Morgunblaðið - 31.08.2007, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Eftir Gunnar Gunnarsson
Fljótsdalur | Þrjú verkefni hlutu
styrk úr rannsóknarsjóði Fljóts-
dalshrepps og Landsbanka Íslands.
Tvö verkefni fengu aðalstyrk, þrjú
hundruð þúsund krónur, en eitt
verkefni aukastyrk, fimmtíu þús-
und kr. Aðalstyrkina fengu Lárus
Heiðarsson skógverkfræðingur og
Jón Benjamínsson jarðfræðingur.
Lárus stundar meistaranám og
vinnur að verkefni um kolefn-
isbindingu í hreppnum. „Hug-
myndin kom upphaflega í nefnd
sem vann að staðardagskrá 21 fyrir
hreppinn. Ég safna upplýsingum
um kolefnisbindingu í hreppnum,
með það að markmiði að komast að
því hvort Fljótsdælingar binda eða
losa kolefni,“ sagði Lárus.
Jón hefur um langt árabil unnið
að rannsóknum á heitum lindum í
Fljótsdalshreppi. „Ég er afskaplega
ánægður með að fá þennan styrk
sem gerir mér kleift að setja semí-
kommu aftan við verkefni sem
hófst fyrir 36 árum. Hann verður
notaður til að greiða fyrir efna-
greiningar í Svíþjóð og ísótópa-
greiningar við Háskóla Íslands. Ég
vona að hann leiði til aukins skiln-
ings á jarðhita sem tilheyrir Fljóts-
dalshreppi og hver veit nema þetta
leiði til nýtingar á jarðhita.“
Dagný Arnarsdóttir, sem stundar
meistaranám í umhverfis- og auð-
lindastjórnun, fékk aukastyrkinn.
Hún hefur seinustu tvö sumur starf-
að sem fornleifafræðingur á
Skriðuklaustri. „Ég tiltók allar auð-
lindir í dalnum, sem eru marg-
víslegar og ekki síst menning-
arlega, setti í pott og greindi út frá
kúnstarinnar reglum. Niðurstöð-
unum verður síðar skilað til
hreppsins sem vonandi getur nýtt
sér þær,“ segir Dagný.
Morgunblaðið/Gunnar Gunnarsson
Viðurkenning Jón Benjamínsson, Gunnþórunn Ingólfsdóttir oddviti, Lárus
Heiðarsson, Tryggvi Karlesen í Landsbankanum og Dagný Arnarsdóttir.
Styrkir til rannsókna á
jarðvarma og skógrækt
AUSTURLAND
SKIPULAG Urriðaholts í Garðabæ
er komið í lokaúrslit LivCom verð-
launanna sem eru alþjóðleg um-
hverfisverðlaun, veitt með stuðn-
ingi Umhverfisstofnunar
Sameinuðu þjóðanna. Þá hefur
skipulag svæðisins hlotið verðlaun
fyrir framúrskarandi skipulag frá
Boston Society of Architects og að
auki hefur Nordregio, norræn
rannsóknarstofnun í skipulags- og
byggðamálum, nefnt svæðið sem
dæmi um árangursríkt skipulags-
verkefni.
„Við erum auðvitað mjög ánægð
með að þetta skipulag skuli vera
tilnefnt til verðlauna og komast í
úrslit,“ segir Gunnar Einarsson,
bæjarstjóri Garðabæjar. „Þetta
undirstrikar áherslu sem við höf-
um lagt á við skipulag þessa hverf-
is að vanda okkur vel og láta
þarna gæðin stjórna ferð.“
Umhverfisáherslur
mikilvægar
Spurður hvaða þættir hverfisins
hafi vakið jafnmikla athygli og
raun ber vitni segist Gunnar telja
það vera þær umhverfisáherslur
og sjálfbæru þróun sem mikil
áhersla hafi verið lögð á. Sem
dæmi megi nefna ofanvatnslausnir
sem fela í sér að regnvatn verður
leitt niður í Urriðavatn en ekki út í
sjó, en það er gert til að viðhalda
gæðum vatnsins.
