Morgunblaðið - 31.08.2007, Side 40

Morgunblaðið - 31.08.2007, Side 40
40 FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Það var með nokkurri til-hlökkun sem ég tróð föggummínum niðrí tösku nú fyrir sléttri viku. För var heitið til Lund- úna, en þangað hafði ég aldrei áður komið. Fróðir menn og margvitrir höfðu haldið yfir mér magnaðar og innblásnar prédikanir um hvílíkt himnaríki borgin væri fyrir bóka- béusa. Ég settist uppí flugvél með fiðring í tám, kláða í fingurgómum. Vélin lenti, ég grýtti ferðatösku inn á herbergi, rassakastaðist niður hóteltröppurnar og steyptist koll- hnís útúr lobbýinu. Og varð ekki fyrir vonbrigðum; ég trúði vart eig- in augum! Í Lundúnum eru fleiri bókabúðir en bækur í íslenskum bókabúðum. Ég reikaði framá hlið- argötur þar sem leyndust tugir fornbókaverslana. Stórar bókabúð- ir á breiðstrætum svo langt sem augað eygði.    Óboj, þessu lendir maður skosjaldan í hér heima! Þegar maður steig inn hjá stóru bókahöndlurunum stöðvaðist tím- inn. Allt útí skruddum, blöðum, bæklingum, kiljum, doðröntum, fræðiritum, skáldsögum, ljóðakver- um – og allir eitthvað svo rólegir og yfirvegaðir. Ekkert stress. Engin tónlist. Ég ranglaði alsæll inní heilu deildirnar helgaðar „póetrý“, kraup dolfallinn á kné og tók skyndilega að hnusa úr hverri ein- ustu hillu. Stóð svo upp og sveif á skýi eftir endalausum rangölum og afkimum. Í risaversluninni Foyle’s eru heilu skáparnir eingöngu til- einkaðir bókum um hernaðarbún- inga. Þetta var útí hött. Og alstaðar fólk að grúska, glugga, skoða, kaupa. Auðvitað er ekki hægt að reka viðhafnarverslun með skrifum um hernaðarbúninga hér heima. En munum samt, – Íslendingar eru bókaþjóð. Svo hermir tuggan.    Hvað eru margar bókabúðir á Ís-landi í dag? Athugum málin. Nýlega lagði hin ágæta Bókabúð við Hlemm upp laupana. Mér skilst að í staðinn hafi spilavíti nokkurt fært út kvíarnar og nú skrölti í smámynt þar sem áður skrjáfaði í pappír. Er þetta þróunin? Ég þori ekki að leita uppi svarið. Afstaða Íslendinga til lesturs er skrítin. Fyrir allnokkru síðan rak ég augun í spjall Fréttablaðsins við nokkra menntaskóladúxa. Þar var meðal annars spurt eitthvað á þessa leið: „Hvort kýstu heldur, góða bók eða góða bíómynd?“ „Speking- arnir“ áttu náttúrlega að segja: „Bók, að sjálfsögðu“, en töffararnir: „Bíó, … Einn dúxinn gelti og komst greinilega í uppnám; ljóstraði því stoltur upp að hann læsi ekki aðrar bækur en kennslubækur.    Á bóklestur undir högg að sækjaá Íslandi? Vonandi ekki. Af einhverjum orsökum þykir samt meira töff að horfa á feita sprelli- gosann Jack Black reka við en að lesa um Steina og Olla. Og þá spyr ég á sömu nótum: Hvort kýstu heldur, – góðan fisk eða gott kjöt? Góður fiskur eða gott kjöt? » Í risaversluninniFoyle’s eru heilu skáparnir eingöngu til- einkaðir bókum um hernaðarbúninga. Reuters Engar bækur? Hinn snoðaði í leddaranum, Justin, og sá er orgar í gjall- arhornið, Jack, eru, að margra mati, æði. sverrirn@mbl.is AF LISTUM Sverrir Norland UM helmingur þeirra heimild- armynda sem sýndar verða á Al- þjóðlegri kvikmyndahátíð í lok sept- ember er bandarískur, en í flokknum eru einnig myndir frá Belgíu, Danmörku, Kína og Búlg- aríu svo eitthvað sé talið. Í frétta- tilkynningu frá RIFF segir að myndirnar eigi það allar sameig- inlegt að fást við áhugaverð við- fangsefni á nýstárlegan og spenn- andi hátt. Í flokknum eru m.a. myndir um afbrýðisemi, rokk, krabbamein, mannréttindi, konur, samkyn- hneigð, kynskiptinga, tjáning- arfrelsi, myndlist, umhverfismál og svona mætti áfram telja. A Lion in the House (Ljón í hús- inu) er átakanleg mynd sem veitir innsýn í líf fimm krabbameinsveikra barna og baráttu hverrar fjöl- skyldu. Leikstjórinn Julia Reichert hefur tvívegis verið tilnefnd til Ósk- arsverðlauna og er gestur kvik- myndahátíðar í ár. Sérstök styrkt- arsýning verður haldin þar sem ágóðinn rennur til krabbameins- sjúkra barna. Crazy Love (Tryllt ást) er sláandi mynd sem segir af ungum manni sem afskræmir andlit konunnar sem hann elskar í afbrýðiskasti og er dæmdur í margra ára fangelsi fyrir vikið. Þegar hann losnar úr prísundinni biður hann konunnar og hún játast honum. Dixie Chicks: Shut Up and Sing (Haltu kjafti og syngdu!) segir frá hljómsveitinni