Morgunblaðið - 31.08.2007, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2007 29
✝ Guðmundur Elí-as Árnason
fæddist í Hafn-
arfirði 14. mars
1916. Hann lést á
heimili sínu Hraun-
vangi 1, miðviku-
daginn 15. ágúst.
Foreldrar hans
voru Árni Sigurðs-
son trésmiður og
rafvirki, f. 1878, d.
1959 og Sylvía Jón-
ína Ísaksdóttir, f.
1879, d. 1966.
Systkini Guðmundar voru Ingv-
ar Gísli Árnason f. 1909, d. 1930,
Ingibjörg Árnadóttir f. 1910, d.
1990 og Hrefna Árnadóttir f. 1921,
d. 1984.
Guðmundur kvæntist hinn 18. 5.
1940 Grétu Líndal sjúkraþjálfara
f. 6. 8. 1914, d. 13. 9. 1998. Þau
bjuggu að Brekkugötu 8 í Hafn-
arfirði til ársins 1953 en frá 1954
að Sunnuvegi 1. Börn þeirra eru:
fyrir aldurssakir. Auk þessa kenndi
hann bókfærslu í Flensborgarskól-
anum í 19 ár. Guðmundur var virkur
í hinum ýmsu félagsstörfum í Hafn-
arfirði og sem dæmi má nefna að
hann var gjaldkeri í stjórn Fimleika-
félags Hafnarfjarðar 1940-1945 auk
þess sem hann sat í ýmsum nefndum
og ráðum á vegum félagsins. Hann
var í fyrstu stjórn Íþróttabandalags
Hafnarfjarðar við stofnun þess árið
1945, formaður Íþróttanefndar Hafn-
arfjarðar 1954-58 og formaður
fræðsluráðs Hafnarfjarðar 1956-58.
Þá var hann gjaldkeri í fyrstu stjórn
Lionsklúbbs Hafnarfjarðar 1956,
gekk í Frímúrarastúkuna St. Jóhann-
esarstúkuna Eddu í Reykjavík 1957
og varð svo stofnfélagi í St. Jóhann-
esarstúkunni Hamri í Hafnarfirði
1963 þar sem hann gegndi ýmsum
trúnaðarstörfum. Guðmundur var
gjaldkeri safnaðarstjórnar Fríkirkj-
unnar í Hafnarfirði um árabil og var
stjórnarmaður og stjórnarformaður
Rafha nær allan starfstíma verk-
smiðjunnar. Um tíma var hann for-
maður Starfsmannafélags Bún-
aðarbankans.
Útför Guðmundar Elíasar Árna-
sonar verður gerð frá Fríkirkjunni í
Hafnarfirði í dag 31. ágúst og hefst
athöfnin kl. 15.
1) Birna Bertha, frv.
aðstoðarútibússtjóri,
f. 28. 11. 1943, gift
Pétri Joensen, frv.
varðstjóra, eiga þau
þrjú börn. 2) Árni
Hrafn, vélstjóri, f. 15.
4. 1945, kvæntur Jó-
hönnu H. Sæmunds-
dóttur, ritara, eiga
þau tvö börn. Lang-
afabörnin eru orðin
níu.
Guðmundur Elías
lauk prófi frá Sam-
vinnuskólanum 1937. Við stofnun
Raftækjaverksmiðunnar Rafha ár-
ið 1937 var hann ráðinn skrif-
stofustjóri verksmiðjunnar. Árið
1944 hóf hann störf sem bæj-
argjaldkeri Hafnarfirði og gegndi
því starfi til ársins 1958. Þá hóf
hann störf hjá Búnaðarbanka Ís-
lands og gegndi þar ýmsum störf-
um, síðustu árin sem aðstoð-
arbankastjóri þar til hann hætti
Elsku afi minn og vinur. Nú ertu
allt í einu farinn og ég fékk ekki að
kveðja þig. Ég sakna þín alveg
óheyrilega mikið og minningarnar
streyma í gegnum höfuðið á mér. Ég
minnist þess hversu mikilvægt var að
koma við á Sunnuveginum þegar
maður átti leið fram hjá. Sunnuvegur
1 var alltaf hálfgerð umferðarmið-
stöð. Einnig minnist ég allra ferð-
anna okkar upp í Sléttuhlíð með þér,
ömmu og Grétu frænku og hvað við
stelpurnar kepptumst við að vinna
þig í krokket.