En hvað þýða þessar miklu við-
urkenningar sem skipulagi hverf-
isins hafa hlotnast á alþjóðavísu?
„Þetta þýðir vonandi að það verð-
ur eftirsóknarvert að búa þarna og
það þýðir líka að þetta undir-
strikar okkar áherslur í Garðabæ
um að gera bæinn að umhverf-
isvænsta og snyrtilegasta bænum á
Íslandi. Við erum með ýmis áform
uppi um að láta það verða að veru-
leika og þetta skipulag í Urr-
iðaholti smellpassar inn í þá hug-
myndafræði.“
Verðlaunaskipulag í Urriðaholti
Verðlaunaskipulag Skipulag Urriðaholts í Garðabæ hefur vakið athygli víða um heimsbyggðina. Það er komið í
lokaúrslit LivCom-verðlaunanna, alþjóðlegra umhverfisverðlauna, sem veitt eru með stuðningi Umhverfisstofn-
unar Sameinuðu þjóðanna. Skipulagið hefur þegar verið verðlaunað í Bandaríkjunum og norræn rannsóknar-
stofnun í skipulags- og byggðamálum hefur nefnt svæðið sem dæmi um árangursríkt skipulagsverkefni.
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
HÖFUÐBÓLIÐ Grund í Eyjafirði hefur verið auglýst til
sölu. Lárus L. Blöndal, hæstaréttarlögmaður hjá Al-
mennu lögfræðistofunni sf., annast sölu jarðarinnar.
Hann sagði að það væri ekki á hverjum degi sem svo
fornfrægt höfuðból væri til sölu. Lárus sagði að jörðinni
hefði strax verið sýndur töluverður áhugi þegar hún var
auglýst. Spurður um uppsett verð sagði Lárus að óskað
yrði eftir tilboðum í jörðina og það sem henni fylgdi.
Nánar tiltekið er um jarðirnar Grund I og Grund II A
að ræða. Með í kaupunum fylgja m.a. öll hús, vélar, tæki,
bústofn og mjólkurframleiðsluréttur, en Grundarkirkja
fylgir ekki með.
Grund er á meðal kunnustu höfuðbóla hér á landi. Þar
bjuggu m.a. Sturlungar á 13. öld og Sighvatur Sturluson
fór frá Grund til Örlygsstaðabardaga. Á Grund bjuggu
einnig sögufrægir kvenskörungar. Grundar-Helga bjó
þar á 14. öld og Þórunn, dóttir Jóns Arasonar biskups á
Hólum, á 16. öld.
Magnús Sigurðsson, bóndi og verslunarmaður, kom að
Grund árið 1874 og keypti smám saman alla jörðina. Áð-
ur hafði verið prestssetur á Grund. Dóttir hans er Að-
alsteina Magnúsdóttir, fædd 1925 og uppalin á Grund.
Magnús dó sama ár og Aðalsteina fæddist. Móðir hennar
og ekkja Magnúsar, Margrét Sigurðardóttir, bjó á Grund
I í tíu ár. Þá giftist hún Ragnari Davíðssyni hreppstjóra
og bjuggu þau á Grund I. Aðalsteina og maður hennar
Gísli Björnsson byrjuðu að búa á hálfri Grund I árið 1950
á móti Ragnari og Margréti. Þau tóku síðan við allri jörð-
inni og bjuggu þar til 1998. Síðan hefur Bjarni sonur
þeirra búið á Grund I og II A sem hann keypti.
Magnús, faðir Aðalsteinu, var mikill framkvæmda-
maður og gerði Grund að stórbýli á nýjan leik. Hann rak
m.a. stórt sláturhús á Grund og seldi bæði kjöt, smjör og
fleira til útlanda. Magnús lét reisa kirkjuna á Grund á
eigin kostnað árið 1905. En hvers vegna er kirkjan und-
anskilin við sölu jarðarinnar?
