Morgunblaðið - 31.08.2007, Side 38

Morgunblaðið - 31.08.2007, Side 38
Þetta var rosalega gaman, og ég fékk fullt af bravóum og svoleiðis … 42 » reykjavíkreykjavík Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is „Blær er búin að fylgja mér lengi – það er eins og Silvía Nótt sem fylgir Ágústu Evu. Hún er dálítil tík, veit hvað hún vill og er algjör glamúrgella – svolítil Paris Hilton.“ Þannig talar Steini díva, Þorsteinn Jóhannsson, um Blæ – hlutverkið sem færði hon- um titilinn drag-drottning Íslands. Hann leggur mikla áherslu á drag sem listform, sem leiklist. „Menn vilja oft gleyma hversu drag er gamalt listform. Í gamla daga máttu konur ekki leika í leikhúsi og þá léku karlar öll kvenhlutverkin líka. Og þetta er enn til staðar – sjáðu bara Spaugstofuna. Fólk virðist stundum gleyma því hvað það þarf mikið til – það þarf helvíti mikla hæfileika til þess að verða falleg kona, sérstaklega ef maður er strákur til að byrja með.“ Og hann væri til í að leika konur Shakespeares. „Ég myndi segja já um leið. Ég hef verið að leika konu í nokkur ár og ég stefni á leiklist í framtíðinni, þannig að vonandi fæ ég tækifærið. Það væri gaman að leika Júlíu. En fyrir mér er ég alltaf að búa til karakter og þannig hef ég alltaf unnið. Þetta er svolítið eins og maður fái handrit, svo þarftu að finna kar- akterinn inni í þér. Þú vaknar ekkert á morgnana og hugsar; ég ætla í drag í dag og verða gullfalleg kona – það kostar marga mánuði í undirbúning.“ Fordómarnir, ástin og trúin Steini er alinn upp á Selfossi en flutti til Reykjavíkur sextán ára og gerðist þá drag-drottning. „En drag- ið var alltaf í mér. Alveg frá því ég var lítill hef ég dregist að kvenmanns- fatnaði. Ég og vinkonur mínar lékum okkur í grunnskóla og ég klæddi mig upp í „kreisí“ drag – en þetta byrjaði í alvöru þegar ég flutti til Reykjavíkur þegar ég var sextán ára. Þá var ég með „show“ hverja einustu helgi í hálft ár.“ En þrátt fyrir meint umburð- arlyndi Íslendinga lifir ennþá í göml- um glæðum gamalla fordóma og það að vera opinskár kallar oft á þá. „Það eru um 20 þúsund búnir að skoða MySpace-síðuna mína á hálfu ári og ég held að það sé af því það er svo lítið af fólki á Íslandi sem er svona op- inskátt um hvað það er og hver það sé. Mér er alveg sama þótt ég sé að ganga Laugaveginn og einhverjir litl- ir strákar öskra á mig; „ógeð“ eða „hommi“. Ég hef fengið „ímeil“ frá litlum strákum í Breiðholti – „hvað er málið með þig?“ – og ég virði það, all- ir mega hafa sínar skoðanir. Ég „gúglaði“ mig og las einhver blogg um mig og hugsaði bara, guð minn góður! – en það er bara gott. Svo lengi sem þú vekur umtal er það gott. Fólk þarf ekkert að elska mig, fólk má hata mig og elska mig.“ En hvernig er með ástina – er drag-drottning Íslands á lausu? „Já, hún er á lausu. Ég er svo „outgoing“ karakter, ég sker mig úr hvar sem ég fer. Ég fer í Bónus og allir í búðinni horfa á mig. Fólk vill ekki horfa á það sem er inni, það horfir bara á umbúð- irnar. Þegar ég fer á djammið þorir fólk oft ekki að tala við mig því ég er í svo biluðum fötum. Fólk er hrætt við það sem það þekkir ekki og sumir segja bara: „Steini minn, þú ert að- eins of „kreisí“ fyrir mig.“ En ég ætla ekki að tóna mig niður eða breyta mér fyrir neinn. Á endanum finn ég einhvern sem á eftir að elska mig eins og ég er.“ Trúarbrögð hafa verið mikið í um- ræðunni varðandi samkynhneigð og Steini hefur hafnað kirkjunni en farið aðrar leiðir en flestir. „Ég hef alltaf verið mikið fyrir trúmál – síðan ég var lítill hef ég lesið allt sem ég hef komist í varðandi trúmál.“ En í kringum fermingaraldurinn kynntist hann wicca – náttúrutrú sem á rætur hjá nornum. „Kristni hefur aldrei höfðað til mín, öll þessi boð og bönn og samkynhneigð fær slæma útreið þannig að ég fann mér bara annað trúarbragð. Wicca er svo falleg trú – snýst um að finna hið fallega í öllu, þú mátt lifa eins og þú ert. Wicca hvetur þig til að verða það sem þú ert og gera það sem þú vilt. Ég veit ekki hversu margir prestar myndu vilja fá mig í messu í dragi. En það skiptir engu máli hverrar trúar þú ert – það sem er inni í þér skiptir máli, það er mitt mottó í lífinu. Þetta er svo per- sónubundið í dag, hvaða trú höfðar til hvers. Ég trúi ekki að það sé einn guð og ein rétt trú, þetta er bara spurning um hvað fólk finnur sér og hvað það vill trúa á.