Veiðiferðirnar með ykkur ömmu
voru alltaf skemmtilegar. Veiðidellan
mín er að stórum hluta ykkur ömmu
að þakka. Svo minnist ég þess þegar
að ég fylgdist með þér klæða þig upp
til þess að fara á Frímúrarafund. Mér
þótti alltaf kjólfötin vera svo skrítin.
Mjög eftirminnileg er ferð í kringum
landið sem ég, þú og amma fórum
þegar þú varst nýbúinn að kaupa Sa-
abinn. Gistum í bankaíbúðunum í
Vík, á Höfn (Eddu hótel), Egilsstöð-
um og Akureyri og áttum yndislegar
stundir saman. Einnig þegar þið
amma, mamma, pabbi og ég fórum til
Spánar. Svo var það auðvitað viku-
lega sunnudagskaffið þar sem stór
hluti fjölskyldunnar hittist heima hjá
þér á hverjum sunnudagsmorgni.
Hefð sem byrjaði með því að við
Gréta frænka fórum alltaf í sunnu-
dagaskólann í Fríkirkjunni en á með-
an biðu mamma og Árni frændi eftir
okkur heima hjá ykkur ömmu. Og þó
að við Gréta hættum að fara í sunnu-
dagaskólann hélt sunnudagskaffið
alltaf áfram.
Og svo var það spilamennskan sem
hefur alltaf fylgt okkur. Ég hugsa til
þess þegar við og amma spiluðum
sprautu. Rosalega var það alltaf gam-
an. Og eftir að amma dó héldum við
tvö áfram að spila en þá var það
rommý. Fimmtudagarnir voru alltaf
fastir spiladagar hjá okkur þó að það
hafi eitthvað aukist í fæðingarorlof-
unum mínum. Talan 7 fylgdi þér allt-
af og var uppáhaldstalan þín. Svo
lengi sem ég man eftir mér hefur þú
keyrt bíla með númerinu G777, þú
varst 7 ár í Rafha, 14 ár hjá bænum
og 21 ár í bankanum. Alltaf var talan
7 í kringum þig. Stundum af tilviljun
en stundum viljandi. Því þótti mér
það ekkert sérlega skrítið að þegar
þú yfirgafst spilamennskuna okkar
fyrir fullt og allt, þá höfðum við spilað
207 leiki frá því að við byrjuðum að
halda utan um stöðuna. Þar af voru
sigrarnir þínir 107 og þú varst því
með 7 leiki í forystu.
Ég elska þig, sakna þín og bið þig
um að knúsa ömmu og Hrefnu
frænku frá mér.
Takk fyrir allar minningarnar og
stundirnar sem við eyddum saman.
Þín dótturdóttir,
Margrét Hrefna.
Þriðjudagurinn 14. mars 1914 var
eflaust eins og hver annar dagur í lífi
þeirra sem þá byggðu Hafnarfjörð.
Kaldur morgun, hitastig rétt undir
frostmarki en lygnt og bjart veður. Í
húsi stöðvarstjóra rafstöðvarinnar á
Hörðuvöllum réð þó mikil gleði ríkj-
um þennan dag. Þar kviknaði ljós,
þar kviknaði líf. Árna Sigurðssyni og
Sylvíu Ísaksdóttur fæddist sonur,
þriðja barn þeirra hjóna, sonur sem
síðar hlaut nafnið Guðmundur Elías
Árnason. Nú nýverið, rúmu 91 ári
síðar, slokknaði þetta ljós, lauk þessu
lífi.
Guðmundur var minn eini afi og
hann var afi eins og afar eiga að vera.
Hann fylgdist ávallt grannt með því
sem við barnabörnin vorum að gera,
hvort sem var í leik, námi, íþróttum
eða starfi. Hann hafði áhuga á okkar
lífi og var ávallt boðinn og búinn að
veita aðstoð ef hann gat. Það var allt-
af gaman að koma í heimsóknir á
Sunnuveginn, Hraunvanginn eða
uppí Sléttuhlíð og morgunkaffið á
sunnudögum var einn af þessum
föstu punktum í tilverunni sem hægt
var að treysta á. Þau ár sem ég hef
sinnt starfi bæjarminjavarðar hefur
hann verið mér dýrmætur og djúpur
upplýsingabrunnur um allt sem teng-
ist sögu Hafnarfjarðar, fólkinu sem
bæinn byggði og lífsbaráttuna á öld-
inni sem leið. Það voru forréttindi að
eiga afa að, hann var öðlingur og mik-
ið ljúfmenni sem ávallt verður
minnst sem höfðingja.
