Morgunblaðið - 31.08.2007, Page 32
32 FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Kristján Sverr-isson fæddist í
Reykjavik 14. maí
1961. Hann lést af
völdum krabba-
meins föstudaginn
24. ágúst síðastlið-
inn á sjúkrahúsinu á
Ísafirði.
Foreldrar Krist-
jáns eru Sverrir
Þorsteinsson og
Guðný W. Ásgeirs-
dóttir. Eiginkona
Kristjáns er Anna
Valgerður Einars-
dóttir og börn þeirra eru Eva
Margrét Kristjánsdóttir, Linda
Marín Kristjánsdóttir og Ísak Þór
Kristjánsson. Foreldrar Önnu Val-
gerðar eru þau Margrét Haukdal
Marvinsdóttir og Einar E. Magn-
ússon. Áður var Kristján í sambúð
með Aldísi Stefánsdóttur, dætur
þeirra eru Annetta Rut Kristjáns-
dóttir og Berglind Kristjánsdóttir
stjúpdóttir. Kristján lætur einnig
eftir sig soninn Ásgeir Kristjáns-
son, móðir hans er Sigrún Guð-
mundsdóttir. Systk-
ini Kristjáns eru
Ásgeir Sverrisson,
giftur Unni Pálínu
Stefánsdóttur, Anna
Karen Sverrisdóttir
og Rakel Sverris-
dóttir. Hálfbræður
Kristjáns eru Rík-
harður Sverrisson,
giftur Auði Péturs-
dóttur og Árni
Árnason giftur Láru
Jónsdóttur.
Kristján ólst upp í
Hafnarfirði og gekk
í Lækjarskóla. Hann stundaði nám
við Stýrimannaskólann í Reykja-
vík og starfaði lengst af sem sjó-
maður og útgerðarmaður. Síðar
stundaði Kristján veitingarekstur
og rak veitingahús á Akureyri.
Síðastliðin ár var Kristján búsett-
ur í Hnífsdal ásamt fjölskyldu
sinni.
Jarðarför Kristjáns fer fram frá
Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í
dag, föstudaginn 31. ágúst og
hefst athöfnin kl. 13.
Elsku pabbi.
Ég trúi því varla að þú sért farinn,
þetta er allt svo óraunverulegt. Mér
finnst eins og ég hafi fengið fréttirnar
í gær um veikindi þín og síðan þá hef-
ur þetta allt gerst svo hratt. En svona
er víst lífið stundum óréttlátt og þó
við gerum allt sem í okkar valdi
stendur til að laga hlutina þá gengur
það bara ekki alltaf. En við áttum
mörg yndisleg ár saman og mun ég
ávallt geyma þær minningar í hjarta
mér.
Elsku pabbi, ég vona svo innilega
að þú hafir vitað hve vænt mér þótti
um þig og hversu þakklát ég er fyrir
allan okkar tíma saman.
Þín dóttir,
Annetta Rut.
Elskulegur bróðir minn, hann
Kiddi, er látinn. Kiddi var fallegt
barn og sú fegurð óx og fylgdi honum
allt til enda. Kiddi var mikill fjörkálf-
ur og alltaf að gleðja aðra. Hann var
svo góður og gjafmildur.
Elsku bróðir minn, takk fyrir allar
gleðistundirnar sem við áttum sam-
an.
Þeir segja þig látinn, þú lifir samt
og í ljósinu færð þú að dafna.
Því ljósi var úthlutað öllum jafnt
og engum bar þar að hafna.
Frá litlu hjarta berst lítil rós,
því lífið þú þurftir að kveðja.
Í sorg og í gleði þú senda munt ljós,
sem að mun okkur gleðja.
(Guðmundur Ingi Guðmundsson.)
Ég elska þig,
þín systir
Anna Karen.
Elsku Kiddi. Það er sárt að kveðja
þig í hinsta sinn, en minningarnar
sem streyma um hugann eru fullar af
gleði og hlýju. Við munum þig léttan í
spori og með bros á vör
með einhvern góðan brandara á
lofti. Þannig geymum við þig í hjört-
um okkar. Þú varst stoltur af börn-
unum þínum fimm en engu síðri sem
frændi sem var tilbúinn að bregða á
leik. Elsku Kiddi þú munt eiga góðan
stað í hjörtum okkar allra að eilífu. Þú
varst drengur góður, frábær faðir og
eiginmaður og þín er sárt saknað af
fjölskyldunni í Blikaásnum.
