Morgunblaðið - 31.08.2007, Side 30

Morgunblaðið - 31.08.2007, Side 30
30 FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Richard Ira Tal-kowsky fæddist í Newark, New Jer- sey, 17. febrúar 1953. Hann lést á Líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 5. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sylvia Tal- kowsky, f. 21.6. 1922, d. 1.4. 1984, og Philip Talkowsky, fótaaðgerðafræð- ingur, f. 10.12. 1912, d. 31.1. 2007. Systir Richards er Joan Talkowsky, leik- skólastjóri, f. 1.1. 1950, búsett í New Jersey. Börn hennar eru Gidon Eli, framleiðandi, f. 10. 3. 1979, og Noa Zohar, nemi, f. 30.8. 1982, bæði búsett í Ísrael. Richard útskrifaðist 1975 frá háskólanum í Boston, þar sem sellókennari hans var próf. George Neikrug. Þar hlaut hann 1. verð- laun nemenda í strengjadeild skól- ans. Richard tók þátt í ýmsum tón- listarhátíðum, m.a. í Claremont í Kaliforníu, Spoleto á Ítalíu og Vil- lach í Austurríki. 1976-77 var hann fastráðinn sem leið- andi sellóleikari við Þjóðarhljómsveitina í Quito, Ekvador. 1980-87 fastráðinn við Sinfóníuhljóm- sveitina í Barcelona á Spáni, lengst af sem uppfærslumað- ur, og stundaði þá einnig kennslu við ĹEscola Luthier í Barcelona og Con- servatori Municipal de Cervera. 1987- 2007 fastráðinn við Sinfóníuhljómsveit Íslands, upp- færslumaður lengst af, og kenndi auk þess við Tónskóla Sigursveins í mörg ár. Hélt einleikstónleika í Bandaríkjunum, Suður-Ameríku og víða í Evrópu. Starfaði með fjöl- mörgum kammerhópum, m.a. Duo Lloyd – Talkowsky, Quartet Sonor, Trio Ciutat de Cervera og Trio Borealis. Richard var jarðsettur í New Jersey 15. ágúst sl. Minningar- athöfn um hann verður haldin í Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin kl. 15. Í dag kveðja vinir og kollegar selló- leikarann Richard Talkowsky. Ég hitti Richard fyrst snemma á 9. áratugnum, þegar hann hélt hér tón- leika ásamt íslenskum vinum sínum á Kjarvalsstöðum. Á efnisskránni var meðal annars hinn frægi píanókvin- tett eftir Brahms, en í því verki koma fyrir nokkrar undurfagrar einleiks- strófur fyrir selló. Sellóleikur Rich- ards á þessum tónleikum var sérlega fallegur og smekklegur. Tónn hans var undurþýður, áreynslulaus og full- ur af lífi. Tæknin var glæsileg og hann kunni þá list að leika kammermúsík. Það var mikil gæfa fyrir íslenskt tónlistar- líf og þá sérstaklega Sinfóníuhljóm- sveit Íslands, þegar Richard gekk til liðs við hljómsveitina árið 1987, fyrst sem 2. sólósellisti, en síðar í fjarveru Bryndísar Höllu Gylfadóttur, sem leiðari sellódeildarinnar. Ég man greinilega eftir fyrstu tónleikunum sem hann leiddi. Þar fór hann á því- líkum kostum að mér fannst hann lyfta öllum hópnum á flug. Þetta gladdi mig svo mikið að stuttu seinna að loknum tónleikum fór ég baksviðs til þess að þakka fyrir mig og varð þá að orði við hann: „Richard, þú mátt aldrei fara héðan aftur“. Richard brosti að mér góðlátlega, en lofaði auðvitað engu. Sem betur fer fyrir Ís- land ílentist Richard hér á landi og dvaldi hér nær samfellt í tvo áratugi að frátöldum tveimur hléum þegar hann vann sem sellóleikari á Spáni. Richard var maður hæverskur, kurt- eis og elskulegur í allri framkomu, enda eignaðist hann hér marga vini sem nú sakna hans sárt. Frá honum geislaði friður, fegurð og elskusemi, sem lét engan ósnort- inn og allir þessi þættir í persónuleika hans komu skýrt fram í leik hans og tjáningu sem listamanns. Með fráhvarfi hans úr íslensku tón- listarlífi er höggvið stórt skarð, en við sem eftir sitjum minnumst hans með virðingu og þakklæti. Gunnar Kvaran. Kveðja frá Sinfóníuhljómsveit Íslands Íslenskt tónlistarlíf hefur átt þeirri gæfu að fagna að hafa getað laðað hingað afburða tónlistarmenn, sem af örlæti hafa miðlað til þjóðarinnar þekkingu sinni og list. Þeir hafa auðg- að