Morgunblaðið - 31.08.2007, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2007 31
✝ Kristín Jóseps-dóttir fæddist á
Ísafirði 7. janúar
1945. Hún lést á
Líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
23. ágúst síðastlið-
inn.
Foreldrar hennar
voru Jósep Ástráður
Hálfdánarsson, f.
30.1. 1914, d. 21.12.
1962, og Sigríður
María Gísladóttir, f.
9.1. 1918, d. 16.8.
1967.
Systkini Kristínar eru Guðbjörn
Hálfdán, f. 22.3. 1942, Gísli Frið-
rik Magnús, f. 22.3. 1942, d. 12.10.
1988, Jóhanna Svandís, f. 17.1.
1949, Þórður, f. 6.11. 1951, Svan-
hildur, f. 22.8. 1953, Fjóla, f. 28.11.
1954 og Jósep, f. 19.1. 1959, d. 7.2.
1960.
Kristín giftist 9.4. 1966 Frið-
þjófi G. Kristjánssyni, f. 16.6.
1945, d. 17.11. 2004.
Börn þeirra eru: 1)
Margrét Valdís, f.
8.2. 1964, maki
Stefnir Þór Krist-
insson, börn þeirra
eru Böðvar Freyr,
Freyja Sif og Run-
ólfur Stefnir. 2) Sig-
ríður María, f. 4.4.
1965, maki Tómas
Valdimarsson, börn
þeirra eru Frið-
þjófur, Ástþór og Ír-
is. 3) Ingibjörg, f.
19.4. 1970, börn
hennar eru Ágúst Þór, Kristín
Margrét, Halldór Þór og Hilmar
Geir.
Kristín vann við fiskvinnslu frá
unga aldri, en eftir að hún flutti til
Reykjavíkur vann hún á Elliheim-
ilinu Grund, við aðhlynningu.
Útför Kristínar fer fram frá
Langholtskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Elsku mamma mín.
Ég trúi því varla ennþá að þú skulir
vera farin, ég kveð þig með trega en
með þakklæti fyrir að þú þurfir ekki
að berjast lengur við þennan erfiða
sjúkdóm og vitandi að þú ert nú í
faðmi pabba, þíns ástkæra eigin-
manns.
Það eru óteljandi minningar sem
streyma fram á meðan ég er að skrifa
þetta, en orðið baráttujaxl er efst í
huga, það var sama hvað var í gangi
hjá mér, þú sagðir mér alltaf að gefast
ekki upp, við myndum komast í gegn-
um þetta og stóðst svo þétt við bakið á
mér. Þannig varst þú alltaf, tilbúin að
hjálpa þeim sem þurftu hjálp, enda
kallaði ég þig alltaf þúsundþjalasmið
því þú varst mikill kennari í þér, þú
gast allt sem þú tókst þér fyrir hend-
ur enda sjómannskona og þurftir að
sjá um allt sem viðkom heimilinu.
Þú prjónaðir, smíðaðir, ekki má
gleyma öllum veislunum sem þú bak-
aðir í eða eldaðir fyrir.
Það var alltaf mikil umferð í eld-
húsinu, hvort sem það voru vinkonur
þínar eða vinkonur okkar systranna
sem voru í heimsókn, alltaf var til nóg
af kaffi og meðlæti. Það eru margar
góðar minningar sem ég á, um göngu-
ferðirnar okkar þegar þú varst að
hjálpa mér að koma fæðingu
barnanna af stað og stuðninginn við
uppeldi barnanna.
Þú varst góð móðir og frábær
amma, barnabörnin leituðu mikið til
þín og toppurinn var að fá að gista hjá
ömmu því þau vissu að þau voru
örugg í faðmi þínum.
Ég er stolt að vera dóttir þín og á
eftir að sakna þín sárt. Ég mun halda
hefðunum sem við tvær vorum búnar
að koma á áfram og mun passa að
börnin haldi þeim.
Ég kveð þig með trega, mamma, en
veit að þú og pabbi munið halda áfram
að fylgjast með okkur þar til við hitt-
umst á ný.
