Morgunblaðið - 05.09.2007, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2007 15
ERLENT
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ásgeir Sverrisson
asv@mbl.is
FÖR George W. Bush Bandaríkjafor-
seta til Íraks á mánudag markar upp-
haf næstu lotu þeirra deilna sem geisa
vestra um framhald stríðsins í land-
inu. Í næstu viku mun David Petra-
eus, yfirmaður herafla Bandaríkj-
anna í Írak, skila skýrslu sinni um
gang herfararinnar frá því að Bush
forseti ákvað fyrr í ár að fjölga í liðs-
aflanum þar um 30.000 manns. For-
setinn lætur engan bilbug á sér finna
og ummæli hans öll síðustu vikurnar
benda til þess að hann hyggist láta
kröfur um að heimkvaðning heraflans
verði hafin sem vind um eyru þjóta.
Algengt er að slíkar heimsóknir
séu afskrifaðar sem „fjölmiðlabrell-
ur“ en sú lýsing á ekki við í þessu til-
felli. Heimsókn Bush var að sönnu
stutt en engu að síður tókst forset-
anum að koma frá sér mikilvægum
pólitískum skilaboðum. Umræðan um
Írakstríðið mun á næstu vikum kom-
ast á nýtt stig í Bandaríkjunum; von
er á mikilvægum skýrslum og full-
yrða má að forsetinn muni hvergi
gefa eftir í þeim málflutningi sínum,
að sú ákvörðun hans að fjölga í herlið-
inu í Írak hafi skilað árangri og því
beri að gefa stefnu þessari meiri tíma
til að sanna gildi sitt.
Bush sótti heim liðsaflann í Anbar-
héraði en stuðningsmenn herafarar-
innar halda ástandinu þar mjög á lofti
því til sannindamerkis að stefna for-
setans sé fallin til að skila árangri. Í
Anbar eru súnnítar ráðandi og þar
hafa leiðtogar ættbálka og fyrrum
andstæðingar innrásarliðsins gengið
til liðs við Bandaríkjamenn í því
augnamiði að sigrast á herflokkum,
sem tengjast al-Qaeda-hryðjuverka-
netinu. Bush fundaði m.a. með leið-
togum þessum og lagði þunga áherslu
á mikilvægi þeirra umskipta sem orð-
ið hefðu í héraðinu. Ljóst er að staða
mála í Anbar þar sem dregið hefur úr
ofbeldinu verður ein mikilvægasta
röksemd forsetans fyrir því að fylgja
beri óbreyttri stefnu í Írak.
För forsetans til Íraks var þaul-
hugsuð pólitísk aðgerð. Sú ákvörðun
hans að halda ekki til höfuðborgarinn-
ar, Bagdad, fól í sér þau skilaboð að
stjórnvöld í Bandaríkjunum teldu
framgöngu íraskra ráðamanna óvið-
unandi. Um leið var lögð áhersla á þá
röksemdarfærslu forsetans, að þróun
mála í Anbar veki vonir um að unnt
reynist að ná árangri, þ.e. auka öryggi
og stuðla að pólitískum sáttum, í ein-
stökum héruðum, sem aftur geti haft
jákvæð áhrif á vettvangi landsmála.
Og með því að funda með Nouri al-
Maliki, forsætisráðherra Íraks, og
leiðtogum súnníta í Anbar leituðust
Bush og menn hans við að sýna and-
stæðingum Íraksstríðsins fram á að
sjítinn al-Maliki væri fær um að ná
samningum við súnníta, sem stjórn-
uðu landinu í valdatíð Saddams Húss-
eins. Þeir sem gagnrýna stefnu for-
setans halda því margir hverjir fram
að al-Maliki hafi engan hug á því að
freista þess að ná sáttum við súnníta
m.a. um skiptinu olíutekna Íraka.
Fundurinn með súnnísku ættarhöfð-
ingjunum var því táknrænn og fallinn
til að auka þrýsting á al-Maliki.
Biðin senn á enda
Væntanleg skýrsla Davids Petra-
eus hefur nú þegar öðlast sérstakan
sess í umræðum vestra um Íraks-
stríðið og ágæti hernaðarstefnu Bush
forseta. Sjálfur hefur Bush iðulega
beitt þeirri vörn í erfiðri stöðu að bíða
beri skýrslu hershöfðingjans áður en
næstu skref verði ákveðin.
Í þessu viðfangi ber að hafa í huga
að sú ákvörðun Bush að fjölga í herlið-
inu í Írak var rökstudd á þann veg að
með því móti mætti draga úr ofbeld-
inu og skapa forsendur fyrir því að
leiðtogar sjíta, súnníta og Kúrda
gætu gert út um ágreiningsmál sín
með víðtæku samkomulagi. Við blasir
að í þessu efni hefur stefna forsetans
ekki skilað þeim árangri sem að var
stefnt; stjórn al-Malikis er nánast
óstarfhæf og engar vísbendingar hafa
borist um að von sé á umskiptum til
hins betra á hinu pólitíska sviði.