tónlistarlífið og skerpt smekk okk- ar, en umfram alt hafa þeir, ásamt besta tónlistarfólki okkar, lagt grunn að gæðastigi, sem varð ráðandi og ekki var auðvelt að komast fram hjá. Einn af þessum erlendu tónlistar- mönnum var Richard Talkowsky sellóleikari. Hann lést í Reykjavík 5. ágúst sl. Richard var Bandaríkjamaður. Hann naut menntunar í Universitýs School of Fine Arts í Boston og lauk prófi þaðan. Hann var ráðinn að Sinfóníuhljóm- sveit Íslands starfsárið 1987 / 1988, en tók síðan til starfa sem uppfærslu- maður frá haustinu 1990 og gegndi þeirri stöðu, með eins árs hléi, til árs- ins 2003, er hann bað um að verða færður til í stöðu sem óbreyttur hljóð- færaleikari. Á þessum langa starfsferli leiddi Richard sellódeildina æði oft í forföll- um leiðara og á fjögurra ára tímabili gegndi hann í reynd stöðu leiðara meira eða minna. Um þessi störf hans hjá hljómsveit- inni verður það eitt sagt að hann sinnti þeim af óaðfinnanlegri sam- viskusemi, natni og listrænni innlifun. Ástríða hans fyrir tónfegurð ásamt mannlegri hlýju gerðu hann að eft- irsóttum félaga við tónlistarflutning. Richard var mikill ljúflingur. Hann skaraði aldrei eld að eigin köku og yf- irleitt þurfti að benda honum á hvað honum var tekjulega fyrir bestu. Ef hægt er að nota orðið eðalmenni sem er æðra orðinu aðalsmaður, þá lýsir það Richard best. Sinfóníuhljómsveit Íslands þakkar Richard tveggja áratuga gefandi samstarf. Á þetta samstarf féll aldrei skuggi af hans hálfu. Við munum öll sakna hans og geyma í ljúfri minningu. Þröstur Ólafsson. Við hittumst fyrst á Harvard-torgi í Cambridge fyrir rúmlega 30 árum. Hann heillaði mig strax, stór og stæðilegur með sitt fallega gyðing- lega höfuð, og hélt á sellóinu í fanginu, ómótstæðilegur. Snemma kom í ljós að hann var náttúraður fyrir listir. Á barnsaldri hóf hann að læra á selló – hljóðfæri sem hæfði honum svo vel. Hugsan- lega voru það þó heimsóknir hans í óperuhúsin í New York á unga aldri, sem helst kveiktu áhuga hans á tón- list, en Richard var alla tíð ástríðu- fullur áhugamaður um söng og söngv- ara. Við háskólann í Boston varð fyrst ljóst að sellóleikur yrði hans ævi- fylgja. Þar kynntist hann prof. G. Neikrug sellóleikara, sem varð læri- meistari hans til margra ára. Richard dáði hann og virti og þakkaði honum flest það sem hann kunni í tónlist yf- irleitt. Það var mikil gæfa íslensku tónlist- arlífi þegar Richard réð sig til starfa við Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 1987, en þar var hann lengst af í sæti uppfærslumanns. Hann varð brátt öt- ull þátttakandi í tónlistarlífinu, spilaði einleik og kammermúsik og tók þátt í óperuflutningi. Eftir hingaðkomuna hélt hann áfram að kenna og spila á Spáni og ferðaðist einnig til Banda- ríkjanna, Suður-Ameríku og Evrópu, þar sem hann hélt tónleika. Sem listamaður var hann fjölhæf- ur, næmur og gefandi. Hann var mis- kunnarlaus í kröfum við sjálfan sig og nálgaðist viðfangsefnið af nauðsyn- legri elsku og alúð. Hann hafði þann fágæta hæfileika að verða eitt með hljóðfærinu og tónlistinni sem hann flutti. Tónn hans var ljóðrænn og túlkunin gædd músíkölskum þokka. Hann var minn uppáhalds sellóleik- ari. En þótt gaman og gefandi væri að spila með Richard var ekki síðra að eiga sálufélag við hann, fjarri allri tónlist. Hann var orðheppinn og fynd- inn og hrókur alls fagnaðar þegar sá gállinn var á honum; en skemmtileg- ast var að eiga stefnumót við hann einan. Óskert athygli hans var nær- andi og hann kunni flestum betur að taka þátt í gleði og sorgum annarra. Richard var þó ekki alltaf glaður og reifur. Hann gat verið einrænn og dulur um eigin hag, og þá var á stund- um torsótt að nálgast hann. Skamm- degið hér reyndist honum oft býsna erfitt. Hann hefði líka að ósekju mátt láta af hinni taumlausu gagnrýni á sjálfan