Morgunblaðið - 31.08.2007, Page 35

Morgunblaðið - 31.08.2007, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2007 35 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa er opin kl. 9-16.30. Leikfimi kl. 8.30. Bingó kl. 14. Árskógar 4 | Baðþjónusta kl. 9-16, smíðastofa opin kl. 9-16.30, bingó kl. 13.30 bingó (2. og 4. föstudag í mán.). Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, almenn handavinna, fótaaðgerð, morgunkaffi/dagblöð, há- degisverður, frjálst að spila í sal, kaffi. Nk. mánudag 3.9. byrjar bútasaumsnámskeiðið kl. 9 og kl. 13. Kl. 13 byrjar leikfimin. Upplýsingar í síma 535-2760 Félag eldri borgara Kópavogi, ferðanefnd | Farið verður í berjaferð fimmtudaginn 6. september. Hraunsel | Félagsmiðstöðin opnuð kl. 9, brids kl. 13. Hæðargarður 31 | Starfið er öllum opið. Enn er möguleiki að skrá sig. Hauststarfið hefst á fullu mánudag 3. sept. Munið laugardagsgönguna kl. 10 árdegis. S. 568-3132. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Blaðaklúbbur og um- ræður kl. 10. Leikfimi í salnum kl. 11 „opið hús“ spil- að á spil kl. 13. Kaffiveitingar kl. 14.30. Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15-14.30 handavinna. Kl. 11.45-12.45 hádegis- verður. Kl. 13.30-14.30 sungið v/flygilinn. Kl. 14.30- 14.45 kaffiveitingar. Kl. 14.30-16 dansað í aðalsal. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kvöldkirkjan er opin frá kl. 17- 22. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir er til viðtals í kirkjunni og eftir samkomulagi í síma 858-7282. Kvöldbænir kl. 20. Allir velkomnir. Áskirkja | Velkomin í guðsþjónustu á Dalbraut 27 kl. 14. Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur Áskirkju þjónar og Furugerðiskórinn syngur við undirleik Ingunnar Guðmundsdóttur. Vitatorg, félagsmiðstöð | Morgunstund, leikfimi, hárgreiðslu og fótaaðgerðarstofur opnar allan dag- inn. Bingó kl. 13.30, allir velkomnir. Brottför frá Gullsmára kl. 13 og Gjábakka kl. 13.15. Leitað verður berja í Hvalfirði og nágr. Eigið nesti. Verði veður óhagstætt til berjatínslu verður farið í óvissuferð „út í bláinn“. Skráning í félagsmiðstöðv- unum. Félagsheimilið Gjábakki | Handavinnustofan opin. Hádegisverður kl. 11.40. Félagsvist kl. 20.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Kl. 9 vefnaður. Kl. 10 ganga. Kl. 11.40 hádegisverður. Kl. 14 kynning vetrarstarfseminnar. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Félagsvist í Garðabergi í dag kl. 13-16, allir áhugasamir látið sjá ykkur, það verður heitt á könnunni og skráning- arblöð fyrir hauststarfið liggja frammi. Upplýsingar hjá forstöðumanni í síma 820-8565. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ | Ennþá eru nokkur sæti laus í ferð til Strandarkirkju laugardag- inn 1. sept. Lagt af stað frá Hlaðhömrum kl. 13. Skráning í síma 586-8014 e. hádegi og 692-0814. Félagsstarf Gerðubergs | Opið kl. 9-16.30, m.a. kl. 10 ,,Bragakaffi“ á eftir er létt ganga um nágrennið. Frá hádegi spilasalur opinn. Kl. 14.20 kóræfing hjá Gerðubergskór nýir félagar velkomnir. Föstud. 7. sept. er Breiðholtsdagur, fjölbreytt dagskrá og við- burðir, nánar kynnt síðar. S. 5757720. 60 ára afmæli. Á morgun,laugardaginn 1. sept- ember verður Brynjar M. Valdimarsson kennari sex- tugur. Af því tilefni mun hann og fjölskylda hans taka á móti gestum í Vinabæ, Skipholti 33, kl. 19.30 þann dag. MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup, ættar- mót og fleira lesendum sínum að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælis- tilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Hægt er að hringja í síma 569-1100, senda til- kynningu og mynd á net- fangið ritstjorn@mbl.is, eða senda tilkynningu og mynd í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is, og velja lið- inn „Senda inn efni“. Einnig er hægt að senda vélritaða tilkynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. dagbók Í dag er föstudagur 31. ágúst, 243. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. (Matth. 24, 42.) Háskóli Íslands býður í vetur ífyrsta skipti upp á byrjend-anám í þýsku. Námið skipt-ist í tvö námskeið: Þýsku fyrir byrjendur I á haustmisseri, og Þýsku fyrir byrjendur II á vormisseri. Magnús Sigurðsson er aðjunkt í þýsku við hugvísindadeild og segir frá náminu: „Háskólinn hefur um langt skeið boðið upp á námsleiðir á borð við BA-nám í þýsku, og þýsku fyrir atvinnu- lífið, en þær miða við að nemendur hafi lokið a.m.k. 2-3 ára þýskunámi í fram- haldsskóla,“ útskýrir Magnús. „Með því að bjóða upp á byrjendanám í þýsku getum við komið til móts við þá sem t.d. völdu sér annað þriðja tungumál í fram- haldsskóla eða eru orðnir of ryðgaðir til að treysta sér í þyngra nám í málinu eða beita því að ráði.