Minningarnar eru margar, góðar
og hlýjar, og þær munu lifa um
ókomna tíð.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
Björn Pétursson.
Ég var engan veginn viðbúin
skyndilegu fráfalli afa, þó ýmis teikn
hefðu verið á lofti allt þetta ár. Sann-
arlega voru árin orðið mörg, komin á
tíunda tuginn og heilsan farin að
gefa sig. En hugurinn var skýr, hann
fylgdist vel með, hvort sem það var
þjóðfélagsumræðan eða fjölskyldan
og var virkur þátttakandi í lífi af-
komenda sinna fram á síðasta dag.
Ég tel mig mjög lánsama, því ég
er alin upp af tveimur kynslóðum.
Allt fram á þennan dag hef ég átt
ömmur og afa sem litað hafa líf mitt
ríkulega og miðlað mér reynslu og
visku sem alltaf mun gagnast mér.
Minningarnar eru endalausar. Afi
var ekki maður margra orða, en
hlustaði þeim mun betur og fátt fór
fram hjá honum. Hann hafði þessa
hlýju, traustu nærveru sem laðaði
svo marga að. Alla sína tíð kom hann
að félagsstarfi í einhverri mynd, sat í
stjórnum fyrirtækja og stofnana. En
maður vissi lítið af því. Ég held að
honum hafi fundist sjálfsagt að gefa
af sér til samfélagsins án þess að
hafa frekari orð um það.
Þegar ég hugsa til baka og rifja
upp allan þann tíma sem ég átti með
afa sem barn, er amma samofin
minningunni. Sunnuvegurinn var
mitt annað heimili, þar gekk ég inn
og út að vild. Heimilinu fylgdi mikið
líf, þar komu margir og mikið var
skeggrætt við eldhúsborðið. Afi og
amma voru ólík en einstaklega sam-
hent og tókst að skapa stemmningu
sem laðaði að sér hóp ættingja og
vina. Þau voru óþreytandi í að sinna
okkur barnabörnunum. Öll eigum
við ógleymanlegar minningar úr
Sléttuhlíðinni, af ferðalögum um
landið þvert og endilangt að ekki sé
minnst á allar veiðiferðirnar.
Amma veiktist sumarið 1990. Hún
dvaldi á sjúkrahúsi og við endurhæf-
ingu í hálft ár. Ég var rúmlega tvítug
á þessum tíma og ákvað að flytja til
afa. Mér fannst það hið allra eðlileg-
asta að gerast ráðskonan hans. Ég
kunni á þessum tíma varla að sjóða
kartöflur skammlaust hvað þá
meira. Svo allri minni tilraunaelda-
mennsku var skellt á hann. Matur-
inn var missoðinn og steiktur, krydd-
ið ýmist of eða van og stundum var
sósan tilbúin þegar allt annað var
orðið kalt. Aldrei lét afi mig finna
neitt annað en að ég væri snilldar
kokkur. En það sem var mest um
vert var að þarna fékk ég tækifæri til
að kynnast honum nánar. Við spiluð-
um og spjölluðum saman á kvöldin og
áttum saman tíma sem ég get aldrei
fullþakkað.
Afi var ótrúlega ern. Hann keyrði
fram á síðasta dag, bjó einn og versl-
aði inn. Hann sótti frímúrarafundi
allan síðasta vetur og var enn að til-
einka sér nýja hluti. Bara í fyrra
kenndi ég honum að leysa talnagátur,
sem hann varð býsna glúrinn í. Hann
var bókelskur og las mikið og var
sjálfur mjög fær í að binda inn bæk-
ur.
Í áratugi höfum við fjölskyldan hist
hjá afa og ömmu á sunnudagsmorgn-
um. Þessum sið hélt afi áfram eftir að
amma féll frá. Þessi samvera var afa
tilhlökkunarefni alla vikuna og óend-
anlega mikilvæg því fólki sem stóð
honum næst. Við gleymum gjarnan í
öllum erli hversdagsins að rækja
hvert annað. Þarna söfnuðumst við
fjölskyldan saman og ófum tengsl
sem eru svo dýrmæt í hraða nú-
tímans. Við erum sterkari heild fyrir
vikið.