sig og sellóleik sinn, sem hann að gyðinglegum hætti skopaðist að allt fram í andlátið. Í mars síðastliðnum veiktist Rich- ard alvarlega af heilablæðingu, og í júlí uppgötvaðist svo illkynja heila- æxli, sem varð hans banamein. Eftir að veikindi hans urðu ljós dvaldi Rich- ard lengst af á sjúkrastofnunum. Hann kvartaði aldrei og tók hraust- lega því sem að höndum bar. Hann var bæði vinsæll og vinmargur, og til hans á spítalann lá stöðugur straum- ur fólks. Vinir hans frá hinum ýmsu heimshornum flykktust að. Oftast var glatt á hjalla og Richard í essinu sínu, örlátur og umhyggjusamur að vanda. Með þakklæti kveð ég minn dýr- mæta vin á jiddísku, sömu orðum og hann kvaddi mig með, helsjúkur í sumar: Zise khaloymes (Dreymi þig vel). Blessuð sé minning hans. Innilega samúð sendi ég Joan syst- ur hans og fjölskyldu hennar, svo og vinum hans fjær og nær. Laufey Sigurðardóttir. Kvöld eitt þegar ég var við nám í Boston sat ég við gluggann minn og var að horfa út í garð. Þar stóð vold- ugt tré, u.þ.b. aldargamalt. Ég hafði aldrei veitt þessu tré neina sérstaka eftirtekt en þetta kvöld var ég þungt hugsi. Þar sem ég virti fyrir mér þetta tré hugsaði ég með mér að það haggaðist ekki, sama hvað gengi á kringum það, og tilhugsunin var á ein- hvern hátt róandi. Um nóttina gerði óveður og tréð bókstaflega klofnaði í sundur. Þetta var góð áminning um fallvaltleika lífsins. Einhvern veginn finnst mér eins og Richard hafi verið eins og þetta tré. Hann var traustur, gömul sál og manni fannst hann vera sjálfsagður hluti af tilverunni. Við Richard sátum saman í SÍ í mörg ár. Hann var fullkominn starfs- félagi, samviskusamur, öruggur og ekki síst uppörvandi. Hann gat þó verið erfiður, átti það til að verða reiður við mig á æfingum. Þá var þrúgandi þögn í dágóða stund og ekki horft í áttina til mín. Ég þekkti hann og vissi að það væri best að bíða bara og láta eins og ekkert væri. Í lok æf- inganna var eins og ekkert hefði gerst. Ég gerði mér ekki alltaf grein fyrir því hvað það var sem hljóp í hann, eflaust stuðaði ég hann stund- um, en ég held að oft hafi hann frekar verið gramur út í sjálfan sig. Hann gerði nefnilega miklar kröfur til sjálfs sín. Það var líka svo gott að vinna með Richard vegna þess að hann elskaði tónlist. Við töluðum mikið um tónlist og hann var alger viskubrunnur þeg- ar kom að tónbókmenntum, ekki síst óperum. Richard var líka frábær vinur. Við gátum talað endalaust saman og vor- um yfirleitt sammála um allt. Við grínuðumst oft með það að við hefð- um átt að vera hjón. Hann vildi alltaf komast að því hvernig manni leið, og öllum í fjölskyldunni minni líka, og þótt það gæti tekið heila eilífð að gera grein fyrir ástandi allra hlustaði hann alltaf rólegur á allt. Við hlógum líka mikið, jafnvel undir lokin. Richard hafði einlæga samúð með öllum sem áttu bágt, jafnvel eftir að hann var sjálfur orðinn mjög veikur. Ég held að umhyggjan fyrir öðru fólki hafi verið eitt helsta persónueinkenni hans. Manni fannst alltaf eins og mað- ur ætti sérstakan stað í hjarta hans og ég er viss um að allir vinir hans upp- lifðu það sama. Það verður erfitt að hugsa sér lífið án Richards. Að labba um miðbæinn, svæðið hans, og eiga aldrei eftir að rekast á hann þar aftur. Að fara aldrei út að borða með honum eða bara keyra hann heim og tala við hann í bílnum. Það er líka illmögulegt að hugsa sér sellódeildina í Sinfóníu- hljómsveit Íslands án hans. Þegar fólk nákomið manni fellur skyndilega frá er maður minntur á hverfulleika lífsins. Maður áttar sig á því að það eru forréttindi að fá að vera til. Kannski getur maður aðeins heiðrað minningu þeirra sem deyja alltof fljótt með því að halda minningu þeirra lifandi. Það verður ekki erfitt í þessu tilviki. Richard var nefnilega eins og tréð í garðinum, teygði anga sína