„Við eigum kirkjuna áfram eins og er og skika í
kringum hana. Svo fer hún bara til safnaðarins þegar
fram líða stundir,“ sagði Aðalsteina. „Þar er messað
reglulega og athafnir, giftingar og jarðarfarir. Það er
vinsælt að gifta sig í kirkjunni. Svo er svo mikið að fjölga í
Eyjafjarðarsveit, það er svo mikið byggt uppi á
Hrafnagili. Þar af fjölgar mikið í söfnuðinum.“
Aðalsteina sagði kirkjuna þurfa mikið viðhald og
tekjur af athöfnum hrökkvi tæplega til þess. En mun hún
ekki sjá eftir Grund?
„Auðvitað gerir maður það, en maður er ekki eilífur.
Ég er farin að eldast og þegar maður getur ekki sjálfur
gert hlutina verður maður bara að sætta sig við það.“
Sögufrægt og fornt
höfuðból til sölu
Ljósmynd/Sigurður Ægisson
Bændakirkja Grundarkirkja fylgir ekki með í kaup-
unum þegar jörðin verður seld.
NÝLEGAR at-
hugasemdir um
niðurrif hússins
Hafnarstrætis 98,
eða Hótels Ak-
ureyrar, og bygg-
ingu nýs húss á
lóðinni eru heldur
seint fram komn-
ar, að mati Jóns
Inga Cæsars-
sonar, formanns
skipulagsnefndar
Akureyrarbæjar.
Margrét Hall-
grímsdóttir þjóð-
minjavörður sagði
í Morgunblaðinu í
gær að á Ak-
ureyri gæti orðið
stórslys í minja-
vörslu. Umrætt
hús væri hluti af
mjög sterkri heild
og kvaðst Mar-
grét vonast til að
beitt yrði aðgerð-
um til að verja
það.
„Þessu deili-
skipulagi var
breytt 1981 og þá
var gert ráð fyrir að byggt yrði
með þessum hætti á þessum reit,“
sagði Jón Ingi um þá byggingu
sem þarna á að rísa. Samkvæmt
deiliskipulaginu á stígur milli
Skipagötu og Hafnarstrætis að
mynda línu milli gatnanna en um-
rætt hús skagar 7-9 metra inn í
fyrirhugað götustæði. Jón Ingi
nefndi að húsin París og Hamborg,
innan við Hótel Akureyri, hefðu
verið gerð upp með glæsibrag. „Ég
veit að margir hugsjónamenn sem
unna gömlum húsum, þeirra á með-
al ég, biðu eftir því að einhver vildi
byggja þetta hús upp með sama
hætti. Á þessum 26 árum hefur það
ekki gerst. Húsið hefur verið í nið-
urníðslu allt of lengi,“ sagði Jón
Ingi.
Erki ehf. keypti Hafnarstræti 98
af Brauðgerð Kristjáns Jónssonar
ehf., Sparisjóði Norðlendinga,
Vinstri grænum og Akureyrarbæ í
fyrrasumar. Jón Ingi sagði að Erki
ehf. hefði lagt fram tillögu að
breytingu á deiliskipulaginu frá
1981 varðandi húsið. Breyting-
artillagan hefði verið afgreidd frá
skipulagsnefnd Akureyrarbæjar í
júní í sumar. „Eigandi hússins sótti
um að fá að byggja hús samkvæmt
gildandi deiliskipulagi og við getum
ekki komið í veg fyrir það nema þá
að beita eignarupptöku eða ein-
hverju slíku. Ég held að það hafi
aldrei verið í spilunum. Það sem
skiptir meginmáli er að þarna sé
ekki gamalt, ónýtt hús sem enginn
notar,“ sagði Jón Ingi.
Tölvuteikning/Kollgáta
Tillaga Mögulegt útlit nýbyggingar í Hafnarstræti.
Athugasemdir of
seint fram komnar
Jón Ingi
Cæsarsson