Guð blessi þig, elsku mamma.
Þín
Ingibjörg Friðþjófsdóttir
og börn.
Elsku mamma.
Í dag kveðjum við þig með trega en
jafnframt með þakklæti fyrir þann
tíma sem við fengum saman.
Síðustu daga hafa minningarnar
streymt fram og eru þær svo ótal
margar hvort sem það er í gleði eða
sorg.
Ekki óraði okkur fyrir því að sum-
arið myndi enda svona. Í byrjun sum-
ars var allt í blóma, þú hugðist flytja
og fórst til útlanda. Fljótlega eftir ut-
anlandsferðina komu upp veikindi hjá
þér og ekkert var hægt að gera. Því
miður höfðu veikindin þín betur.
Eftir sitjum við með sárt ennið en
við verðum að sætta okkur við að það
er aðeins einn sem ræður og það er
guð! Hann hlýtur að hafa haft stærra
og mikilvægara hlutverk fyrir þig.
Elsku mamma, það er gott að
hugsa til þess að þér líður betur núna.
Við, makar okkar og börn kveðjum
þig með eftirsjá og söknuði.
Margrét Valdís og
Sigríður María.
Elsku amma mín.
Nú ertu laus við baráttuna við þenn-
an ljóta sjúkdóm og ert farin til hans
afa þar sem hann hefur örugglega
útbúið fallegt heimili fyrir ykkur í
guðsríki, þar sem þið getið fengið að
vera saman án veikindanna sem tóku
ykkur alltof snemma frá okkur.
Heimili ömmu var annað heimili
mitt, þegar ég þurfti frið hringdi ég í
ömmu og spurði hvort ég mætti koma
og alltaf var svarið já.
Það eru svo margar góðar stundir
sem ég átti með þér, elsku amma mín.
Allar helgarnar sem við áttum saman,
moka snjóinn, fara í búðarferðir,
liggja upp í sófa á meðan við borð-
uðum nammi og töluðum saman. Að
vita að þetta er ekki lengur til staðar
er svo rosalega sárt.
Elsku besta amma mín, ég á eftir að
sakna þín svo sárt og dísudraumsins
þíns líka, en ég mun standa við loforð
mitt og hugsa vel um mömmu og
systkini mín.
Ég elska þig, amma mín, megi guð
geyma þig.
Þinn
Ágúst Þór.
Elsku amma mín
Nú ert þú farin frá mér og hvílir í ró.
Ég er glöð að þú skulir hafa fengið
að fara til afa því þá ertu ekki lengur
veik og með svona mikla verki.
Ég mun passa allar góðu stundirnar
sem við áttum saman í hjarta mér,
þegar þú varst að kenna mér að
prjóna og þegar þú hjálpaðir mér við
að læra undir ferminguna, jólasiðina,
kaffihúsaferðirnar okkar og fullt fullt
meira.
Ég vona að nú líði þér betur og ég
veit að þú munt fylgjast vel með mér.
Elsku amma mín, ég mun alltaf hafa
þig í hjarta mínu.
Guð blessi þig.
Þín nabba,
Kristín Margrét.
Elsku amma mín.
Þú varst allaf sú sem sagðir við mig
að láta eins og ég væri heima hjá mér
og tókst svo vel á móti mér þegar ég
kom í heimsókn til þín.
Nú er gott að hugsa til þess að það
er tekið vel á móti þér, og gert allt til
að gera dvöl þína þægilegri, rétt eins
og þú gerðir við mig.
Guð blessi minningu þína.
Kveðja.
Íris.
Elsku bestasta amma.
Mamma sagði okkur að nú hefðu
englarnir komið til að sækja þig, við
vissum að þú værir að flytja en við
vissum ekki að þú mundir flytja upp
til englanna strax, en núna ertu hjá
afa svo þú ert ekki lengur veik og það
er gott. Núna færðu að baka og elda
fyrir alla englana, afi hefur örugglega
saknað kjötsúpu þinnar.
