórnar náðu loks sam-
komulagi við talíbana og fóru við-
ræðurnar fram í húsakynnum
Rauða hálfmánans í Ghazni-héraði.
AP
Úr haldi Tveir af suður-kóresku
gíslunum í Afganistan.
Síðustu gísl-
arnir frjálsir
RÚSSNESKIR saksóknarar hafa sleppt úr haldi tveimur
mönnum, sem handteknir voru vegna morðsins á blaða-
konunni Önnu Polítkovskaju. Þá er þriðji maðurinn ekki
lengur talinn tengjast málinu.
Skýrt var frá því á mánudag, að 10 menn hefðu verið
handteknir vegna rannsóknar á morðinu en margir
rússneskir blaðamenn tóku tilkynningunni strax með
miklum efasemdum. Ljóst er, að Polítkovskaja átti sér
margar óvildarmenn vegna skrifa sinna um mannrétt-
indabrot í Tétsníu en Júrí Tsjaíka, yfirsaksóknari í Rúss-
landi, heldur því fram, að tétsenskur glæpaflokkur í
Moskvu hafi myrt hana. Við það hafi hann notið aðstoðar
manna í rússnesku lögreglunni. Tilgangurinn hafi m.a. verið að koma
höggi á Vladímír Pútín forseta.
Efasemdir um málatilbúnað
Anna
Politkovskaja
MIKIÐ hneyksli er hugsanlega í
uppsiglingu í Hollandi. Óttast er, að
um 500 manns hafi smitast í sumar
af lifrarbólgu eða alnæmi á sjúkra-
húsi. Er ástæðan sögð galli í sótt-
hreinsunarvél.
Sjúkrahússmit
Æ OFTAR koma upp taugaveiki-
tilfelli í Bretlandi og segja læknar
ástæðuna þá, að fólk ferðist til
hinna ýmsu afkima veraldarinnar
án þess að láta sprauta sig.
Taugaveikismit
ÞAU hjónin Victoria og Tim Lasita
áttu þríbura í maí í fyrra en langaði
þó til að eiga eitt barn enn. Það
kom í heiminn í gær ásamt tveimur
systkinum, sem sagt aðrir þríburar.
Það þýðir 300 bleiuskipti á viku.
Tvisvar þríbura
NORSKI auðkýfingurinn Kjell Inge
Røkke hóf í gær að afplána 30 daga
dóm fyrir að hafa mútað embættis-
manni árið 2001. Fékk Røkke að
hefja afplánun degi fyrr en til stóð
til að losna við ágang fjölmiðla.
Byrjar afplánun
ÍTALSKA lögreglan handtók í gær yfir þrjátíu menn í
illræmdri mafíufjölskyldu sem talin er hafa staðið á
bak við morð á sex Ítölum í þýsku borginni Duisburg
fyrir hálfum mánuði. Eru morðin rakin til illdeilna inn-
an fjölskyldunnar. Hér sést lögreglumaður á verði við
inngang neðanjarðarvígis mafíufólksins í bænum San
Luca.
Lögreglan lét til skarar skríða eftir að saksóknarar
fyrirskipuðu handtöku 40 manna í Calabria-héraði á
sunnanverðri Ítalíu. Ítölsk yfirvöld segja að ættvíg
fylkinga í mafíusamtökunum ’Ndrangheta hafi leitt til
morðanna á Ítölunum sex í Duisburg. Fimm þeirra
voru skyldir.
Um 350 sérsveitarmenn tóku þátt í handtökunum
sem hófust í dögun í gær í San Luca. Á meðal hinna
handteknu eru fimm konur, tveir bræður tveggja
þeirra sem voru myrtir í Duisburg, og foringi einnar af
fylkingum mafíufjölskyldunnar.
AP
Tugir mafíumanna handteknir