Elsku Anna, Anetta, Ásgeir, Eva
Margrét, Linda Marín og Ísak Þór.
Guð veri með ykkur öllum og styrki
ykkur í sorginni.
Vertu Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans jésú nafni,
hönd þín leiði mig
út og inn svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson)
Ásgeir, Unnur, Þórarinn
Jónas og Ásthildur Guðný.
Elsku Kiddi, frændi minn. Það er
erfitt að horfa á eftir ungum manni í
blóma lífsins sem varð að lúta í lægra
haldi í snarpri baráttu við krabba-
meinið. Minningarnar rifjast upp
þegar horft er til baka. Mig langar til
að minnast þess þegar þú og Ásgeir
bróðir þinn komuð heim til mömmu
(ömmu á Ljósalandi í Hveragerði).
Það var alltaf fjör sem fylgdi ykkur.
Eitt sinn gerðist eitt skondið atvik,
þegar þið fóruð inn í fjárhúsið hans
Marteins og bunduð lappirnar saman
á nokkrum rollum. Þá varst þú að
leika Dýrlinginn í sjónvarpinu. Aldrei
var hægt að skamma þig því þú brost-
ir alltaf og þitt yndislega bros bræddi
alla í kringum þig. Ég vil þakka þér
þennan yndislega tíma á Ljósalandi.
Þú verður ætíð dýrlingur í mínum
augum. Einnig þakka ég fyrir góðar
stundir sem við hjónin áttum með
ykkur Önnu. Í Reykjavík og á Ak-
ureyri. Ég hefði viljað að þær stundir
hefðu verið fleiri. Nú ert þú kominn á
annað tilverustig og bræðir alla með
framkomu þinni og blíða fallega bros-
inu þínu. Guð blessi þig og minningu
þína.
Elsku Anna og börnin ykkar.
Sverrir bróðir, Annetta, systkinin þín
og vinir og ættingjar, megi góði guð
styrkja ykkur á þessum erfiðum tím-
um.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Rósa Þorsteinsdóttir.
Mig langar með fáum orðum að
minnast Kidda frænda míns sem lést
langt fyrir aldur fram þann 24. ágúst
síðastliðinn.
Það er skrítið að hugsa til þess að
Kiddi sé dáinn, í blóma lífsins, þessi
laglegi og glaðbeitti maður. Þó á milli
okkar Kidda væri talsverður aldurs-
munur náðum við vel saman á árum
áður þó að sambandið hafi verið
minna nú í seinni tíð. Það var þannig
með Kidda að það var lífsins ómögu-
legt að láta sér leiðast eina einustu
mínútu með honum enda var hann
hrókur alls fagnaðar hvar sem hann
kom.
Því miður var Kiddi orðin það veik-
ur að hann átti ekki heimangengt á
ættarmót fjölskyldunnar nú í ágúst
sl., en ég minnist þess er hann kom á
ættarmót fjölskyldunnar fyrir 15 ár-
um hjá Ögn ömmu í Hveragerði. Þar
lék Kiddi á als oddi og höfðu krakk-
arnir sérstaklega gaman af honum og
höfðu á orði að jafn skemmtilegum
manni hefðu þau aldrei fyrr kynnst.
Eitt sinn hringdi Kiddi í mig og
sagðist vera á leiðinni í Hveragerði og
bað mig um að hitta sig í Eden. Ég
dreif mig af stað og þegar þangað var
komið var Kiddi þar mættur, yfir sig
ástfanginn, með glæsilega stúlku sér
við hlið, sem hann vildi kynna fyrir
mér. Þetta reyndist vera hún Anna
sem var hans akkeri og lífsförunaut-
ur til dauðadags.
Fráfall hans skilur eftir stórt skarð
í fjölskyldunni og verður erfitt að
venjast þeirri tilhugsun að Kiddi
frændi sé fallinn frá.
Ég vil senda Önnu, börnunum, for-
eldrum og systkinum Kidda sem og
öðrum sem eiga um sárt að binda á
þessum tímamótum mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur og vona að þið
fáið styrk til að standast þessa erfiðu
raun.
