Morgunblaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
KÓRINN, nýja íþrótta- og tónleika-
höllin við Vallakór í Vatnsendahverfi
Kópavogs, var formlega tekinn í
notkun um helgina og þar með er haf-
in uppbygging heilsu-, íþrótta- og
fræðaseturs í bænum í samræmi við
samning Kópavogsbæjar og Knatt-
spyrnuakademíu Íslands ehf.
Að Knattspyrnuakademíunni
standa feðgarnir Arnór og Eiður
Guðjohnsen, Ásgeir Sigurvinsson,
Guðni Bergsson og Logi Ólafsson.
Logi segir að mannvirkin breyti
miklu fyrir akademíuna og framtíð-
aráform hennar og svæðið verði ekki
síst miðstöð fyrir íþróttafólk í Kópa-
vogi.
Logi segir lykilatriði að framhalds-
skóli komi á svæðið sem fyrst og þar
sé hugmyndin að vera með afreks-
íþróttafólk í öllum greinum. Búið sé
að ganga frá viljayfirlýsingu við
Íþrótta- og ólympíusamband Íslands
og öll stærstu sérsamböndin um sam-
vinnu, í þeim tilgangi að gera betur
við tilvonandi afreksfólk í íþróttum.
Fjölnota hús
Fyrsta skóflustungan að íþrótta-
húsinu var tekin fyrir rúmu ári. Efnt
var til hugmyndasamkeppni um nafn
á húsið og var nafnið Kórinn hlut-
skarpast. Í umsögn segir að „nafnið
vísar til hverfisins en minnir einnig á
að húsið er musteri líkama og sálar
og margradda hljóðfæri sem hýsir
margs konar starfsemi, íþróttaiðkun,
tónlistarflutning, ráðstefnuhald og
sýningar“.
Stærð hússins er um 11.000 fer-
metrar ásamt um 3.500 fermetra
tengibyggingu. Knattspyrnuvöll-
urinn er 105 x 68 m að stærð og loft-
hæð 20 m undir bita í mæni en meira
en 10 m yfir hliðarlínum. Gervigrasið
er 60 mm einsþráða, fyllt með sandi
og grænu gúmmíi efst. Undir grasinu
eru hita- og kælilagnir en húsið er full-
einangrað og með fullkomnu hita- og
kælikerfi. Lýsingin uppfyllir kröfur
Alþjóðaknattspyrnusambandsins
FIFA og sjónvarpsstöðva vegna út-
sendinga. Þrjár 100 m hlaupabrautir
eru beggja vegna vallarins og fjórar
70 m brautir til endanna. Undir stúku,
þar sem gert er ráð fyrir allt að 2.000
áhorfendum í sæti, er upphit-
unarrými. Höllin er auk þess sérhönn-
uð til tónleikahalds með tilliti til hljóð-
vistar og getur tekið allt að 19 þúsund
manns. Knattspyrnuakademían rekur
mannvirkin og hefur ráðið Jón Júl-
íusson sem framkvæmdastjóra, en
hann hefur verið íþróttafulltrúi Kópa-
vogs.
Fleiri mannvirki reist
Á næstu mánuðum verða mannvirki
Knattspyrnuakademíunnar reist. Þar
er meðal annars gert ráð fyrir íþrótta-
húsi með tveimur handboltavöllum í
fullri stærð, búningsklefum, líkams-
ræktarstöð og sundlaug auk knatt-
spyrnuvalla utanhúss. Ennfremur er
áætlað að á svæðinu rísi framhalds-
skóli, verslunar- og skrifstofuhúsnæði,
heilsugæsla, læknastofur, sjúkraþjálf-
un, rannsóknastofa og fleira. Reyndar
verður líkamsræktarstöðin opnuð til
að byrja með í Kórnum um næstu
helgi og kemur Anna Borg, sjúkra-
þjálfari og eiginkona Arnórs Guðjohn-
sen, til með að reka hana.
Markmiðið með framkvæmdunum
er að koma upp aðstöðu sem þjónar
þörfum íbúa í efri byggðum Kópavogs
og nærliggjandi svæðum á sviði
íþróttamála. Mannvirkin eiga að þjóna
akademíunni og vera miðstöð starfs-
tengdrar sérfræði- og rannsókn-
arstarfsemi á sviði íþrótta og lýðheilsu
í samvinnu við framhaldsskóla svæð-
isins.
Kórinn í Kópavogi gefur tóninn
Morgunblaðið/Sverrir
Frábær aðstaða Knattspyrnuvöllurinn er 105 x 68 m að stærð og lofthæð 20 m undir bita í mæni en meira en 10 m
yfir hliðarlínum. Gervigrasið er af bestu gerð og Gísli Kristjánsson kann vel að meta þessar aðstæður.
Hlaupabrautir hringinn Þrjár 100 m hlaupabrautir eru beggja vegna vall-
arins og fjórar 70 m brautir til endanna. Undir stúku er upphitunarrými.
Nafnið vísar til að
húsið er margradda
hljóðfæri og musteri
líkama og sálar
Í HNOTSKURN
» Ístak sá um bygginguhússins, VA arkitektar sáu
um hönnun, Conis um burð-
arþol og lagnir, Raftákn um
raflagnir, Verkfræðistofa
Snorra Ingimarssonar um
brunahönnun, Línuhönnun um
hljóðvist og VGK – Hönnun
um loftræstingu.
