Morgunblaðið - 05.09.2007, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
ÍRSK stemning verður við völd
á Næsta bar í kvöld, þegar
Rósin okkar, fimm manna
hljómsveit, stígur á pall og spil-
ar írska þjóðlagatónlist. Í
fréttatilkynningu frá hljóm-
sveitinni segir að í þetta sinn
hafi Rósin okkar valið einhver
fallegustu lög Íranna og fært í
nýjan búning. „Við spilum á
fiðlu, gítar, harmonikku,
bothrán-trommu og hörpu.“ Í Rósinni okkar eru:
Rósa Jóhannesdóttir, Skarphéðinn Haraldsson,
Ari Agnarsson, Sólveig Thoroddsen og Kristján
Kristmannsson. Tónleikarnir hefjast kl. 21.30, en
Næsti bar er gegnt Íslensku óperunni.
Tónlist
Írsk þjóðlagatónlist
á Næsta bar í kvöld
Rósin okkar
TÍMARITIÐ Hrafnaþing er
nýkomið út og er að þessu sinni
helgað Jónasi Hallgrímssyni.
Baldur Hafstað skrifar grein
um Jónas og þýsku rómantík-
ina, Loftur Guttormsson um
Jónas og Íslandslýsingu Bók-
menntafélagsins. Ragnar Ingi
Aðalsteinsson fjallar um
stuðlasetningu í ljóðum Jón-
asar og Þórður Helgason um
sögu bragarháttar. Fleiri fróð-
legar greinar eru í ritinu. Hrafnaþing er gefið út
af Kennaraháskóla Íslands og kemur út árlega.
Ritstjórar eru Anna S. Þráinsdóttir, Baldur Haf-
stað og Baldur Sigurðsson.
Fræði
Krunkað um Jónas
á Hrafnaþingi
Á SÝNINGU Gjörninga-
klúbbsins í Listasafni Reykja-
víkur getur að líta ævin-
týralega innsetningu, þrívítt
völundarhús. Umsjón með
hönnun þess hafði arkitektinn
Arnaldur Geir Schram. Á
morgun kl. 17 verður málþing í
safninu þar sem Arnaldur
fjallar um samspil arkitektúrs
og lista við tilurð sýningar-
innar; hugmyndina að baki inn-
setningunni, þróun, hönnun, uppsetningu og sam-
starfið við Gjörningaklúbbinn. Að loknu erindi
Arnaldar munu Gjörningaklúbburinn og Arnaldur
sitja fyrir svörum um sýninguna.
Myndlist og arkitektúr
Völundarhús
Gjörningaklúbbsins
Frá sýningu Gjörn-
ingaklúbbsins.
SALURINN í Kópavogi er klár í
vetrarslaginn, en eins og endranær
er tónleikaröðin Tíbrá kjarni vetr-
ardagskrárinnar. Að sögn Vigdísar
Esradóttur verða um 34 tónleikar í
Tíbránni í vetur og þar kennir fjöl-
breytni að vanda. Vigdís segir að
fyrsti hápunktur vetrarins verði að
sjálfsögðu opnunartónleikarnir á
föstudagskvöld, en þar syngur rúss-
neska dívan Irina Romishevskaya við
undirleik Jónasar Ingimundarsonar.
„Romishevskaya var nemandi Galínu
Pisraenko við Tsjaíkovskí akadem-
íuna, en hún var nemandi Richters.
Tengdamóðir Richters, eiginkona
hans, Galína og Irina hafa allar fjórar
kennt í sömu kennslustofu við þenn-
an skóla. Þannig mætti ætla að við
fengjum hefðina beint í æð, en Irina
Romishevskaya er ein mesta mezzó-
söngkona Rússa í dag,“ segir Vigdís.
Margir söngtónleikar
Það er áberandi í vetrardag-
skránni að nokkur tækifæri gefast til
að heyra heildarflutning verka.
Franski píanóleikarinn Désiré
N’Kaoua leikur öll píanóverk Ravels
síðar í mánuðinum, í október leikur
Albert Mamriev allar umritanir
Liszts á verkum Wagners og Simon
Smith leikur öll píanóverk Hafliða
Hallgrímssonar í mars. Söng-
tónleikar verða margir í Tíbránni í
vetur, bæði með erlendum stór-
stjörnum og ungum íslenskum
söngvurum. Í hópi þeirra fyrrnefndu
eru söngstjörnur Lettnesku óper-
unnar: Kristine Gailite, Viesturs
Jansons og Martins Zilberts, en í
hinum Gissur Páll Gissurarson, Mar-
grét Hrafnsdóttir, Hrafnhildur
Björnsdóttir og fleiri. Auður Gunn-
arsdóttir og Bergþór Pálsson syngja
með Jónasi Ingimundarsyni á full-
veldistónleikum Salarins 1. desem-
ber, en tónleikarnir verða helgaðir
Jóni Ásgeirssyni tónskáldi. Jónas
Hallgrímsson verður líka heiðraður
með sérstökum afmælistónleikum
þar sem flutt verða lög Atla Heimis
Sveinssonar við ljóð hans. Meðal
annarra Tíbrársöngvara í vetur eru
Viðar Gunnarsson, Arndís Halla Ás-
geirsdóttir, Lubov Stuchevskaya og
Tómas Tómasson.
Nokkrir góðkunningjar Salarins
vitja hans aftur í vetur, þar á meðal
píanóleikarinn Lene Circene sem
leikur í nóvember, og Jory Vinikour,
sem á sínum tíma vígði sembal Sal-
arins. Pétur Grétarsson, Kristjana
Stefánsdóttir og fleiri verða með
tvenna tónleika í vetur, Söngbók
djassins. Þeir fyrri verða með söng-
lögum Richards Rodgers, en eftir
áramót verður gluggað í söngbók
Coles Porters.