Minning um góðan dreng lifir
áfram
Hjalti Helgason.
Í dag kveðjum við góðan dreng og
spyrjum hvers vegna hann þurfti að
kveðja svona fljótt. Það er okkur
óskiljanlegt hvers vegna svona ungir
og lífsglaðir menn þurfa að fara svo
fljótt frá börnum sínum og ástvinum.
Það er sagt að guðirnir elski mest þá
sem deyja ungir og ætli þeim eitt-
hvert stórt hlutverk á öðrum stað.
Það hlutverk mun Kiddi frændi án
efa inna vel af hendi og láta gott af sér
leiða. Hér á okkar jörð var ekkert
sjálfsagðara en að hjálpa til ef eitt-
hvað bjátaði á. Þannig man ég best
eftir Kidda frænda mínum.
Þegar Kiddi og bræður hans voru
sendir í pössun til ömmu á Ljósalandi
var eins og litla samfélagið hér í
Hveragerði vaknaði til lífsins. Amma
á Ljósalandi sá ekki sólina fyrir þess-
um pollum og elskaði þá mjög heitt.
Ég man að Kiddi frændi kom oft í
heimsókn til ömmu sinnar og Möggu
frænku sinnar í Laugaskarði. Magga
hélt einnig mjög upp á frænda sinn
eins og við öll gerðum sem þekktum
Kidda frænda. Nú hafa þær örugg-
lega tekið vel á móti honum.
Frásagnargleðin og húmorinn
voru honum einkar hugleikin. Alls
staðar þar sem hann kom hópuðumst
við í kringum hann til þess að hlusta.
Það er nú svo í seinni tíð, eftir að
amma hans dó, þá var eins og sam-
bandið minnkaði með árunum en
minningin um góðan frænda lifir.
Elsku aðstandendur, ég og fjöl-
skylda mín vottum ykkur innilega
samúð og vonum að guð gefi ykkur og
öllum styrk til þess að takast á við
sorgina.
Hvíl í friði, kæri vinur.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm
er verður að hlýta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsherjardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund,
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingr.)
Helgi Þorsteinsson.
Vinur. Þegar maður á kyrrlátu
kvöldi situr og hugsar um góðar
stundir í félagsskap Kristjáns kemur
orðið vinur upp í hugann og á svip-
stundu breytist það í hugtak –
ánægjulegt hugtak. Það hefur svo
djúpstæða merkingu. Við Kristján
vorum fyrst og fremst vinir. Leiðir
okkar lágu saman fyrir ekki svo löngu
en tíminn er afstæður og vinskapur
ekki á nokkurn hátt tengdur tíma.
Vinskapur byggist á svo mörgu öðru.
Hjá okkur Kristjáni byggðist vinskap-
urinn á gagnkvæmu trausti, einlægni
og virðingu. Við vorum einfaldlega
vinir án nokkurra skuldbindinga –
vinir af einlægni. Kristján var þannig
af guði gerður að honum tókst ævin-
lega að hrífa með sér fólk – kannski af
því að hann talaði við alla af virðingu –
oft í glettni – en alltaf af virðingu.
Kristján kunni líka þá list að hlusta,
hlusta á það sem fólk hafði að segja.
Ég hef fáum kynnst sem hefur verið
eins auðvelt að tala við. Áreynslulaust
gátum við rætt málin, engar fyrirfram
ákveðnar skoðanir, engar reglur til að
fylgja – bara samræður sem þróuðust
út frá eðli málsins. Það er í mínum
huga náðargjöf að kunna slík sam-
skipti. Þá náðargjöf hafði Kristján.
Kannski náðum við svo vel saman
vegna sameiginlegs eiginleika okkar,
en Kristján var ansi virkur, svona
hálfofvirkur á stundum – ekki ólíkur
sjálfum mér. En við þurftum aldrei að
eyða miklum tíma í spekúlasjónir,
slógum fram hugmyndum og sam-
þykktum eða ekki – allt gert á svip-
stundu. Báðir eirðarlausir í eðli okkar
– höfðum gaman af því að skreppa og
skoða, vera á sveimi og fylgjast með.
