Morgunblaðið - 31.08.2007, Side 21

Morgunblaðið - 31.08.2007, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2007 21 SUÐURNES Stapi og Hljómahöll Tónlistarskóli Reykjanesbæjar fær húsnæði fyrir nýj- ar höfuðstöðvar í viðbyggingu við félagsheimilið Stapa í Njarðvík. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Reykjanesbær | Bæjarráð Reykja- nesbæjar hefur heimilað Eignar- haldsfélaginu Fasteign hf. að hefja framkvæmdir við endurbætur á fé- lagsheimilinu Stapa og viðbyggingu fyrir tónlistarskóla og poppminja- safn. Áætlað er að byggingin kosti með búnaði um 1,5 milljarða kr. og að Hljómahöllin verði tekin í notkun eftir tvö ár. „Tónlistarskóli Reykjanesbæjar er eitt af flaggskipunum í starfsemi bæjarins,“ segir Böðvar Jónsson, formaður bæjarráðs og rifjar upp að bærinn hafi verið brautryðjandi í því að gera fornám tónlistarskólans að hluta af námi allra barna í fyrstu tveimur bekkjum grunnskóla. Þá hafi verið komið upp góðri aðstöðu fyrir tónlistarkennslu í öllum grunn- skólunum. Nemendur í síðustu þremur bekkjum grunnskóla og eldri hljóðfæranemar hafi stundað nám í eldra húsnæði tónlistarskólans í Keflavík og Njarðvík, við alls ófull- nægjandi aðstæður. Nemendum fjölgar Ákveðið var að byggja höfuðstöðv- ar og kennsluaðstöðu við félagsheim- ilið Stapa. „Þetta verkefni hefur ver- ið í undirbúningi lengi. Með því gerum við eldri nemendum tónlistar- skólans hátt undir höfði, á sama hátt og yngri nemendunum,“ segir Böðv- ar. Hann segir að stöðug aukning hafi verið í hljóðfæranámi, meðal annars vegna þess fyrirkomulags sem sé á tónlistarnámi í grunnskólunum og fjölgunar íbúa. Nemendur eru nú um 300 en möguleiki er á að tvöfalda þann fjölda í nýju aðstöðunni. Böðv- ar tekur þó fram að engar ákvarð- anir hafi verið teknar um fjölgun nemenda. Í tengslum við höfuðstöðvar tón- listarskólans verður aðsetur Popp- minjasafns Íslands. Böðvar segir að þessi nýi hluti hússins hafi verið nefndur Hljómahöllin með vísan til þess að þar muni tónlistin hljóma. Aðspurður segir hann að með nafn- giftinni sé ekki verið að vísa til hljómsveitarinnar Hljóma en nafn hennar skemmi heldur ekki fyrir. Þá verður húsnæði Stapa endur- bætt og segir Böðvar að hann verði áfram aðalfélagsheimili bæjarbúa, með sama heiti. Þar verður jafn- framt góð ráðstefnuaðstaða. Gert er ráð fyrir því að hönnun ljúki á þessu ári og framkvæmdir geti hafist í byrjun næsta árs. Tillagan um að hefja framkvæmd- ir var samþykkt af fulltrúum meiri- hluta Sjálfstæðisflokksins í bæjar- ráði. Fulltrúar A-listans greiddu atkvæði á móti, vildu að leitað yrði annarra leiða til þess að leysa úr hús- næðismálum Tónlistarskóla Reykja- nesbæjar, meðal annars vegna mik- ils rekstrar- og leigukostnaðar. Byggja höll þar sem tónlistin mun hljóma Í HNOTSKURN »Eignarhaldsfélagið Fast-eign hf., sem Reykjanes- bær á stóran hlut í, byggir Hljómahöllina og mun Reykja- nesbær taka húsið á leigu. »Kostnaður við bygginguhússins ásamt búnaði er áætlaður um hálfur annar milljarður kr. Má búast við að árleg leiga Reykjanesbæjar geti numið liðlega 100 millj- ónum króna. Reykjanesbær | Lagið Meistari Jakob var sungið á mörgum tungu- málum við