Morgunblaðið - 05.09.2007, Page 22

Morgunblaðið - 05.09.2007, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. REKSTRARFORM ORKUVEITUNNAR Stjórn Orkuveitu Reykjavíkursamþykkti í fyrradag að leggjatil við eigendur hennar að rekstrarformi fyrirtækisins verði breytt í hlutafélag úr sameignar- félagi. Tillagan er umdeild og á stjórnarfundinum greiddu fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna atkvæði gegn henni. Allar ákvarðanir af þessum toga þurfa að vera vel ígrundaðar og ljóst að þær séu ekki aðeins gerðar breyt- inganna vegna. Flýtir við afgreiðslu málsins er til þess fallinn að vekja tortryggni, en vönduð vinnubrögð ýta undir trúverðugleika. Helstu rökin, sem gefin hafa verið fyrir breytingunni, eru fjárhagsleg ábyrgðamál eigenda, fyrirliggjandi ábending til Eftirlitsstofnunar EFTA vegna samkeppni Orkuveit- unnar við hlutafélög á orkumarkaði og skattamál. Við breytinguna úr sameignarfélagi í hlutafélag myndi skatthlutfall af tekjum Orkuveitunn- ar fara úr 26% í 18%. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitunni myndi þetta spara fyrirtækinu 800 milljónir króna í skattgreiðslur á næsta ári ef breytingin gengur eftir. Þá hlýtur að vera hægt að gera ráð fyrir því að sá sparnaður myndi koma neytendum, eigendum Orku- veitunnar, til góða í lægra verði á orku og vatni. Hlutafélagavæðingin hefur meðal annars verið gagnrýnd á þeirri for- sendu að hún sé fyrsta skrefið í átt til einkavæðingar Orkuveitunnar. Á því er grundvallarmunur hvort fyrirtæki er breytt í hlutafélag eða það er einkavætt. Núverandi rekstr- arfyrirkomulag nær til ársins 2001 og hefur ekki alltaf verið ávísun á góða siði. Fyrirtækið hefur snúist í ýmsu á undanförnum árum, sem kemur orkumálum lítið við. Tilgang- ur einkavæðingar hlýtur hins vegar að vera að auka samkeppni og leysa öfl markaðarins úr læðingi. Nú hefur samkeppni verið gefin frjáls á raf- orkumarkaði, þótt ekki hafi verið at- hugað að hve miklu leyti ávextir þeirrar samkeppni hafa borist til al- mennings. Umsvif Orkuveitunnar eru hins vegar víðtækari og á sumum sviðum er fyrirtækið í einokunar- stöðu. Eitt er að einkavæða fyrir- tæki, sem ljóst er að verða í sam- keppni. Annað er að gera það þegar samkeppni er lítil eða engin. Víða um heim er reynslan sú að erfitt er að knýja einkafyrirtæki til að veita almenna þjónustu þegar þau eru í einokunarstöðu eða markaður- inn skiptist upp. Bretar hafa til dæmis ekki farið vel út úr einkavæð- ingu á hlutum á rekstri lestakerf- isins og ekki er langt síðan kreppa skall á í raforkumálum í Kaliforníu, sem rekja mátti til þess að einkafyr- irtæki reyndu að hámarka gróða með því að leggja sem minnst í innviðina. Hins vegar er eðlilegt að eigendur Orkuveitunnar leiti leiða til að reka fyrirtækið með sem hagkvæmustum hætti, ekki síst með hagsmuni neyt- enda í huga. Verði hlutafélagavæð- ing Orkuveitunnar til þess er eðlilegt að láta af henni verða. ÓGNIN AÐ INNAN Lögreglan í Danmörku handtók ífyrrinótt átta menn, sem grun- aðir eru um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk. Líklegt er að tveir þeirra verði sóttir til saka fyrir tilraun til manndráps og sprengjutilræðis. Var alls látið til skarar skríða á 11 stöðum í einu. „Höfuðpaurunum getum við lýst sem herskáum íslamistum með alþjóðleg sambönd – þar á meðal tengsl við forustumenn í al-Qaeda,“ sagði Jakob Scharf, yfirmaður dönsku rannsóknarlögreglunnar, á blaðamannafundi í gær. Handtökurnar voru sagðar af- rakstur rannsókna, sem staðið hafa yfir í marga mánuði í samstarfi við yf- irvöld í nokkrum löndum. Ákveðið var að láta til skarar skríða vegna þess að talið var að hinir handteknu hefðu búið til sprengiefni, sem auð- veldlega hefði getað sprungið, í þétt- býlu hverfi. Lögreglan sagðist hafa komið í veg fyrir hryðjuverk annað hvort í Danmörku eða erlendis með handtökunum, en vildi ekki veita nán- ari upplýsingar um skotmörk. Hans Jørgen Bonnichsen, fyrrver- andi yfirmaður rannsóknarlögregl- unnar, sem dagblaðið Jyllands-Post- en ræddi við í gær, sagði að allt benti til þess að taka þyrfti þetta mál mjög alvarlega. Danska lögreglan myndi ekki fullyrða að tengsl væru milli mannanna og al-Qaeda nema full al- vara væri að baki: „Þetta gæti bent til þess að þeir gætu lyft upp símtólinu og pantað hryðjuverk í Danmörku.