Líklegt er því að skýrslan, sem svo
margir hafa beðið, muni í raun litlu
breyta um gang mála í Írak þótt hún
muni án vafa hafa víðtæk pólitísk
áhrif í Washington. Petreaus hers-
höfðingi mun vafalaust halda því fram
að greina megi jákvæð áhrif á hern-
aðarsviðinu og trúlega vísa til árang-
ursins í Anbar-héraði. En um leið
mun hann fá andstæðingum forsetans
það sóknarfæri að fjölgun í herliðinu
hafi litlu sem engu breytt í pólitískum
efnum á vettvangi landsmála. För
Bush til Íraks var því fallin til að
leggja drög að þeirri vörn sem hann
hyggst beita á næstu mánuðum enda
deginum ljósara að forsetinn hefur
engin áform uppi um að kalla herliðið
heim. Fækkun í liðsaflanum í Írak
mun trúlega fyrst koma til þegar yf-
irmenn hersins gera forsetanum
grein fyrir að 160.000 manna liði verði
að óbreyttu ekki lengur haldið úti í
landinu. Í því efni ber að horfa til apr-
ílmánaðar á næsta ári. Von forsetans
er sú að þá hafi árangri á borð við
þann í Anbar verið náð víðar í landinu,
sem aftur skapi forsendur fyrir þeim
málflutningi að unnt sé að fækka
bandarískum hermönnum í Írak.
Bush býr sig undir næstu lotu
För George W. Bush til Íraks á mánudag var liður í þeirri vörn sem Bandaríkjaforseti hyggst beita
í kjölfar þess að skýrsla Davids Petraeus um gang hernaðarins verður gerð opinber í næstu viku
Í HNOTSKURN
»Þetta var þriðja förGeorge W. Bush til Íraks
frá því að Bandaríkjamenn
réðust inn í landið og steyptu
stjórn Saddams Hússeins. For-
setinn sótti heim bandaríska
hermenn í Írak árið 2003 og
kom þar við í júnímánuði í
fyrra.
» Í Anbar er um 95% íbú-anna súnnítar og héraðið
var forðum helsta miðstöð
valda Saddams Hússeins. Eftir
innrásina í Írak 2003 varð hér-
aðið hið hættulegasta í Írak
fyrir bandaríska heraflann að
höfuðborginni, Bagdad,
slepptri.
Reuters
Óbugaður George W. Bush hefur oftlega vísað til skýrslu Davids Petraeus
hershöfðingja, sem líklega mun þó engu breyta um gang mála í Írak.
BANDARÍKJAMAÐURINN Ed
Jarrett hvílir sig eftir að hafa lokið
við tíu metra háan sandkastala í
Casco í Maine-ríki. Jarrett vonast
til þess að kastalinn verði við-
urkenndur sem hæsti sandkastali
heims. Það tók hann tvo mánuði að
reisa kastalann með hjálp 1.500
sjálfboðaliða til að safna fé fyrir at-
hvarfi fyrir börn með banvæna
sjúkdóma. „Það tók mig fjögur ár
að undirbúa kastalann og sjálf-
boðaliðarnir lögðu mjög hart að sér
til að slá metið,“ sagði Jarrett, sem
hafði áður sett heimsmet með því
að reisa 8,85 m háan kastala.
Heimsmetabók Guinness hefur
ekki enn staðfest að nýi kastalinn
standist viðmiðunarreglur, sem
banna m.a. notkun véla og kveða á
um að hæð kastalans þurfi að vera
meiri en breiddin.
AP
Hæsti sandkastali heims?
London. AP. | Þegar fólk veikist á geði
í fátækum löndum felst meðferðin
við sjúkdómnum stundum í því að
fólkið er hlekkjað við tré.
Öðrum er haldið í búrum eða þeir
eru látnir sjá sér farborða sjálfir á
flakki um sveitirnar. Þótt slík tilvik
séu ekki mjög algeng sýna þau
hvernig geðræn vandamál hafa oft
verið vanrækt í fátækum löndum.
Sérfræðingar á þessu sviði hafa
skrifað greinaflokk í læknatímaritið
The Lancet þar sem þeir hvetja til
þess að teknar verði upp nýjar að-
ferðir og meira fé verði lagt í með-
ferðarúrræði fyrir geðveikt fólk í
þróunarlöndum. Margir íbúa þeirra
eru veikir á geði vegna ófriðar, fá-
tæktar og sjúkdóma og verði þeim
ekki komið til hjálpar er hætt við því
að önnur þróunaraðstoð beri ekki til-
ætlaðan árangur.