setningu menningar- og fjölskylduhátíðarinnar Ljósanætur í gær. Var það gert til að leggja áherslu á það að Reykjanesbær er fjölmenningarlegt samfélag þar sem fólk af ýmsum þjóðernum býr í sátt og samlyndi. Setningarathöfn Ljósanætur fór fram við Myllubakkaskóla í Kefla- vík fyrir hádegið í gær. Þangað komu í skrúðgöngum börn úr öllum grunnskólum bæjarins og leik- skólum, auk annarra gesta. Nylon söngflokkurinn skemmti og söng síðan fyrsta Ljósanæturlagið og Meistara Jakob ásamt Steinþóri Jónssyni formanni Ljósanætur- nefndar, Árna Sigfússyni bæjar- stjóra og skólabörnunum. Ljósanótt var sett þegar börnin slepptu mislitum blöðrum til himins en það var einnig gert til að vekja athygli á fjölmenningarsamfélag- inu. Fram kom hjá Árna Sigfússyni að íbúar af 53 þjóðernum byggja Reykjanesbæ. Hápunktur á laugardag Dagskrá Ljósanætur heldur áfram í dag, meðal annars með opn- un sýninga í Duushúsum og dag- skrá sem hefst kl. 19.30 á útisviði á Keflavíkurtúni, á móti Duushúsum. Aðalhátíðin er síðan á morgun, laugardag. Þá verður dagskrá allan daginn sem nær hápunkti um kvöldið, með mikilli hátíðardagskrá og með því að kveikt verður á lýs- ingu Bergsins og flugeldum skotið á loft. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fjölmenning Börn úr grunnskólum og leikskólum Reykjanesbæjar slepptu marglitum blöðrum til himins við setningu Ljósanæturhátíðarinnar í gær. Meistari Jakob sunginn á mörgum tungumálum Selfoss | Brúarhlaup Selfoss fer fram nk. laugardag. Að venju er boðið upp á 5 og 10 km hjólreiðar og 2,5 km, 5 km, 10 km hlaup og hálfmaraþon. Það verða allir ræstir á Ölfusárbrú, hjólreiðar kl. 11, hálf- maraþon kl. 11.30 og aðrar vega- lengdir kl. 12. Allar hlaupa- og hjólavegalengd- ir eru með tímatöku og eru leið- irnar löggildar, teknar út af viður- kenndum aðila að sögn Helga S. Haraldssonar, formanns frjáls- íþróttadeildar Selfoss, sem sér um hlaupið. Hann sagði einnig að nú væru farnar nýjar leiðir í hlaupinu og nauðsynlegt fyrir hlauparana að kynna sér þær vel fyrir hlaupið. Hlaupinu lýkur á Bankavegi við hlið Landsbankahússins og skammt frá Sundhöll Selfoss og þar fer verðlaunaafhending fram kl. 14. Skráning fer fram á hlaup.is, í Landsbankanum á Selfossi og á hlaupadag frá kl. 9 í Landsbank- anum á Selfossi. Skráningu í hverja keppnisgrein á hlaupadag lýkur klukkustund fyrir upphaf hennar. Nýjar hlaupa- leiðir í Brúar- hlaupi Selfoss Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Leiðin Helgi S. Haraldsson merkir nýja hlaupaleið Brúarhlaupsins. LANDIÐ Siglufjörður | Liðin eru 75 ára frá vígslu Siglufjarðarkirkju. Haldið verður upp á tímamótin með hátíðarguðsþjónustu næst- komandi sunnudag, klukkan 14. Forveri þessarar kirkju var guðshús sem reist hafði verið ár- ið 1890 niðri á Eyrinni. Þá voru ekki nema 319 manns í Hvann- eyrarhreppi sem sveitarfélagið þá hét, og þar af einungis 72 í kauptúninu. En kirkjan varð fljótlega of lítil, enda síldarævin- týrið að hefjast. Þegar kirkjan hafði staðið á Þormóðseyri í tvo áratugi, eða til 1910, voru íbúar hreppsins orðnir nær 700. Íbúa- talan hafði þannig meira en tvö- faldast frá því kirkjan var reist. Mönnum varð því