víða og snerti allt í kringum sig. Bryndís Halla Gylfadóttir. Richard Talkowsky var einstök manneskja: hafði til að bera þokka, hlýju, skopskyn og hæfileikann að láta aðra blómstra. Þegar hann dó af völdum heilaæxlis árdegis þann 5. ágúst í Reykjavík misstu vinir hans hér og erlendis ástríka sál, kærleiks- ríkan og einstæðan listamann. Ég var svo lánsöm að kynnast Richard við Háskólann í Boston með- an hann nam sellóleik hjá hinum virta George Neikrug og ég lærði píanóleik hjá öðrum tónlistarrisa, Leonard Shure. Æfingaherbergin voru í kjall- ara Fine Arts byggingarinnar, og sum okkar fóru varla upp til að anda að okkur frísku lofti. Ég minnist æfinga okkar saman, þar sem mikið var hlegið á eigin kostnað. Ég vissi að ef til vill væru til sellistar sem negldu fleiri nótur, en hlýju, ástríðu, hljómfegurð, syngjandi fraséringu og náttúrulegt næmi á meðspilara bjuggu fáir yfir í jafn rík- um mæli. Eftir háskóla gekk Richard til liðs við Sinfóníuhljómsveit Barce- lona. Ég varð mög glöð þegar hann bauð mér til Spánar til að koma fram eins og í gamla daga. Við fórum í sveitó lestarferð til Vendrell, fæðing- arstaðar Pablos Casals, og spiluðum tvö saman. Ég man ekki eftir mínum hluta flutningsins en ég mun aldrei gleyma hinni djúpu fegurð í túlkun Richards á E-moll Sónötu Brahms og á katalónsku vögguvísunni, Söng fuglanna. 1987 flutti Richard til Íslands til að taka við stöðu 2. sellóleikara í Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Skömmu síðar var mér boðið þangað til að leika tríó með honum og hinum frábæra klarín- ettleikara, Einari Jóhannessyni. Á hverju sumri var Richard boðið að kenna við tónlistarhátíð í Cervera á Spáni. Trío okkar, Borealis, lék þar í spænsku sveitinni þrjú þessara sumra og naut gestrisni hátíðarhald- aranna. Það var þar sem ég sá hversu heitt samstarfsmenn hans og nem- endur dáðu hann. Þessi eiginleiki, í raun snilligáfa hans til að kunna að meta fólk, gerði hann svo elskaðan. Ég held að hann hafi oft falið flókið eðli sitt og valið að einbeita sér frekar að raunum og sigrum vina sinna. Ég held líka að spilamennska eins og hans, beint frá hjartanu, aldrei yfir- borðskennd eða fyrirhafnarlítil, verði sífellt sjaldgæfari. Ég hugsa með hlýju til þess tíma sem ég átti Richard sem vin og sem kammertónlistarfélaga. Ég veit að með honum hverfur hluti af mér sjálfri. Beth Levin. Richard Talkowsky ✝ ÞORMÓÐUR PÁLSSON fyrrverandi aðalbókari ÁTVR, lést laugardaginn 18. ágúst. Útför hans fór fram í kyrrþey að hans ósk. Fjölskyldan þakkar öllum sem önnuðust hann og hjúkruðu í Víðinesi og Roðasölum. Árni Þormóðsson, Guðrún Jónsdóttir, Viðar Þormóðsson, Berglind Gunnarsdóttir, Jón Bjarki Gunnarsson, Þórdís Árnadóttir, Sigurjón Rúnar Jónsson, Jón Árni Árnason, Anna Berglind Finnsdóttir, Þorfinnur Kristinn Árnason, Tinna Rós Pálsdóttir og barnabarnabörnin. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGÞRÚÐUR JÓNSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést föstudaginn 17. ágúst síðastliðinn. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Jónína M. Ólafsdóttir, Sigvaldi Ragnarsson, Magnús Ólafsson, Sigþrúður Magnúsdóttir, Eydís Sigvaldadóttir, Hulda Magnúsdóttir, Ólafur Sigvaldason, Ólafur Magnússon og fjölskyldur þeirra. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁGÚSTA INGIBJÖRG SKÚLADÓTTIR, Árskógum 8, (áður Háaleitisbraut 121), lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ að kvöldi miðvikudagsins 29. ágúst. Jón Jónsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Brynjólfur Þór Brynjólfsson, Erla Bragadóttir, Björg Kristín Jónsdóttir, Elías Héðinsson, Þuríður Jónsdóttir Glaeser, Hans Ulrich Glaeser, barnabörn og barnabarnabörn.  Fleiri minningargreinar um Rich- ard Talkowsky bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.