“ Þessir atburðir sýna að hættan af hryðjuverkum er ekki fjarlægt fyr- irbæri, heldur fyrir hendi í næsta ná- grenni. Hættan kemur heldur ekki að utan, heldur innan frá. Fram hefur komið að mennirnir átta séu frá Afg- anistan, Pakistan, Sómalíu og Tyrk- landi. Þeir hafi allir búið lengi í Dan- mörku og gerst róttækir íslamistar þar í landi. Sex þeirra eru með dansk- an ríkisborgararétt og það á ugglaust eftir að vekja umræður í Danmörku rétt eins og það hefur gert í Bret- landi. Þar í landi hefur farið fram mikil umræða um múslíma í bresku samfélagi og ógnina að innan eftir að múslímar með breskt ríkisfang frömdu hryðjuverk í neðanjarðar- lestum og strætisvagni í London. Í þeim efnum er vitaskuld mikilvægast að brúa þá gjá, sem hefur myndast, og finna leiðir til að snúa einstakling- um, sem hafa einangrast með þeim hætti að þeir eru tilbúnir til að fremja hryðjuverk og myrða og limlesta samborgara sína. Einnig er mikil- vægt að lögreglan haldi vöku sinni þannig að hún geti kæft fyrirhuguð ódæðisverk í fæðingu, líkt og gerðist í Danmörku í gær. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Sá möguleiki að Ísland sækt-ist eftir sæti í öryggisráðiSameinuðu þjóðanna komfyrst til tals fyrir alvöru í utanríkisráðherratíð Geirs Hall- grímssonar, 1983-1986. Ísland var hins vegar á leið inn í efnahags- og félagsmálaráð Sameinuðu þjóðanna (átti þar sæti 1986-1988) og ákveðið var að rétt væri að fá reynslu af því starfi fyrst, áður en ráðist væri í framboð til öryggisráðsins. Þar við bættist að Geir lét af embætti í jan- úar 1986 og féll málið þá niður. Ólafur Egilsson, fyrrverandi sendi- herra, hefur hins vegar rifjað upp að hann tilkynnti norrænum starfs- bræðrum sínum, sem sinntu mál- efnum SÞ, að Ísland væri að hug- leiða framboð og að íslensk stjórn- völd vonuðust til þess að fá að komast inn í röðina sem hefur verið meðal Norðurlandaþjóðanna um framboð til öryggisráðsins. Það var hins vegar ekki fyrr en 1998 sem Halldór Ásgrímsson, þá- verandi utanríkisráðherra, til- kynnti að Ísland myndi sækjast eft- ir sæti í öryggisráðinu starfsárin 2009-2010. Höfðu hin Norðurlöndin þá samþykkt að Ísland kæmi inn í röðina sem þýddi um leið að fram- boð okkar yrði í reynd norrænt framboð. hefði ek rætt í rí en að ha sjálfur a lending að taka þátt að ö í starfse „Ég lýsi skoðun ég tel ás laust fyrir okkur að færast því lengur að axla þá ábyrg fylgir þátttöku í öryggisráð sagði Davíð. „Ég tel að bæð tæknihlutinn breyst svo mi þar sem áður var rætt um a að hafa fjölmennar sendine staðnum til þess að geta up slík skilyrði hafi tæknin br um hlutum. Ég tel að við ei axla þarna ábyrgð á þessum eins og annars staðar. Eins þm. nefndi hafa þjóðir sem um verið að styðja fjárhags vegna þess hversu fátækar og illa í stakk búnar tekið þ slíku samstarfi eins og Græ eyjar og reyndar aðrar þjó hafa ekki haft mjög mikla f lega burði. En ég er þeirra unar að þetta gæti verið og legur þáttur í störfum okka hinum Sameinuðu þjóðum. Svavar er aftur á ferðinn 1997 í umræðum um skýrsl ríkisráðherra um utanríkis Athyglisvert er hins vegar að ár- in á undan hafði möguleg þátttaka Íslands í störfum öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna komið nokkrum sinnum til tals inni á Alþingi. Þau skoðanaskipti benda til að málið hafi þá verið tiltölulega þver- pólitískt. Svavar Gestsson, þáverandi þing- maður Alþýðubandalagsins, átti fyrst orðaskipti við Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, um málið í nóvember 1995. Um var að ræða óundirbúna fyrirspurn en Svavar, sem nú er sendiherra í Kaupmannahöfn, mun þó hafa verið búinn að ræða málið við Davíð fyrirfram. Ísland taki virkan þátt Í umræðunum á Alþingi minnti Svavar á að fimmtíu ára afmæli SÞ væri yfirvofandi. Íslendingar hefðu tekið allmyndarlegan þátt í starf- semi samtakanna á þessum áratug- um en slíkar breytingar væru að verða á hinu alþjóðlega umhverfi að þær kölluðu að nokkru leyti á „öðruvísi áherslur og öðruvísi við- brögð“ af hálfu íslenskra stjórn- valda. Vildi