ljóst að hún, jafn lítil og hún var, gæti ekki fyllilega þjónað hlutverki sínu. Var því ákveðið að reisa nýja kirkju sem tæki mið af fólksfjölg- uninni. Vegna plássleysis á gamla staðnum var ákveðið að flytja kirkjustæðið upp í svonefnt Jónstún þar sem kirkjan hefur síðan verið, í hjarta bæjarins. Þegar Jón Helgason biskup vígði kirkjuna, 28. ágúst 1932, voru liðnir rúmir 15 mánuðir frá því að byggingarframkvæmdir hófust. Íbúarnir voru þá orðnir 2.180. Siglufjarðarkirkja var lengi eitt stærsta guðshús lands- ins. Alls hafa níu sóknarprestar þjónað við núverandi kirkju. Séra Sigurður Ægisson hefur þjónað þar frá árinu 2001. Undanfarið hafa miklar lagfær- ingar verið gerðar á húsinu, m.a. skipt um allt járn á þaki kirkju- skipsins og lokið við að klæða kirkjuna að utan. Ljósmynd/Sigurður Ægisson Veglegt guðshús Siglufjarðarkirkja setur svip á bæinn en hún var lengi ein af stærstu kirkjum landsins. Myndin var tekin á 75 ára afmælisdaginn. Haldið upp á 75 ára vígsluafmæli Hvolsvöllur | Sýning á verkum Nínu Sæmundsson stendur yfir í Sögu- setrinu á Hvolsvelli. Árni Mathiesen fjármálaráðherra opnaði sýninguna síðastliðinn laugardag en hún stend- ur til 22. september. Jónína Sæmundsdóttir eða Nína eins og hún kallaði sig, var fædd í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð 1892. Nína var aðeins 23 ára þegar hún fékk inni í Tekniske skole í Kaup- mannahöfn 1915-16. Síðan fer hún í Konunglegu listaakademíuna þar sem hún er við nám til 1920. Fljót- lega var farið að sýna verk Nínu á sýningum heima og erlendis. Nína veikist af berklum 1920 og átti við heilsuleysi að stríða um nokkurt skeið. Árið 1921 fer hún til Rómar þar sem hún dvelur í ár og leggur frekari grunn að myndlistarferli. Eftir að Nínu býðst að sýna í New York 1926, sest hún að fyrir vestan, fyrst í New York og síðan í Holly- wood. Þar bjó hún og starfaði í þrjá ártugi. Í Bandaríkjunum vann hún mörg opinber verkefni og öðlaðist vinsældir sem næmur og fágaður portrettlistamaður. Meðal opinberra verkefna hennar má nefna Afreks- hug fyrir Waldorf Astoria hótelið í New York 1931, mynd af Prómeþeifi í Los Angeles 1935 og minnisvarða um Leif Eiríksson 1936, einnig í Los Angeles. Af mannamyndum má nefna portrett af Hedy Lamarr, Pet- er Freuchen og Vilhjálmi Stefáns- syni. Meðal verka Nínu á Íslandi eru Móðurást í Lækjargötu í Reykjavík. Maríumynd í Selfosskirkju, Rökkur á Sólheimum í Grímsnesi, Ung móðir við Hlíðarendakirkju, Þorsteinn Erlingsson í Þorsteinslundi í Fljóts- hlíð og Njáll á Sögusetrinu. Síðustu árin tók hún nokkurn þátt í íslensku listalífi, m.a. með sýning- um á höggmyndum og olíumálverk- um. Hún lést 1965. Sýning á verkum Nínu Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Bedúínakona á bæn Eitt verkanna á sýningu Nínu í Sögusetrinu. SENDUM Í PÓSTKRÖFU www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Maður Lifandi Hæðarsmára 6, Lyfja, heilsuvörudeild, Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16 og Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Krónan Mosfellsbæ Nóatún Hafnarfirði Spirulina Orkugefandi og brennsluaukandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.