Dixie Chicks og því mótlæti sem sveitin þurfti að þola eftir að þær sögðust skammast sín fyrir að Bush Bandaríkjaforseti væri frá Texas eins og þær. Leik- stjóri er Barbara Kopple en hún hefur unnið Óskarsverðlaun í tví- gang. El Ejido, The Law of Profit (El Ejido, Lögmál hagnaðarins) segir af Almeria-svæðinu á Suður-Spáni þar sem 80.000 innflytjendur vinna við framleiðslu á þriðjungi vetrarneyslu Evrópubúa á grænmeti og ávöxtum. Þessir verkamenn hafa sumir ekki séð fjölskyldur sínar í fjölda ára og búa við ömurleg skilyrði. Fabulous! The Story of Queer Ci- nema (Æði! Saga hinsegin kvik- myndagerðar) rekur sögu hinsegin kvikmynda allt frá Fireworks frá 1947 til Brokeback Mountain. Flying: Confession of a Free Woman (Á flugi: Játningar frjálsrar konu). Stórbrotin, sex klukkustunda löng heimildarmynd þar sem leik- stýran Jennifer Fox leitar svara við því hvort til sé einhver rauður þráð- ur sem bindi konur um alla hnatt- kringluna saman. Girls Rock (Stelpur rokka!). Í rokkbúðunum í Portland, Oregon, fá stúlkur á aldrinum 8-18 ára að spila á hvaða hljóðfæri sem er, stofna hljómsveit, semja lag og leika á tónleikum – allt á einni viku. Leikstjórinn Arne Jonhson er af ís- lenskum ættum og mun sækja há- tíðina. Metamorphosis (Hamskipti). Einn af hverjum 4.600 Kínverjum vill gangast undir kynskiptiaðgerð – eða um 280.000 manns. Síðan 1986 hafa um 400 manns látið drauminn rætast en mætt mikilli andstöðu í samfélaginu. Þetta er saga þeirra. My Kid Could Paint That (Krakkinn minn gæti málað þetta) spyr hvort nútímalist sé ekkert nema nýju fötin keisarans með því að fylgja hinni fjögurra ára gömlu Marla Olmstead eftir, en árið 2004 seldi hún málverk fyrir 300.000 dali og var líkt við Pollock og Picasso. Screamers (Öskrarar) er mynd sem segir af armenska þjóðarmorð- inu, en hvorki Bretland né Banda- ríkin – né Ísland – hafa tekið af- stöðu til atburðanna. Hljómsveitin System of a Down er af armenskum uppruna og hefur verið ötul við að breiða út boðskapinn og þessi mynd fjallar til jafns um hljómsveitina og þjóðina sem hún tilheyrir. The 11th Hour (Á elleftu stundu) vísar til þeirrar stundar sem nú er runnin upp í umhverfismálum. Leonardo DiCaprio er meðframleið- andi myndarinnar og þulur hennar. The Monastery (Klaustrið). Hinn 86 ára gamli piparsveinn Hr. Vig þarf að gefa eftir þegar hópur rúss- neskra nunna krefst endurbóta á kastala hans eigi hann að vera hæf- ur til klausturssetu. The Mosquito Problem and Other Stories (Móskítóvandræðin og fleiri sögur) er saga bæjarins Belene við bakka Dónár í Búlgaríu. Ofvaxnar móskítóflugur ásækja bæinn, til stendur að byggja kjarnorkuver og skuggar fortíðar sveima um stræt- in. Spennandi heimildarmyndir á RIFF Dixie Chicks „Og við skömmumst okkur fyrir það að vera úr sömu sveit og forseti Bandaríkjanna.“ UPPLÝSINGAR sem teknar voru af vefsíðu Nútímadanshátíðar í fyrradag og birtust í Morgunblaðinu í gær reyndust vera rangar. Beðist er velvirðingar á því. Rétta dagskrá má finna á vefsíðunni dancefest- ival.is. Röng dagskrá á vefnum LEIÐRÉTTING Miðasala hefst Miðasala og sala áskriftarkorta á www.leikhusid.is eða í síma 551 1200 3. september MR. SKALLAGRIMSSON - höf. og leikari Benedikt Erlingsson Sjá sýningadagatal á www.landnamssetur.is Miðapantanir í síma: 437-1600 2007–2008 Óvitar! Frábær fjölskyldusýning. Forsala hafin! Frumsýning 15. september kl. 20. UPPSELT Áskriftarkortasala hafin! Vertu með! Sunnud. 16/9 kl. 20 Fimmtud. 20/9 kl. 20 Föstud. 21/9 kl. 20 Laugard. 22/9 kl. 20 Fimmtud. 27/9 kl. 20 Föstud. 28/9 kl. 20 Laugard. 29/9 kl. 20 4 600 200 leikfelag.is LÍK Í ÓSKILUM Lau 1/9 kl. 20 FRUMSÝNING upps. Mið 5/9 kl. 20 Lau 8/9 kl. 20 upps. Sun 9/9 kl. 20 Fös 14/9 kl. 20 LADDI 6-TUGUR Sun 2/9 kl. 20 upps. Fim 6/9 kl. 20 Fös 7/9 kl. 20 upps. Sun 16/9 kl. 20 SÖNGLEIKURINN ÁST Í kvöld kl. 20 Lau 1/9 kl. 20 Fös 7/9 kl. 20 Lau 8/9 kl. 20 BELGÍSKA KONGÓ Mið 12/9 kl. 20 Mið 19/9 kl. 20 Mið 26/9 kl. 20 SÖNGLEIKURINN GRETTIR Sun 9/9 kl. 20 Lau 15/9 kl. 20 Lau 22/9 kl. 20 KILLER JOE Fim 6/9 kl. 20 Fim 13/9 kl. 20 DAGUR VONAR Fim 13/9 kl. 20 Fös 14/9 kl. 20 HAUSTSÝNING Íd Sun 9/9 kl. 20 Sun 16/9 kl. 20 Miðasala 568 8000 - www.borgarleikhús.is Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.