Sjálfsagt þótti mörgum nóg um, en
svona var bara Kristján og mér líkaði
það vel – fann svo góða samsvörun í
þessu, enda urðum við vinir. Og nú
sakna ég Kristjáns – vegna svo margs
– allt er svo miklu hægara – lífið svo
fátækara og tómleikinn mikill. Ég er
búinn að missa góðan vin.
En þeir sem mest hafa misst eru
þau sem hann elskaði mest. Anna,
Eva, Linda, Ísak, Annetta og Ásgeir. Í
hjörtum þeirra er sorg sem seint mun
hverfa. Elsku vinir, Kristján mun alla
tíð eiga pláss í hjarta okkar enda ást-
kær eiginmaður og faðir. Og góður
vinur.
Þorleifur Ágústsson.
Kærleiksríkur eiginmaður og faðir
er fallinn frá í blóma lífsins eftir stutta
en erfiða baráttu við krabbamein. Eft-
ir stöndum við hin harmi slegin og
reið almættinu fyrir að kalla hann til
sín frá konu og ungum börnum. Eftir
að Kristján og Anna, besta vinkona
mín, kynntust og hófu búskap voru
þau búsett fyrir sunnan en fluttust svo
norður til Akureyrar þar sem Krist-
ján stóð í veitingahúsarekstri um ára-
bil. Fyrir nokkrum árum fluttust þau
vestur og þar áttu þau sín bestu ár
saman. Fyrir vestan kynntust þau
yndislegu fólki og eignuðust góða vini
sem hafa staðið þétt við bakið á þeim í
veikindum Kristjáns. Kristján var
mikill fjölskyldumaður, Anna og börn-
in voru honum allt. Þegar Ísak litli
fæddist í fyrra var pabbi hans óend-
anlega glaður og stoltur. Áfallið var
því skelfilegt þegar hann veiktist
stuttu eftir fæðingu hans. Það var
aðdáunarvert hvernig hann tókst á við
veikindi sín og barðist af öllu afli allan
tímann. Allt leit vel út um tíma en svo
fannst nýtt mein. Þrátt fyrir aðra
meðferð tókst ekki að hemja fram-
gang sjúkdómsins en Kristján trúði
því alltaf að hann myndi hafa betur.
Önnu, börnunum og öðrum aðstand-
endum sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Björk, Gunnar og börnin.
Kristján Sverrisson
Fleiri minningargreinar um Krist-
ján Sverrisson bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu á næstu dögum.
✝
Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar,
ömmu, langömmu, tengdamóður og systur,
KRISTÍNAR AÐALHEIÐAR ÓSKARSDÓTTUR
(Öllu),
Þórufelli 18,
Reykjavík.
Þökkum starfsfólki Líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir af-
bragðs góða og alúðlega umönnun og hjúkrun og einnig sérstaklega
Karitas konum.
Vigdís, Bjarney, Sigurrós, makar, barnabörn,
barnabarnabörn og systkyni.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GÍSELA GUÐMUNDSSON
frá Steig,
Silfurbraut 10,
Höfn,
verður jarðsungin frá Skeiðflatarkirkju í Mýrdal
laugadaginn 1. september kl.14:00.
Róshildur V. Stígsdóttir, Jón Sigmar Jóhannsson,
Ólafur Stígsson, Ásrún Helga Guðmundsdóttir,
Jóhanna Stígsdóttir, Reynir Ólason
og barnabörn.
✝
Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamamma,
amma og langamma,
ANNA HÓLM KÁRADÓTTIR,
Hamrahlíð 6,
Egilsstöðum,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 21. ágúst.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Guðmundur Þorleifsson,
Kári Hólm Guðmundsson, Anna Kristín Guðmundsdóttir,
Birna Guðmundsdóttir, Stefán Guðmundsson,
Þórleifur Guðmundsson, Guðrún Sigurðardóttir,
Guðríður Björg Guðmundsdóttir, Örn Stefánsson,
Guðmundur Hólm Guðmundsson, Margrét Arnardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTMUNDUR BJÖRNSSON,
Tjarnarlundi 10b,
Akureyri,
andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 29. ágúst.
Útför auglýst síðar.
Fanney Kristmundsdóttir
Guðmundur B Kristmundsson
Viðar Kristmundsson
og fjölskyldur.