Hafðu þökk fyrir allt.
Þín,
Erna Sylvía.
Látinn er tryggur félagi í FH, Guð-
mundur Árnason. Snemma í sögu FH
lágu leiðir félagsins og Guðmundar
saman er systir hans, Ingibjörg, gift-
ist Hallsteini Hinrikssyni, einum
helsta forystumanni FH. Guðmund-
ur var virkur í félagsstarfinu og var
hann m.a. gjaldkeri í aðalstjórn FH
1940-1945 auk þess sem hann átti
sæti í mörgum nefndum og ráðum fé-
lagsins um langt skeið.
Hann var fulltrúi FH í fyrstu
stjórn Íþróttabandalags Hafnar-
fjarðar við stofnun þess árið 1945 og
átti sæti í fulltrúaráði félagsins til
dauðadags, en árið 1991 var Guð-
mundur sæmdur gullmerki FH fyrir
störf í þágu félagsins. Í Guðmundi sló
hið sanna FH-hjarta og fylgdist hann
með starfi og árangri félagsins á öll-
um vígstöðvum fram á síðasta dag.
Fyrir hönd aðalstjórnar FH þakka
ég Guðmundi vegferðina og trygg-
lyndið.
Börnum hans og ættingjum öllum
sendir aðalstjórn FH innilegar sam-
úðarkveðjur með þeirri von og vissu
að merki og verk Guðmundar innan
FH verði lengi haldið á lofti.
Ingvar Viktorsson,
formaður FH.
Guðmundur Elías
Árnason
✝ Guðmundur J.Kristjánsson
fæddist í Reykjavík
8. ágúst 1921. Hann
lést á hjúkr-
unarheimilinu Sól-
túni 22. ágúst sl.
Foreldrar hans
voru Þóranna Rósa
Sigurðardóttir og
Kristján Schram
Guðjónsson. Systk-
ini Guðmundar eru
Sigurjón Guð-
mundsson, Stein-
unn Kristjánsdóttir
og Sigurbjörg Kristjánsdóttir.
Árið 1943 kvæntist Guð-
mundur Þórlaugu Svövu Guðna-
dóttur, f. 2.12. 1924, d. 23.10.
2001. Börn Guðmundar og Þór-
laugar eru 1)
Guðni, f. 30.9. 1942,
sambýliskona hans
er Guðný Há-
konardóttir. 2) Örn,
f. 14.7. 1946,
kvæntur Svövu Ei-
ríksdóttur. 3) Ás-
laug, f. 28.11. 1949,
gift Þorvarði Jóni
Guðmundssyni. 4)
Þórlaug, f. 25.12.
1954, gift Baldvini
Gunnlaugi Heim-
issyni. 5) Albert, f.
20.10. 1965, sam-
býliskona hans er Ingibjörg Júl-
íusdóttir.
Útför Guðmundar verður gerð
frá Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin kl. 13.
Nú er hann Guðmundur Krist-
jánsson, tengdafaðir minn, dáinn.
Áslaugu, dóttur hans, kynntist ég á
K.R. balli árið 1974 og upp úr því
hófust kynni okkar Guðmundar.
Fyrstu hjúskaparár okkar Ás-
laugar bjuggum við í risinu í
Bakkagerðinu hjá þeim Munda og
Lillu. Guðmundur var alla tíð ein-
stakt ljúfmenni og kunni sig vel á
allan hátt.
Hann var dúklagningameistari
og vann mikið, eða nánast myrkr-
anna á milli, fyrstu árin sem ég
þekkti hann. Hann var m.a. for-
maður í Meistarafélagi dúklagn-
ingamanna og tók þátt í stjórnum
fleiri félaga. Þegar börnin uxu úr
grasi og það fór að hægjast um hjá
honum gat hann farið að sinna
áhugamálum sínum, svo sem tón-
listinni.
Hann keypti sér píanó, fór í tíma
hjá Aage Lorange og hafði af því
mikla skemmtun. Nokkrum árum
seinna færði hann sig upp á skaftið
og fjárfesti í flygli. Hann lét ekki
þar við sitja og eignaðist m.a.
nokkrar harmonikkur, gítar og
orgel. Á allt þetta spilaði hann.