Svavar því vita hvort forsætisráðherra teldi koma til greina að Íslendingar undirbyggju framboð til öryggisráðsins „þegar tækifæri gefst til þess á næstu ár- um“. Davíð svaraði því til að málið Mögulegt framboð Íslands til öryggisráðs SÞ kom fyrst Svavar hélt málinu Svavar Gestsson Utanríkisráðuneytið hefurákveðið að efna í vetur tilsamstarfs við alla áttaháskóla landsins í formi fundaraðar en markmið hennar er að hvetja til aukinnar umræðu um alþjóðamál á Íslandi. Þetta frum- kvæði tengist framboði Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, starfsárin 2009-2010, en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra lagði þó áherslu á það í gær að von- ast væri til þess að þetta samstarf gæti orðið vísir að frekari samvinnu. Fundaröðin hefst nk. föstudag í Háskóla Íslands en þar munu bæði utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún, og forsætisráðherra, Geir H. Haarde, taka til máls á eins konar opnunarmálþingi. Háskólinn í Reykjavík stendur svo fyrir annarri ráðstefnu í október og svo koll af kolli en gert er ráð fyrir að viðfangs- efni hvers fundar tengist sérsviði há- skólanna sjálfra. Fram kom á fundinum í gær að háskólarnir standa sjálfir straum af kostnaði vegna þessa fundahalds og sagði Jón Ólafsson frá Háskólanum á Bifröst að menn litu enda svo á að þeir væru fyrst og fremst að standa fyrir umræðufundum fyrir nemend- ur á hverjum stað. Ingibjörg Sólrún sagði tilganginn þann að spyrja hvernig Ísland gæti gert sig gildandi á alþjóðavettvangi, hvernig við gætum rækt okkar skyldur en líka komið okkar sér- stöðu á framfæri. Hvað við getum lagt af mörkum og hvað við getum lært. Ingibjörg sagði íslenska utan- ríkisþjónustu litla, utanríkisráðu- neytið gæti því ekki eðli málsins skyldur,“ sagði Ingibjörg bætti við: „Það hefur verið að mínu viti að standa fyrir umræðu um málið. Nú ætlu reyna að bæta úr því. Við þess tólf mánuði, því að það eftir ár.“ Á fundinum í gær voru frá öllum átta háskólum Háskóla Íslands, Háskó Reykjavík, Háskólanum á Háskólanum á Akureyri, L aðarháskóla Íslands, List Íslands, Kennaraháskóla Í Háskólanum á Hólum. Hjálmar H. Ragnarsso LHÍ, sagði að skólarnir my vitað koma að þessu me hætti. Þó að þeir ættu sín s snertu utanríkismál þau Listaháskólanum væru me uppteknir af spurningu menningarlega fjölbreytni fólks til menningar, „og v það öll að það atriði eitt og s helsta umræðuefni í alþ stjórnmálum í dag. Mikið a í heiminum snýst um réttin ingar, rétt manna til að þeim hugmyndum sem þ sjálfir.“ Svafa Grönfeldt, rektor H það vera hlutverk háskóla krefjandi spurninga. Þau sjálfsagt ekki öll koma m samkvæmt búið yfir sérþekkingu á öllum sviðum. Þess vegna væri æski- legt að rækta tengslin við háskóla- samfélagið, s.s. með því að fá aðila á þeim vettvangi til að vinna greining- arvinnu fyrir ráðuneytið á ein- stökum sviðum, t.d. ef Íslandi tækist að ná sæti í öryggisráði SÞ. Ólíkar spurningar og sjálfsagt ólík svör líka Ingibjörg sagði að þó að tilkynnt hefði verið um það fyrir heilum níu árum að Ísland sæktist eftir sæti í öryggisráðinu í fyrsta sinn hefði lítil umræða farið fram um málið. Menn spyrðu hvaða erindi við gætum átt þar, hvort þetta yrði ekki alltof dýrt og hvað Ísland gæti mögulega grætt á setu í ráðinu. Margir teldu að ekki væri eftir miklu að slægjast. „Ég segi: það er bæði heilmikill ávinningur af því að við kynnum Ís- land og það sem það stendur fyrir á alþjóðavettvangi og við höfum heil- miklar skyldur að rækja á alþjóða- vettvangi líka. Ísland hefur enga af- sökun fyrir því að axla ekki þessar skyldur þegar við lítum til þess að öll ríki Evrópu hafa setið í öryggis- ráðinu nema þau allra smæstu, ör- ríkin. Við lítum á okkur sem þjóð meðal þjóða og þetta er í mínum huga lokahnykkurinn í okkar sjálf- stæðisbaráttu, að við rækjum þessar Upplýst umræð Utanríkisráðuneytið efn- ir í samstarfi við átta há- skóla landsins til funda- raðar í vetur um alþjóðamál og framboð Íslands til öryggisráðs SÞ. Davíð Logi Sigurðs- son sótti blaðamanna- fund í ráðuneytinu í gær. Samstarf Fulltrúar allra háskóla landsins sóttu fundinn með uta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.