“ Námið er opið nemendum við allar deildir: „Kennt er í hádegishléi, 4 tíma á viku, svo námið á ekki að skarast við stundaskrár annarra deilda. Við gerum okkur grein fyrir að í mörgum tilvikum eru nemendur að sækja námskeiðið samhliða öðru námi og því gætum við þess að vinnuálagið verði ekki of mikið, um leið og við tryggjum að nemendur nái talsvert góðum tökum á þýskunni,“ segir Magnús. Að sögn Magnúsar er leitast við að hafa námið í senn fræðandi, aðgengilegt og skemmtilegt: „Við leggjum jafna á herslu á alla færniþætti; ritun, lestur, hlustun og tal. Málfræðin vefst inn í námið, en í samræmi við nýjustu kennsluaðferðir forðumst við að læra þurrar málfræðitöflur og leitumst frek- ar við að læra „ósjálfrátt“ og með upp- götvunarnámi,“ segir hann. „Að loknum tveimur misserum ættu nemendur að vera ansi vel staddir, ef þeir stunda námið vel, og vera komnir á efri hluta grunnstigs (eða stig A2) á mælikvarða evrópskrar málafærniflokk- unar,“ segir Magnús. „Með slíkan grunn geta nemendur t.d. tekist á við akadem- ískt nám í þýskri tungu, eða spreytt sig á skiptinámi í þýskumælandi landi“. Magnús bætir við að kunnátta í þýsku geti verið bæði gefandi og arðbær: „Þýskaland er mikilvægasta viðskipta- land Íslands og sækjast mörg fyrirtæki eftir þýskumælandi starfsmönnum. Þá er kunnátta á þýskri tungu einnig til þess fallin að víkka sjóndeildarhringinn og opna dyr að ríkri menningu þýsku- mælandi þjóða.“ Menntun | Háskóli Íslands býður upp á nýtt byrjendanám í þýsku í vetur Lykill að tækifærum  Magnús Sig- urðsson fæddist 1957 og ólst upp í Lundarreykjadal í Borgarfirði. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum að Laug- arvatni 1976 og MA-gráðu í þýsku sem erlendu máli og almennum mál- vísindum frá Heidelbergháskóla 1983. Magnús var stundakennari við HÍ 1983-1985, fastráðinn stundakennari 1985-2001 og aðjunkt frá 2001. Skemmtanir Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveitin Von Leikur fyrir dansi um helgina föstud. og laugard. Húsið opnað kl. 22, frítt inn til miðnættis. Uppákomur Menningarmiðstöð Hornafjarðar | Menningarmiðstöð Hornafjarðar efnir til Hafnarrölts kl. 13-23. Í Nýheimum verður fjölbreytt dagskrá og fjölmörg fyrirtæki og veit- ingastaðir verða með tilboð. NÝSKÖPUNARMIÐSTÖÐ tók til starfa um síðustu mán- aðamót en hún varð til með sameiningu Iðntæknistofnunar og Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins. Í gær var haldinn óvenjulegur starfsmannafundur í Sambíóunum í Mjódd þar sem Þorsteinn Sigfússon framkvæmdastjóri gerði grein fyrir áformum stofnunarinnar. Á eftir bauð Þorsteinn starfsfólkinu að horfa með sér á bíómynd. Starfs- menn voru harla glaðir með boðið. Í bíó Héldu starfsmannafund í bíósalnum Morgunblaðið/G.Rúnar Mótorhjól Til sölu Yamaha R-6 í toppstandi, árg. '05, fæst gegn yfirtöku láns. Uppl. í síma 692 6406. Til sölu Suzuki GSX - R 600. 2002 árg. ekið aðeins 11.000 þ. í toppstandi. Verð 600.000. Upplýsingar í síma 669 1487. Suzuki GSX R600 árgerð 2006 ekið 5500km. Glæsilegt hjól í pott- þéttu ástandi. Hjól úr Suzuki um- boðinu. Lán 16 þús á mán. Verð: Til- boð (verð að selja). Kristján 695 6450 og 847 6847. Harley-Davidson Low Rider FXDL árgerð 2003, Anni- versary Edition, ekið 4.800 mílur. Verð 1.750.000, sími 897 0100. Bílar Toyota árg. '05 ek. 64 þús. km. Til sölu Toyota Land Cruiser 120GX. 5 sæta árg. 06.2005. Ekinn 64 þús. Engin skipti. Upplýsingar í síma 892-3436 Land Cruiser 90 árg. '02 ek. 84.000 km, VX-Common Rail- 3000-5dyra-Turbo Diesel-sjálfskiptur. Þjónustaður af Toyota frá upphafi. Uppl.: Sími 898-2009 Til sölu Pajero Sport GLS diesel árg. 2000, ek. 152 þús. km. Breyttur f. 35" dekk, er á 33" nýlegum dekkjum, dráttarkúla, skoðaður ´08. Verð 1.590 þús. Skipti möguleg á ódýrari. Uppl. í síma 694-8710. Smáauglýsingar Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík SÚ breyting hefur verið gerð á skráningu í Stað og stund að nú birtist skráningin á netinu um leið og skrásetjari stað- festir hana. Skrásetjari getur nýtt sér þann möguleika að nota leið- réttingaforritið Púkann til að lesa yfir textann og gera nauðsynlegar breytingar. Einnig hef- ur verið gerð sú breyt- ing að hægt er að skrá atburði í liði félagsstarfs og kirkjustarfs tvo mán- uði fram í tímann. Allur texti sem birtist í Morg- unblaðinu er yfirlesinn. Breytingar á skráningu inn í Stað og stund

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.