Nánari upplýsingar um Tíbrá og
aðra tónleika má finna á vef Salarins.
Tíbrártónleikaröðin hefst með söng rússnesku stórsöngkonunnar Irinu Romishevskayu
Hefð og hug-
myndaauðgi
Í HNOTSKURN
» Tónleikaröðin Tíbrá hefurverið burðarásinn í starfsemi
Salarins frá upphafi.
» Tíbrá er fjölbreytt tónleika-röð, með áherslu á sígilda
tónlist.
» Frá opnun Salarins í janúar1999 hafa verið haldnir hátt
á þriðja hundrað Tíbrártónleikar
og skipta flytjendur hundruðum.
Í NÓVEMBER kemur Stephanie Wendt píanóleikari í Salinn með sviðsetta
dagskrá; hún fer í heimsóksn til Klöru Wieck og Róberts Schumanns, og
leikur uppáklædd verk eftir þau og heimilisvininn Jóhannes Brahms.
Í heimsókn hjá Klöru
MIKIÐ drama vermir tékkneska
þjóðleikhúsið um þessar mundir.
Vaclav Havel, leikskáld og fyrrum
forseti landsins, hefur dregið til
baka verk sem taka átti til sýninga
þar á leikárinu, þar sem forsvars-
menn leikhússins telja sig ekki geta
orðið við kröfu Havels um að Dag-
mar Havlova, eiginkona skáldsins
til tíu ára, fari með aðalhlutverkið.
Havel hefur sagt að hann hafi sam-
ið verkið sérstaklega fyrir Dagmar
og fáist verkið ekki sett upp í þjóð-
leikhúsinu með henni í aðal-
hlutverki fari hann annað með
verkið.
Lér og sjálfsævisagan
Vaclav Havel var þegar þjóð-
kunnur af leikverkum sínum árið
1989 þegar hann leiddi flauelsbylt-
inguna í landi sínu. Hann var for-
seti landsins til ársins 2004. Lítið
hefur verið gefið upp um efni nýja
leikritsins annað en að það byggist
á hvoru tveggja, leikriti Shake-
speares Lé konungi, og sjálfs-
ævisögu skáldsins sjálfs. Plottið er
sagt hverfast um háttsettan stjórn-
málamann sem hyggst draga úr
áhrifum sínum og völdum.
Frúin var skáldinu
innblástur
Havel hefur í kjölfar ágreinings-
ins verið sakaður um yfirgang og
ráðríki, en samkvæmt erlendum
fréttamiðlum kveðst hann hafa lof-
að konu sinni að þau hefðu sam-
starf um uppsetningu verksins, og
sagði að hún hefði verið honum
mikill innblástur meðan á ritun
þess stóð. Dagmar Havlova, sem er
kunn gamanleikkona í heimalandi
sínu, hefur sjálf dregið sig út úr
ráðagerðum eiginmanns síns.
Forsvarsmaður þjóðleikhússins
sagði reglur leikhússins ekki leyfa
ráðningu gestaleikara. Leik-
hússtjórinn, Ondrej Cerny, hefur
þó lýst sig reiðubúinn að taka aftur
upp viðræður við Havel um upp-
færslu verksins í sátt.
Eiginkonan
fær ekki að-
alhlutverkið
Vaclav Havel deilir
við tékkneska
þjóðleikhúsið
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
DJASSKLÚBBURINN Múlinn
hefur vetrarstarf sitt með tón-
leikum á Domo í Þingholtsstræti í
kvöld.
Dagskrá vetrarins er að vanda
fjölbreytt og segja aðstandendur
klúbbsins það vera til marks um þá
miklu grósku sem einkenni íslenskt
djasslíf. Fimmtán tónleikar eru á
vetrardagskránni, en að auki hefst
fyrsta tónleikakvöld hvers mánaðar
á hinum vinsælu Söngvaskálda-
kvöldum Domo, á undan Múladags-
kránni. Þar koma fram ungir og
upprennandi lagahöfundar sem
flytja sönglög sín ásamt hljómsveit.
Á tónleikum
Múlans í kvöld
leikur hljóm-
sveitin Straight
Ahead Quartet.
Hljómsveitina
leiða gítarsnill-
ingarnir Jón
Páll Bjarnason
og Andrés Þór
Gunnlaugsson,
en með þeim leika Þorgrímur Jóns-
son á bassa og Einar Valur Schev-
ing á trommur. Eins og nafn
hljómsveitarinnar gefur til kynna
þá verður á dagskránni meg-
instefnu-djass og leika þeir fé-
lagarnir vel valda standarda á sinn
hátt og beint af augum. Múlafólk
lofar eðal-djassgítarveislu, þar sem
kynslóðabilið verður brúað. Tón-
leikarnir hefjast að þessu sinni kl.
22, en Söngvaskáldakvöldið kl.
20.30 og er þúsund króna aðgangs-
eyrir.
Múlinn býður upp á fimmtán tónleika vetrardagskrá
Beint af augum í kvöld
Jón Páll Bjarnason
Í HNOTSKURN
» Múlinn er samstarfsverkefniFélags íslenskra hljómlist-
armanna (FÍH) og Jazzvakn-
ingar.
» Klúbburinn heitir í höfuðið áhelsta djassgeggjara þjóð-
arinnar, Jóni Múla Árnasyni,
sem jafnframt var heiðursfélagi
og verndari Múlans.
TENGLAR
..............................................
www.salurinn.is