Það var alltaf gott að fara til ömmu,
þar beið alltaf stórt knús, kalt mjólk-
urglas og kökusneið eftir okkur. Þú
lést okkur alltaf finna hversu velkom-
in við vorum til þín, við fengum að
hjálpa þér að baka, elda og föndra.
Jólin voru okkar tími, við vorum alltaf
hjá þér, hjálpuðum þér að baka smá-
kökurnar og skreyta jólatréð.
Elsku amma, við eigum eftir að
sakna þín svo sárt, en geymum í
hjarta okkar minninguna um bestu
ömmu sem hægt var að eiga.
Elsku amma, láttu þér líða vel hjá
afa og englunum.
Halldór Þór og Hilmar Geir.
Kveðja frá samstarfsfólki
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
Þér síðar fylgja í friðarskaut.
(V. Briem.)
Kæra vinkona og starfsfélagi, með
þessum fallega sálmi kveðjum við þig
hinstu kveðju.
Dætrum, tengdasonum og barna-
börnum sendum við okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Guð veri með ykkur.
Kveðja,
Samstarfsfólk á V4.
Kristín Jósepsdóttir
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
✝
Elsku hjartans drengurinn okkar, yndislegur bróðir,
mágur og barnabarn,
GUÐNI RÚNAR KRISTINSSON
flugmaður,
Digranesheiði 2,
Kópavogi,
sem lést af slysförum í Kanada þann 18. ágúst,
verður jarðsunginn frá Digraneskirkju þriðjudaginn
4. september kl: 15:00.
Kristinn Jóhannesson, Áslaug Erla Guðnadóttir,
Ragnheiður Kristinsdóttir, Davíð Ásgrímsson,
Kristinn Rúnar Kristinsson,
Ingi Rúnar Kristinsson,
Bjarki Rúnar Kristinsson,
Magni Rúnar Kristinsson,
Guðrún Magnea Jóhannesdóttir.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
BJARNI HELGASON,
verður jarðsunginn í Stokkseyrarkirkju laugardag-
inn 1. september kl. 14:00.
Erlingur Bjarnason, Eygerður Þórisdóttir,
Sigrún Bjarnadóttir, Páll Sigurðsson,
Jóhannes Bjarnason, Hafdís Óladóttir,
Helgi Bjarnason, Margrét Bjarnadóttir,
Hafdís Bjarnadóttir, Guðjón Guðjónsson,
Steinunn Bjarnadóttir, Kjartan Jóhannsson,
Sigríður Bjarnadóttir, Hafþór Pálsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
VALGERÐUR HANNA JÓHANNSDÓTTIR,
Sporhömrum 6,
Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut
þriðjudaginn 28. ágúst.
Jarðarför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju
föstudaginn 7. september kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Flosi Óskarsson,
Gylfi Óskarsson, Sigríður Konráðsdóttir.
✝
Okkar ástkæri
STEFÁN T. HJALTALÍN
rafvirki,
Hrafnistu Hafnafirði,
áður Klapparstíg 9,
Reykjavík,
verður jarðsunginn mánudaginn 3. september
kl 13:00 frá Víðistaðarkirkju í Hafnarfirði. Þeim sem
vilja minnast hans er vinsamlega bent á heima-
hlynningu Krabbameinsfélagsins.
Gerða K. Hammer,
Sigurbjörg M. Stefánsdóttir, Guðmundur M. Sigurðsson
Ingibjörg St. Hjaltalín, Jóhannes Sv. Halldórsson
Sigurður J. Stefánsson,
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
✝
Okkar hjartkæra
ANNA EINARSDÓTTIR,
lést mánudaginn 27. ágúst.
Útförin fer fram í Víðistaðakirkju
föstudaginn 7. september kl. 13.00.
Systur og fósturdóttir.
✝
Elskulegur sonur okkar, dóttursonur og bróðir,
HILMAR MÁR GÍSLASON,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
4. september kl. 13.00.
Gísli Sigurgeir Hafsteinsson, Heiður Sverrisdóttir,
Ragnheiður Hilmarsdóttir, Steinar Jónsson,
Hilmar Mýrkjartansson og systkini hins látna.