Nær 90% geðveiks fólks í fátæku
löndunum fá enga sjúkdómsmeð-
ferð.
Góð fjárfesting
Samt eru til einföld úrræði. Hægt
er t.a.m. að þjálfa ólært fólk í því að
greina geðræna sjúkdóma í sam-
félagi sínu til að hægt verði að sjá
sjúklingunum fyrir viðeigandi með-
ferð. Á Indlandi hefur þessari aðferð
þegar verið beitt til að hjálpa fólki
með geðklofa.
Nirmala Srinivasan, formaður
hreyfingar sem beitir sér í þágu geð-
fatlaðra á Indlandi, segir að aðeins
7-8% af þeim 40-50 milljónum Ind-
verja sem þjást af geðsjúkdómum fái
viðeigandi meðferð.
Í Brasilíu geta þeir sem hafa efni á
því fengið aðstoð sem jafnast á við
það sem gengur og gerist í þróuðum
iðnríkjum í þessum efnum. The
Lancet segir að geðheilbrigðiskerfið
í landinu hafi batnað verulega síð-
ustu áratugi en á því séu enn aug-
ljósar brotalamir. Geðveikt fólk sést
þar oft betla á götuhornum stórborg-
anna og sofa undir vegbrúm. Í fá-
tækum sveitahéruðum reynir fólk að
annast geðveika ættingja sína eins
vel og það getur en hefur oft ekki
efni á lyfjum eða sérhæfðri aðstoð.
Í Afríku eru læknar og hjúkr-
unarfræðingar svo önnum kafnir í
baráttunni við sjúkdóma á borð við
alnæmi og malaríu að þeir hafa eng-
in tök á að aðstoða fólk með geðsjúk-
dóma.
Megnið af fénu, sem varið er til
hjálparstarfs í þróunarlöndum, er
notað í baráttunni gegn smitsjúk-
dómum, e.t.v. vegna þess að gefend-
urnir vilja sjá greinilegan árangur
strax. Hægt er að koma í veg fyrir
sjúkdóma á borð við mislinga og
mænusótt með einni sprautu, ólíkt
geðsjúkdómunum sem krefjast yfir-
leitt meðferðar í langan tíma.
Það er góð fjárfesting að leggja fé
í meðferðir við geðsjúkdómum í þró-
unarlöndum, að sögn Tims Eatons,
bandarísks sérfræðings á þessu
sviði. „Geðtruflanir draga yfirleitt
ekki fólk til dauða en hafa á end-
anum efnahagslegan kostnað í för
með sér það sem eftir er ævinnar.“
Segja geðsjúk-
dóma vanrækta
AP
Fjötruð Geðveik kona hlekkjuð í
kofa við hús brasilískrar fjölskyldu.
Um 90% geðveika
fólksins fá enga
sjúkdómsmeðferð
DANSKA lögreglan kvaðst í gær
hafa afstýrt hryðjuverki með því að
handtaka átta menn sem taldir eru
viðriðnir hryðjuverkanetið al-
Qaeda og höfðu orðið sér úti um
sprengiefni. Njósnadeild dönsku
lögreglunnar (PET) vildi ekki veita
neinar upplýsingar um hugsanleg
skotmörk en sagði að hryðjuverka-
áformin hefðu „engin bein tengsl“
við þátttöku Dana í hernaðinum í
Írak og Afganistan.
Lögreglan lét til skarar skríða
eftir að í ljós kom að mennirnir
höfðu safnað hættulegu sprengiefni
í þéttbýlu íbúðarhverfi.
Mennirnir átta eru frá Afganist-
an, Pakistan, Sómalíu og Tyrk-
landi, hafa allir búið lengi í Dan-
mörku og gerðust róttækir
íslamistar þar í landi. Sex þeirra
eru með danskan ríkisborgararétt.
Hryðjuverki
afstýrt
AKBAR Hashemi Rafsanjani, fyrr-
verandi forseti Írans, var í gær
kjörinn formaður ráðs sem hefur
eftirlit með æðsta leiðtoga landsins
og velur eftirmann hans. Ráðið hef-
ur vald til að reka æðsta leiðtog-
ann, sem nú er Ali Khamenei erki-
klerkur, telji það störf hans
ófullnægjandi.
Kjör Rafsanjanis er álitið áfall
fyrir Mahmoud Ahmadinejad, for-
seta Írans. Rafsanjani, sem þykir
hófsamari en forsetinn, beið auð-
mýkjandi ósigur fyrir Ahmadinejad
í forsetakosningum árið 2005.
AP
Valdamikill Rafsanjani flytur ræðu
á fundi sérfræðingaráðs Írans.
Aftur til áhrifa