“ Að gera barnastjörnu fullorðna En hvað gerir drag-drottningin á daginn? „Lifi á listinni og stílísera, hef gert það síðustu átta mánuði. Ég var rosalega heppinn, ég komst strax inní þetta en það er fullt af fólki sem er að reyna í langan tíma að komast inní þetta.“ Hann hefur unnið mikið með Svölu Björgvins og Jóhönnu Guðrúnu, gömlu barnastjörnunni sem nú er orðin sautján ára. „Ég er svolítið að breyta ímyndinni úr barnastjörnu í fullorðna stjörnu. Ef þú byrjar svona ung og verður rosa fræg þá vill þetta svolítið festast við þig. Fólk vill ennþá sjá þig sem litla krakkann sem er að syngja. Þannig að þetta snýst um að búa til aðeins meiri töffaraímynd fyrir hana, hjálpa henni að velja föt og svona. Svo er ég bara að gera drag, drag-show, stegg- japartí og brúðkaupsveislur.“ Stegg- japartíin eru raunar í uppáhaldi. „Það er afslappaðast og frjálslegast, mað- ur getur látið alveg eins og hálfviti.“ En þrátt fyrir dragið þá leggur hann áherslu á að þetta spretti ekki af löngun til þess að verða kona. „Drag-drottingar eru menn sem hafa of mikinn áhuga á tísku til þess að halda sig við eitt kyn. Ég horfi á vin- konur mínar og hugsa; mig langar í þetta. Þegar ég fer út og kaupi mér föt horfi ég aldrei á hvort þetta sé karla- eða konudeild. Ef það er flott og ég fíla það á mér þá kaupi ég það. Allar þessar reglur, karlmenn mega ekki vera á hækkuðum skóm og svona, ég brýt allar þessar reglur. Mér er alveg sama svo lengi sem mér finnst þetta flott. Föt eru bara föt og þurfa ekki að vera fyrir þetta kyn eða hitt.“ Dragdrottning Íslands Morgunblaðið/ÞÖK Steini díva „Ég brýt allar þessar reglur. Föt eru bara föt.“ Þorsteinn Jóhannsson er sannkölluð díva, dragdrottning, stílisti og leikari myspace.com/steinidiva Dívan Steini hefur búið til marga athyglisverða karaktera.  Myndband eitt á Youtube, sem sýnir frá kostulegu svari Ungfrú Suður-Karolínu í fegurð- arsamkeppni sem fram fór í Bandaríkjunum á dögunum, fer eins og eldur um sinu um net- heima þessa dagana. Þar vefst fegurðardrottn- ingunni tunga um tönn þegar hún er spurð út í ástæður fyrir slakri landafræðikunnáttu Bandaríkja- manna en eins og svo oft áður er sjón sögu ríkari. Fegurðardrottningar hafa lengi haft þann ósanngjarna stimpil á sér að vera sparar á mannvitið en landafræðin er ekkert grín eins og sannaðist í viðtali við Ungfrú Ís- land, Jóhönnu Völu Jónsdóttur, í Fréttablaðinu á dögunum þar sem hún sagðist hvorki hafa komið til Kína né Asíu áður. Landafræðin flækist fyrir mörgum  Ef marka má orðið á götunni er það álit tónlistaráhugamanna að hljómsveitin Musik Zoo sé að verða sú svalasta í bænum og ganga sum- ir svo langt að segja að viðlík sval- heita-sveit hafi ekki sést síðan Bub- bleflies var og hét. Musik Zoo hélt mikla tónleika á Organ um síðustu helgi sem vel var látið af en einna helst var tekið eftir sviðsframkomu meðlima sem var skotheld. Skot- held! Musik Zoo ná nýjum svalheita-hæðum  Guðmundur Steingrímsson, pistlahöfundur, tónlistarmaður og pólitíkus hefur tekið upp fyrri bloggiðju nú þegar líður að vetri. Guð- mundur var einn fjögurra blogg- ara sem Byr fjár- festingarfélag auglýsti hjá enda skemmtilegur stílisti með ákveðnar skoðanir á málefnum líðandi stund- ar. Guðmundur sat ekki auðum höndum í sumar þó hann hafi tekið sér bloggfrí. Segir hann m.a. frá því að hann hafi í sumar verið send- ur til Kasakstan á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu til að fylgjast með framkvæmd kosn- inga þar í landi. Guðmundur endar síðan færsluna með því að segja frá því að hann hafi í fyrradag eignast nýjan föðurbróður: „Hljómar dálít- ið eins og plott í Arrested Develop- ment, ég veit, eða ekta gamaldags íslensku útvarpsleikriti ... Ég segi bara eins og ein persónan í sögu eftir Einar Kárason: „Ég skal segja þér það, skal ég segja þér.““ Eins og í gamaldags ís- lensku útvarpsleikriti Ljósmynd/SvarTTrasT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.