AKUREYRI
HÓLMSTEINN Snædal húsasmíðameist-
ari skoðaði húsið Hafnarstræti 98 í fyrradag
og segir það í mjög góðu ástandi. „Það er
gjörsamlega heilt; ekki fúna spýtu að
finna,“ sagði Hólmsteinn við Morgunblaðið í
gær og áréttaði að það væri fjarri öllum
sannleika að húsið væri ónýtt eins og haldið
hefði verið fram.
Húsið hefur verið mikið til umræðu vegna
þess að Akureyrarbær hyggst rífa það og
hefur heimilað nýbyggingu á lóðinni.
Hólmsteinn vann að endurbyggingu
húsanna tveggja sunnan við Hótel Akur-
eyri, París og Hamborg, síðustu árin með
Sigmundi Einarssyni, eiganda þeirra húsa.
„Það væri ekkert því til fyrirstöðu að gera
Hótel Akureyri jafn glæsilegt. Ég er reynd-
ar viss um að það yrði minna verk en með
Hamborg og okkur þótti það nú ekki mikið.
Það þarf að skipta um glugga, þakjárn og
slíkt en ekki einu sinni um utanhússklæðn-
ingu nema menn vilji,“ sagði Hólmsteinn.
Sigmundi segist leiðast að því skuli haldið
fram að enginn vilji gera húsið upp. Hann
hafi í sjálfu sér ekki ætlað sér að ráðast í þá
framkvæmd, enda hafi það ekki staðið til
boða. „En ef til þess er einhver vilji, bæði
hjá þeim sem nú eiga húsið og hjá Akureyr-
arbæ, er ég alveg til í að skoða það – já, já,“
sagði Sigmundur aðspurður í gær.
Morgunblaðið/Sverrir
Hótel Akureyri Húsið Hafnarstræti 98 er í
mjög góðu ástandi, að sögn sérfræðings.
„Ekki fúa
að finna“
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
HERMANN Óskarsson, núver-
andi deildarforseti Heilbrigð-
isdeildar Háskólans á Akureyri, er
sá eini sem hefur verið fastráðinn
kennari við skólann frá stofnun en
20 ár eru í dag síðan HA tók til
starfa. „Þetta hefur verið skemmti-
legur tími og margs að minnast,“
sagði Hermann við Morgunblaðið.
Ein bók
Haraldur Bessason, fyrsti rekt-
or Háskólans á Akureyri, sagði
stundum frá því að í upphafi hefði
skólinn aðeins átt eina bók – það
var Bókin um manninn. En margt
hefur breyst síðan þá; nemendur í
byrjun voru innan við hálft hundr-
að en eru nú hálft annað þúsund,
en eitt segir Hermann þó lítið hafa
breyst í gegnum tíðina: „Nem-
endur hafa að minnsta kosti oft
nefnt það, þegar þeir eru spurðir
um reynslu sína í Háskólanum á
Akureyri; hve nálægðin er mikil
við kennarana.“ Það segir hann
dýrmætt.
Það sem Hermann telur hins
vegar mestu breytinguna, fyrir ut-
an hve skólinn hefur stækkað gríð-
arlega, er fjarkennslan sem tekin
var upp fyrir um það bil áratug.
„Þá fórum við að kenna nemendum
víða um land, fjarkennslan breytti
háskólanum mikið og hefur ein-
kennt hann síðan. Nú eru um 40%
nemenda skólans í fjarnámi.“
Boðið var upp á tvær greinar í
upphafi, hjúkrunarfræði og iðn-
rekstrarfræði og kennt í húsnæði
við Þingvallastræti þar sem Iðn-
skólinn og síðan Verkmenntaskól-
inn voru. Þar er raunar hluti starf-
semi Háskólans enn.
Breytingar
Töluverðar skipulagsbreytingar
hafa orðið í skólanum hin síðari ár.
„Það kom til af því að við áttum
erfitt með að reka skólann eins og
hann var og leituðum leiða til hag-
ræðingar; sameinuðum t.d. deildir
en höfum samt séð til þess að
námsframboðið hefur ekki minnk-
að og þjónusta við nemendur í raun
aukist,“ segir Hermann.
Skólinn hefur glímt við skulda-
hala frá því upp úr aldamótum,
vegna þess hve nemendum fjölgaði
gríðarlega. „Við höfðum samið við
menntamálaráðuneytið um að
fjölga nemendum en engan óraði
fyrir því að slík sprenging yrði í að-
sókn.“ Svo fór að takmarka varð
aðgang að deildum.
„Breytingarnar hafa tekið á; það
er ekki skemmtilegt að þurfa að
segja upp fólki og það hefur reynt
á ýmsa starfsmenn að þurfa að
hagræða til þess að reksturinn
gangi upp miðað við þær forsendur
sem stjórnvöld setja okkur. En ég
er bjartsýnn á framtíð skólans,
hann stendur mjög sterkur í dag.“
Einn fastráðinn öll 20 árin
„Skemmtilegur tími,“ segir Hermann Óskarsson á tvítugsafmæli HA
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Fyrsta eignin Háskólinn á Akureyri átti í upphafi aðeins eina bók, Bókina um manninn. Hermann Óskarsson
og Þorsteinn Gunnarsson glugguðu í gær í bókina, sem að sjálfsögðu er varðveitt í bókasafni skólans.
Í HNOTSKURN
»Háskólinn á Akureyri tóktil starfa 5. september
1987 og er því tvítugur í dag.
»Fyrsti rektor skólans varHaraldur Bessason en
núverandi rektor er Þor-
steinn Gunnarsson.
» Í dag verður tilkynnt umúrslit í teiknimynda-
samkeppni grunnskólanem-
enda sem haldin var í tilefni
af 20 ára afmæli skólans.