Guðmundur var í Oddfellowregl-
unni þar sem menn fengu auðvitað
að njóta tónlistaráhuga hans sem
og annarra starfa.
Eftir að Þórlaug eiginkona hans,
eða Lilla eins og hún var kölluð,
lést árið 2001 fór svolítið að halla
undan fæti hjá Munda. Allra síð-
ustu árin, þegar hann var orðinn
veikur, spurði hann mikið um Lillu
sína. Ég er viss um að núna hefur
Mundi fundið Lillu sína aftur.
Nú þegar komið er að leiðarlok-
um vil ég þakka Guðmundi sam-
fylgdina. Hún var alltaf ánægjuleg.
Starfsfólki Sóltúns vil ég þakka
fyrir frábæra umönnun og góða
viðkynningu. Störf þess verða seint
of metin.
Þorvarður Jón Guðmundsson.
Fel þú, Guð, í faðminn þinn,
fúslega hann afa minn.
Ljáðu honum ljósið bjarta,
lofaðu hann af öllu hjarta.
Leggðu yfir hann blessun þína,
berðu honum kveðju mína.
L.E.K.
Elsku afi minn, þó við munum
sakna þín mikið þá vitum við það
að þú ert á góðum stað við hlið
ömmu Lillu.
Jón Þór og fjölskylda.
Minn kæri bróðir er látinn og
langar mig að kveðja hann með
ljóði eftir föður okkar.
Það birtist í ljóðabókinni ,,Einn
ég vaki“ og er ég Munda afar
þakklát fyrir að hafa staðið að út-
gáfu hennar.
,,Mannanna er misskipt högum,
meistarinn þeim ræður lögum,
áður fyrr og enn á dögum
allar heims um tíðir.
Allir ganga eina leið um síðir.
(Kristján Schram Guðjónsson.)
Börnum Munda og fjölskyldum
þeirra sendi ég innilegar samúðar-
kveðjur,
Sigurbjörg Schram Krist-
jánsdóttir (Bagga systir.)
Kveðja frá Félagi dúklagn-
inga- og veggfóðrarameistara
Guðmundar J. Kristjánssonar
verður minnst sem ötuls félaga og
þau voru ófá árin sem hann varði
af sínum tíma í þágu Félags dúk-
lagninga- og veggfóðrarameistara.
Hann var einn af stofnefndum Fé-
lags veggfóðrarameistara í Reykja-
vík sem hét áður Félag veggfóðr-
ara. Guðmundur var varaformaður
og formaður í alls 23 ár og sat á
þeim tíma einnig í stjórn Meist-
arasambands byggingamanna.
Hann gegndi mörgum trúnaðar-
störfum fyrir félagið og má þar
nefna setu í iðnráði og á Iðnþingi.
Á þessum tíma var hann einnig í
sveinsprófsnefnd og formaður próf-
nefndar og var framkvæmdastjóri
félagsins. Guðmundur var einn af
mörgum hvatamönnum að bygg-
ingu húsnæðis meistarafélaganna í
Skipholti 70 sem hefur verið einn
af okkar hornsteinum í gegnum ár-
in. Sat hann þar í bygginganefnd
og húsnefnd. Í stjórnartíð Guð-
mundar var gerð verðskrá fyrir
sveina í veggfóðrun og hvatti hann
til stofnunar sveinafélags í iðn-
greininni. Auk þess efldi hann
mælingastofu veggfóðrarameistara
í samvinnu við þá nýstofnað sveina-
félag og var mælingamaður til
fjölda ára. Guðmundur vann að
stofnun Lífeyrisjóðs bygginga-
manna og inngöngu veggfóðrara í
hann og var fulltrúi þar í mörg ár.
Guðmundur var sæmdur gullmerki
félagsins á 60 ára afmæli þess og
gerður að heiðursfélaga árið 1991.
Eins og sjá má af þessari upp-
talningu kom Guðmundur að mörg-
um málum félagsins og þótti fé-
lagsmönnum gott að leita til hans.
Þórlaug, kona Guðmundar, tók
virkan þátt í félagsstörfum með
manni sínum. Þau hjónin eignuðust
tvær dætur og þrjá syni sem allir
eru lærðir veggfóðrarar.
Sendum börnum Guðmundar og
fjölskyldum þeirra innilegar sam-
úðarkveðjur.
Guðmundur J.
Kristjánsson